Morgunblaðið - 25.05.1995, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ1995 27
LISTIR
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
RÓSA Guömundsdóttir afhendir Jóhönnu Jónsdóttur, formanni
hússtjórnar Listasetrins myndverkið Haust.
Listasetrinu á
Akranesi afhent gjöf
Akranesi, Morgunblaðið.
LISTASETRINU Kirkjuhvoli á
Akranesi barst á dögunum mynd-
verk að gjöf þegar Rósa Guð-
mundsdóttir fræði setrinu mynd-
vefnaðarverkið Haust eftir Auði
Vésteinsdóttur, dóttur gefand-
ans, en Auður hélt velheppnaða
sýningu á verkum sínum í lista-
setrinu fyrr á þessu ári.
Með þessari gjöf vill Rósa
minnast sr. Jóns M. Guðjónssonar
með þakklæti og leggja sinn
skerf til þess að áhugamál hans
og langþráður draumur um
stofnun listasafns á Akranesi
verði að veruleika.
Stíllinn í list Ás-
mundar Sveinssonar
í ÁSMUNDARSAFNI verður form-
lega opnuð á laugardag kl. 16 sýn-
ing á verkum Ásmundar Sveinsson-
ar, sem ber yfírskriftina „Stíllinn í
list Ásmundar Sveinssonar".
Alla tíð hafa íslenskir listamenn
verið opnir fyrir alþjóðlegum stefn-
um og straumum. Þeir hafa kunnað
að tileinka sér ákveðnar myndgerðir
og gert þær að sínum. Á þessari
sýningu.er ætlunin að gefa yfirlit
yfir ólíkar myndgerðir í list Ásmund-
ar Sveinssonar og draga fram þau
sérkenni sem einkenna list hans. í
kynningu segir m.a.:
„í listasögunni nálgast fræðimenn
stílfræðina á ólíkum forsendum.
Fornleifafræðingar nota hana eink-
um til að marka munum fortíðarinn-
ar bás í tíma og rúmi út frá form-
um, mótífum, tækni og teikningu,
án þess þó að huga um of að fagur-
fræðilegum eiginleikum. Fyrir list-
fræðinginn er stíllinn grundvallarat-
riði. Gagnrýnendur hafa leitast við
að draga fram listamanninn sjálfan
og lagt áherslu á ýmiss konar gildis-
hugmyndir tengdar stílhugtakinu.
Oft og iðulega hafði Ásmundur
Sveinsson það á orði að hann gæti
skipt um stíl líkt og ljóðskáldið um
rím. Það sýndi einfaldlega fram á
tæknilega hæfileika listamannsins
og kæmi engan veginn í veg fyrir
persónulega tjáningu. Og víst er að
þegar litið er yfir listrænan feril
Ásmundar hljóta menn að undrast
hinn formræna margbreytileika í
verkum hans.“
Sýningin verður opin fram á
haust. Safnið er opið yfir sumartím-
ann alla daga kl. 10-16. Yfir vetur-
inn er opið alla daga kl. 13-16. .
Fjölskyldudagur
Laugardaginn 27. maí 1995
Skemmtileg og fræðandi dagskrá
allan daginn.
Frítt í Sundlaugarnar.
Við hvetjum alla Fleykvíkinga til að vera með.
Gönguferðir
og skokk:
Kl. 13:00 ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA:
Skokkað frá Skautasvellinu.
Upphitun, teygjur og leiðsögn. Búningsaðstaða.
Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn og íslenskur
landbúnaður kynna íslenska heilsurétti.
Kl. 10:00 Sundlaug Vesturbæjar:
Gönguferð - 6 km með starfsfólki
Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi.
Sund og sundleikfimi:
Fritt í allar sundlaugarnar.
Kl. 8:30 Sundlaug Vesturbæjar: Kynning á vatnsleikfimi.
Kl. 10:00 Laugardalslaug: Kynning á vatnsleikfimi.
Kl. 10:00 Sundhöllin: Þolfimi i vatni (Erobik)
Nýjung á íslandi kynnt í fyrsta skipti!
Heilsugæslan:
Kl. 10:00 - 14:00 Starfsfólk heilsugæslunnar í Reykjavík bíður uppá
blóðþrýstingsmælingar, fræðslu og ráðleggingar um mataræði,
reykingavarnir og slysavarnir við allar sundlaugar borgarinnar.
I Grafarvogi við verslunarmiðstöðina við Hverafold kl. 12:00 - 16:00.
Opið hús er hjá heilsugæslustöðinni við Vesturgötu kl. 10:00 -14:00.
Heilsuefling
á fjölskyldudegi
Heilsugæslan
í Reykjavík
BO FVRIR
Blómleg óvöxtun!
Nú fœröu hœrri ávöxtun á sparifé þitt í íslandsbanka.
Verbtryggð Sparileib 48 Óbundin Sparileiö
Taktu markvissa stefnu í sparnaöi.
Þaö borgar sig aö spara á Sparileiöum íslandsbanka.
ÍSLAN DSBAN Kl J
c\i
- / takt viö nýja tíma! £