Morgunblaðið - 20.05.1995, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 20.05.1995, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Nútíðarvandinn — Mengun náttúrunnar HVENÆR veit umhverfisráðuneyti ís- lands að „nytjafiskarnir" ganga ekki lengur inn í flóa og firði landsins? Hvenær veit umhverfisráðuneytið að „Ferskvatnsfiskurinn" er horfinn úr sínu uppvaxtarumhverfi? Hvenær veit umhverfisráðuneytið að „keldusvínið" er nú horfið úr íslenskri náttúru og margar aðrar fuglategundir eru að hverfa þaðan? Og hvenær veit um- hverfisráðuneytið um „náttúrulífseyð- inguna“ á íslandi og á íslandsmiðum? Frá Guðbrandi Þór Jónssyni: NÁTTÚRAN þetta mesta og stærsta leiksvið veraldarinnar er sí- breytilegt, allt frá augnabliki til augnabliks, frá stund til stundar, degi til dags, árstíða, ára og alda. Þar leika allir sína „rullu“, einnig við mennirnir, því við erum hluti af nátt- úrunni hvort sem við viðurkennum það eða ekki. Hér á norðlægum slóðum spila árstíðirnar mikla rullu í náttúrunni eins og líklega víðar, en þar og að- eins þar, á litlum bletti, Fljótum í Skagafirði, er reynsluheimur minn af að skoða náttúruna, hlusta á un- aðsraddir hennar og reyna að skynja og skilja leyndardóma hennar, að- dáunarverða nákvæmni, reisn henn- ar og fegurð. Við leik og störf í frum- stæðu fátæku bændasamfélagi fékk ég snemma bæði tíma og tækifæri til að vera nær öllum stundum úti í náttúrunni. Þar lærði ég að umgang- ast hana og virða undir ákverðnum ströngum umgengnisveijum, þar sem allt mátti sjá og skoða en engu mein gjöra að óþörfu. Nú verð ég alltaf þakkiátari og þakklátari með árunum sem líða fyrir að hafa feng- ið að kynnast þeirri unaðslegu nát- trulífsparadís sem Fljótin voru enn á uppvaxtarárum mínum. Sem fullorð- inn maður hélt ég miklum beinum tengslum við náttúruna í Fljótum, sem búlaus bóndi, sveitapóstur um langt skeið og sem minkaveiðimaður þar í aldarfjórðung. Náttúrulífið í Fljótum hefur því verið mér mjög vel kunnugt og hugleikið um hálfrar aldar skeið. Þar hef ég heyrt og séð tíma þess tvenna, þar sá ég grósku þess á láði og legi, við nær því ómengaðar náttúrulegar aðstæður á uppvaxtarárum mínum og síðan hef ég séð hvernig eyðingarmáttur „mengunarinnar" og „ofveiði" hefur farið með þetta sama auðuga nátt- úrulíf 'á nokkrum áratugum, náttúru- líf, sem nú er að deyja þar út. Mengun náttúrunnar sem í mínum uppvexti var nær engin, er nú ógn- vænleg staðreynd í íslenskri náttúru, sem alltof fáir virðast sjá og taka eftir í hraða nútímaþjóðfélagsins. ísland á enn að vera „ómengað land“ í ræðu og riti og mengun þar helst nefnd í sambandi við „skógarhögg og gróðu- reyðingu“, sem liðnu bændasamfélagi er um kennt, samfélagi sem í ein- angrun sinni og sárri fá- tækt eyddi þessum landsins gæðum, ekki að gamni sínu, heldur af illri nauð- syn, sér og sínum til lífs. Högum þessa fólks virðast margir nú gleyma, hafa heldur kannski ekki haft tíma til að hugleiða kjör þess, en þann tíma hef ég haft og vil nota þetta tæki- færi til að votta þessu látna fólki virðingu mína. Með dugnaði sínum, þrautseigju og þrekraunum gegnum hörmungar eldgosa, hafís- ára, og í öðrum hungur- sneyðahörmungum liðinna alda lifði það af í okkar harðbýla landi og færði okkur núlifandi íslending- um með því líf okkar og aldamóta- kynslóð þess þægindi og velmegun nútímans að auki, sem við ættum öll að kunna að meta, virða og þakka. En það ætti líka að vera okkur alvarlegt umhugsunarefni af hveiju nær árvissar fiskigöngur fram undir miðja þessa öld, ganga nú ekki leng- ur inn á flóa og fírði landsins, hvers vegna ferskvatnsfiskurinn sést ekki lengur í smáám og lækjum, þar sem hann klaktist út og ólst upp fram undir miðja þessa öld, og fyrir hvað er mófuglalíf landsins nú að hverfa? Svörin við öllum þessum ógnvænlegu spurningum má öll sjá í náttúrulífinu hér í Fljótum í Skagafírði og svo mun víðar vera á landsbyggðinni. Náttúrulífseyðingin nú er bein af- leiðing breyttra búskaparhátta í landinu, tæknivæðingar nútímaþjóð- félagsins, rányrkju fiskimiðanna og illrar meðferðar náttúruauðlinda ásamt mengunar nútímasamfélags- ins á náttúruna. Nánari svör orsaka og afleiðinga iiggja mér í augum uppi, augljós og skýr. En það er ekki nóg að gamall búlaus bóndi og veiðimaður norður í Fijótum sjái og viðurkenni mengunina og náttúrulíf- seyðilegginguna, sem nú er að eiga sér stað. Það þarf þjóðfélagið í heild sinni að gera. Þar þurfa allir að leggj- ast á eitt ef ekki á verr að fara nú fýrir okkar velferðarþjóðfélagi í sam- skiptum við náttúruna, en fór fyrir bændasamfélaginu um aldir. Lífríkiseyðilegginguna bæði á láði og legi verður þjóðfélagið að stöðva .áður en það er um seinan. Þar er um lífshagsmuni íslensku þjóðarinn- ar að ræða, því að villta náttúrulífrí- ki lands og sjávar er dýrmætasta auðlind þjóðarinnar, auðlind sem þjóðin er búin að lifa á og með í land- inu um aldir. Þar var og er „fjöregg þjóðarinnar" sem engin „matarkarfa frá Brussel" eða neinu öðru stórveldi getur komið í staðinn fyrir og vel- ferðarþjóðfélagi nútímans ber skylda til að varðveita og skila til komandi kynslóða, annars er illa komið fyrir framtíð íslensku þjóðarinnar í okkar sumarfagra landi, sem þá hljóta að bíða sömu örlög og villta náttúrulífs- ins. Fari svo hefur velferðarþjóðfélag okkar tíma farið illa með þjóðarinnar góðu gáfur, illa farið með þjóðarinn- ar miklu menntun, illa farið með þjóðarinnar miklu tækni og illa farið með þjóðarinnar miklu velmegun á síðari hluta þessarar aldar. Þá hefur íslenska þjóðin illa leikið „rulluna" sína á leiksviði íslensku náttúrunnar. GUÐBRANDURÞÓRJÓNSSON, Saurbæ í Fljótum. Ofurmenn - Stórslys Frá Sigurði Inga Ingólfssyni: GETUR verið að ráð hinna hámenntuðu ráðgjafa, sem boða nýjar og hertar reglur, sem ávallt eru stórgallaðar, stafi af vankunnáttu og lítilli starfsmenntun, ásamt lítilli ná- lægð við raunverulegan sjávar- útveg? Með sama áframhaldi getur orðið stórslys. Við vitum ekkert hvað er tekið úr auðlindinni, hvar það er tekið, eða hvort það er tekið á réttum tíma. Sjálfskipuðum ráðamönnum er ekki lengur vorkunn. Ekki verður hægt að hlusta lengur á lausnarorð þeirra, fangelsi - réttindamissir. Snúum af þessari leið. Ger- um fiskveiðikerfið og reglur þess þannig, að hægt sé að vinna eftir því og koma með öll þau gífurlegu verðmæti að landi, sem skila sér ekki í dag. SIGURÐURINGI INGÓLFSSON, Höfðavegi 18, Vestmannaeyjum. ZERO-3 3ja daga megrunarkúrinn Svensson Mjódd, sími 557-4602. Opið virka daga kl. 13-18, laugard. 13-16 Póstv.sími 566-7580. Velkomin á vorhátíð í Gamla Vesturbænum dagana 20.-28. maí Hátíðin er haldin af Reykjavíkurborg. Víðsvegar um Vesturbæinn eru sýningar, skemmtanir og aðrar uppákomur. Auk listviðburða af ýmsu tagi gefst kostur á að skoða nokkur fyrirtæki í Vesturbænum og starfsemi þeirra. Fræðist, gleðjist, skemmtið ykkur og kynnist Vesturbæ fyrri tíma og Vesturbænum eins og hann er nú. Dagskráin er mjög fjölbreytt og þátttakendur á öllum aldri. Öldukot við Öldugötu Stýrimannaskólinn Fjölskýlduganga Vesturbæjarskólinn Framtiðarskipulag - stefnumót íbúa og borgaryfirvalda Miðvikudagur 24. maí Gönguferð - Vesturgatan Kaffi Reykjavik Kynslóðirnar mætast Vesturgata 7 17-19:00 Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi atriðum Sunnudagur 21. maí Hátíðin hefst. 20. maí kl. 14:30 Opnun hátíðarinnar og skrúðganga frá Stýrimannaskólanum. o Frumflutningur á íslandi. 25. maí kl. 21:00 Fyrir unglinga. 22. maí kl. 17-19:00 Hitt húsið í Geysishúsi. Borgarstjóri hefur opið hús fyrir unglinga í Vesturbæ. H Kaffileikhúsið Vesturgötu 7 frumflytur sumarhrollvekju sína „Herbergi Veróniku" eftir Ira Levin. Prestsvígsla Opið hús o Dómkirkja 'f; Qgjgjg!]^gLJ Kaffisopi fyrir hjólatúr Borgarstjori hefur opið hus fyrir ________ Stýrimannaskólinn unglinga í Vesturbæ Stýrimannaskólinn MSl Stýrimannaskólinn Hjólatúr um Grandann Vesturgata 7 Gönguferð, „Framtíðin í hverfinu" Kóramót Þriðjudagur 23. maí m |Fógetagarðurinn við Aðalstræti Gönguferð um kirkjus'óðir. Leiðsögn: Gönguferð - Hólatorg Sera Þorir Stephensen. Hafnarhúsportið ______________Hafnarhúsið ] Stýrimannaskóli j Opnun sýningarinnar „ísíand og hafið" Konur og karlar, börn og aldraðir 24. maí kl. 17:30 Kóramót i Hafnarhúsportinu. Fjórir kórar syngja. Karlakór Reykjavíkur, Kvennakór Reykjavíkur, Kór félagsstarfs aldraðra n og Kór Vesturbæjarskóla. Dagskrá hátíðarinnar liggur frammi í Ráðhúsi Reykjavíkur, BYKO við Hringbraut og annars staðar þar sem sýningar eru. Upplýsingamiðstöð um skipulagsmál opnar í BYKO við Hringbraut kl. 15:00, mánudaginn 22. maí. Mánudagur 22. maí Sögur, Ijóð og jazz Hlaðvarpinn © Gönguferð um Grjótaþorp Sögufélagið 10-15:00 Opið hús hjá Búseta Hamragarðar BYKO BUNAÐARBANKINN - Tmustur banki Við byggjum á Breiddinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.