Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ
44 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
Stóra sviðið:
• STAKKASKIPTI eftir Guðmund Steinsson
Kl. 20.00: 7. sýn. í kvöld uppselt - 8. sýn. á morgun örfá saeti laus. Ath. ekki
verða fleiri sýningar á þessu leikári.
íslenski dansflokkurinn:
1 • HEITIR DANSAR
2. sýn. á morgun kl. 14.00 - 3. sýn. fim. 25/5 kl. 20.00 - 4. sýn. sun. 28/5 kl. 20.00.
Söngleikurinn
• WEST SIDE STORY e. Jerome Robbins og Arthur Laurents við
tónlist Leonards Bernsteins
Kl. 20.00: Mið. 24/5 uppselt - fös. 26/5 nokkur sæti laus - lau. 27/5 nokkur
sæti laus fös. 2/6 - mán. 5/6 - fös. 9/6 - lau. 10/6. Sýningum lýkur f júní.
Smíðaverkstæðið:
• TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright
Kl. 20.00: Fim. 25/5 - fös. 26/5 - lau. 27/5 - mið. 31/5 - fim. 1/6 - fös. 2/6.
Listaklúbbur leikhúskjallarans mán. 15/5 ki. 20.30
• „ KENNSL USD TUNDIN" e nþáttungur e. Eugene lonesco
Leiklesið af Gísla Rúnari Jónssyni, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur og Guðrúnu
Þ. Stephensen undir stjórn Brietar Héðinsdóttur. Örnólfur Árnason, rithöfund-
ur, fjallar um ionesco og leikhús fáránleikans.
GJAFAKORTíLEIKHÚS - SÍGILD OGSKEMMTILEG GJÖF
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00
til 18.00 og fram að sýningu sýningardaga.
Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga.
Græna linan 99 61 60 - greióslukortaþjónusla.
STÓRA SVIÐIÐ KL. 20:
• VID BORGUM EKKI - VID BORGUM EKKI eftirDario fo
Sýn. í kvöld, fös. 26/5, lau. 27/5. Síðustu sýningar á leikárinu.
LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30:
Leikhópurinn Erlendur sýnir:
• KERTALOG eftir Jökul Jakobsson.
Sýn. í kvöld. Allra síðasta sýning.
Miðaverð 1.200 kr.
Munið gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf!
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20. Miðapantanir í síma
680680 alla virka daga ki. 10-12. - Greiðslukortaþjónusta.
KatflLeiKlmsrö
Vesturgötu 3
IHLAÖVARPANUM
Sápa tvö; Sex við sama borð
í kvöld kl. 22.30 - uppselt
fös. 26/5 kl. 22.30
síðusfu sýninqar
Miði m/matkr. 1.800
Hlæðu, Maadalena. hlæðu
sun. 21/5, mio. 24/5, íau 27/5
síðustu sýningar
Mi&im/matkr. 1.600
Herbergi Veroniku
eftír Ira Levin
Frumsýning 25/5 örfá sæti laus
sun 28/5 Tim. 1/6
Miíti m/mat kr. 2000
Eldhúsið og barinn
opinn fyrir & eftir sýningu
'Miðasala allan sólarhringinn i sima 581-9055
LEIKFELAG
AKUREYRAR
• DJÖFLAEYJAN eftir Einar Kára-
son og Kjartan Ragnarsson.
Sýn. í kvöld kl. 20.30, mið. 24/5 kl.
20.30, fös. 26/5 kl. 20.30, lau. 27/5
kl. 20.30. Sýningum fer að Ijúka.
Miðasalan opin virka daga kl. 14-18,
nema mánud. Fram að sýningu sýning-
ardaga. Sími 24073.
F R Ú E M 1 L í A
1 E 1 K H U S 1
Seljavegi 2 - sími 12233.
RHODYMENIA PALMATA
Ópera í 10 þáttum eftir
Hjálmar H. Ragnarsson við kvæða-
syrpu eftir Halldór Laxness.
4. sýn. í kvöld kl. 21, uppselt. Aukasýn-
ing kl. 23.00 fáein sæti laus. Aukasýn-
ing sun. 21/5 kl. 21, síðasta sýning.
Miðasalan opnuð kl. 17 sýningardaga.
Miðapantanir á öðrum tfmum
i sfmsvara, sfmi 551 2233.
-kjarnimálsins!
- kjarni málsins!
FÓLK í FRÉTTUM
.. Morgunblaðið/Halldór
FEGURÐARDISIR í hlaupatúr í fjörunni undir jökli.
Fegurðardísir
á Snæfellsnesi
►UNDIRBÚNINGUR fyrir Fegurðarsamkeppni
íslands er nú í fullum gangi, en átján stúlkur
frá öllum landshornum keppa til úrslita. Um síð-
ustu helgi fóru þær í helgarferð á Snæfellsnes.
Til að byrja með sigldu þær með Eyjaferðum
frá Stykkishólmi um Breiðafjarðareyjar. I túrn-
um var settur út skelplógur, afli dreginn um
borð og fengu stúlkurnar að gæða sér á ígulkera-
hrognum og hörpuskelfisk ferskum úr sjónum.
Því næst var haldið út í Bjarnarhöfn til Hildi-
brands Bjarnasonar sem bauð upp á hákarl,
rúgbrauð og harðfisk. Þá var ekið að Búðum,
snæddur kvöldverður og loks gist á Langholti í
Görðum. Morguninn eftir tóku stúlkurnar leik-
fimiæfingar í fjörunni undir jökli og héldu svo
heim á leið.
„Ferðin var mjög skemmtileg, hópurinn kynnt-
ist vel og vonandi verður svona ferð farin fyrir
hverja keppni í framtíðinni," sagði Þórunn
Lárusdóttir framkvæmdastjóri keppninnar í
samtali við Morgunblaðið.
BRYNJA Björk gæðir sér á ígulkeri og Valdís
Kvaran og Ingibjörg Kristín fylgjast með.
RÓSA Júlía og Valdís Kvaran fylgjast með
Páli Fanndal pilla skel.
Hvað tekur
við hjá
Hanks?
►FRÓÐIR menn um kvikmynd-
ir eru þegar farnir að velta
vöngum yfir hvaða mynd Tom
Hanks velur sér eftir að hann
lýkur við Apollo 13, en honum
standa flestar dyr opnar í þeim
efnum. Líklegt þykir að myndin
„Lonely Hearts of the Universe“
verði fyrir valinu, en handritið
er unnið eftir samnefndri bók
Dennis Overbye. Svo virðist sem
Hanks hafi sýnt verkinu áhuga
og líka Jonathan Demme sem
leikstýrði myndinni Fíladelfíu.
Hanks fékk einmitt óskarsverð-
laun fyrir frammistöðu sína í
henni fyrir tveimur árum. Bók-
inni er lýst sem leitinni að leynd-
ardómum alheimsins.
sinn til bana þegar hún var að ur,“ sagði stúlkan við rannsókn-
leika atriði úr mynd með Sylvest- arlögreglumenn. „Ég vissi ekki
er Stallone, sem hún hafði nýlok- að það væru kúlur í byssunni og
ið við að horfa á, að því er rann- skaut.“
sókn í Bretlandi hefur leitt í ijós. Price, sem var sex barna fað-
Byssuáhugamaðurinn Bryn ir, lést á spítala. „Þetta var
Price, sem er 64 ára, hafði látið hörmulegt slys. Ég get engan
barnið fá byssuna án þess að veginn skilið hvernig maður með
gera sér grein fyrir að hún væri slíka reynslu og þekkingu af
hlaðinn. Það varð til þess að hún skotvopnum lét hlaðna byssu i
skaut hann í hálsinn. hendumar á sex ára bami,“ sagði
„Ég hafði verið að leika mér Philip Walter, dánardómstjóri, en
með byssuna og vildi leika hann úrskurðaði látafslysförum.
Skarð Bogarts ófyllt
SONUR Humphreys Bogarts, Step-
hen, lagði nýlega lokahönd á bókina
„Bogart - In Search of My Father“.
Stephen var átta ára þegar faðir
hans dó 14. janúar 1957, aðeins
níu dögum fyrir fimmtugasta og
áttunda afmælisdag hans. Bogart
hafði þó gaman af að láta alla halda
að hann væri fæddur á aðfanga-
dag. Hann var keðjureykingamaður
og dó úr krabbameini.
Leikstjórinn John Huston, sem
einnig var keðjureykingamaður,
sagði um Bogart í jarðarför hans
þremur dögum síðar: „Við höfum
enga ástæðu tíl að kenna í brjóst
um hann, heldur okkur fyrir að
hafa misst hann. Það getur enginn
fyllt upp í hans skarð. Aldrei nokk-
urn tíma munum við eignast hans
líka.“
Stephen er reykingamaður líka,
en hefur einsett sér að hætta. „Móð- eina skáldsögu sem nefnist „Play
ir mín er alltaf að nauða í mér,“ It Again, Sam,“ og hyggst halda
segir hann. Hann hefur áður skrifað til á ritvellinum í framtíðinni.