Morgunblaðið - 20.05.1995, Side 8

Morgunblaðið - 20.05.1995, Side 8
8 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atvinnuleysi svipað o g í apríl í fyrra ATVINNULEYSI minnkaði í apríl- mánuði frá því sem það var í mars og er mjög svipað því sem það var í aprílmánuði í fyrra, að því er fram kemur í yfirliti frá vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins. Atvinnuleysisdagar í apríl jafn- giltu því að 7.120 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, 3.727 karlar og 3.393 konur. Þessar tölur jafngilda því að 5,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði hafi verið atvinnu- laus í mánuðinum. Atvinnuleysið er hlutfallslega meira hjá konum en körlum, 4,9% hjá körlum og 6,3% hjá konum. Atvinnuleysið 4,6% síðustu 12 mánuði Atvinnuleysi síðustu tólf mánuði hefur að meðaltali verið 4,6% af áætluðum mannafla á vinnumark- aði. Mest varð atvinnuleysið í jan- úar 6,7% en minnst í júlí 3,1%. Atvinnuleysi milli mars og apríl minnkar í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum og er það eins og gerðist milli sömu mánaða í fyrra. Atvinnuleysi minnkar hlutfallslega mest á Vestfjörðum og Austur- landi, en mest fækkun er á höfuð- borgarsvæðinu. Atvinnuleysi nú í apríl er minna á Vestfjörðum, Vest- urlandi, Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra heldur en í apríl í fyrra, en í öðrum landshlutum er atvinnuleysið meira en það var í fyrra. Vinnumálaskrifstofan segir að búast megi við að atvinnuleysi minnki áfram í maímánuði víðast hvar á landinu og geti orðið á bilinu 4,6-5% í mánuðinum. Atvinnuleysi í febrúar, mars og apríl 1995 VEST- FIRÐIR.i SVÆÐIÐ Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli 31% Á höfuðborgarsvæðinu standa 4.129 atvinnutausir á bak við töluna 5,4% í april og fækkaði um 544 frá því ímars. Atlsvoru 7.129 atvinnufausir á * tandinu öllu í april 7 %: 56s og hafði fækkað um 1.089 frá því í mars. LANDS- BYGGÐIN NORÐUR LAND EYSTRA NORÐUR LAND VESTRA AUSTUR VESTURLAND SUÐURLAND LANDIÐ ALLT SUÐURNES 6,7s F M A F M A Ágreiningi um köllun prests til Hvera- gerðisprestakalls vísað til ráðherra Prestur leggur fram stj órnsýslukæru Beiðni um gjaldfrjáls bílastæði hafnað BORGARRÁÐ hefur hafnað er- indi Þróunarfélags Reykjavíkur og Kolaportsins um að bflastæð- in á Bakkastæði, milli Tryggva- götu og Geirsgötu og á Mið- bakka, verði gjaldfijáls á laugar- dögum, með sama hætti og stæði í bflageymsluhúsum. í erindi Þróunarfélagsins og Kolaportsins til borgarráðs er lýst áhyggjum yfir væntanlegri gjaldtöku á laugardögum. For- senda fyrir markaðshúsinu sé ókeypis bílastæði um helgar og gjaldtaka við Kolaportið og Reylq'avíkurhöfn á laugardögum vinni gegn því að efla mannlíf í miðborginni um helgar. Starfsmenn fylla stæðin í umsögn framkvæmdastjóra bflastæðasjóðs til borgarráðs er Iagt til að erindinu verði hafnað. Rökstuðningur Þróunarfélags- ins og Kolaportsins byggi á þeirri skoðun að gjaldskyld bíla- stæði vinni gegn uppbyggingu atvinnustarfsemi í miðborginni en því sé öfugt farið. Við núver- andi aðstæður fylli starfsmenn markaðarins bflastæðin næst húsinu að morgni og viðskipta- vinir verði að leggja fjær. Þá er bent á að undanþága frá gjaldskyldu á laugardögum gefí slæmt fordæmi og að hætta sé á misskilningi og ruglingi. Minnt er á að megintilgangur með opnun bflastæðahúsa á laugardögum án gjaldskyldu fyrst um sinn sé að venja fólk á notkun þeirra auk þess að liðka fyrir framgangi gjaldskyldunnar á laugardögum. SÉRA Egill Hallgrímsson, prestur á Skagaströnd, hefur lagt fram stjómsýslukæru til dóms- og kirkjumálaráðherra vegna köllunar prests til Hveragerðisprestakalls. í kærunni fer séra Egill fram á að felld verði úr gildi sú ákvörðun kjörmanna í prestakallinu að kalla prest án undangenginnar auglýs- ingar. Sömuleiðis að felld verði úr gildi ákvörðun biskups að heimila köllunina og loks að felld verði úr gildi ákvörðun meirihluta kjör- manna um að kalla tiltekinn prest til embættis sóknarprests í Hvera- gerðisprestakalli. Ákvörðun kjörmanna í Hvera- gerðisprestakalli, að kalla prest til starfa án þess að embætti væri áður auglýst laust til umsóknar, hefur verið mjög umdeild og ekki síður ákvörðun biskups að heimila köllunina. Stjórn Prestafélags ís- lands hefur mótmælt þessum fram- gangi mála. Um þriðjungur sóknarbama í Hveragerði hefur einnig mótmælt kölluninni. Prestar sviptir rétti „Sóknamefndirnar og biskup hafa með túlkun sinni á lögum tekið frá mér þann möguleika að sækja um þetta embætti og með því tel ég að brotið hafi verið á lögvörðum rétti mínum og annarra presta þjóðkirkjunar," sagði séra Egill. „Lög um veitingu prestakalla gera ráð fyrir þeirri meginreglu að kjörmenn velji prest í leynilegri kosningu úr hópi umsækjenda eft- ir að prestakallið hefur verið aug- lýst með venjulegum hætti, enda er það í samræmi við þær megin- reglur sem gilda almennt um veit- ingu opinberra embætta, samanber t.d. 5. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almenn réttlætissjónarmið í samfé- laginu. Mér hefur einnig skilist að sam- kvæmt gildandi rétti verði að telj- ast réttmætt að rökstuðningur fylgi þegar ljóst sé að um undan- tekningu frá meginreglu sé að ræða. Ég hef engin haldbær rök heyrt eða séð fyrir því að víkja frá meginreglu laganna í því tilviki sem hér um ræðir. Prestar þjóðkirkjunnar og guð- fræðikandidatar hafa engin form- leg tök á að koma sér á framfæri í prestaköllum þar sem prest vant- ar umfram það að sækja um emb- ættin. Lögformlegur réttur minn í þessu efni er þannig nánast ein- skorðaður við það að gefa mig fram þar sem prestakall vantar þjónustu eftir að biskup hefur aug- lýst embættið laust til umsóknar. Eg tel þetta því vera dýrmætan rétt sem varinn sé með meginregl- um landslaga og anda íslensks réttarfars. Eg sætti mig ekki við að hann sé tekinn frá mér,“ sagði séra Egill. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leita eftir umsögn bisk- ups íslands á kærunni. Úrskurðar er að vænta fljótlega. Fiski fleygt 100 þúsund tonn af þorski aftur í sjóinn Kristinn Pétursson KRISTINN Péturs- son fiskverkandi, fyrrverandi al- þingismaður, beitti sér fyrir umræðu um það að fiski væri fleygt í sjóinn fyrir fimm árum þegar hann lét á eigin vegum gera skoð- anakönnun meðal sjómanna um það hversu mikið væri um þetta. Hann telur að ástandið hafið stórversnað síðan og nú sé 100 þúsund tonnum af þorski, að út- flutningsverðmæti 10 millj- arðar kr., hent á hveiju ári. Hann kennir stjórnkerfi fiskveiðanna um, það sé þannig upp byggt að sjó- menn geti ekki komið með lélegasta aflann að landi þó úr honum sé hægt að gera milljarða verðmæti. „Samkvæmt samtölum minum við sjómenn á þessum tíma voru brögð að því að fiski væri fleygt. Kvótakerfið er þannig að menn geta ekki komið með verðminni fiskinn að landi. í því er sjálfvirk- ur hvati sem gerir það að verkum að menn henda ódýrari fiskinum til að geta hirt dýrari fisk í stað- inn. Ég reyndi að afla stuðnings til að gera á þessum könnun með- al sjómanna en fékk engar undir- tektir svo ég réðst í að gera þetta á eigin vegum. Ég fékk Skáís til að vinna þetta. Haustið 1989 voru skrifuð bréf til 900 sjómanna, þar af voru 300 á bátum, 300 á trillum og 300 á togurum. Þetta var alger- lega hlutlaus könnun og mjög vel unnin og svörunin var ótrúlega góð. Yfir 60% þátttakenda sendu skrifleg en nafnlaus bréf til baka. Niðurstaða skoðanakönnunar- innar varð sú að samtals væri hent um 53 þúsund tonnum af allskonar fiski. iúmlega helmingurinn þorsk- ur. Ég reyndi að koma þessum upplýsingum á framfæri en enginn hafði áhuga á að taka málið upp. Helstu niðurstöður voru síðan birt- ar í Morgunblaðinu vorið 1990.“ Hver urðu viðbrögðin? „Þau voru með ólíkindum. Ýms- ir sem töldu sig vera hagsmunaað- ila réðust á mig í stað þess að snúa sér að málinu, sögðu að með þessu væri ég að ná mér niðri á kvótakerfinu. Það er auðvitað víðs fjarri að það hafi vakað fyrir mér, þó ég hafi haft og hafi enn margt við kerfið að athuga. Hafrann- sóknastofnun taldi að þetta væri fráleit könnun sem hlyti að vera byggð á röngum for- sendum. Sagði að sam- kvæmt eigin athugun væri aðeins 5.000 tonn- um hent. Enginn hafði hins vegar áhuga á að skoða könnunina sjálfa og hefur enn ekki gert.“ Hver telur þú að þróunin hafi verið síðan. Er meiru hent nú? „Það kom fram í skoðanakönn- uninni að 63% aðspurðra töldu að ef haldið yrði áfram að skera niður kvótann yrði ennþá meira af físki fleygt. Og aflaheimildimar hafa dregist stórkostlega saman á þess- um tíma. Ég tel að menn séu nú að vakna til meðvitundar um það að nú er ennþá meiru hent en þó var fyrir fimm árum. Stærstum hluta af dauðum netafiski er til dæmis hent í sjóinn. Ég er sann- færður um að þar fara verðmæti upp á 1-2 milljarða kr. því allan þennan fisk væri hægt að nýta með því að hengja upp í skreið ►Kristinn Pétursson er fæddur á Bakkafirði 12. mars 1952. Hann tók vélstjórapróf frá Vél- skóla íslands 1975 og hefur unnið sem sjálfstæður atvinnu- rekandi við útgerð og fiskverk- un á Bakkafirði frá árinu 1973, rekur nú saltfiskverkunina Gunnólf hf. Hann var alþingis- maður 1988-91 og var um tíma framkvæmdastjóri verktaka- fyrirtækis. Kristinn er kvæntur Hrefnu S. Högnadóttur og eiga þau þrjú börn. fyrir Nígeríumarkað sem skilar að minnsta kosti 70-80 kr. á hráefnis- kíló.“ Nýlegir atburðir á Selvogs- banka virðast benda til þess að talsvert sé um þetta. „Já, bæði það og frásögn sem nýlega birtist í Fiskifréttum af því þegar rækjutogari var að henda á annað hundrað tonnum af fiski í einni veiðiferð. Ég kann hins vegar ekki við aðferðir veiðieftirlitsins, það er lágkúrulegt að liggja í leyni og ljósmynda saklaust fólk. Sjó- menn eru í mörgum tilvikum neyddir til þess að fleygja fiski vegna þess að þeir eiga engan kvóta og geta ekki keypt hann á 100 kr. kílóið til að landa honum á minna. Þeir eru ekki sökudólg- arnir. Það þýðir ekki að setja regl- ur sem gera menn að glæpamönn- um vegna aðstæðna sem þeir ráða ekki við.“ Hvað ætti að gera til að fá menn til að koma með allan aflann að landi? Stjómkerfi fiskveiða verður að hvetja menn til að hirða undirmálsfisk og dauðan netafísk sem alltaf verður, enginn er bættari með því að hann fari aftur fyrir borð. Það verður að bakka út úr stjómkerfinu að þessu leyti. Þessu hefur verið hreyft en svörin eru á þá leið að slíkt myndi. leiða til þess að menn færu að svindla góðum fiski í land á þeim forsend- um að hann væri smár eða dauð- ur. Þessi sjónarmið eru fráleit og neikvæð og dæmigerð fyrir það fólk sem ekki vill hleypa þessari umræðu að. Umræða um stjóm- kerfið virðist vera svo viðkvæmt mál að aldrei má ræða galla þess né neitt annað sem því viðkemur. Þessi skoðanakönnun mín er dæmi um það. Málið hefur ekki fengist rætt efnislega og á þessum fimm árum er búið að fleygja físki fyrir milljarða." Sjómenn eru ekki söku- dólgarnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.