Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ1995 27 LISTIR Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson RÓSA Guömundsdóttir afhendir Jóhönnu Jónsdóttur, formanni hússtjórnar Listasetrins myndverkið Haust. Listasetrinu á Akranesi afhent gjöf Akranesi, Morgunblaðið. LISTASETRINU Kirkjuhvoli á Akranesi barst á dögunum mynd- verk að gjöf þegar Rósa Guð- mundsdóttir fræði setrinu mynd- vefnaðarverkið Haust eftir Auði Vésteinsdóttur, dóttur gefand- ans, en Auður hélt velheppnaða sýningu á verkum sínum í lista- setrinu fyrr á þessu ári. Með þessari gjöf vill Rósa minnast sr. Jóns M. Guðjónssonar með þakklæti og leggja sinn skerf til þess að áhugamál hans og langþráður draumur um stofnun listasafns á Akranesi verði að veruleika. Stíllinn í list Ás- mundar Sveinssonar í ÁSMUNDARSAFNI verður form- lega opnuð á laugardag kl. 16 sýn- ing á verkum Ásmundar Sveinsson- ar, sem ber yfírskriftina „Stíllinn í list Ásmundar Sveinssonar". Alla tíð hafa íslenskir listamenn verið opnir fyrir alþjóðlegum stefn- um og straumum. Þeir hafa kunnað að tileinka sér ákveðnar myndgerðir og gert þær að sínum. Á þessari sýningu.er ætlunin að gefa yfirlit yfir ólíkar myndgerðir í list Ásmund- ar Sveinssonar og draga fram þau sérkenni sem einkenna list hans. í kynningu segir m.a.: „í listasögunni nálgast fræðimenn stílfræðina á ólíkum forsendum. Fornleifafræðingar nota hana eink- um til að marka munum fortíðarinn- ar bás í tíma og rúmi út frá form- um, mótífum, tækni og teikningu, án þess þó að huga um of að fagur- fræðilegum eiginleikum. Fyrir list- fræðinginn er stíllinn grundvallarat- riði. Gagnrýnendur hafa leitast við að draga fram listamanninn sjálfan og lagt áherslu á ýmiss konar gildis- hugmyndir tengdar stílhugtakinu. Oft og iðulega hafði Ásmundur Sveinsson það á orði að hann gæti skipt um stíl líkt og ljóðskáldið um rím. Það sýndi einfaldlega fram á tæknilega hæfileika listamannsins og kæmi engan veginn í veg fyrir persónulega tjáningu. Og víst er að þegar litið er yfir listrænan feril Ásmundar hljóta menn að undrast hinn formræna margbreytileika í verkum hans.“ Sýningin verður opin fram á haust. Safnið er opið yfir sumartím- ann alla daga kl. 10-16. Yfir vetur- inn er opið alla daga kl. 13-16. . Fjölskyldudagur Laugardaginn 27. maí 1995 Skemmtileg og fræðandi dagskrá allan daginn. Frítt í Sundlaugarnar. Við hvetjum alla Fleykvíkinga til að vera með. Gönguferðir og skokk: Kl. 13:00 ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA: Skokkað frá Skautasvellinu. Upphitun, teygjur og leiðsögn. Búningsaðstaða. Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn og íslenskur landbúnaður kynna íslenska heilsurétti. Kl. 10:00 Sundlaug Vesturbæjar: Gönguferð - 6 km með starfsfólki Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi. Sund og sundleikfimi: Fritt í allar sundlaugarnar. Kl. 8:30 Sundlaug Vesturbæjar: Kynning á vatnsleikfimi. Kl. 10:00 Laugardalslaug: Kynning á vatnsleikfimi. Kl. 10:00 Sundhöllin: Þolfimi i vatni (Erobik) Nýjung á íslandi kynnt í fyrsta skipti! Heilsugæslan: Kl. 10:00 - 14:00 Starfsfólk heilsugæslunnar í Reykjavík bíður uppá blóðþrýstingsmælingar, fræðslu og ráðleggingar um mataræði, reykingavarnir og slysavarnir við allar sundlaugar borgarinnar. I Grafarvogi við verslunarmiðstöðina við Hverafold kl. 12:00 - 16:00. Opið hús er hjá heilsugæslustöðinni við Vesturgötu kl. 10:00 -14:00. Heilsuefling á fjölskyldudegi Heilsugæslan í Reykjavík BO FVRIR Blómleg óvöxtun! Nú fœröu hœrri ávöxtun á sparifé þitt í íslandsbanka. Verbtryggð Sparileib 48 Óbundin Sparileiö Taktu markvissa stefnu í sparnaöi. Þaö borgar sig aö spara á Sparileiöum íslandsbanka. ÍSLAN DSBAN Kl J c\i - / takt viö nýja tíma! £
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.