Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 39 I I i i I i : i i i i i 3 i i i i i i i i < t AÐSENDAR GREINAR „Sökudólgar“ Olafs Schram ÉG VIL í upphafí byija á því að óska HSI til hamingju með heimsmeistarkeppn- ina í handbolta sem virðist hafa farið hið besta fram. Að kvöldi- 22. maí ræddi Stöð 2 við Ólaf Schram, formann HSÍ, þar sem hann ræddi framkvæmd keppninnar, vænting- ar og árangur enda nauðsynlegt að slíkt uppgjör fari fram þeg- ar stórum verkefnum lýkur. En því miður var frásögn Ólafs langt frá því að vera sannleikanum samkvæm. Hann notaði tækifærið og réðst enn einu sinni á ferðaþjónustufólk, vegna vonbrigða sinna með lélega þátttöku erlendra áhorfenda. Það er því nauðsynlegt að stikla á því helsta sem ferðaþjónustunni við- kemur í þessu máli. Þegar ákveðið var að HM’95 yrði haldið í maímánuði urðu ýms- ir í ferðaþjónustu áhyggjufullir vegna þess málflutnings HM- manna að auk allra íþróttamanna, dómara, liðsstjóra o.fl. væri von á 5-800 blaðamönnum og einhveij- um þúsundum erlendra áhorfenda. Áhyggjur manna stöfuðu af því að í maímánuði 1994 var meðal- herbergjanýting á SVG hótelunum í Reykjavík rúmlega 81%. Það voru því góð ráð dýr að gera hvort tveggja í senn að taka á móti gestum vegna HAJ!95 og halda þeim viðskiptum sem búið er að taka mörg ár að byggja upp. Niðurstaða helstu stjómenda í hótel- og ferðaskrifstofurekstri var sú að fjórar stærstu ferðaskrif- stofumar, þ.e. stærstu viðskipta- vinir hótelanna í Reykjavík, myndu setja á laggimar bókanamiðstöð sem meðhöndlaði allar bókanir SVG hótelanna í Reykjavík og á Akureyri í maímánuði 1995. Var framkvæmdastjóra HM’95 boðið að taka þátt í þeim viðræðum sem og hann gerði. Með bókanamið- stöðinni yrði komið í veg fyrir tví- bókanir og alls kyns rugl sem oft skapast þegar stórar samkomur eru skipulagðar og við höfum reynslu af. Það gátu allir hringt í bókana- miðstöðina og pantað herbergi. Það var því enginn munur á því að hringja þangað og á einstök hótel, nema 'annað símanúmer. Þann 1. febrúar þurftu þeir sem pantað höfðu herbergi að staðfesta herbergin með innáborgunum. En hvað gerðist? Þá hrundi stór hluti bókananna, því alls kyns erlendar ferðaskrifstofur pöntuðu herbergi til vonar og vara vegna HM’95. Það skal þó tekið fram að það er mikill ijöldi gististaða í Reykjavík og nágrenni sem ekki voru þátt- takendur í bókanamiðstöðinni og því nægt herbergjaval fyrir þá sem annað vildu leita. Fullyrðing Ólafs að erfitt hefði verið að ná í fólk í ferðaþjón- ustu er ekki svara- verð. Fyrsti fundur hótelmanna og HM- manna var haldinn árið 1993 að frum- kvæði hótelmanna. Að okkar mati voru það mistök að setja miðasölu í hendurnar á einum manni sem þar með fékk bæði einokun á sölu og fullt vald til að hefja sölu þegar honum sýndist burtséð frá þörfum og ósk- um annarra. Þeir aðilar sem í raun voru hæfastir til að sjá um miða- söluna voru stóru ferðaskrifstof- umar, en þær höfðu ekkert með málið að gera. Eftir á kemur í ljós að sá aðili sem hafði einokunina á miðasölunni á HM’95 hafði ekki burði til að annast góða kynningu á keppninni erlendis. Fullyrðing Það gátu allir, segir Ema Hauksdóttir, hringt í bókunarstöðina og pantað herbergi. Ólafs um að aðrir í ferðaþjón- ustunni hafi sett HM’95 stólinn fyrir dymar em því ekki svara verðar. Keppnin var í raun aldrei al- mennilega markaðssett. Þegar tvær af mikilvægustu kaupstefn- um sem íslendingar taka þátt í árlega fóm fram á síðasta ári, þ.e. Vest-Norden kaupstefnan í september og World Travel Mart í London í nóvember, þá var ekki enn komið verð á aðgöngumiðana og því ekki hægt að verðleggja neinar pakkaferðir. Það var ekki búið að verðleggja miðana fyrr en í desember. Ég er þeirrar skoðunar að vænt- ingar HM-manna um stóra hópa erlendra áhorfenda hafi verið gróft ofmat á áhuga umheimsins á handbolta. Með framangreint í huga ráð- legg ég Ólafi að njóta gleðinnar yfir vel skipulögðu móti og láta af þeim leiða sið að leita að söku- dólgum vegna alls þess sem ekki uppfyllti væntingar hans. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands veitinga- oggistihúsa. - kjarni málsins! Erna Hauksdóttir SNYRTIVÖRUVERSLUNIN KÓPAVOGI Kynning á vor - og sumarlitum Dior Föstudag kl. 13 -18. Gjöf fylgir kaupum! Hvað þurfa börn að þola og hvemig er bmgðist við því? NÝLEGA var haldin ráðstefna í Ósló um bamavemd. Var hún haldin á vegum al- þjóðasamtaka sem beijast gegn misnotk- un og vanrækslu bama, en þau heita ISPCAN (Intemational society for prevention of child abuse and neglect). A ráðstefnunni kom fram að alvarlegustu brot gegn börnum em ofbeldi, líkamlegar og andlegar misþyrming- ar, kynferðisleg mis- notkun og vanræksla. Á Vesturlöndum er Sigríður Ingvarsdóttir sé að grípa þá þegar til aðgerða. Éinnig er brýnt, að allir þeir sem geta og eiga að koma baminu til hjálpar, þekki þær skyldur sem á þeim hvíla í þessu efni. Þeir aðilar sem koma að þessu málum eru oft læknar, hjúkr- unarfræðingar, félags- ráðgjafar og lögreglu- menn. í störfum sínum fá þeir einmitt vitn- eskju um aðstæður sem eru skaðlegar börnum. Einnig getur verið um að ræða vís- vanræksla bama vaxandi vandamál og verður stöðugt meira áhyggjuefni þeirra sem beijast fyrir því að böm fái að alast upp og þroskast við þannig aðstæður að þau verði heilbrigðir einstaklingar. Alvarlegt vandamál bendingar um að barn hafí sætt ofbeldi eins og t.d. þegar áverkar em á barni sem foreldrar geta ekki gefið viðhlítandi skýringar á. Verð- ur að brýna fyrir þeim sem fá vitn- eskju um slíkt að grípa til viðeig- andi aðgerða til að vemda bamið gegn frekari líkamsmeiðingum. Börn sem verða fyrir líkamsmeið- ingum, kynferðislegri misnotkun eða vanrækslu eiga á hættu að skaddast alvarlega, líkamlega og andlega. Þau börn þurfa fyrst og fremst öryggi svo og læknishjálp og aðra viðeigandi meðhöndlun. Dæmi em um að böm þurfí að sæta ofbeidi ámm saman án þess að nokkur komi þeim til hjálpar. Einnig em dæmi um að böm hafí dáið af völdum hrottalegra líkams- meiðinga. Brýnt er að stöðva strax allt at; ferli sem veldur bömum skaða. í því sambandi er nauðysnlegt að fylgj'ast vel með öllum vísbending- um sem gefa til kynna að böm geti verið í hættu. Foreldrar og aðrir sem annast böm eru oft á tíð- um í bestri aðstöðu til að meta þær hættur sem steðja að börnum. En stundum em það foreldramir sjálfir sem era hættulegir bömum sínum. Í þeim tilfelium verða aðrir að grípa inn í og koma börnunum til hjálpar. Hvað ber að gera? Á ráðstefnunni var m.a. fjallað um það hve mikilvægt er að bregð- ast rétt við þegar barn er í hættu. Meta þarf hvort um er að ræða bráða hættu og hvort nauðsynlegt Lögmenn og dómarar Aðrir sem íjalla um málefni bama í hættu em lögmenn og dóm- arar. Þeirra hlutverk snýst fyrst og fremst að hinni lagalegu hlið mála en þar er um að ræða réttarreglur sem gilda á hveijum tíma um máls- meðferð og efnislega úrlausn mála. Gildir það hvort heldur í málum sem flalla um tilteknar aðgerðir sem unnt er að grípa til í þeim tilgangi að vemda böm svo og t refsimálum þar sem böm em fómarlömb af- brotamanna. Hvernig virkar kerfíð? Spyija má hvort við búum við fullnægjandi lagareglur þannig að þær tryggi bömum öragga vemd. Em læknar og aðrir sem vita um böm í hættu nægjanlega á verði í þeim efnum? Vita þeir um skyldur sínar við bömin? Veit almenningur hve brýnt er að koma bömum í neyð til hjálpar? Geta íjölmiðlar verið gagnlegir í baráttunni gegn bamaofbeldi? Bregst réttarkerfið nægjanlega fljótt við? Getur það tryggt að börn njóti viðhlítandi vemdar? Taka lagareglurnar nægjanlegt tillit til barna? Hafa sérfræðingar fullnægjandi Stundum eru það for- eldrarnir sjálfír, segir Sigríður Ingvarsdótt- ir, sem eru hættulegir r - bömum sínum. menntun, þjálfun og reynslu til að veita börnum sem hafa þolað mis- þyrmingar nægjanlega hjálp? Allt era þetta brennandi spurn- ingar sem brýnt er að fá svör við. Hvað vilja börn? Ráðstefnan var lærdómsrík enda var þar fjallað um mikilvæg og vandasöm viðfangsefni af mjög fæm fólki sem hefur víðtæka fræði- lega þekkingu og áratugalanga reynslu í málefnum bama. Ráð- stéfnan var líka áhrifamikil vegna þess hve mikill samhugur ríkti með- al þátttakenda. Allitthöfðu það sam- eiginlega markmið að vemda börn gegn hættum og bæta líf þeirra bama sem hafa orðið fyrir líkamleg- um eða andlegum misþyrmingum. Á opnunarhátíð fengu ráðstefnu- gestir að sjá leiksýningu nokkurra bama frá ýmsum löndum en sum þeirra höfðu flúið sitt heimaland og búa nú í Noregi. Bömin vora frá sama skóla og sýndu á táknræn- an hátt hvað böm vilja. Ljóst er að þau vilja frið í heiminum, vin- áttu hvers annars og vemd frá fíill- orðna fólkinu gegn öllum hættum sem bömum em almennt búnar. Þótt flestir geti verið sammála um að öll böm séu falleg þá vora bömin í þessari leiksýningu sérstak- lega falleg. Þau bám þess greini- lega merki að þau bjuggu við bestu aðstæður og að vel var um þau hugsað. En leikur þeirra sýndi að þau voru ekki áhyggjulaus. Á áhri- faríkan hátt var því komið til skila að mörg böm em fómarlömb alvar- legrar misnotkunar, kúgunar og vanrækslu. Hvort unnt er að koma því til leiðar að öll börn í þessum heimi fái að búa við jafn góðar aðstæður og þessi fallegu böm í Ósló, því verður fullorðna fólkið að svara. Höfundur er formaður Harna vcrn darráðs. FASTEIGN ER FRAMTÍD FASTEIGNA Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, Sverrir Kristjánsson fax 568 7072 lögg. fasteignasali Palmi Almarsson, solustj.. Þór Þorgeirsson. sölum. Kristin Benediktsdottir, ritari SIMI 568 77 68 MIÐLUN íf HÓLAGARÐUR Yerslunarmidstöd þar sem koma 12-14.000 manns á viku Verslunarmenn - byggingameistarar ofl., ofl.: Til sölu eða leigu ca 1500 fm verslunarhæð og ca 500 fm skrifstofu eða þjónustuhæð (2. hæð) í þessu þekkta verslunarhúsi. í verslunarmiðstöðinni Hóla- garði er Hagkaup með stóraverslun, þar er einnigbanki, pósthús o.fl. Samtals em um 14 rekstrarað- ilar þama undir sama þaki. í húsið koma 12-14.000 manns á viku, næg bílastæði verða við húsið. Húsnæðið selst fokhelt innan en fullklárað utan. í þessum nýja áfanga sem er til sölu eða ieigu er gert ráð fyrir m.a. verslunum, veitingastað o.fl., allt frá 20 fm upp í nokkur hundurð fm. Á efri hæðinni er mjög auðvelt að hafa 8x40 fm skrifsfstofur ásamt miðjurými. Góð áhvílandi lán. Byggingamenn! seljandi er tilbúinn til þess að taka húsnæði, jafnvcl á byggingar- stigi uppí hluta kaupverðs, jafnvel minni séreignir í smíðum. Upplýsingar um þessa eign em ekki gefnar í síma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.