Morgunblaðið - 23.04.1995, Page 24

Morgunblaðið - 23.04.1995, Page 24
24 SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/ Stjörnubíó hefur tekið til sýninga kvikmyndina Immortal Beloved með Gary Oldman og Isabellu Rossellini í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á ævi Ludwigs van Beethoven Leitin að ástinni einu ANNA Maria Erdody (Isabella Rossellini) greifynja var ein af konunum í lífi Ludwigs van Beethovens (Gary Olman). AÐ er árið 1827 og Evr- ópa öli syrgir andlát Ludwigs van Beethovens (Gary Oldman). Ætt- ingjar meistarans vita hins vegar ekki hvaðan á sig stendur veðrið því að eftir hann liggur erfðaskrá þar sem hann ánafnar ástinni sinni einu öllum eigum sínum og tileink- ar henni öll tónverk sín. Það fylgir hins vegar ekki sögunni hver ástin eina er, hvaða kona það var sem Beethoven var svona hugfanginn af án þess að nokkrir hans nákomn- ustu hefðu um það hugmynd. Þetta er upphaf myndarinnar Immortal Beloved, en hún er gerð eftir frumsömdu handriti leikstjór- ans Bernard Rose. Hugmyndina að sögunni fékk leikstjórinn við lestur eldheits ástarbréfs til ókunnrar konu, sem fannst meðal persónulegra muna Beethovens eftir hans dag og hefur síðan verið mönnum ráðgáta . Rose, sem hafði löngum verið áhugasamur um allt sem viðkom Beethoven og tónlist hans, kynnti sér allt það sem um manninn og ástir hans hefur verið skrifað og sauð saman í handriti þessu þá kenningu um hver ástin stóra hefði verið sem sett er fram í myndinni og verður haldið leyndri hér til að spilla ekki ánægju vænt- anlegra áhorfenda. Framvinda sögunnar er hins vegar á þá leið að hinn trúi og tryggi aðstoðarmaður og vinur Beethovens, Aron Schindler (Jero- en Krabbe) á svo bágt með að sætta sig við þá staðreynd að hann hafi ekki átt trúnað meistarans allan að hann einsetur sér að kom- ast að hinu sanna um það hver ástin hans eina hafi verið. Bemard Rose setur því á svið sögu, sem svipar til myndar Orsons Welles um Citizen Cane að því leyti, að í leit sinni að sannleikanum ferð- ast Aron Schindler á milli þeirra karla en einkum þeirra kvenna sem auk hans þekktu Beethoven best og er staðráðinn í að láta ekki deig- an síga fyrr en hann kemst að hinu sanna. Saman bregða Schindler og viðmælendur hans upp svipmynd- um úr ævi Beethovens í leit sinni að svarinu við ráðgátunni. Ástkonur Beethovens virðast hafa verið allt að því óteljandi, en í þessari sögu standa þijár konur upp úr: fyrst verður fyrir Schindler greifynjan Julia Guicciardi (Valeria Golino), sem Beethoven var í tygj- um við á yngri árum og virtist fyrst og fremst sækjast eftir félagsskap snillingsins vegna orðspors hans og þeirrar aðdáunar sem hann naut. Þá er staldrað við samband Be- ethovens við ungversku greifynjuna Anna Marie Erdody (Isabella Ross- ellini), sem Beethoven varð háður, að sagt er. Kynni þeirra tókust þeg- ar tónskáldið stjórnaði sjálfur frum- flutningi á 5. píanókonsert sínum. Fram að því hafði Beethoven tekist að leyr.a aðra en þá sem honum voru nánastir því að hann væri bú- inn að missa heymina. En fmm- flutningur píanókonsertsins fór svo úr böndunum að öllum öðmm en hljómsveitarstjóranum og höfund- inum varð það ljóst; leyndarmálið varð opinbert og tónskáldið varð fyrir aðkasti tónleikagesta þar til greifynjan fagra skarst i leikinn og leiddi hann á brott. Greifynjan var gift en þau Beethoven héldu saman um skeið og samkvæmt sögu Rose var það hamingjuskeið í lífí tón- skáldsins. Þriðja konan er hins vegar mág- kona tónskáldsins, Johanna van Beethoven (Johanna Ter Steege), sem Beethoven hreifst af ungur áður en hún sveik hann og hljópst á brott með bróður hans Casper. Hrifningin breyttist síðar í hatur eftir dauða Caspers og þá deildu þau Johanna hatrammlega um for- ræði sonar hennar, Karls. Johanna var snauð og áhrifalaus en stóð uppi í hárinu á auðugu og áhrifa- ríku tónskáldinu sem dró hana fyrir dóm til að fá hana svipta drengnum sem hann gekk síðan í föðurstað. Könnun Schindlers á lífi snill- ingsins sem hann hélt sig vita allt um leiðir loks til niðurstöðu um það hver ástin eina hafi verið. Sú niðurstaða sem Bernard Rose læt- ur Schindler komast að ku vera nýjung og umdeild mjög meðal þeirra fræðimanna sem lagt hafa sig mest eftir að fjalla um ævi Beethovens og hafa spreytt sig á að leysa ráðgátu ástarbréfsins dul- arfulla. Rose þykist hins vegar keikur geta hrakið allar þær kenn- ingar sem áður hafa verið settar fram um bréf þetta og kveðst óhræddur munu vetja eigin kenn- ingu hvar og hvenær sem er. Immortal Beloved er fjórða kvik- myndin sem hinn breski Bernard Rose leikstýrir. Sú eina hinna fyrri sem teljaVidi athygli vakti var hroll- vekjan Candyman. Hann fékk talið kvikmyndafyrirtæki stórstjörn- unnar Mels Gibsons, Icon Pictures, á að fjármagna gerð þessarar myndar um ástir og ævi Beeth- ovens og eftir að stórleikarar á borð við Oldman og Rossellini höfðu bundist fastmælum um að leika í myndinni og sir Georg Sloti féllst á að hafa umsjón með vali og flutningi tónlistar var hafist handa við tökur. Þær fóru að miklu leyti fram í Tékklandi, en þar ku vera gósen- land kvikmyndagerðarmanna nú um stundir, einkum þeirra sem láta leiki sína gerast í höllum greifa og konunga. Eftir að flauelsbylt- ingin hratt kommúnismanum af stalli þar eystra hafa vestrænum kvikmyndagerðarmönnum opnast áður óþekktir möguleikar á að nýta sér margar glæsilegustu hall- ir og kastala álfunnar sem sviðs- myndir og Bernard Rose og sam- verkamenn hans nýttu sér þá ós- part þá möguleika við tökur mynd- arinnar um Beethoven og ástina hans einu. Tónlistin í stóru- hlutverki Eins og við er að búast í mynd sem ætlað er að fjalla um ævi Ludwigs van Beetho- vens er tónlist hans snar þátt- ur I myndinni Immortal Beloved. Tónlistarstjóri myndarinn- ar er ungverski hljómsveitar- stjórinn heimsfrægi, sir Georg Solti, sem stjórnar þar flutn- ingi Sinfóníuhljómsveitar Lundúna á mörgum þekktustu verka Beethovens. Þau verk Beethovens sem koma við sögu í myndinni í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Lundúna undir stjórn hins 83 ára gamla Soltis eru 3.,5.,6., og 7. sinfónían, svo og Óðurinn til gleðinnar úr 9. sinfóníunni. Einnig píanókonsert nr. 5, þar sem Murray Perahia leikur einleik, fiðlukonsert í D-dúr ópus 61, þar sem Gidon Kre- mer leikur einleik og Missa Solemnis, þar sem einsöngvar- ar eru Renée Fleming, sópran, Ann Murray, alt, Vinson Cole, tenór og Bryn Terfel, bassi. Murray Perahia leikur einn- ig Tunglskinssónötuna, Fiir Elise og sónötu Pathetique og Juillard-strengjakvartettinn leikur Strengjakvartett ópus 130. Þá leika píanóleikararnir Emanuel Ax og Stephen Prutsman og Pamela Frank fiðluleikari fiðlusónötu í A-dúr ópus 47 og Ax, Frank og selló- leikarinn Yo-Yo Ma leika tríó í D-dúr ópus 70 nr. 1. Eina tónverkið sem heyrist í myndinni Immortal Beloved og ekki er eftir Beethoven er Þjófótti skjórinn eftir Rossini, í flutningi Sinfóníuhljómsveit- ar Lundúna undir sljórn sir Georg Solti. Loksins edrú og ánægður GARY Oldman leikur hlutverk tónjöf- ursins Ludwigs van Beethovens. GARY Oldman, sem leikur Ludwig van Beethoven í mynd- inni Immortal Beloved, hefur á undanförnum árum skotið upp á stjörnuhimin kvikmynda- heimsins. Enn er hægt að sjá hann í kvikmyndahúsi í Reykja- vík, í aukahlutverki í mynd Luc Bessons, Leon. Síðar á árinu verða frumsýndar tvær nýjustu myndir hans, Murder in the First, þar sem hann leikur fang- elsisstjóra með kvalalosta, sem pyntar saklausan fanga sem Kevin Bacon leikur, og sögulega kvikmyndin The Scarlet Letter þar sem hann leikur á móti Demi Moore. Oldman, sem er 37 ára, hefur lifað sukksömu og stormasömu lífi en vonandi eru nú betri tímar framundan. Hann eyddi jólunum og áramótunum síðustu í áfengis- og vímuefna- meðferð og hefur síðan hafið nýtt og betra líf með unnustu sinni, Isabellu Rossellini, sem hann kynntist þegar þau léku saman í Immortal Beloved. Gary Oldman fæddist í verka- mannahverfinu New Cross í suð- urhluta London 21. mars 1958, yngstur þriggja barna rafsuðu- manns og heimavinnandi hús- móður. Hann var 7 ára gamall þegar drykkfelldur faðir hans hljópst að heiman og lét móður- inni eftir að ala önn fyrir börnunum. Gary varð fremur ódæll og uppreisnargjarn ungl- ingur og hætti í skóla 16 ára gamall til að fara að vinna í íþrótta- vöruverslun. En um leið og hann var laus undan þeirri kvöð sem skólinn hafði verið honum fór Gary Oldman að sýna því áhuga að mennta sig, sökkti sér niður í bók- menntir og tók upp þráðinn við píanónám- ið. Hann gekk til liðs við leikhóp og fór að sækja leiklistartíma og þannig bar saman fund- um hans og leiklist- arkennarans Roger Williams en það var fyr- ir tilstilli hans að Gary ákvað að helga sig leik- listinni, og seljast á ný á skóla- bekk í Rose Buford Drama Col- lege. Þaðan lauk hann BA-prófi í leiklistarfræðum árið 1979. Að því loknu fór hann að vinna með leikhópnum Gre- enwich Young People Theatre og vakti fljótt á sér athygli. Inn- an fárra missera var hann far- inn að fá eftirsóttustu viður- kenningar sem veittar eru með- limum fijálsra leikhópa í heims- borginni, jafnframt því að fá smáhlutverk í sjónvarpi og fá- einum kvikmyndum. En þótt ferillinn væri á uppleið varð hið sama ekki sagt um einkalífið því það var löngum æði sukksamt. Á seinni hluta níunda áratug- arins kvæntist Gary Oldman leikkonunni Lesley Manville en þjónabandið entist stutt og lauk með skilnaði skömmu eftir fæð- ingu einkasonar Garys, Alfie, sem nú er 6 ára. Þegar þar var komið sögu var Gary Oldman hins vegar að nálgast þröskuld heimsfrægðar- innar og hafði þegar vakið á sér verulega athygli fyrir leik sinn (og söng) í hlutverki pönkarans Sid Vicious í myndinni Sid and Nancy, sem gerð var árið 1986. Árið 1990 giftist Gary Old- man öðru sinni. Sú lukkulega var engin önnur en Uma Thur- man, þá tæplega tvítugt smá- stirni en nú heimsfræg og til- nefnd til óskarsverðlauna eftir að hafa slegið svo rækilega í gegn í Pulp Fiction. Hjónaband- ið entist aðeins í tæp tvö ár og skilnaðurinn gekk í gegn um svipað leyti og heimsfrægð Gary Oldmans var staðfest með þeim viðtökum sem frammistaða hans í titilhlutverki myndar Coppol- as, Bram Stoker’s Dracula, hlaut jafnt hjá gagnrýnendum og áhorfendum. Velgengnin kom reyndar ekki á óvart því árið 1991 hafði Old- man vakið mikla athygli í hlut- verki Lee Harveys Oswalds í mynd Olivers Stone, JFK. Síðan hefur leikferillinn stöð- ugt legið upp á við og því er haldið fram að Oldman sé ekki síst dáður meðal starfssystkina sinna í Ieikarastétt og þá einkum fyrir einstæða hæfileika sína til margbreytilegrar líkamstján- ingar sem gerir honum kleift að túlka betur en flestir aðrir hvort heldur er unglinga eða gamalmenni, glæsimenni eða rytjulega titti á borð við Lee Harvey Oswald. Þá hefur hann einnig sýnt það á ferli sínum að hann á auðvelt með að tileinka sér hvaða til- brigði og hreim enskrar tungu sem vera skal og fáir leikarar eiga jafnauðvelt með að bregða sér í líki persónu hvaðan sem vera skal úr hinum enskumæ- landi heimi, hvort heldur um er að ræða klíkuforingja í banda- rískri stórborg, persónu í Shakespeare-leikriti, eða bresk- an pönkara eins og Sid Vicious. Gary Oldman hefur til þessa dags leikið í 19 kvikmyndum og auk þeirra sem nefndar hafa verið að framan er þar um að ræða: Romeo Is Bleeding (1993), True Romance (1993, þar er hann frábær en nánast óþekkj- anlegur í hlutverki klíkuforingj- ans sem Christian Slater drepur snemma í myndinni), Heading Home (1991), Chattahoochee (1990), Rosencrantz and Guild- enstem Are Dead (1990), State of Grace (1990), Criminal Law (1989), Track 29 (1988), We Think the World of You (1988), Prick Up Your Ears (1987), Honest, Decent and True (1983) og Remembrance (1981).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.