Morgunblaðið - 20.05.1995, Page 14

Morgunblaðið - 20.05.1995, Page 14
14 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Harka færist í deilur Gísla Arnar Lárussonar og Skandia í Svíþjóð Óskað eftir opinberri rannsókn VWmeð hagnað á ný Bonn. Reuter. VOLKSWAGEN AG skilaði hagnaði á ný á fyrsta ársfjórð- ungi 1995, en sterk staða marksins er fyrirtækinu óhag- stæð. Samkvæmt bráðabirgða- skýrslu skilaði VW nettóhagn- aði upp á 13 milljóna marka á ársíjórðungnum miðað við 342 milljóna marka halla á sama tíma í fyrra. Sala jókst um 5,7% í 21.2 milljarða marka, heldur meir en búizt hafði verið við. Fram- leiðslajókst um 11,4% í 846.298 bíla, en bílum afhentum við- skiptavinum fækkaði um 1,2% í 823.661. Dótturfyrirtækið Audi átti velgengni að fagna vegna vin- sælda A4, sem tekur við af Audi 80. Afgreiddum bílum Audi fjölgaði um tæplega einn fímmta í 110.435. Volkswag- en stendur við fyrri spá um heldur meiri nettóhagnað 1995 en 1994 þrátt fyrir óróa á gjald- eyrismörkuðum. Sterk staða marks gegn líru og pundi kom sér einkum illa fyrir VW. Vinsælar gerðir Volkswagen bindur einkum vonir við nýju gerðirnar Polo og Audi A4. Sérfræðingar telja spár VW of varfæmislegar og spá stórauknum hagnaði í ár veg^na iægri kostnaðar og vin- sælda nýju gerðanna. Þeir spá að minnsta kosti 700 milljóna marka hagnaði í ár og rúmlega tvöfait meiri hagnaði 1996. GÍSLI Örn Lárusson hefur óskað eftir opinberri rannsókn ríkissak- sóknara á meintum refsiverðum brotum stjórnarmanna óg endur- skoðenda Vátryggingarfélagsins Skandia hf. varðandi bókhalds- færslur og reikningsskil félagsins. Málið tengist umdeildum viðskipt- um Gísla Amar og Skandia sam- steypunnar í Svíþjóð, eiganda Vá- tryggingarfélagsins Skandia hf., sem Iauk með úrskurði gerðardóms í janúar sl. í stuttu máli eru málavextir þeir að 26. júní 1991 eignaðist Skandia í Svíþjóð 64,3% hlutafjár í Reyk- vískri tryggingu hf. þar sem Gísli var forstjóri og eigandi 35,7% hluta- fjár. Nafni félagsins var breytt í Vátryggingarfélagið Skandia hf. og 18. desember 1992 keypti Gísli hlut Skandia í því á eina krónu. Aðdrag- andinn að þeim kaupum var sá að í samningnum frá 26. júní 1991 var kveðið á um að Gísli yrði forstjóri til ársins 1997, auk þess sem hann átti að eiga sæti í stjórn félagsins. Að samningstímanum liðnum var Skandia skuldbundið til að kaupa hlutafé Gísla og greiða fyrir ákveð- ið verð samkvæmt reikniforsendum sem voru ákveðnar í samningnum. Afarkostir Gísli segir í bréfi til saksóknara að þegar líða tók á árið 1992 hafi honum skyndilega verið settir afar- kostir og forsvarsmenn Skandia hafí viljað setja hann af sem for- stjóra, losna við hann úr stjóm og kaupa hlut hans í félaginu. Gísli Örn vildi ekki selja hlut sinn í Vá- tryggingarfélaginu Skandia á því verði sem Skandia í Svíþjóð bauð og lauk málinu þannig að Gísli Örn keypti hlut Skandia á eina krónu eins og fyrr segir. Jafnframt af- skrifaði sænski aðilinn tvær kröfur sem hann átti á vátryggingarfélag- ið, samtals að ijárhæð um 60 millj- ónir íslenskra króna. Ofangreindir samningar milli Gísla Arnar og Skandia í Svíþjóð voru ógiltir með gerðardómi 20. janúar sl. eftir að Gísli Örn hafði farið fram á slíka ógildingu í ljósi þess að hann hefði verið þvingaður til að selja hlut sinn í félaginu. „í ljósi úrskurðar gerðardóms er eini samningurinn í gildi milli mín og Skandia í Svíþjóð frá 26. júní 1991 þar sem ég er stór hluthafi í Vátryggingarfélaginu Skandia, jafnframt því að vera forstjóri fé- lagsins. Ástæða þess að ég fer út í að kæra þessa menn er að ég hef nú beðið í fjóra mánuði frá því að gerðardómur felldi úrskurð sin.n eftir að fá leiðréttingu minna mála. Fyrirfram samþykktu báðir aðilar að hlíta úrskurði gerðardóms, en eftir að hann féll hafa bæði Ragnar Aðalsteinsson, stjórnarformaður Vátryggingarfélagsins Skandia, og sænsku aðilarnir neitað að virða samninginn frá 26. júní 1991. Nú er mér nóg boðið og þetta er þrauta- lendingin. Ég hefði viljað losna við að koma fram með þessar ákærur, en ég tel í raun ástæðu þess að forsvarsmenn Skandia hafa ekki viljað semja við mig vera þá að félagið hefur eytt hátt í milljarði í ijárfestingar hér á landi, sem þeir eiga erfitt með að réttlæta fyrir stjórn Skandia," sagði Gísli. Ásakanir í bréfi Gísla Arnar til ríkissak- sóknara segir að rök Skandia fyrir því að neita að afhenda Gísla 35,7% hlut sinn í Vátryggingarfélaginu Skandia séu m.a. þau að hlutafé félagsins hafi verið aukið 31. des- ember 1992 úr 12 milljónum í 152 milljónir. Ásakanirnar fela meðal annars í sér að Ragnar Aðalsteins- son hafi gefið út rangar yfírlýsing- ar þegar hann sagði að allt hlutaféð hefði verið inngreitt 31. desember 1992. Sænsku aðilarnir hafi notað sem hlutaljáraukningu 60 milljóna kröfur sem þeir áttu á vátrygging- arfélagið, en afskrifuðu með samn- ingi 18. desember. Sá samningur hafi aldrei verið færður til baka. Þá segir Gísli Örn að Ragnar hafi lýst því yfir, síðast til Vátrygg- ingareftirlitsins 9. apríl sl., að eng- ar breytingar hafi orðið á hluthöfum Vátryggingarfélagsins Skandia þar sem Skandia í Svíþjóð væri eini eig- andinn. Sænsku aðilarnir haldi því hins vegar fram að þeir hafi selt öðrú félagi innan samsteypunnar öll bréfin og geti því ekki framselt hluta þeirra til Gísla. Helstu ásakanir sem snúa að Ólafi Nilssyni, endurskoðenda Vá- tryggingarfélagsins Skandia, varða gögn sem hann hafi sent til Svíþjóð- ar í nóvember 1992, á bak við stjórn vátryggingarfélagsins og fram- kvæmdastjóra sem þá var Gísli Örn Lárusson. Þau gögn hafi verið mis- vísandi þar sem hann hafi m.a. haldið fram að Gísli Örn skuldaði félaginu ljármuni, þegar í reynd Gísli hafi átt þar inni 3 milljónir, eins og Ólafur hafi skrifað upp á í milliuppgjöri félagsins. Ólafur hafi hins vegar borið fyrir sig þagnar- skyldu þegar hann var kallaður sem vitni í gerðardómi. Líkt og Ólafur er daglegur endur- skoðandi Vátryggingarfélagsins Skandia, Sigurður Jónsson, sakaður um skjalafals, m.a. vegna þess sem varðar færslu hlutafjáraukningar- innar og afskrifuðu krafnanna. Auk ofangreinds er Leif Victorin sakaður um að hafa þvingað Gísla Örn til þess að selja sænsku aðilun- um Vátryggingarfélagið Skandia með því að kippa fótunum undan félaginu þegar hann lýstl því yfir við Vátryggingareftirlitið að aldrei hafi verið til endurtryggingarsamn- ingur á milli félaganna. Þá hafi Leif Victorin skrifað viðskiptaráð- herra íslands bréf þar sem hann ásakaði Gísla fyrir að hafa tekið heimildalaust lán hjá vátryggingar- félaginu. Þar hafi Leif Victorin not- að fyrrgreindar upplýsingar Ólafs Nilssonar. Skandia Nord höfðar mál gegn Gísla Erni Lárussyni Freistar þess að hnekkja gerðardómin um SKANDIA Nord í Svíþjóð hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Gísla Erni Lárussyni þar sem farið er fram á að ógiltur verði gerðardómur frá 20. janúar sl. í deilu þessara tveggja aðila. Þá er farið fram á að 'Gísli Örn verði dæmdur til að greiða sænsku aðilunum þann kostnað sem þeir hafa haft vegna þessa máls auk skaðabóta vegna tjóns sem félagið hefur mátt þola vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Skandia Nord í Svíþjóð hefur félagið frá því að g;erðardómur var kveðinn upp, reynt til hins ítrasta að ná sam- komuiagi við Gísla Örn, en án árang- urs. Ástæður þess séu fyrst og fremst algjörlega óraunhæfar kröfur af hendi Gísla Arnar. Af þeim sökum hafi Skandia Nord ekki átt annan kost en að stefna Gísli Erni Lárus- syni. I stefnunni krefst Skandia Nord þess að niðurstaða gerðardómsins verði ógilt. Ástæðan sé sú að sam- kvæmt mati Skandia Nord sé aug- ljóst að dómurinn grundvallist á rangri beitingu lagareglna. Meðal annars ógildi gerðardómurinn samn- ing milli aðilanna þrátt fyrir að hann hafi komist á fyrir milligöngu þriðja aðila og að tilstuðlan opinberra aðila á íslandi." Forsvarsmenn Skandia Nord segja ennfremur að stefnan á hend- ur Gísla Erni hafi á engan hátt áhrif á rekstur Vátryggingarfélagsins Skandia hf., enda sé félagið ekki aðili að því máli. í stefnu Skandia Nord á hendur Gísla Arnar eru meðal annars nefnd- ar ástæður fyrir því að Skandia Nord hafi neyðst til að slíta sam- < starfi við Gísla Örn í árslok 1992 eftir að alvarlegir hnökrar hafi kom- ið í ljós á starfi hans hjá hinu ís- lenska tryggingarfélagi. 30-50 milljóna bótakröfur „Sænska félagið gerir annars veg- ar kröfu um ógildingu gerðardóms og er hins vegar með bótakröfu á hendur Gísla upp á um 30-50 millj- ónir,“ sagði Ragnar Aðalgteinsson, stjórnarformaður Vátryggingarfé- lagsins Skandia hf. í samtali við Morgunblaðið. „Samningaleiðin hef- ur verið reynd án árangurs í marga mánuði. Gísli hefur verið með ýmsar hótanir, en aldrei komið fram með neinar endanlegar kröfur. Þess vegna höfðaði sænska félagið mál sem á að ná utan um allan hugsan- legan ágreining til þess að ljúka þessu máli í eitt skipti fyrir öll. Ragnar sagðist ennfremur hafa sent Vátryggingareftirlitinu vottorð frá löggiltum endurskoðenda félags- ins um að allt væri í sómanum með hlutaíjáraukningu Vátryggingarfé- lagsins Skandia. „Gísli er að reyna að finna sér einhver formsatriði til að hanka okkur á, en það er ekkert athugavert að finna í reikningum okkar.“ Ólafur Nilsson, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér varðandi málið í samtali við Morgunblaðið í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.