Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ -1 AÐSENDAR GREINAR Starf prests í félagslegri þjónustu Uppstigningardag- ur er dagur aldraðra í kirkjunni, þar sem kirkjan beinir sjónum okkar að öldruðum og þörfum þeirra. Aldr- aðir eru boðnir sér- staklega velkomnir til kirkju og þeim er þakkað fyrir það sem þeir hafa lagt af mörk- um til kirkjustarfs sem og samfélagsins í heild. Fyrir ijórum árum var ráðinn prestur til að starfa að málefnum aldraðra hjá Reykja- vlkurborg og sinna prestslegri þjónustu sérstaklega meðal þeirra. Prestsembætti var stofnað við öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar, en sú deild hefur með höndum alla þá félagslegu þjón- ustu sem veitt er af hálfu Reykja- víkurborgar til aldraðra í borginni. Með stofnun sérstaks prests- embættis við deildina voru famar ótroðnar slóðir, þar sem slíkt var algjör nýlunda í starfi Félagsmála- stofnunar. Starf prests við deildina hefur því verið brautryðjandastarf, þar sem unnið hefur verið að mót- un og nánari útfærslu á embætt- inu. Með ráðningu prests vildu yfirmenn Félagsmálastofnunar leitast við að koma til móts við sem flestar þarfir aldraðra. Trúar- þörfín var viðurkennd sem mikil- vægur þáttur í allri þeirri þjónustu sem beinist að því að sinna og huga að velferð mannsins. Knýjandi og sívaxandi þörf hafði verið fyrir prestsþjónustu meðal aldraðra, þar sem þeir eru margir ekki í stakk búnir til að sækja reglulegt helgihald í kirkj- um. Þær miklu breytingar sem aldr- aðir standa frammi fyrir og það aukna álag sem þeim fylgir gerir það einnig að verkum að aldraðir hafa mikla þörf fyrir stuðning. Trúrækni er rík meðal aldraðra og trúarlegar hugleiðingar um líf- ið og tilveruna eru jafnframt ofar- lega í hugum fólks. Prestur starfar í nánu samstarfi við aðrar starfsstéttir öldrunar- þjónustudeildar og kemur þar inn með áherslu á mikilvægi þess að huga einnig og ekki síður að and- legri velferð manna. Starfsstaðir öldrunarþjónustu- deildar FR dreifast um alla borg- ina og skiptast í mismunandi starfseiningar. Um er að ræða félags- og þjónustum- iðstöðvar, félagsmið- stöðvar, þjónustusel, leiguíbúðir, verndaðar leiguíbúðir, þjónustu- húsnæði og hjúkr- unarheimili. Starf prests við deildina fel- ur m.a. í sér að hafa umsjón með og annast trúarlega og andlega þjónustu á starfsstöð- um þessum, sem eru alls 16 talsins. Reglu- legt helgihald er á vegum embættisins, þar sem haldnar eru guðsþjónustur, helgi- stundir sem og bæna- stundir. Aldraðir eru fengnir til að aðstoða eftir því sem þeir hafa tækifæri og getu til. Þess má t.d. geta að aldraðir lesa ritninga- lestra, bænir, aðstoða við söng, undirleik sem og hjálpa til við annan nauðsynlegan undirbúning. Starf með öldruðum, segir Guðlaug Helga Asgeirsdóttir, er gef- andi o g innihaldsríkt. Er það mjög mikils virði að vinna á þennan veg með öldruðum til að byggja upp trúarsamfélag, þar sem fólk nálgast hvert annað og sameinast í tilbeiðslu til Guðs. Bæna- og Biblíuleshópar eru starfandi þar sem komið er saman til trúarlegrar uppbyggingar og fræðslu. Rit Biblíunnar eru skoðuð með það fyrir augum að skilja betur og nema trúarboðskapinn. Ennfremur fara fram miklar um- ræður um eðli og tilgang lífsins og rýnt er í ýmis hugtök. Sálgæsla er mikilvægur þáttur í starfi prestsins. Byggt er á þeirri grundvallarhugsun að koma til móts við einstaklinginn í aðstæð- um hans og mæta andlegum, til- fínningalegum og trúarlegum þörfum hans hveiju sinni. Sálgæsl- an skoðar manninn út frá hinum kristna mannsskilningi þar sem áhersla er Iögð á heildræna sýn á manninn sem og mikilvægi hvers og eins sem dýrmætrar og ein- stæðrar sköpunar Guðs. Prestur sinnir jafnframt og beitir sér fyrir fræðslu bæði til aldraðra sem og starfsmanna deildarinnar. Sam- vinna er við sóknar- og safnaðar- starf kirkjunnar í þágu aldraðra og er framkvæmdastjóri Ellimála- ráðs Reykjavíkurprófastsdæma þar fyrst og fremst tengiliður. Sumardvöl fyrir aldraða í Skál- holti og á Löngumýri í Skagafirði er m.a. liður í þeirri samvinnu. Nýlega lauk einnig fræðsludögum fyrir starfsmenn öldrunarþjón- ustudeildar, sem skipulagðir voru í samstarfí þessara aðila, sem fjöll- uðu um samskipti við aldraða og báru heitið „Gráar hærur eru heið- urskóróna". Aldraðir hafa sýnt starfí prests mikinn áhuga sem og velvilja. Birtist það í einstökum hlýhug þeirra til prestsins og þess starfs sem er á vegum embættisins. Munir hafa verið unnir í félags- starfí aldraðra, sem eru notaðir við helgihald meðal aldraðra. Má þar nefna altarisdúk, sem saumað- ur er í harðangur og klaustur og var tekinn í notkun og afhentur starfínu formlega árið 1993. Jafn- framt var við hátíðarguðsþjónustu á aðventu sl. árs helgaður altaris- kross, sem unninn er úr lituðu gleri. Það var starfínu mikil lyftistöng að biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason, vísiteraði opinberlega prestsembætti deildarinnar í apríl- og maímánuði þessa árs. í för með biskupi var sr. Ragnar Fjalar Lár- usson, prófastur í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra, þar sem vísi- tasían tók einungis nú til þess prófastsdæmis. Biskup og prófast- ur tóku þátt í helgihaldi á vegum embættisins og heimsóttu 7 starfs- staði stofnunarinnar og hittu aldr- aða sem þar dvöldu og voru þátt- takendur í félagsstarfi aldraðra. Prestur hefur aðsetur á aðal- skrifstofu öldrunarþjónustudeildar sem er til húsa á aðalskrifstofu Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar, Síðumúla 39. Starfs- hlutfall er enn sem komið er ein- ungis 75%, en reynslan af starfinu hefur sýnt að full þörf er á aukn- ingu. Starf með öldruðum er gefandi og innihaldsríkt. Aldraðir búa yfír reynslu og þekkingu á lífínu sem er dýrmæt og miklu máli skiptir að miðlað sé til áframhaldandi kynslóða. Þýðingarmikið er að samfélag okkar í heild viðurkenni mikilvægi þekkingar aldraðra og læri betur en fyrr að nýta sér hana okkur öllum og samfélagi því sem við byggjum til góðs. Höfundur er prestur við öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reyitja vikurborgar. Guðlaug Helga Asgeirsdóttir Eftir- skjálftar Um málefni Fiskiðjusamlags Húsavíkur „LJÓTUR sannleik- ur er lýginni fegurri“ segir einhvers staðar. Og þó að meiríhluti bæjarstjórnar hafi komist að einhverri „niðurstöðu“ um sölu hlutafjár í Fiskiðju- samlagi Húsavíkur hf. (FH) þá er málinu alls ekki lokið. Margar spurningar hljóta að vakna hjá almenningi og sveitar- stjómarmönnum í kjölfar umræðu um málefni atvinnufyrir- tækja í meirihlutaeigu bæjarfélags. Svo virð- ist, sem kjömir bæjarstjórnar- menn hafa takmarkalaust vald til að fara með hlutafjáreign í eigu almennings að eigin geðþótta auk þess sem meirihluti í sveitarstjóm geti haldið upplýsingum, er varða bæjarhag, leyndum fyrir bæjarbú- um. Raunar ætti ekki að þurfa að setja lög og reglur um slíka hluti, en það sem gerst hefur á Húsavík í sambandi við fyrirtækjarekstur bæjarfélags kallar á að löggjafinn líti á þessi mál með almennings- heill í huga. Málavextir Málavextir em þeir helstir að við 100 milljón króna aukningu hlutafjár FH (52% aukning hluta- fjár) ákvað meirihluti bæjarstjórn- ar að aðeins skyldi rætt við einn aðila um kaup á hlutabréfum er bærinn átti forkaupsrétt á. Neitað var að tala við fleiri þó sýnt væri að áhuga skorti ekki hjá öðram aðilum. Minnihluta bæjarstjórnar var svo neitað um aðgang að gögn- um og engar upplýsingar gefnar almenningi. Bæjarbúum var haldið frá viðræðum um þetta mál. Deilt er um hvort það hafí verið hagur bæjarbúa að standa svona að málum. Húsavíkurkaupstaður á 54% í FH (fyrir hlutafjáraukningu) og fer þar með meirihluta, á þrjá menn í stjóm, tvo frá meirihluta og einn frá minnihluta. Tveir sitja í stjóm fyrir Kaupfélag Þingey- inga (KÞ) og því situr enginn í stjóm FH í krafti eigin hlutaíjár. Starfsmaður bæjarstjórnar, bæj- arstjóri (er ekki bæjarfulltrúi) er jafnframt stjómarformaður FH og varastjórnarformaður er eigin- maður eins bæjarfulltrúa meiri- hlutans. Fram- kvæmdastjóri FH er fyrrverandi bæjarfull- trúi annars meirihlu- taflokksins og hefur setið í stjórn íslenskra sjávarafurða hf. (til 1995) og situr nú í stjóm Icelandic Seafo- od Corp. í Bandaríkj- unum. Framkvæmda- stjóri dótturfyrirtækja FH (útgerðarhlutans) situr jafnframt í bæj- arstjórn og er þar í meirihluta. Stjórnar- formaður KÞ er fyrr- verandi bæjarfulltrúi annars meirihluta- flokksins. KÞ hefur lítt haft sig í frammi í þessu máli. Sápa? Nei, aðeins staðreyndir frá Húsavíkur-Sovétinu. Bræðralag eða hagsmunir Víkjum aðeins að þeirri þver- sögn að meirihluti bæjarstjórnar hafí ekki meirihluta í stjórnum fyrirtækja sem sveitarfélagið á þó meirihluta í. Það kemur til af því að minnihluti bæjarstjórnar getur komið að manni samkvæmt hlut- fallskosningu í bæjarstjórn í slíkar stjórnir. Þetta getur leitt til þess að enginn starfhæfur meirihluti sé virkur í slíkum fyrirtækjastjóm- unum, en hugmyndin er auðvitað sú, að fulltrúar bæjarfélagsins í slíkum stjórnum gæti hagsmuna þess og ættu því að geta komið sér saman um reksturinn. En stjómarmenn í hlutafélögum eiga lögum samkvæmt að gæta hagsmuna fyrirtækis þess sem þeim er trúað fyrir, það er skylda þeirra! Auk þess sitja stjórnar- menn á eigin ábyrgð í slíkum hlutafélagastjórnum og komast ekki undan þeirri ábyrgð sam- kvæmt lögum, þó þeir séu valdir af opinberam aðilum. Þegar þetta er skoðað, er ekki að undra að aðrir hagsmunir en þeir sem hér eru taldir (hagsmun- ir bæjarfélagsins og fyrirtækisins) komi til skjalanna. Ekki er heldur því að neita að í þessu máli höfðu margir aðilar, sem komu að mál- inæ, persónulegra- eða bræðra- lagshagsmuna að gæta. Fram- kvæmdastjóram FH og útgerðar er það t.d. kappsmál að sem minnstar breytingar verði á þeirra högum hjá viðkomandi fyrirtækj- um, sem aftur kallaði á sem Sigurjón Benediktsson ' I í I I I i I s I I Helgi Hálfdanarson Eneasarkviða á íslenzku NÚ er vorhefti Skímis komið út á 169. aldursári þessa virðu- lega tímarits. Enn hefur nýjum ritstjóram tekizt að bjóða lesend- um fjölbreytt efni og áhugavert. Þar má þykja tíðindum sæta hluti af þýðingu Hauks Hannessonar á Eneasarkviðu Virgils. Um það mun flestum bera saman, að kviða sú sé merkasta framlag Rómveija hinna fornu til bók- mennta heimsins. Hér er því ekki um neinn hégóma að ræða. Virgill (Publius Vergilius Maro, 70-19 f. Kr.) var höfuð- skáld Rómveija á sinni tíð, há- menntaður á ýmsum sviðum og virtur vel. Hann naut mikillar hylli Ágústusar keisara og lifði í skjóli hans góðu lífi á sveitabýli sínu. Það mega Rómveijar eiga, að þeir leituðust við að tileinka sér gríska menningu svo sem þeir dugðu til. Skáldin tóku hina fornu ljóðasmiði Hellena sér til fyrir- myndar, fagurkerinn Hóras orti undir bragarháttum Alkajosar og Saffóar, Plátus stældi leikrit Menandrosar, og Virgill sat við fótskör Hómers (eða „Hómer- anna“) þegar hann samdi Eneas- arkviðu. En þar tengir hann upp- haf Rómaveldis við fall Tróju- borgar, sem hlotið hafði svo listi- leg eftirmæli í kviðum Hómers nokkram öldum áður. Þetta mikla söguljóð Virgils var mjög í hávegum haft hvar- vetna í vestrænum heimi fram eftir öllum miðöldum, og áhrif þess í bókmenntum urðu afar víðtæk. Þótt undaríegt megi virð- ast, varð rómantíkin til þess að slá á það nokkram fölva um skeið; en á síðari tímum hefur vegur þess aftur farið stóram vaxandi. Eneasarkviða skiptist í tólf „bækur“, og nær sá hluti, sem nú birtist á íslenzku, yfír alla fyrstu bók á nítján blaðsíðum Skírnis auk inngangs og skýr- inga. Það er fagnaðarefni, að þetta merkilega ritverk skuli nú gert hveijum íslendingi nærtækt og auðskilið. Og mikils er um það vert, hve prýðilega þar er að verki staðið; enda er þýðandinn lærður vel bæði í íslenzku og lat- ínu. Hann kveðst hafa snúið kvið- unni á öbundið mál samkvæmt gamalkunnri íslenzkri meðferð á fomum kviðum. Það hefur hann gert að vel grunduðu máli, og þá litið umfram allt til Svein- bjamar. Oft hef ég lofað hamingjuna fyrir það, að Sveinbjörn skyldi þýða Hómerskviður á sitt unaðs- lega lausamál en ekki bragarhátt framverksins. Enda held ég að daktflskt hexametur hljóti að vera hundleiðinlegasti bragar- háttur í heimi, nema þá ásamt pentametri í elegískum brag, þar sem hann er við hæfi. Á löngu epísku verki er óhræsis hexa- metrið óttalega leiðigjarnt. Og nú skal því fagnað, að Haukur Hannesson hefur látið hvimleitt hexametur Virgils lönd og leið, og þýtt Eneasarkviðu á vandað og forkunnar fagurt Iausamál, sem unun er að njóta. Það var vissulega vel ráðið. Þá er að þakka gott verk og hlakka til að fá framhaldið í hendur. Megi það verða sem fyrst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.