Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
NÝBAKAÐIR söngvarar úr Söngskólanum. Aftari röð, f.v. 8._stigs nemendur: Kristin Guðmundsdótt-
ir, Hulda Björk Garðarsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Örn Arnarson, Kristbjörg Glausen, Þóra
Björnsdóttir og Hrafnhildur Björnsdóttir. Fremri röð f.v., burtfararpróf: Kristján Helgason, Sigríður
Aðalsteinsdóttir, Gréta Þ. Jónsdóttir og Kristján F. Valgarðsson.
Sýningn
Evuað
ljúka
SÝNINGU Evu Benjamínsdóttur,
Á Flæði & Fræhús lýkur nú á
sunnudag, í Listhúsi 39, Strand-
götu 39 Hafnarfirði.
Á sýningunni eru þijátíu lítil
verk, Flæði - nítján verk, unnin
með akríl/olíu, og ellefu Fræhús,
unnin með akríl/collage blandaðri
tækni.
Þetta er þriðja einkasýning Evu
og er hún opin frá kl. 10-18 virka
daga, laugardag 12-18 og sunnu-
dag 14-18.
------------
Blásarasveit
og barnakór
VORTÓNLEIKAR Blásarasveitar
Tónlistarskólans í Grindavík og
Bamakórs Grindavíkurkirkju
verða haldnir á uppstigningardag
í Grindavíkurkirkju kl. 14.
Eftir tónleikana mundu for-
eldrafélög hópanna sjá um kaffi-
sölu og renur ágóðinn í ferðasjóð
bamanna sem stefna að því að
fara í tónleikaferð til Danmerkur
næsta vor.
Veitingar em á 300 kr. fyrir
fullorðna og 150 kr. fyrir börn.
Ailir era velkomnir.
Ákveðið hefur verið að bjóða
afnot af Grindavíkurkirkju til tón-
leikahalds í sumar, þ.e. í júní, júlí
og ágúst.
TONLIST
Fella- og Hólakirkja
EINLEIKUR Á PÍ ANÓ
Miklós Dalmay lék verk eftir Moz-
art og Mússorgskí. Þriðjudaginn 23.
maí 1995.
STOFNAÐ hefur verið til tónlist-
ardaga, sem fara eiga fram í Fella-
og Hólakirkju, með röð af fimm
tónleikum, er hófust sl. sunnudag
með tónleikum, er Tríó Reykjavíkur
stóð fyrir. Því miður misfórst eitt-
hvað í kynningu tónlistardaganna,
svo undirritaður missti af fyrstu
tónleikunum. Píanóleikarinn Mikós
Dalmay stóð fyrir öðrum tónleikun-
um, en næstu tónleikar verða föstu-
daginn 26. maí og mun Elín Ósk
Óskarsdóttir óperasöngkona og
Jónas Ingimundarson píanóleikari
flytja söngverk eftir íslenska og
erlenda höfunda.
Miklós Dalmay hóf tónleikana
með sex tiibrigðum, KV 398, er
Mozart samdi yfir kórlagið Salve
TUTTUGASTA og öðru
starfsári Söngskólans í
Reykjavík er nú að ljúka og
hafa um 170 nemendur stund-
að nám við skólann í vetur,
um 135 í dagskóla og 35 á
kvöldnámskeiðum. Nemendur
luku í vetur samtals 135 stig-
prófum í söng og/eða píanó-
leik. Innritun fyrir næsta vet-
ur stendur yfir og verða inntö-
kupróf þriðjudaginn 30. maí
næstkomandi.
32 kennarar, þ.e. söng-
kennarar, píanóleikarar og
kjarnagreinakennarar eru
starfandi við skólann, þar af
12 í fullu starfi. Skólastjóri
er Garðar Cortes. Prófdómar-
tu, Domine, úr óperunni I filosofi
immaginarii eftir Paisiello. Þessi
skemmtilegu og frjálslegu tilbrigði
vora mjög vel flutt og sama má
segja um C-dúr sónötuna, KV 309
og sérstaklega fantasíuna í d-moll
Kv 397, sem var mjög fallega leikin.
Deilt er um síðustu 10 taktana
í þessari fallega fantasíu, sem
finnast ekki í fyrstu útgáfu verksins
og er talið að einhver útgefandinn
hafi talið upprunalegt niðurlag of
snubbótt og reynt að betrambæta
Mozart, með endurtekningu á
„Allgretto-stefinu" og bætt við
stuttu „Beethoven-niðurlagi“.
Dalmay lék verkin með mjög sterk-
um andstæðum í styrk og þrátt
fyrir mikinn hraða í einstaka köflum
var flutningur frábærlega skýr og
hreinn. Það má deila um hvaða
hraði og andstæður í styrkleika eigi
best við tónmál Mozarts, en túlkun
Lokatón-
leikar
Söngskól-
ans
ar í vetur voru Dorothy Allin
o g Elizabeth Brazier.
Skólinn útskrifar að þessu
sinni fjóra nemendur með
burtfararpróf, Grétu Þ. Jóns-
dóttur, Kristján Helgason,
Krislján F. Valgarðsson og
Dalmay gekk eins langt og frekast
má í þeim sökum, með þeirri undan-
tekningu er varðar túlkun hans á
hinni elskulegu fantasíu í d-moll,
sem var einstaklega fallega leikin.
Á seinni hluta tónleikanna lék
Dalmay Myndir á sýningu eftir
Mússorgskí og þar var leikur hans
hreint frábær en við ystu mörk
hraðans og þá vaknar spurningin,
hvort of mikill hraði geti ekki rænt
tónferlið sinni lagrænu heild og í
stað tónrænnar upplifunar veki hin
tæknilega útfærsla aðeins undrun
og hrifningu yfir snilld flytjandans.
Hvað um það og þó flutningurinn
í heild væri stórkostlegur má hug-
leiða ýmislegt varðandi túlkun Dal-
amy, t.d. eins og hraðann á próm-
enade-stefinu, sem vantaði þann
hægláta og íhugandi virðuleika
hljóðlátra gesta á myndlistarsýn-
ingu. Það er oft deilt um styrkleika-
Sigríði Aðalsteinsdóttur, en
þau eiga þó öll eftir lokaá-
fanga prófsins, einsöngstón-
-leika.
Átta nemendur luku 8. stigi,
lokaprófi úr almennri deild,
og hafa þeir nemendur þegar
sungið á lokatónleikum í Is-
lensku óperunni.
Skólaslit og afhending próf-
skírteina er laugardaginn 27.
maí í Islensku óperunni. Hefj-
ast skólaslitin kl. 14. Að þeim
loknum kl. 15 eru lokatónleik-
ar skólans, þar sem fram
koma nemendur frá 3. stigi
og uppúr. Efnisskráin er fjöl-
breytt, aðgangur ókeypis og
öllum heimill.
skipanina á Bydlo-kaflanum, sem
samkvæmt útgáfu Peters hefst með
litlum styrk er magnast upp í mesta
styrk en deyr svo út í lokin og er
músíklega áhrifameiri en að heíja
kaflann á tvöföldu forte, þó framút-
gáfa verksins geri ráð fyrir því.
„Kontrapunktinn“ í 6. þættinum,
sem fjallar um samskipti Samuels
Goldenberg og Schmuýle, vantaði
það sérkennilega samspil er ein-
kennir þóttalega framkomu Gold-
bergs og annars vegar smjaðrið hjá
Schmuýle. Hvað sem þessum vanga-
veltum líður og snerta aðallega túlk-
un, var leikur Dalmay glæsilega
útfærður og með þeirri tækni, sem
aðeins vitúósar geta státað af. En
listin er meira en tækni, hún er
skáldskapur er sækir afl sitt í djúp-
ar duldir tilfínninganna og flytur
mönnum boðskap, er stendur ofar
.jarðlegum skilningi“ þeirra. Og þá
fyrst er galdurinn algjör, þegar
tæknin hættir að vera markmið en
er beitt til þess að nálgast hið óskil-
greinalega, fegurðina.
Jón Ásgeirsson
Héraðsvaka
Rangæinga
haldin á
Hellu
Hellu. Morgunblaðið.
ÁRLEG Héraðsvaka Rangæ-
inga verður haldin nk. sunnu-
dag, að þessu sinni í Hellubíói,
kl. 21.
Fjölbreytt dagskrá verður í
boði. M.a. munu Elín Ósk Ósk-
arsdóttir og Kjartan Ólafsson
syngja við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar, Lúðrasveit
Tónlistarskóla Rangæinga leik-
ur, Samkór Oddakirkju syngur,
ásamt fleiri tónlistaratriðum
heimamanna. Þá má nefna hag-
yrðingaþátt, glímusýningu og
upplestur svo fátt eitt sé nefnt.
I tengslum við Héraðsvökuna
verður haldin myndlistar- og
handverkssýning ýmissa alþýðu-
listamanna úr sýslunni í nýbygg-
ingu Grunnskólans á Hellu en
hún verður opin sama dag kl.
13-20. Á staðnum verða blóð-
þrýstings- og þolmælingar, ráð-
gjöf og fræðsla um hreyfíngu,
mataræði og líkamsbeitingu.
Þar munu einnig böm úr grunn-
skólanum syngja fyrir gesti, á
útisvæði við skólann verða hjól-
reiðar, þrautir og leikir og Mó-
kollur kemur í heimsókn.
Sýnaí
Hollandi
UM helgina opna fjórir íslenskir
myndlistarmenn tvær sýningar
í Hollandi, annarsvegar er það
í gallerí Neptunus í Rotterdam
og hinsvegar í gallerí Archedae
í Den Haag.
Myndlistannennimir eru;
Finnur Amar, G.R. Lúðviksson,
Jón Garðar Henryson og Þórar-
inn Blöndal.
Báðar sýningámar standa
fram í júní.
Húsfyllir á
tónleikum
Sinfóníunnar
Kirkjubœjarklaustri. Morgunblaðið.
SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ís-
lands hélt tónleika í Kirkjuhvoli
á Kirkjubæjarklaustri síðastlið-
inn laugardag. Þessir tónleikar
voru frábrugðnir ýmsum öðrum
vegna þess að börnum var boðið
að taka þátt í flutningi á hluta
dagskrárinnar.
Nemendur 1. og 2. bekkjar
Kirkjubæjarskóla sungu við
undirleik hljómsveitarinnar og
einn nemandi úr 4. bekk, Páll
Jónsson, söng einsöng. Þá tóku
nemendur í 3. og 4. bekk þátt
í tónleikunum með því að leika
á flautur með hljómsveitinni.
Tækni og túlkun
Hannes Friðriksson rekur verslunarstaðinn Vegamót ó Bíldudal og hefur nýtt sér
sendingaþjónustuna Selt og Sent hjó Gripið og Greitt. Hann hefur þetta að segja;
“Nú versla ég allt á
einum staB í gegnum
Selt og sent,
því þar er þægileg og hröð þjónusta og mikið vöruúrval. Þar get ég tekið það magn sem ég þarf
hverju sinni á hagkvæmu verði og get þannig selt ódýrt til minna viðskiptavina. Flutningskostnaður
hefur stórlækkað og er orðinn hverfandi. Auk þess er mikill vinnusparnaður að versla
aðeins við einn innkaupaaðila.
Eg tel smærri verslanir úti á landi veraá uppleið. Með því að versla við Selt og Sent er hægt að hafa
mun meira vöruúrval án þess að vera með nokkurn lager og geta samt boðið vörur á sanngjörnu verði".
SÍMI: 68 89 70 FAX: 68 95 57 SÍMI:68 95 35 FAX: 68 95 57