Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 2
AÐSEIMDAR GREINAR
Áskorun til al-
þingismanna
FYRIR setningu nýrra skaða-
bótalaga leitaði Alþingi meðal ann-
ars umsagnar Lögmannafélags ís-
lands (LMFÍ) um efni frumvarps til
laganna. í umsögn félagsins kom
fram, að svo væri að sjá að reikni-
regla frumvarpsins fæli í sér veru-
lega lækkun bóta frá gildandi regl-
um og að ástæða væri til að láta
reikna út dæmi til samanburðar.
Allsheijarnefnd leitaði þá til höfund-
ar frumvarpsins sem taldi fullyrð-
ingu laganefndar LMFÍ ekki eiga
við nein rök að styðjast. Jafnframt
sendi höfundurinn allsheijarnefnd
þijú dæmi, sögð valin
af handahófi, sem öll
sýndu hærri bætur
samkvæmt frumvarp-
inu en að gildandi rétti.
Er reyndar ástæða til
að ætla, að höfundur
frumvarpsins hafi leit-
að í smiðju til annarra
sérfræðinga um út-
reikning þessara
dæma. Væri fróðlegt
að fá fram upplýsingar
um það. Ég fullyrði, að
þessir útreikningar
hafi átt stærstan þátt
í því að frumvarpið
varð að lögum með
óbreyttri reiknireglu
skaðabóta fyrir líkamstjón. Við at-
hugun fimm hæstaréttarlögmanna
kom í ljós, að dæmin þijú voru ekki
rétt reiknuð. Þegar þau höfðu verið
endurreiknuð miðað við dómvenju
um skatthagræði og annar frádrátt-
ur leiðréttur kom í ljós, að bætur
samkvæmt dæmunum voru í raun
lægri samkvæmt lagafrumvarpinu
sem nam á aðra miiljón króna í
hveiju dæmi. Athygli dómsmálaráð-
herra var vakin á þessari bótaskerð-
ingu. Síðar létum við lögmennirnir
fimm reikna út sjö önnur dæmi til
samanburðar. Þessi nýju dæmi stað-
festu fyrri ábendingar. Margföldun-
arstuðull hinna nýju skaðabótalaga
þurfti að hækka úr 7,5 í að meðal-
tali 11,6 til þess að lögin veittu full-
ar bætur, sem var yfirlýst markmið
þeirra. í krónum talið skiptir þessi
munur hundruðum þúsunda í al-
gengum skaðabótauppgjörum. Þessi
staðreynd er mergurinn málsins og
þessa meinlegu skekkju verður Al-
þingi að leiðrétta. Persónur og nöfn
þeirra sem komið hafa að málinu
og karp um önnur aukaatriði skipta
engu máli.
I grein Ara Edwalds, lögfræðings
og fyrrum aðstoðarmanns dó«is-
málaráðherra, sem birtist í Morgun-
blaðinu 20. maí sl., og í grein eftir
Bjarna Þórðarson, framkvæmda-
stjóra íslenskrar endurtryggingar
hf., í Morgunblaðinu 23. maí sl. er
vikið að ýmsum þáttum málsins sem
ekki breyta þeirri staðreynd, að
reikniregla skaðabótalaganna reikn-
ar ekki fullar bætur. Athugasemdir
Ara Edwalds og Bjarna Þórðarsonar
gefa engu að síður tilefni til athuga-
semda.
Þeir félagar benda á, að bóta-
greiðslur lendi á almenningi í formi
iðgjalda. Hærri bætur, hærri ið-
gjöld. Þetta er satt og rétt, en getur
ekki orðið að leiðarljósi við lögfest-
ingu skaðabótareglna. Þá má allt
eins lögfesta þá reglu að menn fái
aðeins greidd 65% af eignatjóni úr
hendi tjónvalds. Eru Ari Edwald og
Bjami Þórðarson tilbúnir að sætta
sig við að þeir fái aðeins greiddann
hluta af tjóni á bifreiðum sínum úr
hendi tjónvalds sem ber fulla sök á
tjóninu? Vilja menn
fórna meginmarkmiði
váttrygginga- og
skaðabótaréttar um
fullar bætur með því
að ákvarða iðgjöld sem
ekki standa undir
tjónsáhættunni? Eiga
að gilda aðrar reglur
um bætur fyrir líkams-
tjón en eignatjón? Því
miður virðist það vera
svo, að tryggingafélög-
in hafi í kjölfar þjóð-
arsáttar og stöðugs
verðlags kosið að láta
einstaka tjónþola bera
-skarðan hlut frá borði, •
hafi kosið að skerða
bætur fyrir líkamstjón fremur en
að hækka iðgjöld og átt frumkvæði
að setningu skaðabótalaganna sem
reikna ekki fullar bætur. Niðurstað-
an felur í sér atlögu að friðhelgi
eignar- og atvinnuréttar.
Andmælendur okkar fullyrða
einnig að mikil réttaróvissa hafi ríkt
fyrir setningu skaðabótalaga. Það
er rangt. Sárafá skaðabótamál, sem
snéru að útreikningi bóta, komu til
kasta dómstóla allt þar til trygg-
ingafélög tóku sig saman og hækk-
uðu einhliða frádrátt vegna skatt-
hagræðis og settu svonefndar verk-
lagsreglur sem skertu bætur veru-
lega. Fyrir tilkomu verklagsregln-
anna ríkti friður um tjónsútreikn-
inga, svo mikill friður, að fræðimenn
sáu tæpast ástæðu til að fjalla um
þá í fræðiritum sínum eða kenna
laganemum. Dómstólar hafa hnekkt
þessu verklagi tryggingafélaganna
sem röngu og andstæðu skaðabóta-
rétti. Réttaróvissa var aldrei fyrir
hendi, aðeins áhyggjur tryggingafé-
laga af afkomu sinni á grundvelli
gildandi skaðabótaréttar. Félögin
kusu að að reyna að taka sér lög-
gjafarhlutverk, breyta gildandi rétti
og skerða bótarétt í stað hækkunar
iðgjalda. Að marggefnu tilefni skal
áréttað, að lögmenn hafa að öðru
leyti fagnað setningu skaðabóta-
laga, svo sem ákvæðum um mat á
varanlegri örorku.
í grein sinni vitnar Ari Edwald
til danskra skaðabótalaga þar sem
reiknistuðull sé lægri en samkvæmt
íslensku lögunum. Þessi rök eru af
ýmsum ástæðum haldlítil. Fyrir það
fyrsta hefur enginn samanburður
farið fram á heildargreiðslum til
tjónþola að dönskum rétti og ís-
lenskum. Það vita allir sem vilja
vita, að danskt félagsmála- og bóta-
kerfi er mun víðfeðmara en hið ís-
lenska. í öðru lagi er það engin
afsökun fyrir bótaskerðingu að
benda á að siíkt háttalag kunni að
tíðkast annars staðar. Böl verður
ekki bætt með því að benda á annað
verra.
Gagnrýni okkar leiddi til þess að
skipuð var nefnd meðal annars til
að kanna hvort reikniregla frum-
varpsins reiknaði fullar bætur.
Meirihluti nefndarinnar komst að
þeirri niðurstöðu að hækka þyrfti
margföldunarstuðulinn úr 7,5 í 10.
Álit meirihluta nefndarinnar er
prýðilega rökstutt og var auðvitað
til þess fallið að lögunum yrði breytt.
Einhverra hluta vegna varð raunin
önnur. í stað þess var valin sú leið
að fresta málinu enn og aftur og
nú á að bíða þess að reynsla komist
á hinar nýju reglur. Þessi reynsla
Dómstólar hafa hnekkt
þessu verklagi trygg-
ingafélaganna, segir
Atli Gíslason, sem
röngu og andstæðu
skaðabótarétti.
verður dýrkeypt þeim tjónþolum
sem gera upp sín mál á reynslutím-
anum. Þeir munu fá skertar bætur
og geta ekki sótt rétt sinn aftur-
virkt á hendur tjónvaldi og trygg-
ingafélagi hans. Allir útreikningar
sýna að skaðabótalögin skerða bæt-
ur miðað við fyrri uppgjörsreglur
og það staðfesta einnig þau mál sem
komið hafa til uppgjörs frá gildis-
töku laganna. Það er auðvelt að
endurreikna nýleg uppgjör á grund-
velli laganna til samanburðar við
fyrri uppgjörsreglur. Dómur Hæsta-
réttar frá 30. mars sl., þar sem regl-
um um ávöxtun bóta var breytt,
gefur enn frekara tilefni til breyt-
inga á lögunum. Hvorki Ari Edw-
ald, Bjarni Þórðarson né aðrir tals-
menn óbreyttrar reiknireglu hafa
hnekkt niðurstöðu nefndarinnar og
útreikningum okkar um skerðingu
bóta fyrir varanlegt líkamstjón sam-
kvæmt skaðabótalögunum.
Að gefnu tilefni vil ég að endingu
iáta þess getið, að þeir lögmenn sem
gagnrýnt hafa nýju skaðabótalögin,
hafa mismunandi lífssýn og sinna
fjölbreyttum verkefnum fyrir ólíka
hagsmunaaðila. Það sem dregur þá
saman í þessu máli er réttlætis-
kennd þeirra. Bótaskerðingin bitnar
á ótilgreindum hópi væntanlegra
tjónþola sem getur ekki borið hönd
fyrir höfuð sér. Þetta mál er því um
leið prófraun fyrir gæslumenn al-
mannahagsmuna, alþingismenn og
ijölmiðla. Er skorað á þá að taka á
kjarna málsins og tryggja þeim sem
verða fyrir varanlegu líkamstjóni
fullar bætur úr hendi tjónvalds, sem
ber sök á tjóninu, og tryggingafé-
lags hans.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
Atli Gíslason
>
i
D
Z
z
>
s
D
Q
z
Cxl
LU
H
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c
Símar: 562 8501 og 562 8502.
RÁÐSTEFN A,
NÁMSKEIÐ EÐA FUNDIR Á DÖFINNI?
I Múlalundi færð (oú fundarmöppur, barmmerki
(nafnmerki) , áletranir, merkingar og
annab sem auðveldar skipulag og eykur
þægindi og árangur þátttakenda.
Allar gerðir, margar stærðir, úrval
lita og áletranir að joinni ósk!
Hafóu samband vfó sölumenn okkar
í síma 562 8501 eSa 562 8502.
MYRIAM BAT-YOSEF
Að virkja innsæi með teiknun.
Fjögurra daga námskeið á Snæfellsnesi.
Ferðaþjónusta bænda, sími 562-3640/42/43.
CRAFTjakkar
hvemig sem viðrar
Vind- og vatnsvarð|
kr. 13.900.
Fataskápar,
besta verðið
: íbænum
• Fullsmíðaðir skápar á afar góðu verði
• Sprautulakkaðar hurðir, ávalar brúnir
• Ótal litamöguleikar
• Viðarúthliðar, margar viðartegundir
• Ljósakappar ofaná skápa
• Stuttur afgreiðslutími
Verðdæmi,
3 metra
skápur í
svefnherbergi,
efri skápar ná
uppí loft, vprð
með sökkli
Kr.80.900
Kynningarverð
■/td-
II
II
#0
4r
/9r
Ið
HER OG Ng
--Im
Gásar
Borgartúni 29, Reykjavík
s: 562 76 66 og 562 76 67 Fax: 562 76 68