Morgunblaðið - 20.05.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 20.05.1995, Síða 6
“6. LAU.GARDAGUR 20. MAÍ 1995 Aðaltrúnaðarmaður í álverinu FULLTRÚAR ÍSAL og launþega ræddu málin á fundi hjá Þóri Einarssyni sáttasemjara í gær. Yfir 170 verktakar hjá ÍSAL á ári GYLFI Ingvarsson, aðaltrúnaðar- maður hjá ISAL, er ósammála um- mælum Hannesar G. Sigurðssonar, formanns samninganefndar ÍSAL, í Morgunblaðinu í gær, og segir þau villandi, m.a. þegar Hannes tali um að ÍSAL vilji fá í endurskoðaðan samning hliðstæð ákvæði og sett voru fram í tengslum við viðræður um byggingu álvers í Keilisnesi. Gylfi segir að fulltrúar starfs- manna hafi öll gögn um þær viðræð- ur undir höndum og hafi tekið þessi mál upp í viðræðunum við ÍSAL en viðsemjendurnir hafi hafnað einstök- um atriðum sem þar sé að finna. „Atlantal fyrirtækin ætluðu til dæm- is ekki að vera í VSÍ,“ segir hann. „í öðru lagi segja þeir að ÍSAL fari fram á frelsi til að nota verk- taka. Staðreyndin er sú, að fyrir utan verktaka sem eru hér að staðaldri hafa verið yfír 170 verktakar hjá ÍSAL á hveiju ári undanfarin ár,“ segir Gylfí ennfremur. Hann bendir auk þess á að í sein- asta kjarasamningi sem gerður var hafi fulltrúar frá hvorum samnings- aðila verið settir í það verk að yfír- fara samninginn til að leiðrétta, ein- faida og skýra samningstextann og hafí þeir lokið því verki á seinasta ári. Gylfí sagði einnig að frá upp- hafí hefðu verið gerðir heildarkjara- samningar í álverinu fyrir öll viðkom- andi verkalýðsfélög og því væru ummæli Hannesar um þetta villandi. Hafa heimild til að boða til róttækra aðgerða Fulltrúar starfsmanna álversins hafa vísað kjaradeilu þeirra við ÍSAL til ríkissáttasemjara og gengu þeir á fund Þóris Einarssonar ríkissátta- semjara í gær til að kynna honum sjónarmið sín. „Það liggja fyrir sam- þykktir í félögunum um náist ekki samningar verði boðað til róttækra aðgerða en það eru engar tímasetn- ingar á því. Menn hafa gælt við það að hægt verði semja á rólegu nótun- um,“ segir Gylfí. Minja- gripir fyrir milljónir MINJAGRIPASALA vegna HM í kandknattleik hefur velt um 6 miiyónum króna og er svipuð og áætlanir gerðu ráð fyrir, að sögn Arndísar Kristjánsdóttir, mark- aðsfulltrúa hjá framkvæmda- nefnd HM. Hún segir að salan hafi farið mun betur af stað en búist var við en dregið hafi úr henni eftir að ljóst var að íslenska liðið næði ekki sama árangri og vonast hafði venð til. Áætlanir hefðualltaf miðað við að mest seldist til íslendinga og ekki hefði í þessu sambandi verið búist við fjölda erlendra ferða- manna. Hún sagði að íslendingar jafnt sem útlendingar keyptu mest af bolum og húfum. Öll minjagripasala vegna HM Morgunblaðið/ ARNDÍS Kristjánsdóttir inn- an um minjagripi í versluninni i Laugardalshöll. fer fram á vegum framkvæmda- nefndar mótsins og sagði Arndís að mestmegnis væri um innlenda framleiðslu að ræða. Sumir framleiðendur hefðu selt meira en áætiað hefði verið en aðrir minna. T.d. væri ljóst að framleiðendur bolanna hefðu ekki undan neinu að kvarta en óneitan- lega væri minni eftirspurn eftir dýrustu vörunum, svo sem ullar- vöru, og kynni það að spila inn í að erlendir gestir væru ekki ýkja margir. Utanríkismálanefnd + ---------------- Olafur Ragnar vænt- anlega varaformaður ÓLAFUR Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalags verður að öllum líkindum kjörinn varaformað- ur utanríkismálanefndar Alþingis á fyrsta fundi nefndarinnar á mánu- dag. Gert er ráð fyrir að stjórnarand- staðan á Alþingi fái varafor- mennsku í fjórum þingnefndum. Utanríkismálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, iðnaðarnefnd og umhverfísnefnd. Fyrir liggur að stjómarandstaðan fær formennsku í sjávarútvegsnefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd og félagsmála- nefnd. Ekki er enn að fullu frágengið hvernig varaformennska í nefndun- um fjórum skiptist milli stjórnar- andstöðuflokkanna en gengið verð- ur endanlega frá því á mánudags- morgun. _______________—-MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ragnar Stefánsson vill rannsóknir á Bláfjallasvæðinu Hugsanlega öflugur jarðskjálfti á svæðinu RAGNAR Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur á Veðurstofu Islands, hef- ur ritað borgarstjóranum í Reykjavík bréf þar sem hann leggur til að gerð- ar verði mælingar og rannsóknir á jarðskjálftum og misgengishreyfíng- um á svæðinu frá Hellisheiði og vest- ur að Brennisteinsfjöllum, eða á því svæði sem hann kallar Bláfjalla- svæði. Bendir hann á að jarðskjálftar og eldgos á þessu svæði geti haft mikil áhrif á Stór-Reykjavíkursvæðið og varði mjög þróun byggðar til framtíð- ar. Stofnkostnaður við að koma upp 3 jarðskjálftamælistöðvum eins og eru á Suðurlandsundirlendi er talinn 5 milljónir króna, en rekstur þeirra kostar 1,2 milljónir á ári. Þá leggur Ragnar til að veitt verði 2 milljónum króna til rannsókna á nýjum og gömlum mæligögnum frá svæðinu. Spenna gæti verið að myndast Ragnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að dæmi um mjög stóra jarðskjálfta á þessu svæði væru óþekkt, en stærsti þekkti skjálftinn varð árið 1929 og mældist hann 6,3. Miklar hreyfíngar á jarðskorpunni í nágrenni við svæðið gætu hins vegar bent til þess að spenna væri að mynd- ast á svæðinu, og þar væri hörð fyrir- staða sem ekki hefði náð að brotna. „Ef þetta er þannig þá gæti það ýtt undir líkur á því að þama yrði stór skjálfti, eða sem nálgaðist stærðina 7. Það myndi ekki leiða til mikilla skemmda í Reykjavík, en auðvitað auka álagið og þá sérstak- lega á mannvirki sem væru í áttina til þessa svæðis. Þannig gæti þetta haft áhrif á það hvernig menn skipu- legðu byggðina. Það má svo ekki gleyma því að niðurstaða rannsókn- arinnar gæti orðið þveröfug og leitt í ljós að þrátt fyrir allt væri engin ástæða til þess að búast við mjög stórum jarðskjálfta þarna. En vegna skipulagningar byggðar hér á landi er alveg nauðsynlegt að kanna svona hluti,“ sagði Ragnar. Hann sagði að núna hefðu vísinda- menn yfír að ráða aðferðum til að skoða Bláfjallasvæðið betur en nokkru sinni hefði verið möguleiki á áður. Þar væri fyrst og fremst um að ræða mjög öflugt jarðskjálftamæl- inga- og úrvinnslukerfí sem verið hefði byggt upp hér.á landi á undan- fömum árum, en einnig möguleika á að skoða af nákvæmni landbreyt- ingar með aðstoð gervitunglamynda og nákvæmum staðsetningartækj- um. „Við höfum þróað upp aðferðir sem gera okkur kleift að skoða sprungur og sprunguhreyfíngar niðri í jarðskorpunni og finna þannig virk- ar sprungur. Með því að beita þann- ig þeim aðferðum, sem verið er að þróa eða búið er að þróa, getum við þegar fengið mikla vitneskju með því að setja þarna upp nokkrar jarð- skjálftastöðvar í kringum höfuðborg- arsvæðið, og tengja þær við það net sem þegar er fyrir hendi,“ sagði Ragnar. I bréfinu til borgarstjóra leggur hann til að auk þess að komið verði upp ofangreindum mælingabúnaði komi sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu sér upp vinnuhópi jarð- skjálfta- og jarðfræðinga til að leggja á ráðin um frekari aðgerðir og rann- sóknir sem varði eðli jarðskorpu- hreyfinga á Bláfjallasvæðinu. Bréfið var tekið fyrir á síðasta fundi borgarráðs og var því vísað til um- sagnar hjá embætti borgarverkfræð- ings, en einnig var afrit þess sent almannavamanefnd Reykjavíkur. Stjórnarandstæðingar um afnám einkaréttar ÁTVR Breytt áfengis- og heilbrigðisstefna Heilbrigðisráðherra vili tryggja eftirlitsþáttínn betur STJÓRNARANDSTÆÐINGAR fullyrtu á Ajþingi í gær að afnám einkaréttar ÁTVR á innflutningi og heildsölu á áfengi þýddi í raun ger- breytta áfengis- og heilbrigðis- stefnu. Ögmundur Jónasson, Alþýðu- bandalagi, sagði að til þessa hefði það verið markmið ÁTVR að selja sem minnst áfengi með sem mest- um hagnaði. Því mætti spyrja hvað gerist þegar innflutningur og sala á áfengi yrðu komin til einkaaðila og samkeppnin færi að segja til sín. Fjallað var um málið á Alþingi í gær en fjármálaráðherra og dóms- málaráðherra hafa lagt fram laga- frumvörp sem miða að þessu. Ólaf- ur Ragnar Grímsson, Alþýðubanda- lagi, sagði að í þeim fælist að allir gætu flutt beint inn áfengi og keppt um sölu þess til veitingahúsa eftir- litslaust. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði það misskilning að ver- ið bæri að breyta áfengis- og heil- brigðisstefnu með frumvörpunum. Nú þegar væri öllum fijálst að flytja inn áfengi og innflytjendur yrðu samkvæmt frumvarpinu að greiða áfengisgjald strax í tolli. Og verð- pólitíkin væri aðalatriðið í íslenskri áfengislöggjöf og það myndi ekki breytast. Varnarveggur Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði mjög áríðandi að tryggja að aðgengi bama og ungl- inga að áfengi aukist ekki með löggjöfinni og því teldi hún eðlilegt að heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis fjallaði einnig um frum- vörpin, í ljósi þess að áfengisvarnir heyrðu undir heilbrigðisráðuneytið. Umrædd frumvörp voru einnig lögð fram á síðasta þingi en ekki afgreidd þá vegna andstöðu stjóm- arandstöðunnar, þar á meðal Fram- sóknarflokksins sem nú er í ríkis- stjórn. Um þetta sagði Ingibjörg við Morgunblaðið, að ýmsu í frumvörp- unum væri ekki auðvelt að kyngja. „En þetta er spuming um hvemig við getum komið með varnarvegg gagnvart þeim áhættuþáttum sem fólk hefur bent á. Það er ýmislegt í þessu frumvarpi sem á eftir að taka breytingum í þingnefndum. Og ég mun, sem heilbrigðisráð- herra, reyna að hafa áhrif á það,“ sagði Ingibjörg. Mikilvægt að afgreiða nú Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði mikilvægt að afgreiða frumvörpin nú á sumarþinginu, þar sem Eftirlitsstofnun EFTA, (ESA) áformi að stefna íslenskum stjórn- völdum fyrir EFTA-dómstólnum. Stofnunin telur að núverandi skipan áfengisinnflutnings bijóti í bága við EES-samninginn og EFTA-dóm- stóllin hefur gefið út samhljóða álit. Friðrik sagði að þótt lögin væru samþykkt mætti fresta gildistíman- um um nokkra mánuði, en sam- kvæmt frumvörpunum eiga lögin að taka gildi í júlí og ágúst. Ögmundur Jónasson, Alþýðu- bandalagi, fullyrti að aðeins þyrfti að gera smávægilegar lagabreyt- ingar til að uppfylla skilyrði ESA. Hins vegar væri ljóst að á ferðinni væri stórpólitískt mál, þar sem fjall- að væri um sölu á ríkisfyrirtækjum, um áfengisstefnu, heilbrigðisstefnu og fjármál ríkisins. Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóð- vaka, óskaði eftir úrskurði forseta Alþingis um það hvort Vilhjálmur Egilsson væri hæfur, sem væntan- legur formaður efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis, að fjalla um frumvörpin í ljósi þess að Verslun- arráð, þar sem Vilhjálmur er fram- kvæmdastjóri, hefði sent kærur vegna málsins til ESA. Ekki tokst að ljúka fyrstu um- ræðu um málið í gær. J 1 \ \ > I \ I \ \ \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.