Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ1995 33 Harold Wilson látinn í Bretlandi Maður lipurðar og1 hentistefnu Ferill Harolds Wilsons, fyrrverandi leiðtoga Verkamannaflokksins breska og forsætisráð- herra um árabil, hefur verið umdeildur síðari árin. Hann er sagður hafa verið tækifæris- sinni en aðrir telja hann hafa sýnt mikla leið- togahæfileika við erfíðar aðstæður ) úið * leigu sem við erum að greiða í dag heldur en að eiga húsið sjálfir. Við erum með 20 ára leigu- samning um Hymuna sem að framlengist um 10 ár í senn. Varðandi stefnu KB þá er málið þetta. Tími þessara blönduðu kaupfélaga, eins og þau hafa verið rekin, er að mínu mati liðinn. Það fara ekki al- veg saman hagsmunir framleiðenda, neytenda. og starfsmanna í dag. Þetta gekk allt mjög vel, hér á áram áður meðan þessi samkeppnishugsjón var ekki eins mikið uppi eins og er í dag. Samkeppnin og krafan um að hver einasta grein standi undir sér sjálfstætt gerir það að verkum að það er ekki hægt að reka eina greinina með tapi á kostnað annarrar eins og gert var. Þetta leiðir það af sér að hagsmunaaðilamir verða meira að standa að sínum rekstri sjálfir. Mjólk- urframleiðendurnir verða að beita sér fyrir sínum hagsmunum og kjötfram- leiðendurnir fyrir sínum. Það er að verða stefnubreyting, KB mun beita sér meira að beinni verslunar- og þjónustustarfsemi og ferðamannaiðn- aði. Síðan verður KB þátttakandi í hlutafélögum, það er líka markmið KB að efla atvinnurekstur í héraði og gerir það m.a. með þvi að standa myndarlega að Afurðasölunni hf. með þeim sem þar eiga hagsmuna að gæta. KB er meirihlutaeigandi í Afurða- sölunni hf. og er ekkert á leiðinni þaðan út. Ástæðan fyrir því að afurða- sölunni var breytt í hlutafélag er ein- göngu sú að fá þá sem hagsmuna eiga að gæta til þess að leggja líka fram áhættufjármagn til þess að gera þá ábyrgari og meira meðvitandi um hvaða þýðingu reksturinn hefur fyrir þá. Samvinnufélagsformið er svolítið gallað að því leyti til að það er erfitt að ná inn áhættufjármagni í það með eðlilegum hætti. Eftir þessa aðgerð núna (úreldingu MSB) verður KB að mínu mati gífurlega sterkt félag fjár- hagslega. Hefur sterka eiginfjárstöðu, litlar skuldir og er mjög sterkt fjár- hagslega til að takast á við verslunar- og þjónustustarfsemina þar sem sam- keppnin er hörð. Við munum beita okkur fyrir því að færa verslunina í einfaldara og hagkvæmara form held- ur en hefur verið. Við komum sterkt út úr þessu, gagnstætt því sem heyrst hefur í fjölmiðlunum.“ HAROLD Wilson, fyrrver- andi forsætisráðherra Breta, lést á sjúkrahúsi í London í gær og minnt- ust jafnt stuðningsmenn sem and- stæðingar Verkamannaflokksins hans með mikilli virðingu. „Hann þjónaði landi sínu og Verkamanna- flokknum af miklum dugnaði og tryggð,“ sagði John Major, forsætis- ráðherra og leiðtogi íhaldsflokksins. Wilson var forsætisráðherra í nær átta ár samanlagt, hann sýndi mikla lipurð við að halda flokki sinum sam- an og þótti leggja meiri áherslu á raunhæfan árangur en kennisetning- ar ákafra vinstrimanna. Á hinn bóg- inn hafa margir, jafnt hægri- sem vinstrimenn, gagnrýnt hann fyrir hentistefnu og pólitískt siðleysi, m.a. var hann sagður hygla óspart póli- tískum samstarfsmönnum. Hann var lítill og þéttvaxinn, silf- urhærður á efri árum, orðheppinn, með frábært minni og vel að sér, stöðugt með pípuna milli varanna, Yorkshire-hreimurinn ávallt greini- legur. Harold Wilson varð á sjöunda áratugnum sá stjórnmálamaður sem allir Bretar þekktu. Margir hrifust mjög í upphafi, hann þótti nútíma- legur og alþýðlegur, þrátt fyrir Ox- ford-menntun sína, framkoman stakk í stúf við formfestuna og yfir- stéttarbraginn á leiðtogum íhalds- manna. Wilson varð fyrstur breskra stjórnmálamanna til að notfæra sér sjónvarp með áhrifaríkum hætti, hann átti einnig auðveldara en and- stæðingarnir með að ná til unga fólksins rótlausa sem flykktist á rok'któnleika og slóst um plötur Bítl- anna. Ungur ráðherra James Harold Wilson fæddist í grennd við Huddersfield í Yorkshire 11. mars 1916, sonur efnafræðings. Hann fékk styrk til að stunda nám í Oxford þar sem hann lauk með glæsibrag prófum í hagfræði, stjórn- málafræði og heimspeki og varð kennari 21 árs að aldri. Hann varð yfirmaður hag- og tölfræðistofnunar landsins 1943 og var kjörinn á þing 1945 er Verkmannaflokkurinn vann stórsigur. Tveim árum síðar varð Wilson viðskiptaráðherra aðeins 31 árs gamall, yngsti ráðherra Breta frá því á átjándu öld. Upp úr 1950 missti flokkurinn völdin í hendur íhaldsflokknum og var í stjórnarandstöðu næstu 13 ár- in. Að Hugh Gaitskell látnum 1963 hreppti Wilson leiðtogaembættið og var fyrsta verk hans að reyna að sameina flokkinn en harðar deilur voru milli hefðbundinna jafnaðar- manna og róttækari vinstrimanna. 1964 vann Verkamannaflokkur- inn nauman sigur á íhaldsflokknum sem var undir stjóm Alecs Douglas- Home. Wilson hét því að endurnýja breskan iðnað með tæknibyltingu og efndi á ný til kosninga tveim árum síðar og fékk nú öflugan, 90 sæta meirihluta. Wilson verður lengi minnst fyrir að koma á laggirnar „Opna háskól- anum“ svonefnda, menntakerfi sem roskið fólk getur notað til að auka menntun sína. Sjálfur harmaði hann ávallt mjög að sér skyldi mistakast að leysa deiluna sem kom upp þegar stjórn hvíta minnihlutans í Rhódesíu, nú Zimbabwe, neitaði að veita blökkumönnum lýðréttindi. Stjórn Ians Smiths lýsti einhliða yfir sjálf- stæði nýlendunnar 1965 og það var ekki fyrr en um 1980 sem lausn fannst. Efnahagsmálin voru Wilson erfið viðfangs, 1967 lækkaði hann gengi pundsins um 14% en sagði þjóðinni að gengislækkunin myndi ekki breyta verðgildi „pundsins í vasanum ykkar“. Þessi dæmalausa yfirlýsing var oft notuð gegn honum næstu árin og þótti ekki til fyrirmyndar um sannsögli eða pólitískan heiðarleika. Verðbólga, launafrysting, skatta- hækkanir og takmarkanir á útlánum fjármálastofnana urðu ekki til að auka vinsældir Wilsons og Verka- mannaflokksins sem tapaði kosning- unum 1970 og Edward Heath varð forsætisráðherra. Átök á vinnumarkaðnum urðu Heath þung í skauti. Hann efndi til kosninga 1974 og sagði þjóðina verða að ákveða hvort ríkisstjómin eða verkalýðsfélögin ættu að stjóma landinu. Kjósendur reyndust vera í vafa, minnihlutastjórn Wilsons tók við. í öðrum kosningum sama ár fékk hann þriggja atkvæða meiri- hluta á þingi og þar með varð Wil- son fyrsti forsætisráðherrann frá því á tímum Gladstone á nítjándu öld- inni til að vinna fjórar þingkosningar. Evrópumáladeilur Bretland hafði gengið í Efna- hagsbandalagið 1973 og Wilson leysti deilur í Verkamannaflokknum um aðildina með þvi að efna til þjóð- aratkvæðis um hana 1975. Mikill meirihluti kjósenda studdi aðild og tókst Wilson þannig að þagga að mestu leyti niður í róttækum vinstri- mönnum sem vildu úrsögn úr banda- laginu. Öllum að óvörum sagði Wilson af sér embætti árið 1976. „Það er aug- ljós skylda mín við landið og flokkinn að vera ekki svo lengi hér að öðrum gefist ekki færi á að keppa um emb- ættið,“ sagði hann í yfirlýsingu til ríkisstjórnarinnar 16, mars. Heimild- armenn telja að ástæðan hafi einfald- lega verið sú að Wilson hafi verið búinn að fá nóg af stjórnmálum. Hann var nú aðlaður, ritaði nokkrar bækur um stjórnmál en hætti á þingi 1983. Um 1980 fékk hann krabba- mein, var skorinn upp en sjúkdómur- inn dró hann til dauða 15 árum síðar. Wilson var við völd á erfiðum umbrotatímum. Bretar voru með Reuter HAROLD Wilson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var stöðugt með pipuna milli varanna. Langir fundir um jjorskveiðideiluna 1976 VIÐ upphaf viðræðna í Downingstræti 10. James Callaghan utan- ríkisráðherra er íbygginn á svip er forsætisráðherrarnir Geir Hallgrímsson og Harold Wilson takast í hendur. Geir o g Wilson reyndu að finna samkomulagsgrundvöll HAROLD Wilson var forsætis- ráðherra þegar þorskastríð ís- lendinga og Breta stóðu sem hæst vegna útfærslu landhelg- innar í 200 mílur í október 1975. Stríðinu lauk með samningum í Ósló í júní 1976. Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra þáði boð bresku sljórn- arinnar og fór til fundar við Wilson í London 24.-27. janúar 1976 þar sem þess var freistað að leysa þorskveiðideiluna. Viðræður Geirs og Wilsons vöktu mikla athygli fjölmiðla í Bretlandi, ekki síst lengd fund- anna. Var það annars vegar tal- ið til marks um að Bretar vildu leggja sig fram um að ná sam- komulagi við Islendinga en hins vegar til marks um hversu erfitt væri að finna samkomulags- grundvöll. Hittust Harold Wilson og Geir Hallgrímsson fyrst á laugardegi á sveitarsetri breska forsætis- ráðherrans, Chequers, og rædd- ust við í nokkrar stundir. Á sunnudeginum ræddust þeir Geir og James Callaghan utan- ríkisráðherra við um fiskveiði- deiluna á heimili Callaghans. Forsætisráðherrarnir hittust síðan í embættisbústað Wilsons í Downingstræti 10 á mánudegi og ræddust þar við frá klukkan 10 til 17.30. Héldu þeir áfram viðræðum á þriðjudag, fyrst í embættis- bústaðnum og síðar í breska þinghúsinu. Samkvæmt frásögn Morgun- blaðsins ræddu Geir og Wilson þorskveiðideiluna frá grunni en fundunum lauk án samkomu- lags. Þorskastríðinu lauk með samkomulagi íslcndinga og Breta í Ósló í júní 1976. tregðu að reyna að sætta sig við missi heimsveldisins, dvínandi áhrif á alþjóðavettvangi og í efnahagsmál- um. Er vegur Wilsons var sem mest- ur var hann talinn snjall stjórnandi en bent á ýmsa skapgerðargalla, hann var sagður einstakur tækifær- issinni. Hann var orðlagður fyrir refshátt í stjórnmálum og hæfileika sína í baktjaldamakki. Stundum var sagt að nokkrir nánir ráðgjafar í „eldhúsráðuneyti“ hans hefðu meiri völd en sjálfir ráðherrarnir; hann hafi treyst hinum fyrrnefndu betur. „Ég hygg að hans verði minnst í sögunni, ekki sem eins af mestu for- sætisráðherrum okkar en mjög fram- arlega í röð þeirra sem skipa aðra deild, mann sem vissulega hafði áhrif á bresk stjórnmál," sagði Roy Jenk- ins, fyrrverandi ráðherra Verka- mannaflokksins er síðar sagði skilið við flokkinn, um Wilson. Ævisögu- ritari hans, Philip Ziegler, segir að Wilson hafi átt sér eitt takmark öðru fremur, að sætta stríðandi öfl í Verkamannaflokknum og gera flokkinn öflugan. „Þetta var ef til vill ekkert mjög göfug stefna en þegar vandamálin eru höfð í huga og sjálf niðurstaðan er varla hægt að neita því að hann fylgdi henni eftir af miklum dugnaði og ein- beitni," sagði Ziegler.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.