Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 31
SIGURJÓNA
GUÐRÚN
JÓHANNSDÓTTIR
+ Sigurjóna Guð-
rún Jóhanns-
dóttir fæddist í
Rcykjavík 4. maí
1910. Hún lést á
Landspítalanum
11. apríl sl. For-
eldrar hennar voru
Ingiríður Benjam-
ínsdóttir og Jóhann
Þ. Pétursson.
Systkini Sigurjónu
eru: Margrét, f.
1907, látin, Jó-
hanna, f. 1908,
Hulda, f. 1914, Jón,
f. 1915, Ólafía, f.
1926, látin, og Sigrún, f. 1928,
látin. Sigurjóna giftist 5. októ-
ber 1929 eftirlifandi eigin-
manni sínum Hannesi L. Guð-
jónssyni, f. 6. ágúst 1905 í Bol-
ungarvík. Foreldrar hans voru
Mikkalína Jensdóttir og Guð-
jón Gíslason. Börn þeirra eru:
Inga Hafdís, f. 9. febrúar 1930,
gift Helga Davíðssyni og eiga
þau 5 börn; Jóhann Ingimar,
f. 17. apríl 1933, kvæntur Elsu
Kveðja til móður,
tengdamóður og ömmu
Elskulega mamma mín,
má ég örstutt ljóð þér færa
lítt þótt mýki meinin þín
mæðraprýðin góða, kæra.
Meiri sól og sældarkjör
sjálf þú öðrum léttir valin
heldur en þinni fylgdu för
fram í gegnum kaldan dalinn.
Veiti Drottinn nokkrum náð,
náð og sæld þú átt þér vísa,
öll þín hyggja, allt þitt ráð
æðri kraftar leiðsöp prísa.
Elsku mamma, mild og góð
mildur Guð þig ennþá styrki.
Fyrirgef þú lítið ljóð.
Lífsins faðir mátt þinn yrki.
(Hannes Hafstein)
Blessuð sé minning þín.
Inga og fjölskylda.
Á morgun kveðjum við hana
ömmu okkar, Sigurjónu G. Jó-
hannsdóttur, eða Sillu eins og hún
var ávallt kölluð.
Þótt ævi hennar hafi verið löng
og góð virðist kallið alltaf koma
of fljótt.
En eitt eigum við sem enginn
getur tekið frá okkur, fallegar og
góðar minningar.
Amma var kvenskörungur og
gustaði af henni hvar sem hún var
og hvert sem hún fór. Allt sem hún
tók sér fyrir hendur gerði hún vel
og af heilum hug og má þar nefna
starf hennar hjá Góðtemplurum og
í þágu kirkjunnar.
Stór þáttur hjá ömmu var að
halda fjölskyldunni saman, má þar
nefna jólaboðin sem hún og afí
héldu alltaf á annan í jólum. Sást
þá best hvað hún var ánægð með
sinn stóra hóp. Einnig má nefna
að á meðan þau höfðu bíl voru þau
mjög dugleg að fara á milli staða
og heimsækja fólkið sitt og lýsti
það best kraftinum og atorkunni í
ömmu að ánægðust var hún ef hún
náði að fara á sem flesta staði í
einni og sömu ferðinni.
Oft lögðum við leið okkar, annað
hvort ein systkinin eða með fjöl-
skyldum okkar, til ömmu og afa í
litla herbergið á Hrafnistu.
Alltaf voru þau jafn glöð og
ánægð í hvert sinn sem einhver birt-
ist í herbergisgættinni, þó gladdi
það þau mest þegar litlu börnin
komu með og ekki voru þau fyrr
komin en amma dró upp litlu kisuna
með sælgætismolunum í og gaf
þeim. Ekki voru þau ófá skiptin
heldur þegar við kvöddum hana að
hún leysti litlu börnin út með hand-
pijónuðum sokkum og vettlingum.
Björnsdóttur og
eiga þau 2 börn;
Guðjón Gísli, f. 12.
febrúar 1935,
ókvæntur; Sigurð-
ur Engilbert, f. 4.
júlí 1936, kvæntur
Guðrúnu Böðvars-
dóttur og eiga þau
þijú börn; Sævar,
f. 21. september
1937, kvæntur
Magneu Vattnes og
eiga þau 3 börn;
Rúnar, f. 9. desem-
ber 1940, kvæntur
Ólöfu Pálsdóttur og
eiga þau 7 börn á lífi.
Langömmubörnin eru 39 og
langalangömmubörnin 7. Sig-
urjóna starfaði í Kvenfélaginu
Fjólu, Kvenfélagi Bústaðasókn-
ar og Góðtemplarareglunni og
var hún heiðursfélagi í þeim.
Kveðjuathöfn Sigurjónu
verður frá Bústaðakirkju á
morgun, 24. apríl, og hefst at-
höfnin kl. 13.30. Jarðsett verð-
ur frá Kálfaljörn sama dag.
Elsku amma okkar, hafðu þakk-
ir fyrir allt. Þú varst yndisleg kona
sem mikill söknuður er að, en mest-
ur er þó missirinn hjá afa okkar
sem misst hefur sína sterkustu
stoð.
Elsku afi, guð veri með þér i
þinni miklu sorg og gefi þér styrk.
Guð blessi minningu ömmu.
Böðvar, Lára Jóna
og fjölskyldur.
Ég vil kveðja ömmu mína, Sigur-
jónu Guðrúnu, sem ég hef þekkt í
35 ár. Hún var mér svo góð og
þótti mér ákaflega vænt um hana
og hvað hún tók mér alltaf með
mikilli hlýju þegar ég kom til henn-
ar. Ég sendi afa, pabba og systkin-
um hans mínar dýpstu samúðar-
kveðjur og megi góður guð styrkja
þau á erfiðri stundu.
Hin langa þraut er liðin
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt.
Nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin.
Á bak við dimman dauðans nótt.
Fýrst sigur sá er fenginn
fyrst sorgarþraut er gengin.
Hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er guðs að vilja,
og gott er allt, sem guði er frá.
(Valdimar Briem)
Guð geymi þig elsku amma mín.
Kveðja.
Fjóla Björk Sigurðardóttir.
Það er margs að minnast og
margt sem ég vil þakka þegar ég
kveð ömmu mina í hinsta sinn.
Amma átti yndislegan mann, hann
afa Hannes. Þau voru gift í 65 ár,
eignuðust sex börn og eru afkom-
endur þeirra orðnir hátt í 80. Amma
var mikil handavinnukona sípijón-
andi eða saumandi út púða og
myndir, afi málari og rammaði inn
fyrir hana. Svona voru þau alltaf
samtaka í öllu sem gert var. Þau
áttu lítið sætt sumarhús í Vogunum
á Vatnsleysuströnd og þar voru þau
oft á meðan heilsan leyfði. Þar
ræktuðu þau rabarbara, kartöflur
og blóm og þar nutu þau sín vel.
Ég og fjölskylda mín fluttumst til
Vestmannaeyja fyrir um fimm
11-8 Krossar
áleiði
I vióariit og mála&ir.
Mismunandi mynsiur, vönduo vinna.
Slmi 91-35929 oq 35735
árum og hittum afa og ömmu þar
af leiðandi ekki eins oft en komum
þó alltaf við hjá þeim þegar við
komum til Reykjavíkur.
Nú þegar við minnumst hennar
og finnum hve mikið við höfum
misst, er notalegt að finna að þrátt
fyrir allt eigum við svo mikið, sem
eru ljúfar og góðar minningar um
hana. Nú síðustu árin bjó amma á
Hrafnistu, þar var vel hugsað um
hana og afa og hún var ávallt þakk-
lát fyrir þjónustuna þar.
Hver minning er dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi.
Hin ljúfu og hljóðu kynni
af alhug þökkum vér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum
sem fengu að kynnast þér.
(Davíð Stefánsson)
Elsku amma Silla, hafðu þökk
fyrir allt og allt. Við vottum afa
Hannesi, bömum þeirra, tengda-
börnum og öðrum aðstandendum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Hvíl þú í friði.
Þín,
Helga Vattnes Sævarsdóttir
og fjölskylda.
Okkur langar til að minnast
ömmu okkar Siguijónu, eða Sillu
eins og hún var kölluð. Efst í hug-
um okkar og hjörtum er þakklæti
fyrir að hafa verið svo heppnar að
hafa átt hana sem ömmu.
Eitt af því besta sem maður
gerði var að kíkja í heimsókn til
afa og ömmu og spjalla um daginn
og veginn.
Alltaf var efstur í huga hennar
stóri afkomendahópurinn en þeir
eru orðnir 77. Fram til síðustu
stundu var hún að pijóna sokka
og vettlinga til að gleðja litlu bama-
börnin sín.
Nú þegar við kveðjum hana
ömmu okkar viljum við votta þér,
elsku afí, okkar dýpstu samúð því
missirinn er mikill, Guð styrki þig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Vertu sæl, elsku amma okkar.
Margrét, Hanna og Vilborg.
Á morgun kveð ég elskulega
ömmu mína. Ótal minningar renna
í gegnum hugann á þessari stundu.
Það er erfitt að trúa að hún komi
ekki aftur. Öll eigum við margar
góðar minningar um hana. Alltaf
var til kaffí á könnunni sem hitað
var handa öllum sem þar komu og
þar var ekki gerður munur á hvort
það voru hennar bamabörn eða
önnur börn. Börn voru hennar líf
og yndi, enda hændust þau mjög
að henni. Vildi hún fylgjast með
þeim, ekki bara sem börnum heldur
einnig sem fullorðnum, hvernig
þeim vegnaði í lífinu.
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
tll kl. 22,- einnig um heigar.
Skreytingar við öiitilefni.
Gjafavörur.
Amma helgaði sig húsmóður-
störfum allt sitt líf og var heimili
hennar ávallt til fyrirmyndar.
Hannyrðir og útsaumur voru henn-
ar yndi og gaf hún ömmubörnunum
ávallt sokka og vettlinga í jólagjaf-
ir. Aldrei féll henni ömmu verk úr
hendi.
Amma hafði gaman af því að
segja frá, og var gaman að spjalla
við hana um uppvaxtarár hennar.
Hún var af þeirri kynslóð sem
muna má tímana tvenna, svo mikl-
ar breytingar hafa orðið.
Sex ára gömul var hún send í
sveit. Henni var ekkert hlíft, var
látin tína gijót, mjólka kýrnar og
gera öll almenn útiverk. Þetta var
erfitt fyrir hana, en ekki kvartaði
hún eða barmaði sér þó hún hafí
örugglega oft haft ástæðu til.
Omissandi þáttur í lífí okkar var
jólaboðið þar sem öll fjölskyldan
kom saman. Amma lagaði stóran
pott af sínu rómaða súkkulaði, og
bar síðan fram kleinur, pönnukökur
og allar jólasortirnar. Þar var alltaf
líf og fjör og gott að vera.
Þær stundir sem ég átti með
ömmu og afa hafa verið og verða
áfram ómetanlegt veganesti í lífí
mínu.
Samheldni ömmu og afa var
mikil og var tekið eftir væntum-
þykjunni og virðingunni þeirra á
milli.
Elsku afí, ég vona að Guð gefi
þér styrk til að takast á við þennan
mikla missi og mundu að'þú átt
okkur alltaf að.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
amma.
Sigrún.
Elsku langamma okkar er dáin
og það eru margir sem minnast
hennar. Ekki síst við langömmu-
börnin. Hún umvafði okkur hlýju
og kærleik, alltaf var hún kát og
glöð hvenær sem við hittum hana.
Amma var mjög vel gerð kona,
hneykslaðist aldrei og tók öllum
hlutum mjög vel. Hún hafði góða
frásagnargáfu og kunni frá mörgu
skemmtilegu að segja. Það voru
ófáar stundimar sem við sátum og
hlustuðum á sögur frá liðinni tíð
því hún var mjög minnug og glögg
á það sem í frásögur var færandi.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
langafa í sorg hans.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning hennar.
Magnea Vattnes og
Sævar Þór.
Elsku langamma okkar er dáin.
Það er tómlegt að hugsa til þess
að eiga ekki von á því að sjá þig
oftar, elsku amma.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
Elísabet, Guðjón,
Inga Sigrún,
Helgi og Linda.
Elsku langamma mín, mig lang-
ar að minnast þín í fáum orðum.
Margar góðar minningar á ég
um þig sem ég geymi í hjarta mínu
og ég mun aldrei gleyma.
Það var alltaf tilhlökkun að koma
til ykkar afa á Hrafnistu, hlýi mjúki
faðmurinn þinn og kossamir, þetta
mun ylja mér um ókomin ár.
Elsku langamma, þakka þér fyr-
ir alla vettlingana og sokkana í
gegnum árin.
Elsku langafi Hannes, missir
þinn er mikill og okkar allra. Guð
blessi þig í sorg þinni.
Ó, Jesús bróðir besti,
þú bamavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
yfír bamæskuna mína.
Elsku langamma, minningin um
þig verður mitt ljós og það ljós
mun aldrei slokkna.
Sædís Bára.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar eiginmanns míns og afa,
STEFÁNS HERMANNSSONAR.
Katrín Jóhannesdóttir,
Stefán Jóhannesson.
t
Hjartans þakkir færum við öllum, sem
sýndu vináttu sína og hlýhug við andlát
og útför móður minnar og tengdamóður
okkar,
GUÐRÚNAR E. JÓNSDÓTTUR
frá Reykjahlíð,
Meðalholti 17.
Egill Jónsson, Regfna Ingólfsdóttir,
Þórunn A. Kjerúlf
og fjölskyldur.
Jötni.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför elskulegs sonar míns, bróð-
ur okkar og mágs,
HALLDÓRSPÁLS
STEFÁNSSONAR,
Mörk,
Hásteinsvegi 13,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir sendum við útgerð og
áhöfn á Hugin VE-55 og Sjómannafélaginu
Ása Guðrún Jónsdóttir,
Margrét Steinunn Jónsdóttir, Arnar Ingólfsson,
Tómas Stefánsson,
Gyða Stefánsdóttir,
Halldóra Stefánsdóttir,
Jón Stefánsson,
Sveinn Stefánsson,
.........3---- ■»
Steinunn Kristensen,
Haukur Gunnarsson,
Ásta Gylfadóttir,
Hulda Kristínsdóttir.