Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 45 SVEINBJORN VALGEIRSSON + Sveinbjörn Val- geirsson fædd- ist í Norðurfirði á Ströndum 24. ágúst 1906. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 18. maí sl. Sveinbjörn var son- ur hjónanna Val- geirs Jónssonar og Sesselju Gísladótt- ur í Norðurfirði. Hann kvæntist Sig- urrós Jónsdóttur frá Asparvík árið 1937 og eignuðust þau sjö börn er á legg komust. Þau eru: Guðrún, gift Júlíusi Veturliðasyni frá Isafirði, nú búsett á Akranesi, eiga þau sex böm. Þorgerður, gift Erlendi Halldórssyni Daí og eiga þau fjögur börn. Gestur Ármann, kvæntur Kristínu Jónsdóttur frá Reykjavík og eiga þau fjögur börn. Sesselja, gift Hlöðver Sigurðssyni frá Djúpavogi og eiga þau þijú börn. Heiðrún, gift Jóni Val- garðssyni á Eystra-Miðfelli og eiga þau þijú börn. Guðjón, ókvæntur og barnlaus, og Val- gerður, gift Lárasi Ólafssyni á Akranesi, eiga þau fimm börn. Sveinbjöm verður jarðsung- inn frá Akraneskirlqu á morg- un, 26. maí. GNÚPLEIT og tignarleg, með nokkrum ávæningi af þótta, standa Strandafjöllin sem „risar á verði“ og bjóða birginn brotsjóum Húna- flóa þegar af norðaustri blæs og eins og þau láti sér fátt finnast um hamremmi öldunnar sem æðir að urðum og hleinum við fætur þeirra. Þessi mikilúðlegu fjöll veita að öðru leyti skjól, í öðrum vindáttum, víkum og ýmsum byggðarlögum; hlúa að þeim á ýmsa lund og hafa lagt þann grundvöll sem þarf til þess að mannleg búseta fái þar staðist. Ekki trútt um að svipmikil náttúran á þessum slóðum hafi sett mark sitt á fólk það sem þar er upprunnið og hamrað í það kjark og þor. Ég er að hugleiða þetta við fráfall tengdaföður míns en það er mér bæði ljúft og skylt að heiðra minningu hans með fáeinum línum. Þó hamla annir vorsins og erill við sauðburð því nokkuð að ég geti gert það á viðhlítandi hátt eða svo sem vert væri. Kynni okkar Sveinbjamar tókust síðla árs 1962, er ég tókst ferð á hendur með unnustu minni norður í Árneshrepp til fundar við tengda- foreldra mína og annað venslafólk tilvonandi, og var þetta ekki lítið ferðalag á þeirra tima mælikvarða. Ekki hafði ég þangað komið áður og lítið sem ekkert vissi ég um tengdaföður minn tilvonandi nema hvað mér hafði verið sagt að hann væri mað- ur heldur í strangara lagi og skapmikill. Ég var því engan veginn laus við kvíða þegar fundum okkar bar saman. Sá kvíði reynd- ist hins vegar ástæðu- laus með öllu og tókst með okkur besta vin- átta sem hefur haldist æ síðan og aldrei borið skugga á. Sveinbjörn tengdafaðir minn var fæddur í Norðurfirði 24. ágúst 1906 og var því kominn langt á 89. ald- ursárið þegar hann lést. Norður- fjörður varð síðan skjól hans, at- hvarf og atvinnustaður að lang- mestu leyti, allt til þess að hann flutti eftir áratuga búskap þar, ásamt Sigurrós konu sinni, á Akra- nes. Hann var tíunda barn þeirra hjóna í Norðurfirði, Valgeirs Jóns- sonar og Sesselju Gísladóttur sem alls áttu átján böm, hvar af fjögur dóu við fæðingu eða á fyrsta ári. Það þarf að sjálfsögðu ekki vitn- anna við til að sjá það að ekki var tekið út með sitjandi sældinni að framfleyta svo gríðarstórri fjöl- skyldu, þó svo að tveim barnanna hafi verið komið fýrir hjá öðmm á unga aldri. Sveinbjörn sagði mér oft frá vinnuþrælkun ungdómsáranna og var þá gjarnt að bera hana saman við vinnu ungmenna nú á dögum, þegar jafnvel jaðrar við skort á verkefnum til handa börnum og unglingum í sveitum. Það má með nokkrum sanni segja að hann hafi orðið vinnuþrælkuninni að bráð. Sjósókn á opnum báti þegar eftir fermingu og vos það sem henni fylgdi gekk svo nærri heilsu hans að hann beið þess aldrei fullar bæt- ur. Aðrir sjúkdómar, síðar á lífsleið- inni, riðu svo baggamuninn með það að hann fékk lítið sem ekki notið þeirrar hreysti og-þess líkamsat- gervis sem ég hygg þó að hann hafi haft að upplagi. Ekki má þó skilja þessi orð mín svo að hann hafi verið neinn vesalingur eða auk- visi. Það var nú öðru nær. Enda átti fyrir honum að liggja og konu hans, að koma upp allstórum barna- hópi og tókst það með fullri sæmd og prýði. 29. ágúst 1937 kvæntist hann Sigurrós Jónsdóttur frá Asparvík og bjuggu þau í Norðurfirði til árs- ins 1976 er þau fluttust á Akranes sem fyrr segir. Sigurrós lést í apríl 1994 og greindi ég frá lífsferli hennar og kynnum mínum af henni í fátæklegum minningarorðum. + Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, GERÐAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Iðufelli 4, Reykjavík, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 26. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Félag nýrnasjúkra. Finnbogi Andersen, Guðlaugur Magnús Guðlaugsson, Auður Bergþóra Erlarsdóttir, Albert Steingrimsson. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960 MINNINGAR Enda þótt búskapurinn yrði lífs- starf Sveinbjarnar er ekki þar með sagt að hneigðir hans hafi ekki kunnað að standa til ýmislegs ann- ars. Ég held t.d. að hann hafi haft þó nokkurt sjómannsblóð í æðum og sjómennsku stundaði hann tals- vert, bæði frá Reykjavík og á heimaslóðum. Frá Reykjavík sótti hann sjó á skipi sem hét Ármann og var með stærri fiskiskipum sem gerð voru út þá. Skipstjórinn hét Gestur og síðar meir gaf Sveinbjörn öðrum syni sínum nöfn bæði skip- stjóra og skips í vináttu- og virðing- arskyni. Þá var hann einnig maður handlaginn og útsjónarsamur við smíðar og fékkst nokkuð við þær á yngri árum. Mun m.a. hafa byggt íbúðarhús í Bæ í Trékyllisvík og í Norðurfirði hjá Sigurlínu systur sinni og Andrési manni hennar auk þess sem hann, ásamt bræðrum sínum, byggði þau útihús í Norður- firði sem enn voru við lýði þegar hann flutti burtu og síðar gerði hann stórfelldar umbætur á íbúðar- húsinu þar. Var hann mikill elju- maður við smíðavinnu. Það var því ekki af köllun einni saman eða hug- sjón sem hann gerði búskapinn að ævistarfi, heldur réðu þar miklu fremur ræktarsemi við byggð og ættmenni en slíkt hefur orðið hlut- skipti margra annarra þótt fátíðara gerist nú. En þó svo að búskapur væri ekki æðsta köllun Sveinbjarn- ar, sinnti hann honum af alúð og snyrtimennsku, og þannig hagar til á Ströndum að sjórinn er jafnan skammt undan og byggingar þurfa sitt viðhald þar sem annars staðar og þannig fékk hann útrás fyrir þær ýmsu hneigðir sem með honum blunduðu. Sjórinn hefur um aldir verið önnur hliðin á búskapnum norður þar en úr honum var dregin björg í bú. Rek ég ekki búskapar- sögu tengdaforeldra minna nánar, en þau áttu sjö böm sem á Iegg komust. Tengdaforeldrar mínir veltust aldrei í veraldarauði þótt þau kæmust bærilega af um dagana, en mestur auður held ég að þeim hafi fundist í afkomendum sinum sem eru orðnir margir en verða ekki nafngreindir eða taldir hér. Og ævinlega var hverjum nýjum fagnað og glaðst yfir velgengni þeirra. Rétt var það að tengdafaðir minn var maður skapstór og gat Legsteinar Krossar Skildir Malrrrsteypan kaplahrauni 5 ZjpT T Á U( 220 HAFNARFJÖROUR nULLA lii. SlMI 565 1022 FAX 565 1587 ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 yandaðir legsteinar Varanleg minning BAUTASTEINN J Brautarholti 3,105. R í Sími 91-621393 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar ! í síma 22322 FLUGLEIDIR HÓTEL LIIKTLEIDIK jafnvel talist funabráður, en barna- vinur var hann mikill og þeim blíð- ur og nærgætinn. Hann átti að því leyti það sammerkt við Stjána bláa sem segir í kvæði Arnar Árnarson- ar: Hörð er iundin hraust er mundin hjartað gott sem undir slær. Alla sína tíð var hann eldheitur framsóknar- og samvinnumaður. Slíkt er kynfylgja. Ég vona bara að hann fyrirgefi mér það að láta þessa minningargrein birtast í Morgunblaðinu en ekki einungis í Tímanum! Því er ekki að neita að margt í nútíma þjóðfélagsháttum var honum mjög á móti skapi og t.d. fékk það á hann að þurfa að horfa upp á hálfgildings hrun sam- vinnuhreyfingarinnar, svo mjög sem hún hafði létt oki af landsins börnum og ekki síst úti á jaðarsvæð- um landsins sem svo má kalla. Mörgu öðru í umbyltingum nútím- ans fjargviðraðist hann út af, en þó sjaldan svo að hann gæti ekki hlegið að „helvítis vitleysunni“. Sveinbirni tengdaföður mínum dapraðist mjög sýn þegar ellin færðist yfir og var síðustu fimm árin alblindur. Hins vegar átti hann því láni að fagna að aldrei förlaðist honum minni og því gat hann, öðr- um yngri frémur, farið kórrétt með þjóðhagslegar tölur og haft þær á hraðbergi með ótrúlegum hætti. Ég veit ekki marga á hans aldri sem fylgdust jafn grannt með gangi þjóðmála og hann gerði til hins síð- asta. Þá var hann einnig áhugamað- ur um öll þjóðleg fræði og kunni mikið af ljóðabókum sem hann hafði mætur á. Erum við hjón svo heppin að eiga hljóðritanir af ýmsu því sem hann las af ljóðum eða sagði af draumum sínum og ýmsum viðburð- um á lífshlaupinu. Skömmu eftir að tengdaforeldrar mínir fluttu á Akranes, i húsið númer 47 við Vest- urgötu, létu þau gera því verulega til góða með því að klæða það að utan og einangra og var Sveinbjörn réttilega stoltur af þeirri fram- kvæmd sinni. í því húsi áttu þau nokkur góð ár. Síðan fluttu þau að dvalarheimilinu Höfða og höfðu þar aðsetur til æviloka. Mjög voru þau þakklát forsjóninni fyrir þau ár sem þau áttu á Akranesi og lofaði tengdafaðir minn handleiðslu Guðs í því efni. Honum hlotnaðist sú gæfa að ljúka jarðvist sinni með aukinni mildi og ró. Sú er gæfa mest. Ég get svo ekki skilist við þessi skrif mín að ég færi ekki starfsfólki á Höfða þakkir fyrir atlæti sýnt tengdaforeldrum mínum að ég segi ekki blíðuhót. Að svo mæltu er ekki annað eft- ir en að þakka allar samverustund- ir, hvort heldur var norður á Strönd- um eða suður á Skipaskaga og biðja fyrir kveðjur. Börnum hans og öðr- um aðstandendum votta ég samúð. Erlendur Halldórsson. Rétt eins og grasið verður að beygja sig þegar vindurinn blæs, svo verður og hver að tygja sig til farar þegar kallið kemur. Fyrir afa okkar, Sveinbjöm Valgeirsson, hefur kallið nú komið eftir langt æviskeið. Þó að sum okkar hinna yngri eigum fyrstu minningar okkar úr íjárhús- unum hjá afa í Norðurfírði, em þær þó skýrari minningamar af gamla blinda manninum sem alltaf sat einn í stólnum sínum. En þrátt fýrir myrkrið í augum hans virtist gamli maðurinn alltaf búa yfír nægu ljósi innra með sér. Við gleymum seint hinum óteljandi sögum og kvæðum af hetjum og sterkum mönnum sem hann gat þulið af vömm fram og sögurnar af hinni hörðu lífsbaráttu á Ströndum kenndu okkur sem ól- umst upp við allsnægtir að meta að verðleikum allt það góða sem okkur var gefið í lífínu. Það þarf ekki víðlesna og menntaða fræði- menn til að kenna æskunni á lífið. Þeir sem sjálfir hafa gengið í gegn- um skóla lífsins og útskrifast þaðan með hæstu einkunn, það eru þeir sem geta miðlað dýrmætustu þekk- ingunni, þekkingunni á lífinu sjálfu. Þá þekkingu hafði afi okkar og miðlaði óspart af henni til okkar hinna yngri. Við kveðjum þig nú í síðasta sinn, kæri afi okkar, og þökkum þér fyr- ir allar góðu stundimar sem við áttum með þér. Á meðan þú nýtur hvíldar eftir vegferð stranga minn- umst við þín með gleði og kærleik í hjarta. Kær kveðja. Systkinin á Eystra-Miðfelli. + Faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVElNBJÖRN VALGEIRSSON frá Norðurfirði, til heimilis að Dvalarheimilinu Höfða, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 26. maíkl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hans, eru beðnir um að láta Dvalarheimilið Höfða, Akranesi, njóta þess. Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Júlíus Veturliðason, Þorgerður Sveinbjörnsdóttir, Erlendur Halldórsson, GesturSveinbjörnsson, Kristín Jónsdóttir, Sesselja Sveinbjörnsdóttir, Hlöðver Sigurðsson, Heiðrún Sveinbjörnsdóttir, Jón Valgarðsson, Valgerður Sveinbjörnsdóttir, Lárus Olafsson, Guðjón Sveinbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + JÓFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Haga, til heimilis að Flúðabakka 1, á Blönduósi, lést í Héraðssjúkrahúsinu 22. maí. Útför hennar fer fram frá Þingeyrakirkju laugardaginn 27. maí kl. 14.00. Björg Bjarnadóttir, Árni Jónsson, Sigrfður Kristm Bjarnadóttir, Ragnar Bjarnason, Sonja G. Wi'um, Sigurlaug Bjarnadóttir, Kristinn Jónsson, Lárus H. Bjarnason, Særún Albertsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Einar Björn Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.