Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ Sjávarútvegsráðherra á aðalfundi rækjuframleiðenda Stefnt að aukningu þorskveiðiheimilda í 200 þúsund t á ári ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að menn geti ekki vænst þess að svigrúm sé til að auka þorskveiðiheimildir á næsta fiskveiðiári. Hins vegar ætti að vera hægt að setja það markmið að auka aflaheimildirnar upp í 200 þúsund tonn innan þriggja ára. í ávarpi á aðalfundi Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda í gær benti ráð- herra fundarmönnum jafnframt á að vegna samhengis í lífríki náttúr- unnar gæti uppbygging þorsk- stofnsins bitnað á rækjuveiður.um og varaði þá við auknum fjárfest- ingum. Þorsteinn sagði í ávarpi sínu að svo væri að sjá að þær ströngu aðhaldsaðgerðir sem fylgt hafi ver- ið, einkum varðandi þorskveiðarnar, væru að skila árangri. „Við erum að byija að sjá árangur þeirra erfið- leika sem við höfum gengið í gegn um við niðurskurð þorskveiðiheim- ilda. Ég geri mér vonir um að á næstu árum getum við farið að sjá fyrsta vísi að því að auka aflaheim- ildirnar á ný. En ég vara við því ef menn ætla á þessu stigi að stór- auka veiðarnar á nýjan leik, í einum grænum hvelli. Ég vara við því að menn verði of veiðibráðir. Við verð- um að nýta þann árangur sem við höfum verið að ná og erum að ná á þann veg að hann skili okkur sem mestum arði til lengri tíma litið. Það væri rangt af okkur að hverfa af braut uppbyggingarstefnu þegar við sjáum fyrstu vísbendingarnar um að sú leið er að skila árangri,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að þess væri ekki að vænta að svigrúm væri til að auka þorskveiðiheimildir á næsta fiskveiðiári. „En við sjáum að við erum að ná árangri og við ættum að geta sett okkur það markmið að innan þriggja ára getum við aukið aflaheimildimar upp í 200 þúsund lestir á ári.“ Þorsteinn sagði skynsamlegra að halda þannig á málum að þorskstofninn fái að vaxa sem hraðast en að taka of mikið úr honum I byrjun og draga með því úr möguleikum til þess að taka meira úr stofninum til lengri tíma litið. Ekki gönuhlaup í fjárfestingum Hann benti rækjuframleiðendum á samhengi í lífríki náttúrunnar. Fall þorskstofnsins hefði leitt til þess að aðrir stofnar, þar á meðal rækjan, hefði vaxið og rækjuveiðar hefðu aukist um 100% frá árinu 1990. Líklegt væri að uppbygging þorskstofnsins á nýjan leik myndi á sama hátt hafa áhrif á þróun rækjuveiðanna. Hann benti fundar- mönnum á að líta til framtíðar og leggja á ráðin í atvinnugreininni í ljósi þeirrar þróunar sem væri lík- legust en fara ekki gönuhlaup í fjár- festingum. Morgunblaðið/Sverrir HALLDÓR Jónsson leggur áherslu á mál sitt í gangaspjalli við Arnar Kristinsson og Þorstein Má Baldvinsson. „Nægilega háleitt mark- mið að halda verðinu“ TRYGGVI Finnsson, formaður stjórnar Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda, segir að það setji að mörgum ugg þegar verð afurð- / anna hækki jafn snögglega og það hefur gert frá því í júlí. „Það reyn- ir á þolrífin á markaðnum og ekki gott að segja hvenær er of langt gengið. Ætla má að það sé nægi- lega háleitt markmið að halda þvi verði sem nú er og þurfa helstu viðskiptamenn rækjuiðnaðarins, svo sem hráefnis- og kvótaseljendur, að taka mið af því.“ í setningarræðu aðalfundar fé- lagsins í gær vakti Tryggvi athygli á því að enn eitt íslandsmetið hafi verið sett í rækjuiðnaðinum á árinu 1994. Alls veiddust tæplega 73 þúsund tonn sem er tæplega 20 þúsund tonnum meira en árið áður og nemur aukningin 37%. „Aukning rækjuveiða síðustu ár er afar at- hyglisverð og hefur gert rækjuveið- ar og vinnslu að einni mikilvægustu grein íslensks sjávarútvegs. Ut- flutningur á skelflettri rækju var einnig meiri en nokkru sinni áður og jókst jafnvel meira en veiðarnar vegna mikils birgðahalds um ára- mótin 1993-94,“ sagði Tryggvi. Góðæri ríkir í rækjuiðnaðinum Hann sagði að flutt hafí verið út 21.258 tonn í fyrra á móti 14.990 árið áður. Aukningin nemur 42%. Auk skelflettrar rækju voru flutt út 8.669 tonn af rækju í skel sem er 34% meira en árið áður. Næst mikilvægasti nyljastofninn Verðmæti rækjuútflutnings að frátaldri niðursoðinni rækju og rækjumjöli var því 12.386 milljónir kr. á móti 8.487 milljónum árið 1993 og hefur aukist um 45,9%. „Rækja er því sem fýrr næst mikil- vægasti nytjastofn við Island, á eftir þorski sem gefur af sér 23.885 milljónir króna.“ Fram kom hjá Tryggva að verð á skelflettri rækju hefur verið afar bágborið mörg undanfarin ár. I júlí varð umtalsverð breyting til batnað- ar. „Síðan þá hefur verðið haldið áfram að hækka og verður nú að teljast vel viðunandi þótt mikið vanti á að það sé jafn hátt og það komst hæst. Ekki er að fullu vitað hvað veldur þessum hækkunum en ljóst er að minni veiðar í Barents- hafi og í Oregon í Bandaríkjunum hafa haft eitthvað að segja. Þá hefur einnig verið bent á að erfið- leikar í rækjueldi á árinu 1993 hafi haft áhrif á væntingar kaupenda um framboð og eftirspum eftir rækjuafurðum," sagði Tryggvi. Markaðsátak í Þýskalandi Minna var veitt af hörpudiski á síðasta ári en árið áður, eða 8.401 tonn á móti 11.466 tonnum árið áður. Samdrátturinn er 26,7%. Verðmæti hörpudiskútflutnings á síðasta ári var 740 milljónir kr., 25% minna en árið áður. í ræðum Tryggva og Péturs Bjarnasonar framkvæmdastjóra fé- lagsins kom fram að eftir hálfan mánuð hefst með formlegum hætti norrænt markaðsátak til að kynna skelfletta kaldsjávarrækju í Þýska- landi. „Ég held að flestir, sem hafa kynnt sér þessi mál og hafa ein- hveija þekkingu til þess að meta þau, séu sammála um að hér sé að fara af stað afar merk og mikilvæg aðgerð,“ sagði Tryggvi. FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter CHIRAC og Hánsch í höfuðstöðvum Evrópuþingsins í Strassborg. Chirac óttast ekki Evrópuþingið Strassborg. Reuter. HEIMILDIR innan Evrópuþmgsins herma að Jacques Chirac Frakk- landsforseti hafi greint Klaus Hansch þingforseta frá því, á fundi þeirra á fimmtudag, að hann óttað- ist ekki sterkari stöðu þingsins. Chirac á að hafa skýrt Hansch frá því að það hafi ekki verið tilvilj- un, að hann kaus að heimsækja þingið í Strassborg, einungis degi eftir að hann tók við embætti, að sögn Angelina Hermanns, tals- manns Hánsch. Þá bætti hún við að Chirac hygð- ist greina þinginu frá niðurstöðu leiðtogafundar Evrópusambands- ins, sem haldinn verður í Cannes í júní. Kohl Ijáir sig ekki Helmut Kohl, sem einnig átti fund með Hánsch, kaus hins vegar að tjá sig ekki um líkur þess að völd þingsins yrðu aukin á ríkjaráð- stefnu ESB, sem hefst á næsta ári. Hann gaf Hánsch engar vís- bendingar um það hvort að Þjóð- veijar hygðust styðja kröfur Évr- ópuþingsins um aukin áhrif. Samningi við ísrael frestað? • BEITING neitunarvalds Bandaríkjanna gegn ályktun Sameinuðu þjóðanna um inn- limun ísraels á landi í Austur- Jerúsalem hefur hleypt illu blóði í stjómvöld sumra ESB-ríkja. Búizt er við að staðfestingu við- skiptasamnings við Israel seinki jafnvel vegfna þessa. • DOUGLAS Hurd, utanríkis- ráðherra Bretlands, sagði í ræðu á fimmtudag að hann væri hlynntur fullkominni fríverzlun yfir Atlantshafið og hvatti Evr- ópu- og Bandaríkjamenn til að taka til við afnám allra viðskipta- hindrana, annarra en tolla. • Á MEÐAL fulltrúa á fundi Eystrasaltsráðsins, þar sem ís- land verður meðal annars tekið inn í ráðið, er Hans van den Bro- ek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Hann mun leggja fram skýrslu um stefnu ESB í málefn- um ráðsins. • FRÁogmeðl.maí, eraðild Liechtenstein að EES-samningn- um varð virk, hefur eftirlitsfull- trúi ríkisins verið skipaður við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í Bmssel. Nýi eftirlitsfulltrúinn heitir Bernd Hammermann og ber ábyrgð á frelsi í fólks- og fjármagnsflutningum og þjón- ustuviðskiptum, auk þess sem neytendavernd, umhverfismál, fyrirtækjalöggjöf og félagsmála- stefna heyra undir hann. Reuter Finnar finnast FINNSKI forsætisráðherrann, Paavo Lipponen, heilsar upp á samlanda sinn, Erkki Liikanen, sem situr í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel. Lipponen kom í gær í eins dags opinbera heimsókn hjá stofnun- um ESB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.