Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 10
HELSTU sýningargripirnir á sýningu Toyota verða Celica GT-Four sportbíllinn og RAV4 5 dyra. Afmælissýning hjá Toyota 30 ÁR eru liðin síðan fyrstu Toy- ota bílamir komu til landsins og af þessu tilefni efnir Toyota til afmælissýningar þar sem kynntir verða og sýndir í fyrsta sinn á Is- landi nýi 5 dyra RAV4 jeppinn og einn sigursælasti sportbíll verald- ar, Celica GT-Four. Celica GT-Four er sá bíll sem rallílið Toyota keppir á í heims- meistarakeppninni, en í fyrra vann liðið báða heimsmeistaratitlana annað árið í röð. P. Samúelsson flutti inn fjóra bíla af þessari gerð í tengslum við afmælishátíðina og eru þeir allir seldir utan einn. Bíll- inn kostar 3.950.000 kr. RAV4 5 dyra kostar 2.389.000 kr. Margt annað verður í boði á sýningunni, m.a. verða Corolla og Hilux boðnir með veglegum af- mælisafslætti, sýningargestir sem reynsluaka RAV4 hafna í lukku- potti_ og geta unnið ævintýraferð um ísland. Sýningarsalirnir Nýbýlavegi verða opnir laugardag íd. 12-17 og sunnudag kl. 13-17. Viðbrögð almennings berast Skipulaginu seint HJÁ Skipulagi ríkisins er unnið að mati á umhverfisáhrifum stærri framkvæmda um allt land og fer það fram áður en til framkvæmda kem- ur. Að sögn Halldóru Hreggviðsdótt- ur, sviðsstjóra matssviðs, er sam- vinna við framkvæmdaaðila góð en nokkuð skortir á að viðbrögð al- mennings við framkvæmdunum ber- ist í tæka tíð. Leitað eftir umsögn „Mat á umhverfísáhrifum felst í kynningu á þeim framkvæmdum sem fyrir dyrum standa áður en hafist er handa,“ sagði Halldóra. Rúmt ár er síðan lög um mat á umhverfisáhrifum voru sett og fer matið þannig fram að framkvæmda- raðili eða ráðgjafi á hans vegum vinnur matsskýrslu, þar sem fram- kvæmdum er lýst og hugsanlegum áhrifum sem þær hafa á umhverfið. Matsskýrslan er lögð fram til athug- unar hjá Skipulagi ríkisins og er þá jafnframt leitað eftir umsögn þeirra aðila sem við á' í hvert sinn. Aðgengileg almenningi „Matsskýrslan verður að vera að- gengileg almenningi," sagði Hall- dóra. „Henni fylgir yfirlit ásamt myndum og útdrætti og þegar skýrslugerð líkur hefur verið reynt að íjalla um flest þau atriði sem gætu komið upp. Þá er framkvæmd- in auglýst í dagblöðum, héraðstíma- ritum og þá jafnvel í sjónvarpsvísi á hverjum stað og þannig reynt að kalla fram viðbrögð almennings. Það er á þessum tímapunkti sem almenn- FORSÝNING Á MORGUN FÖSTUDAG WERE EITT SINN STRIÐSMENN STERK! RÍFANDI! SLAAEMDI MAGNÞRUNGIN! MISKUNNARLAUS! DGLEYMANLEG SÝND FÖSTUDAG KL. 9. B.i. 16 ára ALMENN kynning vegna umhverfismats á breikkun Vestur- landsvegar og Miklubrautar ásamt byggingu brúar yfir Elliðaár verður í sýningarsal Ingvars Helgasonar, næstkomandi laugar- dag. Það eru verkfræðingarnir Sigurður Ragnarsson, Línuhönn- un, Ólafur Stefánsson frá gatnamálastjóra og Magnús Einarsson frá Vegagerð rikisins, sem ásamt starfsfólki Matssviðs hjá Skipu- lagi rikisins þeim Halldóru Hreggviðsdóttur, sviðsstjóra mats- sviðs, Þóroddi F. Þóroddssyni jarðfræðingi og Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur skipulagsfræðingi, sem sjá um umhverfismat vegna framkvæmdanna. ingur fær tækifæri til að láta skoðun sína í ljós og getur þá um leið haft áhrif á fyrirhugaða framkvæmd.“ Ný og betri yfirsýn Auk auglýsinga í blöðum er hægt að kynna sér matsskýrsluna hjá yfir- völdum á viðkomandi stöðum, hjá Skipulagi ríkisins auk annarra að- gengilegra staða fyrir almenning. Einnig er hægt að hafa sambandi við Skipulag ríkisins sem sendir þá ljósrit af útdrætti úr skýrslunni. Áð sjö viknum liðnum frá því tilkynning um famkvæmd hefur borist skipu- laginu ásamt matsskýrslum, rennur fresturinn út sem almenningur og aðrir hafa tií að skila inn athuga- semdum. „Við förum síðan yfir þessar um- sagnir og samræmum og leggjum niðurstöðuna fyrir skipulagsstjóra ríkisins til úrskurðar," sagði Hall- dóra. „Reynslan hefur sýnt að matið gefur nýja og betri yfirsýn yfir fram- kvæmdina og lækkar jafnvel kostn- aðinn. Um leið skipuleggja menn verkið betur sem einnig hefur sparn- að í för með sér fyrir framkvæmdar- aðila.“ Lögum samkvæmt eru matsskyld- ar framkvæmdir; vatnsorkuvirkjanir og vatnsmiðlanir, jarðvarmavirkjan- ir, lagning háspennulínu, efnistaka á landi, þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn, förgunarstaðir fyrir eitr- aðan og hættulegan úrgang ásamt sorpeyðingarstöðvum, verksmiðjur þar sem unnið er steypujárn, stál og ál, efnaverksmiðjur, lagning nýrra vega, járnbrauta og flugvalla og loks stærri hafnir. Nýir formenn þing- nefnda á Alþingi NEFNDIR Alþingis hafa lokið við að skipta með sér verkum. Sólveig Pétursdóttir, Sjálfstæðisflokki, hef- ur verið kosin formaður allsheijar- nefndar og Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki, varaformaður. Vilhjálmur Egilsson, Sjálfstæðis- flokki, var kosinn formaður efna- hags- og viðskiptanefndar og Ágúst Einarsson, Þjóðvaka, var kosinn varaformaður. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna- lista, var kjörin formaður félags- málanefndar og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, var kjörin vara- formaður nefndarinnar. Stefán Guðmundsson, Framsóknarflokki, var kjörinn formaður iðnaðarnefnd- ar og Guðjón Guðmundsson, Sjálf- stæðisflokki, var kosinn varafor- maður. Guðni Ágústsson, Fram- sóknarflokki, er nýr formaður land- búnaðamefndar, en Egill Jónsson, Sjálfstæðisflokki, verður varafor- maður nefndarinnar. Sigríður Anna Þórðardóttir, Sjálfstæðisflokki, var kosin formaður menntamálanefnd- ar og Hjálmar Ámason, Framsókn- arflokki, varaformaður. Formaður sjávarútvegsnefndar var kjörinn Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðu- bandalagi og Ámi Ragnar Ámason er varaformaður nefndarinnar. Þá var Ólafur Örn Haraldsson, Fram- sóknarflokki, kosinn formaður um- hverfisnefndar og Gísli S. Einars- son, Alþýðuflokki, var kosinn vara- formaður. Andlát KRISTIN GUÐBJÖRG M AGNÚ SDÓTTIR ísafirði. Morgunblaðið ELSTI borgari ísa- fj arðarkaupstaðar, Kristín Guðbjörg Magnúsdóttir frá Efri-Engidal, lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Isafirði föstu- daginn 19. maí síðast- liðinn. Kristín Guðbjörg var fædd 5. nóvember 1892 og var því á 103. aldursári þegar hún lést. Kristín Guð- björg bjó að Efri- Engidal þar til í árs- byijun 1990, en síðan þá hefur hún dvalist á Fjórðungssjúkrahús- inu á ísafirði. Kristínu Guðbjörgu Magnús- dóttur varð sex barna auðið og eru þau öll á lífi. 10 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.