Morgunblaðið - 20.05.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.05.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 23 - m ps r#\: í fellihýsi Frá verklagi til skaðabótalaga HINN 31. október 1991 gaf Sam- band íslenskra Tryggingafélaga, S.Í.T., út verklagsreglur „við mat á fjártjóni vegna líkamstjóna". Tóku þær gildi daginn eftir, en voru þó hvergi birtar opinberlega eða kynntar. Undirritaður lögmaður fjallaði ítarlega um þessar reglur og gagn- rýndi þær í grein sem birtist í Morg- unblaðinu laugardaginn 4. janúar 1992 undir fyrirsögninni „Bylting í bótarétti". í greininni var bent á, að þessi tilskipun S.Í.T. væri í andstöðu við þágildandi réttarreglur um greiðslu skaðabóta fyrir líkamstjón. Þær réttarreglur voru byggðar á örorkumati læknis og höfðu mynd- ast á nokkrum áratugum fyrir dóm- venju. Um þær hafði orðið slík ein- ing, að dómsmál voru nær óþekkt, nema deilt væri um bótaskyldu. Forsvarsmenn vátryggingafé- laganna og S.Í.T. svöruðu þessari gagnrýni ekki efnislega og heldur ekki athugasemdum annarra lög- manna, sem fram komu opinber- lega. Hafa þeir raunar aldrei reynt að halda fram lögmæti reglnanna. í blaðaviðtölum var málefninu drepið á dreif með því að fjalla um eitthvað annað en það sem gagn- rýnt var, T.d. var gripið til þess gamalkunna ráðs að gera lítið úr þekkingu þess sem gagnrýndi. Dæmi úr viðtali í Mbl. „I greininni gætti mikils misskilnings og van- þekkingar á þróun skaðabótaréttar á síðustu árum“. Ein afleiðing verklagsreglnanna hefur orðið sú, að vátryggingarfé- lögum tókst að gera upp fjölda mála á grundvelli þessara ólög- mætu verklagsreglna sinna. Laus- lega áætlað hafa þau þannig sparað sér eina milljón króna í hveiju þess- ara mála á kostnað hins slasaða. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir, nú síðast frá Jóni Steinari Gunnlaugs- Þótt foreldrar Leifs hafí gefíð hon- um nafnið Leif, notaði hann það ekki, heldur íslenska nafnið Leifur, eins og skýrt kemur fram í bók okkar. Af einhveijum ástæðum virðir Þor- leifur þetta ekki og notar eingöngu hans norska skírnamafn frá upphafí til enda greinar sinnar. Á hinn bóginn heldur hann því fram að föðurætt Leifs hafi verið þýsk og þaðan séu komnir punktamir tveir yfír u-inu í ættamafninu Miiller. Hann segir: „Ailt sem minnti á Þýskaland olli honum óþægindum, jafnvel punkt- arnir yfír u-inu í ættamafni hans. Þá rakti hann til þýsks uppmna föð- urættar sinnar - það olli honum kvöl og um hann fór hrollur ef hann var inntur eftir því.“ Það er alls ekki rétt að Leifur hafi rakið ættamafn sitt til þýsks uppruna, hvað þá að uppmni þess hafí kallað fram þær sterku tilfinningar sem greinarhöf- undur nefnir. Hið rétta er, eins og fram kemur á blaðsíðu 212 í bók okkar, að Leifur felldi punktana nið- ur til að fyrirbyggja þann misskilning að hann væri þýskur að uppruna. í lok greinar sinnar segir höfund- ur: „Saga Leifs Muller er ákall til afkomenda hans sem bera Mullers- nafnið að gleyma aldrei harmleikn- um sem lá að baki hljóðbreytingunni þegar Miiller breyttist í Muller.“ Ég hefði nú talið að afkomendur Leifs væru þeir síðustu sem þyrftu á þess- ari áminningu að halda. Það er mér óljúft að þurfa að gera þessa athugasemd. En á sínum tíma treysti Leifur mér fyrir minningum sínum, sem vom um margt vand- meðfarnar, og ég á erfitt með að horfa upp á gáleysislega meðferð á þeim. syni hrl., hafa þau reynst ófáanleg til að upplýsa hversu mörg þessi mál em. Önnur afleiðing verklagsreglnanna varð auðvitað gífurleg fjölgun dómsmála þar sem krafist var upp- gjörs á grundvelli þá- gildandi réttarreglna. Hefur mikill fjöldi slíkra mála verið dæmdur í héraði og verklagsreglunum hafnað, en málin dæmd með hliðsjón af örorkumati læknis og öðrum þeim reglum sem dómstólar hafa mótað um fjár- hæð skaðabóta fyrir líkamstjón. Sama er uppi á teningnum í tveimur dómum Hæstaréttar, frá 12. janúar og 30. mars sl., málin nr. 5 og 429/1993. Þar byggir dóm- urinn á örorkumati læknis og tekur fram að því hafi ekki verið hnekkt með „læknisfræðilegum“ rökum, eins og segir í fyrra málinu. Ólögmæti verklags- reglnanna er nú endan- lega staðfest, en eftir stendur spurningin um það hvað verður um þann fjölda slasaðs fólks, sem gert var upp við á grundvelli þeirra, og var meinað að taka við greiðslu með fyrir- vara. Þriðja afleiðing margnefndra verklags- reglna, eða jafnvel al- veg eins orsök þeirra, var setning skaðabótalaga nr. 50/1993. Undirritaður er einn þeirra fimm lögmanna sem gagnrýnt hafa nokk- ur ákvæði laganna. Sérstaklega hefur gagnrýni okkar beinst að margföldunarstuðli 6. greinar lag- Af hverju óskaði alls- herjarnefnd eftir þessari nefndarskipan, spyr Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, og hvers vegna varð dómsmála- ráðherra við beiðni alls- herjarnefndar ef ekki átti að fara eftir niður- stöðu nefndarinnar? anna . í bréfum til dómsmálaráð- herra dags. 5. og 30. ágúst 1993 gerðum við rökstuddar athuga- semdir við þessa reiknireglu og sýndum fram á með dæmum, að margföldunarstuðullinn þyrfti að vera 11-12 í stað 7,5 eins og lögin kveða á um. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. hefur nýlega opinberlega gert ræki- lega grein fyrir eftirleik þessara bréfa og endurtek ég það ekki, en tek upp þráðinn hinn 23. júní 1994. Þann dag kom fram nefndarálit þriggja manna nefndar, sem dóms- málaráðherra skipaði að tillögu alls- herjarnefndar Alþingis. Var hlutverk nefndarinnar að meta hvort ástæða væri til að hækka nefndan margföldunarstuð- ul til að ná yfirlýstu markmiði lag- ana um fullar bætur fyrir fjártjón hins slasaða. Meirihluti nefndarinnar taldi nefndan margföldunarstuðul þurfa að vera 10 til þess að þessu mark- miði væri náð. Er sú niðurstaða mjög vel rökstudd og leidd af ítar- legum rannsóknum, m.a. á dómum Hæstaréttar. Með þessu héldu flest- ir, þ.á.m. undirritaður, að stríðinu væri lokið. Nú léti dómsmálaráð- herra semja stjórnarfrumvarp til breytingar á skaðabótalögum og leggja fyrir haustþing. Allsheijarnefnd myndi svo af- greiða þessa réttarbót á mettíma, þannig að frá og með hausti 1994 fengi slasað fólk allt fjártjón sitt bætt, en ekki bara hluta þess. En því miður, málið var enn þæft og dagaði svo uppi á Alþingi sl. vor. Er þá komið að kjarna málsins. Af hveiju óskaði allsheijarnefnd eftir þessari nefndarskipan og hvers vegna varð dómsmálaráð- herra við beiðni allsheijarnefndar ef ekki átti að fara eftir niðurstöðu nefndarinnar Undirritaður kann engin svör við þessum spurningum, en hvetur al- þingismenn til að taka málið í sín- ar hendur og hækka margföldunar- stuðul 6. gr. skaðabótalaga úr 7,5 í 10 nú þegar á nýbyijuðu vorþingi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. "■ ... . v'V - tjaldvagnar Ferðafétaginn sem bregst þér ekki! Um helgina sýnum viö allt úr- valiö af vögnum og ferðavöru sem við höfum á boðstólum í ár. Við kynnum nú Starcraft fellihýsi og pallhús á íslandi en Starcraft er þekkt í Bandaríkjunum fyrir framúrskarandi gæði. Camp-let tjaldvagnar eru þrautreyndir við íslenskar aðstæður og hafa verið traustir ferðafélagar margra um áraraðir. Við bjóðum bæði upp á Hobby og Knaus lúxushjólhýsi frá Þýskalandi og frá Trio koma fortjöldin á bíla eða hjólhýsi. Þá er ótalin allur viðlegu- búnaðurinn og gas- og ferðavörurnar! Sjón er sögu ríkari,- líttu við og sjáðu allt úrvalið. Opiö um helgar í sumar. QÍSU JÓNSSON HF B/ldshöföa 14, 112 Reykjavík, Sími 587 6644 \utotelte til rS", Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Höfundur cr rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.