Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Skemmtistaðir
gegn fíkniefnum
STARFSFÓLK Tunglsins, Rósen-
berg-kjallara, Déja vu og Villta
tryllta Villa, hefur tekið upp sam-
starf við fíkniefnalögregluna til
þess að stemma stigu við neyslu
ólöglegra eiturlyfja á stöðunum.
Georg Georgiou veitingastjóri
segir ástæðu framtaksins tísku-
sveifiu í neyslu harðari efna. „Við
vildum einfaldlega verða fyrri til
og koma í veg fyrir að neyslan
bærist inn í þau hús sem við eig-
um. Við viljum ekki sjá þessi efni
hjá okkur,“ segir hann.
Verkfalls-
boðun
undirbúin
A
í Alverinu
STJÓRN og trúnaðarmannaráð
Félags byggingariðnaðarmanna í
Hafnarfírði hefur heimilað boðun
verkfalls í álverinu í Straumsvík,
en það er eitt tíu verkalýðsfélaga
sem starfsmenn í álverinu eiga
aðild að. Fundur í kjaradeilunni
hefur verið boðaður klukkan 10 á
föstudagsmorgun hjá ríkissátta-
semjara.
Þá hafa fundir starfsmanna í
verkalýðsfélaginu Hlíf, verka-
kvennafélaginu Framtíðinni og í
félögum rafíðnaðarmanna sam-
þykkt að beina því til stjórna og
trúnaðarráða félaganna að heimila
boðun verkfalls frá og með 10. júní
næstkomandi.
Atkvæði um verkfall
Félög málmiðnaðarmanna hafa
ákveðið að vera með allsherjarat-
kvæðagreiðslu um verkfallsboðun
og aðrir hópar starfsmanna eru
einnig að undirbúa verkfallsboðun-
ina, samkvæmt upplýsingum Gylfa
Ingvarssonar, aðaltrúnaðarmanns
starfsmanna í álverinu.
Gylfí sagði að ganga þyrfti frá
verkfallsboðuninni fyrir 2. júní, þar
sem boða þyrfti verkfall með viku
fyrirvara. Miðað er við að verkfall
hefjist 10. júní ef samningar takast
ekki fyrir þann tíma.
♦ ♦ ♦
47 sækja um
stöðu sveitar-
Georg segir að dyraverðir stað-
anna hafi sótt námskeið hjá for-
vamardeild fíkniefnalögreglunnar.
Hafí þeir fræðst um tegundir fíkni-
efna, hvemig þær geti litið út,
mismunandi ástand fólks eftir því
hvers hafí verið neytt og hvemig
sé best að bregðast við.
Þá hafí verið fyallað um hvemig
meðhöndla ætti einstaklinga grun-
aða um fíkniefnaneyslu. Fyrst sé
gengið úr skugga um að grunur
sé á rökum reistur og viðkomandi
síðan fjarlægður ef svo er.
f *«
„ Morgunblaðið/Kristinn
GRUSKAÐ í gömlum skræðum. Bragi Kristjónsson með stíla-
bókastafla Jóns Helgasonar en hann tók glósur úr fyrirlestrum
kennara sinna um Eddurnar, málfræði og íslendingasögurnar.
Rit eftir
Jón Helga-
son fínnast
í Kaup-
mannahöfn
ÞYKKK stílahefti eftir prófessor
Jón heitinn Helgason fundust
nýlega í kjallara í Kronprinsess-
ensgade í Kaupmannahöfn. í
stilaheftin hafði Jón ritað upp
fyrirlestra allra kennara sinna
um Eddurnar, norræna og frum-
norræna og danska málfræði,
um íslendingasögurnar, oft með
eigin útlistunum og athugasemd-
um við ummæli prófessoranna.
Það var Bragi Kristjónsson
fornbókasali sem hafði upp á
stílaheftunum en honum bárust
boð um að grúska í leifum úr
dánarbúi Jóns sem kollegi hans
í Kaupmannahöfn keypti fyrir
tveimur og hálfu ári. Til stóð að
kasta þessu á haugana.
Jón Helgason fæddist 30. júní
1899 og lagði stund á norræn
fræði í Kaupmannahafnarhá-
skóla og Háskóla íslands. Hann
var forstöðumaður Arnastofnun-
ar í Kaupmannahöfn 1927-1970
og prófessor í Kaupmannahafn-
arháskóla frá 1929-1969.
,4ón Helgason var afkasta-
mesti útgefandi fomra fræða frá
upphafí vega ásamt Finni Jóns-
syni. Þama var að fínna skrif
hans um háskólafyrirlestra sem
hann hlustaði á á ámnum 1916
til 1923. Hann nóterar mjög ná-
kvæmlega niður og gerir athuga-
semdir við fyrirlestrana hjá þess-
um gömlu prófessorum, bæði is-
lenskum og dönskum. Þetta hef-
ur þvi visst heimildagildi en þó
kannski ekki fyrir neinar merkar
rannsóknir," segir Bragi.
Jón Helgason var alla tíð
framúrskarandi námsmaður og
síðar merkur vísindamaður.
Ritaskrá hans er heil bók. Bragi
segir stilaheftin vel læsileg og
vel farin en hann telur hvorki
efni né ástæður til að gefa þau
út á bók.
„Þarna er margt efni sem
hann skrifar sér til gamans,
t.a.m. heil bók um sögu Færeyja
sem hann skrifar þegar hann er
22 ára gamall."
Erfitt að meta til verðs
Annað úr dánarbúinu var selt
samkvæmt bókalista sem forn-
bókasalinn danski útbjó og
dreifðist til norrænufræðinga
um allan heim. Bragi segir að
nú sé hægt að læra íslensku á
150 stöðum í heiminum, þar af
fjórum stöðum í Japan og fjórum
i Ástralíu.
Bragi fann þarna líka handrit
að kvæðum eftir Steingrím
Thorsteinsson og Grím Thoms-
en. „Þetta er því merkur fundur
en það er erfítt að meta hann
til verðs, en fundurinn er að
sumu leyti dálítið sögulegur því
það var ekkert vitað um tilvist
þessara skrifa."
Frumvarp vegna GATT-samninganna kynnt stj órnarflokkunum
Innfluttar búvörur verða
30% dýrari en innlendar
SAMKVÆMT frumvarpi til laga
um breytingar á lögum vegna aðild-
ar íslands að Alþjóðaviðskiptastofn-
uninni, sem m.a. á að auðvelda
framkvæmd GATT-samninganna
um vöruviðskipti, verður innflutn-
ingur á landbúnaðarvörum sem
háðar hafa verið innflutningstak-
mörkunum heimilaður frá og með
1. júlí næstkomandi.
I frumvarpinu er gert ráð fyrir
að tollar miðist við að vara sem
innflutt er á heimsmarkaðsverði
verði um 30% dýrari en sem nemur
heildsöluverði samsvarandi inn-
lendrar vöru. Er þá ekki tekið tillit
til flutningskostnaðar, trygginga og
heildsöluálagningar innfluttu vör-
unnar. Frumvarpið var kynnt þing-
flokkum ríkisstjórnarflokkanna í
gær.
Innflutningur á m.a. soðnu kjöti
og kjötvörum, mjólkurvörum að
meðtöldum ostum, eggjum, viðbiti,
lifandi eða afskomum blómum og
plöntum og nýjum og kældum garð-
og gróðurhúsavörum, verður sam-
kvæmt frumvarpinu gefínn frjáls
1. júlí og koma tollar á þessar vör-
ur í stað hafta. Er gert ráð fyrir
að tollamir samanstandi af verð-
jöfnun sem er vegna verðmunar
sem er á heimsmarkaðsverði vör-
unnar og heildsöluverði samsvar-
andi innlendrar vöru auk 30% toll-
vemdar.
Tiltekið magn á lægri tollum
Samkvæmt frumvarpinu verður
leyfður innflutningur á tilteknu
magni af innanlandsneyslu af kjöti,
eggjum, smjöri, ostum og kartöflum
á lægri tollum en hámarkstollum
samkvæmt GATT-samningnum.
í byrjun verður magnið, eða toll-
kvótinn, sem nemur <L% af innan-
landsneyslu á viðkomandi vöm á
viðmiðunartímabilinu, og verður
það aukið í 5% á sex ámm. Toll-
kvóta þessum verður einungis út-
hlutað til þeirra sem hafa heildsölu-
leyfí, og berist umsóknir um meiri
innflutning en sem nemur tollkvóta
vömnnar þá verður hlutkesti látið
ráða nema sérstakar ástæður mæli
með öðm.
Samkvæmt frumvarpinu verður
bannaður innflutningur á t.d. hráu
og lítt söltuðu kjöti og sláturafurð-
um, ásamt öðmm vörutegundum
sem hætta þykir á að geti borið
með sér dýrasjúkdóma til landsins.
Landbúnaðarráðherra verður þó
heimilt að leyfa innflutning á þess-
um vömm að fengnum meðmælum
yfírdýralæknis, enda þyki sannað
að ekki berist smitefni með þeim
sem valda dýrasjúkdómum.
Morgunblaðið/Kristinn
stjóra á
Hvolsvelli
Hvolsvelli. Morgunblaðið.
UMSÓKNARFRESTUR um stöðu
sveitarstjóra á Hvolsvelli rann út
um síðustu helgi. Alls hafa 47 sótt
um stöðuna en .ekki fengust nein
nöfn uppgefin hjá Helgu Þorsteins-
dóttur oddvita.
Helga sagðist reikna með að
hreppsnefndin myndi ljúka við að
vinna úr umsóknum um mánaða-
mótin og þá yrðið ráðið í starfíð
upp úr mánaðamótum. Ekki er ljóst
hvenær nýr sveitarstjóri tekur við
störfum en ísólfur Gylfi Pálmason
lætur brátt af störfum vegna þing-
mennsku.
MORGUNBLAÐIÐ kemur
næst úr laugardaginn
27. maí.
NÆSTU daga munu um 4.200
ungmenni í 10. bekk grunnskól-
anna spreyta sig á samræmdum
prófum og eru nemendur Folda-
skóla í Grafarvogi þar engin
undantekning. Prófað er í
I samræmd-
um prófum
dönsku, stærðfræði, íslensku og
ensku og er síðasta prófið 30.
maí. Lokaeinkunn verður afhent
í kringum 20. júní en nemendur
útskrifast að öðru leyti úr skól-
unumílokmaí.
Ólafsvík
Minkur sýnir
bátunum
áhuga
Ólafsvík. Morgunblaðid.
Á ANNAÐ hundrað trillur róa nú
frá Ólafsvík. Afli þeirra hefur á köfl-
um verið mjög góður. Er því mikið
líf við höfnina. Þó kyrrist um lág-
nættið meðan sjómennimir hvílast.
Liggja þá bátamir hlið við hlið í löng-
um röðum og vagga sér flestir mann-
lausir.
7 r . UI minh
neíur á þeim mikinn áhu
hann bát úr bát og grandsk
um borð, einkum fískiköri'
er fullorðið dýr, langt og kvi
Að öllum líkindum á það b;
brimvarnargarðinum og gæt
nokkra munna að metta.