Morgunblaðið - 20.05.1995, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.05.1995, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Margrét Ólafs- dóttir fæddist í Götuhúsum á Eyr- arbakka 4. febrúar 1943. Hún andaðist í Borgarspítalanum 10. mai sl. Foreldr- ar hennar voru Guðbjörg Magnea Þórarinsdóttir, f. 25.8. 1917, d. 8.2. 1951, og Ólafur Ól- afsson, húsasmiður, frá Þorvaldseyri á Eyrarbakka, f. 26.2. 1922. Þau skildu. Alsystir Margrétar er Guðrún Ólafs- dóttir, f. 18.7.1944, gift Ásbirni Vigfússyni og eiga þau fjögur börn. Margrét ólst upp hjá föð- Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. AFTUR Á stuttum tíma er stórt skarð höggvið í systkinahópinn frá '** Þorvaldseyri. Það eru aðeins rúmir sex mánuðir síðan systir okkar Guð- björg lést og nú barst okkur sú fregn, að Magga systir okkar hefði fengið heilablóðfall sunnudaginn 7. maí. Við héldum í vonina um að hægt væri að bjarga henni, en hún lést 10. maí. Okkur systrum hennar frá Þorvaldseyri langar að minnast hennar elsku Möggu okkar en hún kom á heimili okkar eins árs vegna veikinda móður hennar, og þar átti hún heima þar til hún sjálf stofnaði heimili með manni sínum. Margar minningar koma upp í hugann frá bernsku- og æskudögum sem okkur eru kærar og efst í huga okkar er hvað hún var ljúf óg góð, og vildi öllum vel. Möggu var margt til lista lagt. Það sýnir þeirra fallega heim- ili, enda hafði hún auga fyrir fallegu útliti. Magga var gagnfræðingur að mennt og vann við ýmislegt, en mörg síðustu ár vann hún á leikskó- lanum á Eyrarbakka, og þar naut hún sín, því hún var mjög gefin fyrir böm og hún laðaði þau að sér með sínu ljúfa viðmóti. Við vitum að hennar er sárt saknað þaðan. Magga var félagslynd og virk í starfi. í mörg ár var hún í stjóm -j kvenfélagsins og einnig starfaði hún fyrir kirkjuna og var þar meðhjálp- ari í mörg ár. Að endingu kveðjum við þig, kæra systir, með þessum ljóðlínum: Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin Ijúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Davið Stefánsson) Guð blessi minningu þína. Elsku Jonni, guð styrki þig í sorg þinni. Föður, systur og öllum þeim ' sem um sárt eiga að binda sendum við okkar samúðarkveðjur. Systurnar frá Þorvaldseyri. Þú lifðir góðum guði í guði sofnaðir þú í eilífum andafriði ætíð sæl lifðu nú. H.P, Með þessum orðum viljum við systumar minnast Möggu okkar, sem í dag verður til grafar borin /rá Eyrarbakkakirkju. Þeir sem "hana þekktu em agndofa og ósáttir við sviplegt fráfall hennar. Við huggum okkur við að Guð hljóti að hafa ákveðið hlutverk handa Möggu, því að þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Það verður tómlegt til þess að hugsa að Magga verði ekki til stað- ar á efri hæðinni, þar sem hún urforeldrum sínum, Jenný Dagbjörtu Jensdóttur, f. 12.5. 1897, d. 2.12. 1964, og Ólafi Bjarnasyni verksljóra frá Þor- valdseyri, f. 13.1. 1893, d. 2.10. 1983, en þeirra börn voru tólf talsins. Margrét giftist Jóni Inga Siguijónssyni frá Norðurkoti á Eyr- arbakka 26.11.1966 °g þjuggu þau alla tíð á Túngötu 63 á Eyrarbakka. Þeim varð ekki barna auðið. Utför Margrétar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. hefur búið alla okkar ævi, gift Jonna föðurbróður okkar. Við vor- um ekki gamlar þegar heimsóknir upp á loftið til Möggu og Jonna voru orðnar daglegt brauð. Alltaf var jafn gott að koma til hennar og aldrei skipti hún skapi, þó að ferðirnar hafi oft verið margar yfir daginn. Magga var einstaklega barngóð og þolinmóð, og aldrei sáum við hana fara í manngreinarálit. Við minnumst sérstaklega veislanna hjá Möggu og Jonna á gamlárskvöld, sem vom tilhlökkunarefni ár hvert. Þar var Magga hrókur alls fagnað- ar, eins og hvar sem hún kom. Hún hvatti Írisi-í námi, og fylgdist vel með búskap Önnu Lára og Lilju og bömum okkar, sem alltaf vildu koma við hjá Möggu og Jonna þeg- ar farið var í heimsókn á Eyrar- bakka. Við söknum Möggu ákaf- lega, en góðu stundirnar lifa í minn- ingu okkar. Elsku Jonni okkar, missirinn er mikill en megi Guð styrkja þig í sorg þinni. Anna Lára, Lilja og Iris. Þeir himin erfa, er himin þrá, þar helgar vonir allar rætast; Hver góðu ann, mun Guðs dýrð sjá. Þar góðar sálir allar mætast. (Steingrímur Thorsteinsson). Með þessum ljóðlínum viljum við systkinin votta ástvinum Möggu frænku samúð okkar. Guðbjörg, Guðlaugur, Ásdís og Dagbjört. í dag langar mig að minnast frænku minar Margrétar Ólafsdótt- ur eða Möggu litlu eins og við köll- uðum hana. Margt kemur upp í hugann þegar fólk sem manni er kært fellur skyndilega frá og rifjast þá upp samvemstundir sem maður hefur átt. Magga frænka á vesturbakkan- um passaði mig oft á mínum yngri • ámm og ekki væsti um mann á meðan. Eitt sinn kom ég inn til hennar og kvartaði um verk í maga. En Magga var ekki lengi að sjá hvað var að hjá stráksa og var það undir eins lagað með tveimur súkku- laðimolum og síðan var úðað í sig kökum og smurðu brauði á eftir. Enginn átti heldur eins oft kók og Magga. Eins var alltaf jafn gaman nú á seinni ámm að heimsækja Möggu og Jonna og var venja mín að heim- sækja þau í upphafi hátíðar ljóss og friðar ásamt börnum mínum og var alltaf tilhlökkunarefni hjá okkur að fara á Bakkann þennan dag. Magga var einstaklega barngóð kona og það var lán fyrir Eyrbekk- inga þegar hún réðst til starfa við leikskólann. Hún sóttist eftir að vera innanum börn og var mjög vin- sæl og veitti hún þeim hlýju frá sínu hjarta og lagði þeim gott nesti til framtíðarinnar. En nú er Magga farin yfír móðuna miklu og fer þar eflaust með annað hlutverk sem Guð ætlar henni. Kæri Jonni, ég vil senda þér mín- ar innilegustu samúðarkveðjur, einnig til föður, systur tengdamóður ög systkina og annarra sem eiga um sárt að binda. Ari Björn Thorarensen. Elsku Magga mín! Það er svo sárt að hugsa til þess að þú ert horfin frá okkur og farin til himna. Þegar mamma mín sagði mér að þú værir komin á sjúkrahús mikið veik, þá fannst mér svo hræðilegt ef þú mundir deyja frá okkur svona ung, aðeins 52 ára gömul. Það var alltaf svo gaman á Eyri þegar þið Jonni vomð komin þangað í heimsókn. Við Agnes Dís söknum þess svo mikið að geta ekki verið með þér oftar, farið í sund og í skemmtilegu gönguferðirnar og fleira sem við gerðum saman. Frá því ég var lítil varst þú svo yndislega góð við mig, eins og þú værir mín önnur móðir. Aldrei gat ég þakkað þér nógu vel hjálpina í sumar sem leið þegar ég átti af- mæli og þú komst í bæinn og hjálp- aðir mér svo mikið og matreiddir ljúffengan veislumat eins og þér einni var lagið. Agnes dóttir mín saknar nú sárt Möggu frænku sinnar sem kenndi henni svo fallega söngva, fléttaði hárið hennar svo vel og strauk henni um vanga mildum móður höndum. Fyrir alla þína elskusemi í okkar garð viljum við nú þakka þér með þessum fátæklegu orðum. Megir þú hvfla í friði Guði falin. Guðrún og Agnes Dís. Að morgni sunnudagsins 7. maí sl. bámst mér þær hræðilegu fréttir að Margrét frænka mín hefði skyndilega veikst kvöldið áður og gengist undir erfiða skurðaðgerð um nóttina og óvíst væri um líf hennar. Örfáum sólarhringum seinna var hún liðið lík. Fyrirvara- laust er hún hrifm á brott, eftir stöndum við hnípin og vanmáttug. Hvernig gat þetta gerst? Hver er tilgangurinn? Hefur Guð kallað hana til sín til að sinna öðmm verk- efnum á æðra tilvemstigi? Við Magga og Guðrún systir hennar vomm systradætur, mæður okkar urðu berklaveikinni að bráð þegar við vomm litlar telpur. Magga ólst upp hjá ömmu sinni og afa og föðursystkinum á Þorvaldseyri á Eyrarbakka, ég ólst upp hjá móð- urömmu okkar í Götuhúsum en Guðrún ólst upp í Hafnarfirði hjá Guðlaugi móðurbróður okkar. Frá því við mundum eftir okkur var á milli okkar þriggja sterkt band skyldleika og vináttu sem aldrei bar skugga á. Magga var yndislega góð kona sem gott var að eiga að vini, hún umgekkst alla af einstakri alúð og hlýju, hún átti marga góða vini bæði unga sem aldna sem nú eiga um sárt að binda og sakna vinar í stað. Þau vom samhent hjónin Magga og hann Jonni og samstiga í lífínu og gott var að koma til þeirra í heimsókn á „Bakkann", þiggja kaffísopa og ræða saman um lífíð og tilverana. Heimilið þeirra er svo fallegt og notalegt þar ræður smekkvísin og snyrtimennskan ríkj- um. Þó þeim hafí ekki orðið bama auðið em ófá börnin sem hafa feng- ið að njóta ástúðar þeirra og um- hyggju. Magga vann á leikskólanum á Eyrarbakka þar var hún á réttri hillu í lífinu, þar fékk hún að hlynna að börnunum, miðla til þeirra allri þeirri móðurást sem hún átti í svo ríkum mæli, sá í bamshjörtun þeim frækornum mannkærleika sem munu nýtast þeim á lífsleiðinni til góðra verka. Margar ángæjustundir áttum við saman frænkurnar þrjár og koma þá helst í hugann samverustundirn- ar í gamla húsinu á Eyri í Ingólfs- fírði, þangað stefnum við á hveiju sumri og þar voru Magga og Jonni óijúfanlegur hluti af tilverunni, þar var gott að njóta samvistanna, tala saman, hlæja saman og líka að þegja saman sitjandi með hannyrð- ir í eldhúsinu á Eyri og hlusta á lágværan hvininn í olíueldavélinni. Og margt var brasað, það þurfti að hreingera, mála og dytta að ýmsu í gamla húsinu, alltaf var Magga svo úrræðagóð og drífandi og dreif okkur áfram með sér og það voru ráðin hennar sem dugðu best. Einu sinni þegar við höfðum ver- ið duglegar og vomm alsælar með dagsverkið þann daginn þá sagði Magga „það er eins og við séum í búleik, eins og þegar við vorum litl- ar stelpur á Eyrarbakka“. Síðastliðið sumar var haldið á „Strandirnar“ eins og áður og enn ein ferð farin með Óla á litla bátnum hans norður fyrir Drangaskörð og í land á Dröngum, mikið lýsti hún frænka mín því vel með barnslegri gleði og einlægni hvað þetta hefði verið yndisleg ferð, hvað veðrið hefði verið dásamlegt og hvað það var gaman að koma í eldhúsið á Dröng- um, hitta gömlu hjónin þar og hvað nýja eldavélin á Dröngum væri stór- kostleg. Hvern gat órað fyrir því að þetta yrði síðasta ferðin hennar á Strandir, ég sem hélt að við yrðum saman í „búleik“ mörg ár enn á Eyri og nú ræð ég ekki lengur við tárin þau þrýstast fram og falla á blaðið sem ég er að skrifa þessar línur á, það em stór saknaðartár blönduð pínulítilli sjálfsvorkunn yfir því óréttlæti að fá ekki að eiga hana Möggu lengur að. Hún er farin úr þessum heimi til mikilvægra starfa á ströndinni hinum megin. Þar mun hún taka á móti okkur og vísa okk- ur veginn þegar við komum yfir móðuna miklu og stöndum ráðvillt í flæðarmálinu. Elsku Jonni, þinn missir er mikill og harmurinn sár. Guð gefí þér styrk til að standast þessa miklu raun. Minningin um hana sem okkur þótti svo vænt um mun lifa í hjörtum okkar og milda sársaukann. Guð geymi þig, elsku frænka mín. Svanhildur Guðmundsdóttir. Miðvikudaginn 10. maí var bjart yfir og sólin skein, og fólk var úti við, við leik og störf, það var eins og sumarið væri komið með öll sín fögm fyrirheit, þegar fréttist að Magga, eins og hún var kölluð af þeim sem hana þekktu, hefði látist þá um morguninn, eftir stutt en mjög óvænt veikindi. Var þá eins og ský drægi fyrir sólu, og veturinn væri kominn aft- ur. Möggu mágkonu minni kynnist ég fyrir 36 ámm þegar hún fór að vera með elsta bróður mínum Jóni, síðan stofnuðu þau heimili sitt hér á Eyrarbakka. Það hefur alltaf ver- ið mikill samgangur á milli heimila okkar. Alltaf var gaman að koma á heimili þeirra, sem var einstaklega snyrtilegt og smekklegt og vom það mikið Möggu verk, hún var listræn í sér og hafði sótt myndlistamám- skeið, en hún lagði mikið uppúr því að eiga fallegt heimili, þau voru nýbúin að taka húsið allt í gegn, bæði utan og innan. Og sáu þau þvf fram á bjarta tíma, þar sem þau hefðu meiri tíma fyrir hvort annað. I þessum heimsóknum spunnust oft upp líflegar umræður um lífsins gang og tilveru. Magga var ákaflega orðvör í þessum umræðum svo sem alltaf, en hún gerði engan greinar- mun á háum eða lágum og aldrei heyrði ég hana leggja illt til nokk- urs manns. Magga var glaðlynd og hrókur alls fagnaðar á góðri stund, en það sem meira er um vert, hún geymdi barnshjartað í sjálfri sér og gat glaðst yfir litlu. Hún var mjög bamgóð, og sennilega var það eng- in tilviljun að hún valdi sér starf sem fóstra á leikskólanum hér á Eyrar- bakka. Einnig var hún félagslynd og hafði meðal annars starfað í Kven-. félagi Eyrarbakka um áratugaskeið og var hún nú í stjórn þess. Líka starfaði hún í kirkjunni og var með- hjálpari þar. Jonni minn, maður er alveg orð- laus yfír þessu mikla áfalli sem þú og við öll höfum orðið fyrir, þetta er þungt högg, og ég bið góðan Guð að gefa þér styrk og trú í þessari miklu sorg. MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Valdimar. Komið er að kveðjustund. Munum að dagar okkar allra eru taldir, reyn- um að njóta þeirra og láta gott áf okkur leiða. Þannig mætti ætla að okkar kæra vinkona sem í dag er kvödd, hafi hugsað lengi. Hún sagði oft „kom- um og hlæjum saman“. Kynni okkar hófust á Eyrarbakka fyrir allmörg- um ámm. Við vorum sprottnar úr ólíkum jarðvegi, þijár aðfluttar úr Reykjavík, en tvær innfæddir Eyr- bekkingar. Með okkur þróaðist ein- læg og lærdómsrík vinátta. Minningarnar streyma fram. Okkar ánægjulegu samvemstundir, þegar við borðuðum saman, fómm í leikhús og bíó, tókum þátt í gleði og sorg hverrar annarrar, ræddum af einlægni um allt milli himins og jarðar, föðmuðumst, kysstumst, hlógum og grétum. Gat þá oft kom- ið sér vel hve ólíkar við vomm og sjónarhornin því niörg. Eftir á að hyggja fómm við alltaf ríkari heim. Magga var okkar þroskuðust þótt aldursmunur væri óvemlegur, enda lífsreyndust. Hún dæmdi aldrei, en hafði skilning á mannlegu eðli. Æska hennar var öðmvísi. Ung missti hún móður sína, en átti góða að. Hún var barnlaus en öll börn vom hennar. Með góðra hjálp hafði hún þroskað sjálfa sig og var sátt við allt og alla. Hún átti ástríkan lífsfömnaut, sem nú á um sárt að binda. Við vottum hennar besta vini og eigin- manni Jóni Inga Siguijónssyni okk- ar dýpstu samúð, svo og allri fjöl- skyldunni. Blessuð sé minning henn- ar. Hún hvfli í friði. Auðbjörg, Ingibjörg og Ingunn. Kæra vinkona, það er sárt að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn. Hvers vegna fórstu svona snöggt? Það er mér óskiljanlegt með öllu að þú sem alla bættir sem komust í kynni við þig, skulir hverfa frá okk- ur svo ung og lífsglöð. Við foreldrar hér á Eyrarbakka fengum oft að heyra eitthvað athygl- isvert um bömin okkar frá Möggu þegar við komum að sækja þau á leikskólann. Alltaf eitthvað skondið og skemmtilegt, sem oft opnaði aug- un fyrir fallegum og skemmtilegum eiginleikum bama okkar. Þú með þína stóm sál, sem hafði óendanlega elsku til barnanna okkar. Hvers vegna ertu tekin frá okkur? Óll samfélög ekki síst þau smáu þurfa á dugmiklu fólki að halda, fólki sem gefur tíma sinn, getu og dug til að gera samfélagið mann- eskjulegt, skemmtilegt og tilbreyt- ingarríkt. Slíkt fólk er okkur afskap- lega dýrmætt, þess vegna er það svo, elsku Magga mín, að við þorp- arar á Eyrarbakka eigum um afar sárt að binda vegna brottfarar þinn- ar. Ekki bara ástvinir, við vinkonur þínar eða börnin sem þú gafst svo mikið, heldur allir þegnar okkar smáa samfélags. ÖIl handtökin þín í kvenfélaginu, ekki síst sem ritari þar til margra ára og störfín þín í sóknarnefnd kirkjunnar voru okkur mikils virði. Sú einlæga og góða vinátta sem tókst með okkur fímm Glúntranum var ekki síst vegna þess hversu auðvelt þú áttir með að gefa af sjálfri þér og leyfa öðmm að taka þátt í þínum tilfínningum, lífs- reynslu og lífsgleði. Hversu oft erum við ekki búnar að hlæja okkur mátt- lausar, gráta saman eða fínna sam- an lausnina á lífsgátunni. Þú veist það Magga að við eigum öll eftir að hugsa svo oft til þín, því

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.