Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
- -
LISTIR
VORSÝNING útskriftarnema í
Myndlista- og handíðaskóla ís-
Iands verður opnuð í dag í Lista-
háskólahúsinu við Laugarnes-
veg. Að þessu sinni útskrifast
30 nemendur frá myndlist-
ardeild og 19 frá listiðna- og
hönnunardeild. Að sögn Bryn-
dísar Jóhannesdóttur, sem hef-
ur numið skúlptúr, og Jóhönnu
Hreinsdóttur, sem hefur lagt
stund á málun, er sýningin mjög
fjölbreytt og glæsileg að þessu
sinni; „verkin á þessum sýning-
um hafa oft borið keim hvert
af öðru“, segir Jóhanna, „hug-
myndir einstakra nemenda hafa
þá smitað út frá sér. Marg-
breytnin nú kann hins vegar að
koma til af því að við erum í
mjög rúmgóðu húsnæði þannig
að hver og einh hefur haft góð-
an vinnufrið."
Aðspurðar hvort innihalds-
leysi einkenni aftur á móti ekki
samtímalist almennt séð segja
Bryndís og Jóhanna að nokkuð
hafi borið á þeirri gagnrýni
undanfarin ár og að sennilega
sé hún réttmæt en það sé hins
vegar ekki heldur æskilegt að
listin hverfist algerlega um ein-
hvetja hugmyndafræði; „það
verður auðvitað að vera einhver
leikur í listinni líka“, segir
Bryndís, „öðru hveiju verður
maður að hvíla sig á þungum
vangaveltum og sleppa fram af
sér beislinu." Annars segja þær
stöllur að kennslan í skólanum
endurspegli mjög vel það sem
er að gerast í listinni á hveijum
tíma því starfandi listamenn eru
oft fengnir til að kenna einstök
námskeið við skólann. Reyndar
segja þær að það mætti gera
meira af þessu því þetta lista-
fólk beri iðulega með sér nýja
strauma inn í skólann og setji
hann í lífræn tengsl við um-
hverfi sitt.
Morgunblaðið/Kristinn
ÞAÐ er fjölbreytt sýning sem útskriftarnemar úr Myndlista-
og handíðaskólanum opna í dag.
Sjáðu eplið mitt!
Jóhanna Hreinsdóttir
Bryndís Jóhannesdóttir
Verkefni Jóhönnu og Bryn-
dísar eru ólík að gerð og efni.
Jóhanna sýnir olíu- og vatnslita-
málverk. „Eg sýni valdar mynd-
ir úr vinnu minni frá því á liðn-
um vetri. Verkin lýsa ákveðinni
þróun frá fígúratívu málverki
yfir í afstrakt verk en þótt þau
séu unnin á nokkuð löngu tíma-
bili eiga þau ýmislegt sameigin-
legt; það má t.d. finna ákveðinn
leik með liti og gagnsæi í þeim
öllum.“
Málverk, ljósmyndir og
tannburstar
Verk Bryndísar eru tvö. Ann-
ars vegar sýnir hún nútímaútg-
áfu af sögunni um nýju fötin
keisarans þar sem umfjöllunar-
efnið er afstæði sannleikans.
„Verkefnið fólst í því að ég fór
í heimsókn til nokkurra krakka
á leikskóla og sýndi þeim
nokkra hluti sem ég kallaði öðr-
um nöfnum en þau eiga að venj-
ast, þannig sýndi ég þeim t.d.
appelsínu og sagði „Sjáðu eplið
mitt“, en það er einmitt heiti
verksins. Ég tók síðan myndir
af því hvernig þau brugðust við
þessum augljósu ósannindum en
verkið samanstendur af þessum
myndum .“ Hins vegar sýnir
Bryndís verk þar sem hún
myndgerir eins og hálfs árs
tímabil í lífi manns með því að
safna á einn stað tannburstum
hans frá tímabilinu. Segir
Bryndís að hún vilji með þessu
sýna persónulegar upplifanir
tannburstaeigandans á tilteknu
tímabili en um leið geta tann-
burstarnir haft mun almennari
skírskotanir til upplifunar á tím-
anum í sjálfum sér. Sýningin
í Listaháskólahúsinu stendur
fram til sunnudagsins 28. maí
og verður opin frá kl. 14.-19.
Ennfremur stendur yfir sýning
á sérvöldum verkum útskriftar-
nemenda í Norræna húsinu.
Agatha
íCafé
Læk
NÚ stendur yfir sýning Agöthu
Kristjánsdóttur á olíumálverkum í
Café Læk, Lækjargötu 4. Allar
myndirnar eru unnar með olíu á
mesonit.
Agatha hefur aflað sér þekking-
ar í gegnum sjálfsnám og sótt
námskeið hjá Tómstundaskólan-
um, Námsflokkum Reykjavíkur og
Kópavogs svo og Myndmennta-
skóla Rýmis. Einnig hefur hún
verið félagi í Myndlistarklúbbi
áhugamanna. Þar hafa kunnir
myndlistamenn leiðbeint.
Þetta er 12. einkasýning Agöt-
hu. Kaffístofan er opin alla virka
daga frá kl. 8-19 og frá kl. 10-19
um helgar.
Agatha Kristjánsdóttur
L
í
[
ft
l
i
i
!■
i
Í
NEMENDUR málunardeildar að störfum.
Myndlistarskóli Akureyrar
lltskrlftarncmar
K a u p v a n g s s t r æ ti 16.
Opin frá 11-18. Til 28. maí. Aðgangur ókeypis.
FLEIRI sýningar voru á Akureyri m.a. á
verkum tveggja annarra norskra veflistar-
kvenna, en henni lauk sl. sunnudag og var
lokuð er mig bar að garði á þriðjudegi þótt
verkin væru ennþá uppi. Hins vegar skoðaði
ég sýningu útskriftarnema
Myndlistarskólans vel og
lengi. Það er mikill hugur í
þeim Norðanmönnum um
framgang sjónmennta, og
þannig voru kennarar
skólans á faraldsfæti víða
um byggðir með kynningu á
fornámsdeildum og
jafnframt tilgangi hans og
markmiðum. Það er
mikilsverð starfsemi sem
fram fer á vegum skólans,
og hefur án nokkurs vafa
átt sinn þátt í auknum
myndlistaráhuga i bænum
og nágrenni hans, -sem
kemur m.a. fram í drjúgri
aðsókn að listasafninu og
almennum sýningum.
Það var tvennt sem stakk
í augun við skoðun sýningar
útskriftarnema, sem var hve
almenn notkun tölvutækn-
innar er, einkum hvað snert-
ir grafíska hönnun, og hitt
er eftirsókn eftir frumleika.
Ekki ber að hafa áhyggjur
af frumleikanum, því hann
kemur alltaf fram áreynslu-
laust og eðlilega hafi við-
komandi til að bera neista
af honum. Þá er einnig áber-
andi hve fríhenditeikning og
skynræn þjálfun línunnar á
undir högg að sækja. Þetta
á einnig við um skólann í
Reykjavík, en tölvan getur
einfaldlega aldrei komið í
stað lífrænnar teikningar
handarinnar. Þetta verður
svo til að góðir teiknarar eriK-
að verða fágætir á landinu
og hér erum við miklir eftirbátar frænd-
þjóða okkar, sem berlega kemur fram í sam-
anburði við dagblöð á Norðurlöndum. Raun-
ar skortir teiknara hér jafnan verðug verk-
efni, því skilningur á gildi góðrar teikningar
í blaði og myndlýsingar í bók er harla tak-
markaður og hefur löngum verið.
Ekki tel ég rétt að rýna í einstaka mynd-
ir, en vildi öðru fremur vekja athygli á sýn-
ingunni, óska skólanum aukins sjálfstæðis
og velfarnaðar.
Bragi Ásgeirsson
Norskir vefir
MYNDIISI
Listasafn Akureyrar
MYNDVEFNAÐUR
Else Marie Jakobsen. Opið frá 14-18 alla daga
nema mánudaga. Til 28. maí. Aðgangur ókeyp-
is. Sýningarskrá 200 krónur.
NORÐMENN hafa af ríkri hefð að miðla
þar sem er sígildur myndvefnaður, og þeim
hefur tekist að brúa bilið frá fornum veftum
til nútímans. Hugnast að rækta arfinn og
miðla honum til sam-
tímans, - tendra af
þessu tvennu gró-
mögn lífs og sköpun-
ar.
Þessa sér stað í
voldugum vefti
Synnöve Anker
Aurdal í Þjóðarbók-
hlöðunni, enneigin í
margslungnum verk-
um Else Marie
Jacobsen í miðsal og
austurrými Lista-
safns Akureyrar
fram til sunnudags.
Listakonan, sem- er
fædd í Kristiansand
1927 er óþekkt stærð
á íslandi, en mun
„HUNDRUÐ fiðla“
vera ein af nafnkenndustu veflistarkonum
Norðmanna af eldri kynslóð, einmitt þeirri
er aðlagaði vend og ívaf fortíðar að mynd-
hugsun samtímans. Hún nam í fimm ár í
málunarskólum (1941-46), og önnur fimm
í listíðaskóla ríkisins í Osló. Þá stundaði
hún einnig um skeið gobelinvefnað í Hol-
landi, svo víða kom hún við áður en hún
sneri til heimabyggðar sinnar, þar sem hún
hafði komið upp vinnustofu árið 1951.
Kenndi teikningu í rúman áratug, en hóf
þá að hanna mynstur og fleiri hluti fyrir
iðnaðinn.
Það er mikilvægt að vísa til ofanskráðs
bakgrunns í ljósi hinnar margbrotnu sýning-
ar, og þess hvað sum teppanna eru merki-
lega nálægt myndhugsun málara. Það er
stundum líkast því sem listakonan máli í
vefinn og raunar grípur hún til pentskúfs-
ins er hún vinnur í ætingum, sem hún hand-
málar af slíkri virkt og næmi að minnir
sterklega á gagnsæa vefi!
Undirtónn verkanna er mjög upphafinn,
enda hefur listakonan unnið mikið fyrir
kirkjur og m.a. gert allmörg altaristeppi
heima sem erlendis. Hún hefur samtals
útfært á þriðja tug opinberra verkefna,
haldið fjölda einkasýninga og verk hennar
hafa verið keypt til margra safna víðs veg-
ar um Noreg.
Málarinn á bak við
vefina er ótvírætt
sterkasta hlið Elsu
Marie Jakobsen, og
þeim betur sem hann
nýtur sín á myndflet-
inum, því samræmd-
ari og hrifmeiri verð-
ur útkoman. Lista-
konan fer einfaldlega
svo vel með blæ-
brigðastígandinn og
litrænan hrynjandinn
að þegar ekkert rífur
hann, fer hún á kost-
um, eins og t.d. í
verkinu „Brúnt
teppi“, sem á að
marka strandlengju
með mörgum skipsflökum, þó í raun virki
það alveg óhlutbundið. Ryðgaðar járnplöt-
ur, veröld í andlegri upplausn. Þessi sérs-
taíri hrynjandi, sem oftast er rauðleitur
kemur svo víða fram í einstökum verkum,
en listakonunni hættir til að hlaða myndflöt-
inn frásagnarlegum táknum og mynstrum,
sem geta verið full sundurlaus og þung.
Þá er flöturinn stundum rofinn af fígúrum
sem eins og falla ekki alveg að heildinni.
Hér er á ferð mjög virðingarvert framtak
af hálfu listasafnsins og því til mikils sóma,
þannig á þetta einmitt að vera og það á
síður að vera útibú og bergmál listviðburð-
anna í höfuðborginni. Þakka ber norskum
stjórnvöldum sem styrktu sýninguna.
I
i
ft
s
,
1