Morgunblaðið - 20.05.1995, Page 22
22 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
L
AÐSENDAR GREINAR
Forvarnir fyr-
ir ungt fólk
Á ÞEIM tæpu tveimur áratug-
um sem SÁÁ hefur starfað hafa
rúmlega tuttugu þúsund íslend-
ingar leitað eftir aðstoð hjá sam-
tökunum. Tólf þúsund einstakl-
ingar hafa leitað sér meðferðar
vegna áfengissýki og yfir átta
þúsund manns hafa leitað sér
hjálpar vegna þess að einhver
þeim nákominn hefur átt við
áfengisvanda að stríða. Vandamál
áfengissjúkra eru aðeins einn angi
af þeim fjölmörgu vandamálum
sem tengjast neyslu vímuefna hér
á landi. Ofurölvun er.
hér tíðari en víða ann-
ars staðar og vímu-
efnaneysla unglinga
sem hefur sérstakar
hættur í för með sér
hefur verið hér áber-
andi, svo eitthvað sé
nefnt. Sá tollur sem
samfélagið greiðir
vegna þessara vanda-
mála er óhemju hár.
Skemmdarverk og
glæpir auk fjölmargra
dauðsfalla, slysa og
óhappa, útheimtir
sársauka þeirra sem
hlut eiga að máli og
fjármuni samfélags-
ins alls.
Tvær meginleiðir í forvörnum
Á undanfömum árum hefur það
heyrst æ oftar í umræðunni að
taka þurfi upp öflugar forvamir
Ofurölvun er hér tíðari
en víða annars staðar,
segir Vilhjálmur Jens
Árnason, og vímuefna-
neysla unglinga sem
hefur sérstakar hættur
í för með sér hefur ver-
ið hér áberandi.
og að með þeim sé hægt að stemma
stigu við þeim vanda sem rætt var
um hér að ofan.
Þegar kemur að forvörnum er
talað um tvær meginleiðir til að
draga úr vímuefnaneyslu og
vandamálum henni samfara: Önn-
ur aðferðin miðar að því að hafa
áhrif á það hversu mikið magn
vímuefna er í umferð og torvelda
aðgengi að því. Settar em reglur
um það hvaða vímuefni eru lögleg
og hver ekki, hvetjir megi selja
löglegu efnin og hvar, hvaða verði
þau séu seld og einnig hvaða ald-
urshópar megi kaupa þau svo eitt-
hvað sé nefnt.
Hin aðferðin hefur það að marjí-
miði að hafa áhrif á þá sem neyta
efnanna, eða koma hugsanlega til
með að neyta þeirra, og draga
þannig úr eftirspurn eftir þeim.
Lagt inn fyrir framtíðina
Þeir sem hafa það að markmiði
að minnka eftirspurn eftir vímu-
efnum höfða til einstaklinganna
sjálfra. Hér er megináherslan lögð
á að ráðast gegn viðhorfum og
aðstæðum sem gætu reynst hvetj-
andi fyrir þá sem ekki eru byrjað-
ir neyslu vímuefna, eða gætu við-
haldið neyslu þar sem hún er
óæskileg. Unga fólkið er hér í
lykilstöðu. Ef hægt er að ná til
einstaklingsins áður en hann byrj-
ar neyslu vímuefna og gerir hana
að vana er hægt að hafa áhrif á
hegðun hans og beina henni í
annan farveg. Með þessu getur
margt áunnist. Unnið er gegn
unglingadrykkju, sem er sérstak-
lega hættuleg. Auk þess er hugs-
anlega hægt að hafa áhrif á það
hvernig neysluvenjum þeir koma
sér upp ef þeir fara síðar meir að
drekka og hversu fljótt þeir leita
sér hjálpar ef drykkjan verður
vandamál. Þannig leggja menn
inn fyrir framtíðina og geta haft
áhrif á þann heildarvanda sem
rætt var um hér að framan.
SÁÁ og unga fólkið
Samhliða því meðferðarstarfi
sem SÁÁ hefur unnið, eða allt frá
árinu 1979, hafa full-
trúar frá SÁÁ farið í
skóla og talað við
unglinga um alkóhól-
isma. Eftir því sem
reynsla þeirra sem að
þessu hafa komið hef-
ur aukist hafa áhersl-
urnar breyst og einnig
aðferðir við framsetn-
ingu fræðsluefnis. Það
hefur þó alltaf verið
meginmarkmið þessa
starfs að vinna gegn
fordómum og hvetja
til umræðu. Árangur-
inn er ótvíræður. Fólk
virðist nú vera sér
meðvitaðra um ein-
kenni alkóhólisma og
þá meðferð sem í boði er og leitar
sér því hjálpar á fyrri stigum sjúk-
dómsins, áður en fjölskyldan eða
atvinnan hefur tapast. í ljósi þess
að almenn þekking á eðli sjúk-
dómsins hefur aukist hefur verið
ákveðið að breyta um áherslur í
þessu starfí og gera það markviss-
ara. Ætlunin er að upplýsa ungl-
inga meira um aðrar afleiðingar
af vímuefnaneyslu en þær sem lúta
bara að alkóhólisma. Fjalla þarf
um ofurölvun og háa slysatíðni
henni samfara og hvemig vímuefn-
in virka með ólíkum hætti á ungt
fólk og þá sem eldri eru svo eitt-
hvað sé nefnt. Samfara þessu er
það ætlun samtakanna að leiðbeina
foreldrum um það hvemig hægt
sé að draga úr líkum á því að börn
þeirra fari að neyta vímuefna. Þeg-
ar hafa verið haldnir fundir með
foreidrum, en auk þess hefur verið
gefinn út ítarlegur bæklingur sem
er þeim ætlaður.
Þekkingin er til staðar
Það hefur ávallt verið ætlun
SÁÁ að stíga skrefið enn lengra á
sviði forvama. Þannig er hægt að
nýta þá miklu þekkingu sem orðið
hefur til hjá SAÁ á síðustu átján
ámm, í gegnum samtöl við yfir
tuttugu þúsund áfengissjúklinga
og aðstandendur þeirra. Þetta er
þekking sem læknar, sálfræðingar
og ráðgjafar hafa aflað á því
hvernig neysla vímuefna þróast og
þau áhrif sem hún hefur á líkam-
legt og andlegt atgervi manna og
félagslega stöðu þeirra. í því for-
vamarstarfi sem samtökin em nú
að fara út í og beinst hefur að
unglingum og foreldmm þeirra er
ómetanlegt að hafa þetta bakland.
Til að geta nýtt möguleikana til
fulls og fylgja þessu máli eftir
þarf þó nokkuð fjármagn. Ágóðan-
um af Álfasölu SÁÁ sem fram fer
nú um helgina verður því varið til
þessa málaflokks.
Það er grundvallarforsenda
þess að vel takist til í forvörnum
að allir leggi sitt _af mörkum.
Næstu helgi verður Álfasalan, hin
árlega fjáröflun SÁÁ. Ágóðanum
verður varið til forvarnastarfa í
þágu unga fólksins. Með því að
kaupa Álfinn leggur þú þitt af
mörkum og leggur um leið inn
fyrir framtíðina.
Höfundur er fræðslu- og
forvarnarfulltrúi SÁÁ.
Vilhjálmur Jens
Árnason
Svolítið meira
um tölvupóst
MIKIL kvöl er kímni-
gáfan. Örlítill greinar-
stúfur minn í Morgun-
blaðinu fyrir nokkram
dögum vegna tilboðs
hins nýja menntamála-
ráðherra um að menn
hafi samband við hann
í tölvupósti og hann
heiti nú bjom@centr-
um.is hefur valdið miklu
uppnámi. Ráðherrann
er sár við mig, höfundur
Reykjavíkurbréfs Morg-
unblaðsins setur ofan í
við svo fávísa konu og
í blaðinu í dag birtist
grein undir fyrirsögn-
inni rhbriem@is-
mennt.is, sem er tölvuheiti höfundar-
ins Ragnheiðar Briem menntaskóla-
kennara. Þetta fólk bregður mér um
íhaldssemi og skilningsleysi á sam-
skiptatækni nútímans. Einhver sagði
Ragnheiði Briem meira að segja að
engir væra eins íhaldssamir og Al-
þýðubandalagsmenn! Vel kann það
að vera rétt, enda hafa einungis rót-
tækir menn efni til að vera íhalds-
samir. En í íhaldssemi þeirra á hrok-
inn ekki heima.
Hann á heldur ekki heima í þessum
viðbrögðum við greinarstúfnum mín-
um. Ég skil mætavel að menntafólk
sé himinlifandi yfír því að hafa nú
loksins komist í kallfæri við mennta-
málaráðherra þjóðarinnar og íyrirgef
því fyllilega að fínnast ekkert fyndið
að hann heiti nú bjom centram.is.
Þetta fólk hefur þekkingu á tölvum
og þarf á þeim að halda og hefur
oftlega aðgang að þeim ásamt mót-
aldi á vinnustöðum sínum sér að
kostnaðarlausu. En sá hópur er miklu
stærri sem hvorki hefur tíma til að
afla sér þekkingar né aðgangs að slík-
um tækjum án verulegra útgjalda og
þarf reyndar ekkert á þeim að halda.
Þar sem ætla má að biðlisti mennta-
málaráðuneytisins styttist nú vera-
lega, ættu tölvulausir foreldrar skóla-
bama ekki að þurfa að bíða í heilt
ár eftir viðtalstíma við ráðherrann og
er það vel.
Við getum þvi öll haldið góða skap-
inu. Menntamálaráð-
herra á auðvitað heiður
skilinn fyrir að bjóða
þessa þjónustu þeim
sem hana geta þegið.
En öll starfsemi stofn-
ana ríkisins verður að
vera aðgengileg öllum
landsmönnum. Sú
spuming hlýtur því að
vakna hvernig tryggt
sé að öll skjöl ráðuneyt-
anna séu geymd í að-
gengilegu formi eða,
vistuð á þann hátt að
þau megi jafnan kalla
fram. Mér er raunar
kunnugt um að í sum-
um ráðuneytunum hef-
ur ekkert verið gert til að tryggja
þetta. Þá skortir stórlega á löggjöf
um upplýsingar um persónulega hagi
manna, enda hafa deilur komið upp
um þau efni, og á Alþingi þar mikið
Mín vegna, segir Guð-
rún Helgadóttir, má
öll þjóðin eiga tölvur
og mótöld.
verk óunnið. Á þetta hef ég þráfald-
lega bent bæði á Alþingi og sem
ræðumaður á þingi DECUS, samtaka
tölvufræðinga. Lögin um skráningu
og meðferð persónuupplýsinga frá
1982 og 1989 þarfnast tvímælalaust
endurskoðunar.
Ég hef einnig bent á þá gífurlegu
fjármuni sem farið hafa til tölvuvæð-
ingar ríkisins. Hefur þar oft verið
farið fremur af kappi en forsjá. Og
það era fleiri en ég þeirrar skoðun-
ar. í skýrslu Ríkisendurskoðunar og
yfírskoðunarmanna ríkisreiknings
fyrir árið 1991 segir svo: „Yfirskoðun-
armenn telja að taka verði á tölvu-
málum ríkisins og ríkisstofnana með
markvissari hætti en gert hefur ver-
ið. Ekki er kunnugt um að til sé
nein samræmd opinber stefna í tölvu-
málum ríkisins þó að til þessa mála-
Guðrún
Helgadóttir
flokks sé árlega varið að því að talið
er þremur milljörðum króna.“ Vegna
fyrirspuma minna á Alþingi var
nokkur vinna lögð í að skoða þessi
mál, en meira þarf til.
Um aðra þætti tölvumála mætti
einnig ræða. Áhugamenn um ís-
lenska tungu, t.d. fólk eins og Ragn-
heiður Briem, hljóta að hafa velt
fyrir sér áhrifum taumlausrar tölvu-
notkunar bama og unglinga í stað
bóklesturs. Og nú hafa komið fram
efasemdir um hollustu hennar á lík-
amsþroska þeirra og þá ekki síður
áhyggjur af vægast sagt vafasömu
efni sem í tölvuheiminum er á boð-
stólum fyrir þau og ber að fylgjast
grannt með rannsóknum á því sviði.
011 þekking er af hinu góða og ný
tækni býður upp á ótrúleg tækifæri
til öflunar hennar. En við megum
aldrei láta tæknina taka af okkur
öll ráð, heldur ber okkur að stýra
henni. Þess vegna er það gott að
umræða hefjist um þessi mál, jafnvel
þó að til hennar hafi verið stofnað á
galsafenginn hátt.
Ég læt Ragnheiði Briem um að
meta hvað sé eftirsóknarverðara en
annað í innkaupum heimilanna. Þeg-
ar ég var nemandi í Menntaskólanum
í Reykjavík og nemendur og kennar-
ar þéraðust ennþá hefði slík umræða
verið skortur á háttvísi, enda afkoma
heimilanna í landinu aldrei umræðu-
efni. Afkoma þeirra sem í skólanum
vora var prýðileg með örfáum undan-
tekningum. Þar sem ég var ein af
þeim, kaupi ég ennþá ógjarnan það
sem ég þarf ekki að nota. Þess vegna
á ég ekki mótald- Ég tel mig hins
vegar hafa komið hugsunum mínum
ágætlega tii skila í áranna rás engu
síður en Ragnheiður. Þó að hún eigi
mótald en ég ekki. Mín vegna má
öll þjóðin eiga tölvur og mótöld. Það
er víst ágæt skemmtun að komast
inn í „gagnslausu síðurnar“ á Inter-
netinu, ef menn þarfnast þess ekki
til annars. Þar má sjá hvað vatns-
borðið er hátt í klósettkassa einhvers
manns í Texas og hvað er eftir í
kaffikönnunum í Háskólanum í Cam-
bridge. 0g svo er hægt að spjalla
við nágrannana eða menntamálaráð-
herrann og enginn þarf nokkru sinni
að að hitta neinn. Allt er þetta mat
á því hvemig aflatekjum þjóðarinnar
er ráðstafað og það er mönnum sem
betur fer í sjálfsvald sett.
Með hjartans bestu kveðjum til
menntamálaráðherrans og gamla
skólans okkar beggja.
Höfundur erfv. alþingismaður.
Athugasemd við grein
um sögu Leifs Muller
SUNNUDAGINN 23. apríl sl. ritar
Þorleifur Friðriksson grein hér í
Morgunblaðið sem hann kallar Hin
kynhreina grimmd. Þó þess sé ekki
getið, utan einnar lítillar tilvitnunar,
er uppistaða greinarinnar tekin úr
minningum Leifs Muller, Býr íslend-
ingur hér?, bók sem ég skrifaði fyrir
nokkrum árum. Greinarhöfundur,
sem er sagnfræðingur, lætur þess
hins vegar getið að allar myndir í
greininni séu teknar úr bók Garðars
Sverrissonar. Tilefni greinarinnar
virðist vera þýsk uppfærsla á leikrit-
inu Býr íslendingur hér? - leikriti
sem, eins og greinarhöfundur veit,
víkur sjaldan frá orðréttum texta
bókarinnar.
Nú er það ekki tilefni athugasemd-
ar af minni hálfu að greinarhöfundur
skuli endursegja þá sögu sem ég
skrifaði. Hitt þykir mér verra að tónn-
inn í frásögninni er mun harðari en
í minningum Leifs, auk þess sem
höfundur hefði að ósekju mátt sýna
meiri nærgætni í umfjöllun sinni.
Um foreldra Leifs segir höfundur
réttilega að þeir hafi verið norsk-
fæddir en kosið að leita gæfunnar
á íslandi. En svo bætir hann við: „Ef
gæfan felst í auði tókst þeim ætlun-
arverk sitt á skömmum iíma...“ Hér
þykir mér gæta lítilsvirðingar gagn-
vart foreldrum Leifs, auk þess sem
lesa má milli lína að þau hafí ekki
notið gæfu í öðru en efnalegum auði.
Á sínum tíma treysti
Leifur mér fyrir minn-
ingum sínum sem voru
um margt vandmeð-
famar, og á ég erfítt
með að horfa upp á
gáleysislega meðferð á
þeim, segir Garðar
Sverrísson í þessari at-
hugasemd.
Um uppeldi Leifs segir höfundur:
„Uppeldi hans var miðað við að hann
yrði kaupmaður og heldri borgari og
ekkert annað." (leturbreyting G.Sv.)
Og áfram heldur hann. „Þótt líf unga
mannsins hafí einkennst af allsnægt-
um á sama tíma og alþýða bæjarins
bjó við kröpp kjör, er ekki þar með
sagt að það hafi sindrað af ham-
ingju. Öllu frekar einkenndist það af
„prússneskum" aga hins stjómsama
föður..." Hér er dregin upp óþarflega
dökk og einhliða mynd af árum Leifs
í foreldrahúsum. Auk þess er heldur
ósmekklegt að tala um „prússneskan
aga“ þegar haft er í huga það hlut-
skipti sem framundan var.
Það er rétt hjá greinarhöfundi að
Leifur taldi síðar að uppeldi sitt hefði
ekki verið heppilegur undirbúningur
undir vist í fangabúðum nasista, en
þá var hann að vísa til þess hve
verndað umhverfi honum var búið
af foreldrum sínum. Um þetta segir
Þorleifur hins vegar: „Ef til vill
skjátlaðist honum. Hugsanlegt er
að það hafi orðið honum til lífs að
hann kunni að laga sig fljótt að
aðstæðum, kunni að hlýða, án þess
að spyija, gat bognað án þess að
brotna.“ Hér þykir mér glannalega
gengið til verks í persónulegri túlkun
á minningum Leifs og þeim ekki
sýnd næg tillitsemi.
í miðri umfjöllun um sögu Leifs
víkur greinarhöfundur af leið til að
fjalla um hernám íslands, hingað-
komu Bandaríkjahers og hervernd-
arsamninginn við Bandaríkin, sem
hann telur ef til vill hafa skipt sköp-
um um örlög Leifs. Ekki þykir mér
nú sennilegt að herverndarsamning-
urinn sem slíkur hafi hér skipt sköp-
um. Þýska hernámsstjórnin í Noregi
áleit það næga fangelsissök að ætla
til Englands, burtséð frá endanleg-
um áfangastað, sem í tilfelli Leifs
var ísland. Hafi íslandsferð verið
alvarlegra brot en Englandsferð,
hygg ég að sjálf herseta banda-
manna hafí valdið því fremur en
afstaða íslenskra ráðamanna.