Morgunblaðið - 20.05.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 19
Boston. Morgunblaðið.
LATÍNA er á uppleið í bandarískum
grunn- og menntaskólum og fylgir
nú fast á hæla spænsku á listanum
yfir þau tungumál, sem eru í ör-
ustum vexti á skólabekkjum vestan
hafs um þessar mundir. Þessar
auknu vinsældir eru m.a. raktar til
nýrra aðferða í kennslu: Gallastríð-
inu Júlíusar Sesars hefur t.d. verið
skipt út fyrir texta eftir höfunda,
sem nú eru uppi.
Þótt áhugi á tungu Rómveija til
foma hafi aukist er ekki þar með
sagt að um sig hafi gripið latínuæði
í Bandaríkjunum. Fyrir fimm árum
voru til dæmis aðeins 1,5 af hund-
raði nemenda í ríkisskólum á aldrin-
um 15 til 18 ára að læra latínu.
Hins vegar skráðu sig tæplega 90
þúsund manns í samræmt latínu-
próf, sem tekið er í öllum Bandaríkj-
unum, á þessu ári, en aðeins sex
FRÁ baráttufundi gegn al-
næmi. Bandaríkjastjórn hefur
verið gagnrýnd fyrir að láta
njósna um hommahreyfingar
og baráttuhópa gegn alnæmi.
Njósnað um
homma-
hreyfingar
Boston. Morgunblaðið.
BANDARIKJASTJÓRN liggur nú
undir ámæli fyrir að hafa undan-
farin ár látið mæla hvort nýfædd
börn eru haldin alnæmi að for-
eldrum þeirra forspurðum og
leyft bandarísku alríkislögregl-
unni, FBI, að njósna um homma-
hreyfingar og baráttuhópa gegn
alnæmi.
Bandaríkjastjórn hefur á laun
gert alnæmispróf á nýfæddum
börnum til að mæla útbreiðslu
sjúkdómsins meðal ungra kvenna.
Foreldrum hefur hins vegar ekki
verið greint frá niðurstöðunum
og í einu tilfelli komst móðir ekki
að því fyrr en sonur hennar varð
fársjúkur tveggja mánaða gamall
að læknar hefðu vitað að hann
væri haldinn alnæmi frá deginum,
sem hann fæddist.
Þessi próf hafa verið gerð á
öllum börnum, sem fæðst hafa i
45 ríkjum í Bandaríkjunum frá
árinu 1988. Að meðaltali fæðast
tvö þusund börn með alnæmi á
ári. Ákveðið var að hætta prófun-
um i síðustu viku, en fyrir þingi
liggur frumvarp um að hefja þau
að nýju og þá með vitund mæðra.
Hommar undir smásjá FBI
FBI hefur samkvæmt skjölum,
sem mannréttindastofnun í New
Ýork lét gera opinber, njósnað
um hreyfingar, sem berjast gegn
alnæmi og fyrir réttindum
homma, af ótta við að þær gripu
til ofbeldis og skvettu sýktu blóði
á mótmælafundum.
Alríkislögreglan hefur bæði
notað uppljóstrara og menn úr
eigpn röðum til njósnanna. ACT
UP er meðal þeirra samtaka, sem
njósnað hefur verið um. ACT UP
eru þekkt fyrir hávær mótmæli,
en hafa aldrei gripið til ofbeldis
eða skemmdarverka.
ERLENT
Vegur latínu eykst í
bandarískum skólum
þúsund þegar það var fyrst haldið
árið 1978.
Fullsaddir af rétthugsun
Margir nemendur segjast fara í
latínu vegna þess að gaman sé að
læra hana og kennslan sé lífleg.
Nemendur á hægri vængnum segj-
ast vera að leita griðastaðar undan
skylduboði hinnar svokölluðu „póli-
tísku rétthugsunar" (political
correctness: sérbandarískt fyrir-
brigði, sem kveður á um að í marg-
brotnu þjóðfélagi verði að taka tillit
til allra og gagnrýnendur segja að
kæfi hugsun og standi skoðanaskipt-
um fyrir þrifum).
Góður grunnur
Kennarar eru þeirrar hyggju að
sókn hafi aukist í latínu vegna þess
að hún veiti góðan grunn til að læra
rómönsk mál (frönsku, ítölsku og
spænsku) og komi ekki að sök í
ensku. 60 af hundraði orða í ensku
eiga rætur að rekja til latínu og
þeir, sem læri latínu, standi sig bet-
ur í enskuhluta samræms inntöku-
prófs háskólanna (SAT).
Latína var skylda í flestum banda-
rískum ríkisskólum á síðustu öld. Á
árunum 1905 til 1976 fækkaði lat-
ínunemendum hins vegar úr 56 af
hundraði. Skuldinni hefur verið
skellt á ákvörðun Páfagarðs um að
leggja af messur á latínu og kalda
stríðið. Stúdentahreyfingin á sjö-
unda áratugnum boðaði ást í stað
stríðs og hinir iatnesku textar þóttu
full herskáir þegar mótmælin gegn
Víetnam-stríðinu stóðu hvað hæst.
Latínugránar vilja ekki fyllast
óhóflegri bjartsýni vegna hins aukna
áhuga, en segja þó að hér sé um
jafna og þétta aukningu að ræða.
Veiðimaður á latínu
„0 tempora! O mores!“ sagði Sís-
eró, lítt hrifinn af hnignun og sið-
leysi sinna tíma. Það kynni að hýrna
á honum bráin kæmi hann inn í
skólastofu nú og heyrði nemendur
mæla á latínu, þótt ekki myndi hann
alls kostar átta sig á því hvað hann
ætti að gera við skipunina: „Pisc-
are.“ Þegar verið er að spila veiði-
mann á latínu þýðir nefnilega lítið
að segja: „Veiddu.“
Fossháls I 110 Reykjavík Sími 634000
Astra Sedan
frá kr: 1.169.000,-
■ ■
Sparnaðarstilling
Spyrnustilling
Spólvörn
Verð frá kr. 1.048.000- Verð frá kr. 1.651.000-
Öruggasti bíllinn í Framúrskarandi
rúmgóbur og öruggur
sínum stærbarflokki
Opel Corsa
Opel Vectra
Opel Joy pakkinn:
Fjarstýring á samlæsingum
Opel álfelgur
Opel, mótaðar aurhlífar
Aðeins kr.
42.DD0.-
Bílasýning:
Fosshálsi 1
Reykjavík
um helgina.
Höfn - Bílverk
laugardag 12-16.
Selfossi,
Betri bílasalan
sunnudag 12-16