Morgunblaðið - 23.04.1995, Side 18
18 SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FJÁRSJÓÐUR
Á FJÖLLUM
Fjallggrösin ís-
lensku hafa vakið
athygli erlendis
vegna þeirrar
verkunar sem efni
Deirra hafa á HIV-
veiruna og berkla.
Hér heima er ver-
ió aó rannsaka
verkun beirra á
magasár og
asma og kanna
ónæmisörvandi
áhrif beirra. Dr.
Kristín Ingólfsdóttir
lyfjafræóingur,
sem hefur stjórnaó
rannsóknunum á
„ Morgunblaðið/Ámi Sæberg
KRISTIN INGOLFSDOTTIR: Ekki leikur vafi á aó í íslenskri náttúru leynast áhugaverð nytjaefni
og þessar niðurstöður gefa tilefni til að fleiri íslenskar plöntur verði rannsakaðar markvisst.
fjallagrösunum,
skýrir Kristim
Marju Baldurs-
dottur frá áhrifa-
mætti þessarar ís-
lensku nytjaplöntu
og nióurstöóum
rannsókna sinna.
FYRIR flórum árum hóf dr.
Kristín Ingólfsdóttir, dósent í
lyfjafræði við Háskóla ís-
lands, að rannsaka efni í fjallagrös-
um með það fyrir augum að kanna
hvort hægt væri að fá vísindalega
staðfestingu á þeim jákvæðu verk-
unum sem álitið hefur verið að fjalla-
grös hafi. Rannsóknin hefur einkum
beinst að því að kanna verkun efn-
anna við magasári, asma, berklum,
og að kanna ónæmisörvandi áhrif
þeirra. Fyrir tilviljun kom í ljós að
ákveðin efni í grösunum hafa einnig
áhrif á HlV-veiruna. Kristín vill þó
ekki staðhæfa lækningamátt fjalla-
grasa fyrr en hún veit hvaða áhrif
efnin hafa á mannslíkamann.
Rannsóknir Kristínar á fjallagrös-
um eru hluti af stærra verkefni sem
eru rannsóknir á íslenskum fléttum.
Hún hefur átt samvinnu við lyfja-
fræðideild Háskólans í Munchen í
Þýskalandi og fleiri aðila erlendis,
og hér heima hafa lyfjafræðingarnir
Guðborg A. Guðjónsdóttir og Stefán
R. Gissurarson unnið að rannsókn-
unum með henni ásamt mörgum
öðrum.
„Við gerðum fyrst grunnpróf í
tilraunaglösum og síðan prófanir á
tilraunadýrum. Niðurstöður gefa
mjög jákvæðar vísbendingar," segir
Kristín. Hún fór með fjailagrösin
og aðrar plöntur til Þýskalands til
að gera frumathuganir og segir að
jákvæðustu niðurstöðurnar, eða þær
sem þeim hafi fundist forvitnilegast-
ar úr þessum frumprófum sem hún
gerði, hafi einmitt verið verkun efna
í fléttum, þar á meðal í fjallagrösum.
„Það er hins vegar of snemmt
fyrir okkur að staðhæfa lækninga-
mátt fjallagrasa þar eð við vitum
ekki enn hvaða áhrif efnin hafa á
mannslíkamann. Þegar við höfum
fullvissað okkur um að efnin hafí
ekki óæskilegar aukaverkanir er
markmið okkar í framtíðinni að
gera prófanir á fólki."
Nytjaplanta í aldaraðir
Kristín tók lyfjafræðipróf frá Há-
skóla íslands og síðan doktorspróf
frá Lundúnaháskóla. Hún tók dokt-
orsgráðu í þeirri sérgrein lyfjafræð-
innar sem fjallar um náttúruefni.
„Það kemur ef til vill mörgum á
óvart að lyf skuli vera búin til úr
náttúruefnum en ekki eingöngu á
efnafræðilegan hátt, en talsverðan
hluta lyfja sem læknar vísa á má
rekja til náttúrunnar, eða milli
30-40%,“ segir hún. „Eg get nefnt
sem dæmi kódein, sem er verkja-
stillandi lyf, hjartalyf sem heita
dígoxín, og eitt nýjasta krabba-
meinslyfið sem ber heitið taxol, en
það er unnið úr berki trjáa sem vaxa
í Norður-Ameríku. Það er því hvar-
vetna mikill áhugi á rannsóknum á
náttúruefnum."
Þegar Kristín kom heim frá námi
hóf hún að skoða íslenskar plöntur.
Hún segir að það sé í rauninni mjög
lítið vitað um efnafræði íslenskra
plantna.
„Fjallagrösin eru mjög merkileg
nytjaplanta vegna þess að þau hafa
verið notuð í aldaraðir bæði til mann-
eldis og í lækningaskyni. Kunnust
er notkun þeirra í fjallagrasaseyði
og fjallagrasamjólk, og þau voru
notuð þegar skortur var á mjöli.
Fjallagrös vaxa víða um heim og því
er það dálítið merkilegt að latneska
heitið á þeim skuli vera Cetraria is-
landica."
Til skýringar má nefna að víðara
heiti þessara plantna er fléttur, en
þær myndast við sambýli svepps og
þörungs, og eru fjallagrösin ein teg-
und þeirra.
Fjallagrösin hafa verið notuð við
ýmsum kvillum bæði hér á landi og
annars staðar.
„Áður fyrr voru þau notuð við
berklum," segir Kristín. „Þau hafa
og verið notuð við særindum í hálsi
og hósta, við magaóþægindum eins
og magabólgum og magasári, og við
asma. Það eru til sagnir um að þau
hafi verið notuð við æxlum, en það
er erfitt að átta sig á við hvers kon-
ar æxli er átt.
Hin hefðbundna notkun fjalla-
grasa var að sjóða grösin, annað
hvort í vatni eða í mjólk, og drekka
síðan seyðið. Grösin eru enn notuð.
Söngvurum fínnst til dæmis gott að
fá sér fjallagrasaseyði áður en þeir
koma fram og mörgum magasjúkl-
ingum og asmasjúklingum fínnst
seyðið gera sér gott.
Grösin eru talsvert notuð í Finn-
landi við asma. í Þýskalandi hafa
þau verið notuð bæði í dýralyf, með-
al annars við asma í hestum, og í
hálstöflur fyrir fólk. Við vitum að í
fjallagrösum er mikið af fjölsykrum
sem gera það að verkum að fjalla-
grasaseyðið er slímkennt og mjúkt
og hefur því mýkjandi verkun á háls.
Fjallagrösin eru því víða til en í
Evrópu hefur það verið vandamál
hversu geislamenguð þau eru eftir
Tsjernobyl-slysið. Hér heima vaxa
fjallgrösin á hálendinu.“
- Hvernig nálgist þið lyfjafræð-
ingar plöntuna?
„Undanfarið höfum við verið svo
heppin að fá plöntuna keypta, en
hér áður var ég með alla fjölskyld-
una úti í móa í sumarfríunum að
tína. Svo það var mikill léttir fyrir
fjölskylduna þegar því lauk!“
Lyf gegn berklum
Kristín er ein fárra vísindamanna
sem hafa rannsakað fjallagrös
markvisst með tiíliti til lyfjaverkun-
ar og hafa greinar um rannsóknir
hennar birst í virtum vísindaritum
erlendis. Erlend lyfjafyrirtæki hafa
og sýnt rannsóknum hennar mikinn
áhuga.
„Lyfjafyrirtækið Glaxo hefur
fengið efni hjá mér bæði úr fjalla-
grösum og öðrum fléttum til prófun-
ar gegn berklabakteríu," segir Krist-
ín. „Á síðustu árum hafa komið upp
vandamál vegna þess að sumir stofn-
ar berklabakteríunnar virðast
ónæmir fyrir þeim lyfjum sem er
verið að nota. Því er mikill áhugi á
því að finna ný efni sem hemja þessa
stofna sem eru ónæmir. Glaxo hefur
sýnt fléttuefnum okkar mikinn
áhuga og er um þessar mundir að
prófa fléttuefni frá okkur á ónæma
bakteríustofna. Fléttuefni hafa verið
mjög lítið rannsökuð með tilliti til
lyfjaverkunar og því hefur þetta
lyfjafyrirtæki óskað eftir að fá fleiri
efni.“
- Hvaða þýðingu hefur þetta fyr-
ir okkur íslendinga. Förum við ef
til vill að geta framleitt lyf fyrir
erlendan markað?
„Um það get ég ekki fullyrt. Út
um allan heim er verið að gera rann-
sóknir á náttúruefnum. Hins vegar
er það aðeins örlítið brot þeirra efna
sem sýna virkni í frumprófum sem
verða á endanum lyf. Þau verða að
uppfýlla ströng skilyrði, bæði um
verkun og aukaverkanir. Þróunar-
kostnaður er auk þess óhemju mik-
ill þannig að það eru aðeins fá efni
sem komast alla leið.
Vitaskuld vona allir sem stunda
rannsóknir af þessu tagi að þær leiði
í ljós ný efni sem unnt verði að nota
í lyfjaframleiðslu. En rannsóknimar
hafa einnig annan tilgang og mark-
mið. Þær veita upplýsingar um efna-
fræði náttúmefna og samband sem
ríkir milli sameindabyggingar og líf-
fræðilegrar verkunar. Þær em þátt-
ur í uppbyggingu vísindaþekkingar
og sérhæfðra vinnubragða hér á
landi. Síðast en ekki síst veita þær
vísbendingar um hvort hefðbundin
notkun plantna hefur stuðst við
raunverulega verkun.“
Verkun gegn HlV-veiru
Mesta athygli vekur þó verkun
efna í fjallagrösum á HlV-veiruna.
„Háskólinn í Chicago, í samvinnu
við bandarísku krabbameinsstofn-
unina, hefur þróað próf til þess að
finna náttúrefni sem eru virk gegn
HIV-veirunni,“ segir Kristín. „Þeir
fengu efni frá okkur sem sýndi í
frumprófí mjög öfluga verkun gegn
I
[
t
I
!
í
Í
í
l
i
\
i
i
l
i
i
I
i
I
i