Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Utgerðarfélag Ak- ureyringa 50 ára ÚTGERÐARFÉLAG Akureyrar fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á morgun, föstudaginn 26. maí. Af því tilefni verður efnt til hátíð- ardagskrár í frystihúsi félagsins. Jón Hjaltason sagnfræðingur hefur ritað sögu Útgerðarfélags Akureyringa og kemur bókin sem ber nafnið „Steinn undir framtíð- arhöll" út á afmælisdaginn. Jón kynnir sögu ÚA frá 1945-1995 í afmælishófinu. Meðal dagskráratriða má nefna að verður leikin tónlist, verðlaun verða afhent í afmælisgetraun ÚA sem efnt var til fyrr á árinu, Út- gerðarfélaginu verða afhent gæðaverðlaun Coldwater, dóttur- fyrirtækisis Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og loks mun félagið veita styrki til menningarmála. 1200 manna veisla Tímamótanna verður einnig minnst síðar eða þann 9. júní næstkomandi með veglegri veislu í íþróttahöllinni á Akureyri. Sá dagur er valinn til að allt starfs- fólk ÚA eigi kost á að taka þátt í 50 ára afmæli félagins, en þá var gert ráð fyrir að skipin væru kominn inn vegna sjómannadags- ins. Búist er við að um 1.200 manns, starfsfólk félagsins, makar og gestir taka þátt í veislunni. DALVÍ KURSKD Ll Kennarar Lausar eru kennarastöður við Dalvíkurskóla. Kennslugreinar: Enska, danska, samfélagsfræði og myndmennt. Upplýsingar gefa: Skólastjóri, símar 96-61380 og 96-61162. Aðstoðarskólastjóri, símar 96-61381 og 61812. Glæsileg raðhús á Akureyri Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hf. er með í byggingu 16 raðhúsa- íbúðir við Huldugil í Giljahverfi á Akureyri, en það hverfi er verið að byggja upp. í næsta nágrenni verða verslanir, grunnskóli og leikskóli. íbúðirnar eru seldar allt frá pví að vera tilbúnar undir málningu og upp í það að vera fullbúnar. Stærð íbúða er frá 123 til 140 fm fyrir utan bílskúr en áföst bifreiðageymsla fylgir hverri íbúð. Auk þess er um 20 fm herbergi yfir bílskúr. Hægt er að gera ýmsar breytingar á innra skipulagi íbúða, s.s. stærð herbergja, í samráði við seljanda, sem hefur lítinn eða engan kostnaðarauka í för með sér. íbúðimar eru afhentar eftir óskum hvers og eins allt frá nokkrum vikum upp í Vh ár. Hafið samband og við sýnum ykkur íbúðirnar. Trygg'ð ykkur vandaða eign á góðu verði. §r Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hf. Skipagötu 16, 600 Akureyri. Símar 96-12366 og 985-27066. Fax 96-12368 Skrifstofan er opin frá kl. 14-17, mánudaga - föstudaga Sveinn Heiðar Jónsson, framkvæmdastjóri, Bæjarsíðu 5,603 Akureyri sími 96-21589 Grímseyingar síga þó enn sé mikill snjór í björgnnum Fullt af fugli og „hús- næðisskortur“ í bjarginu Grímsey. Morgunblaðið. ÞESSA dagana eru Grímseyingar margir hveijir að sinna sínum ár- legu vorverkum, það er að síga eftir eggjum. Vegna þess hve snjóa hefur leyst hægt og seint voru bakkarnir blautir og hálir og ekki hægt að fara á bjarg þótt vitað væri að svartfuglinn væri farinn að verpa. Alhvít jörð í austanhríð Þann 20. maí síðastlinn gerði svo austanhríð svo jörð varð al- hvít en sá snjór hvarf því betur fljótt. Þann 21. maí dreif sig á bjarg Bjarni Magnússon ásamt tveimur öðrum og var þá ljóst að það var fullorpið. Menn hafa því sigið núna eftir því sem þeir hafa getað og hreinsað sátrin til að geta síðan sigið eftir nýjum eggj- um, þó til sé fólk sem fúlsar ekki við unguðum eggjum. Þrátt fyrir að tíðarfar hafi verið leiðinlegt hófst varpið ekki seinna en venjulega og er til dæmis skegl- an (rytan) að byrja að verpa núna sem^ er alls ekki seinna en vant er. Á mánudag var sigið í þrjú eða fjögur björg og þar á meðal i Borg- arbjarg. Það voru Haraldur Jó- hannsson og synir hans þrír, Guð- mundur, Haraldur og Erlendur. Sagði Haraldur að ekki hefði verið hægt að fara fyrr, björgin hefðu verið of blaut fram að þessu. Áður fyrr þegar eggjataka var Grímsey- ingum mikilvægari var farið upp á bjarg áður en byrjað var að síga, bakkarnir hreinsaðir og hrint fram af því sem hætta var talin af. Lautin full af snjó Svo háttar til á þeim stað sem Haraldur sígur hvað mest, að nokkra metra frá brúninni er lítil laut þar sem setið er þegar hvílt er og etið nestið. Nú vill svo til að lautin er fuil af snjó og sagðist hefst klukkustund fyrr og skömmu síðar upphitun. Á Olafsfirði er hlaupið frá íþróttahúsinu og hefst innritun kl. 11.00, klukkustund áður en hlaup- ið er ræst og þar er einnig boðið upg á upphitun nokkru fyrir hlaup. Á Grenivík er byijað á kaupfé- lagsplaninu, innritun hefst kl. 12.00 en hlaupið þar er ræst kl. 13.00. Allur ferðamáti er leyfilegur, hlaup, ganga, hjólreiðar, línu- skautar, hjólabretti eða hvað það sem ímyndunaraflið býður. HANDVERKSDAGUR verður í Deiglunni í Grófargili næstkom- andi laugardag, 27. maí. Dagskráin hefst kl. 10.30 með fyrirlestri Elsu E. Guðjónsdóttur um íslenska búninga. í framhaldi af því verður farið á Minjasafnið á Akureyri þar sem sýndir verða ís- lenskir búningar í eigu safnsins og verðlaunagripir úr samkeppni Handverks-reynsluverkefnis. Eftir hádegi verða fluttir tveir fyrirlestrar, Guðrún Gunnarsdóttir talar um list og listhönnun og Áslaug Sverrisdóttir um jurtalitun. Síðast á dagskránni eru pallborðs- umræður um samstarf lista og handverks sem Arnar Páll Hauks- son stjómar. Galleríin í Gilinu verða opin. Café Karðlína verður með tilboð á léttum hádegisverði og kaffí. Nán- ari upplýsingar og skráning hjá Gilfélaginu. Handverksdag- ur í Deiglunni Kolbrún Kjarval í Gallerí AllraHanda KOLBRÚN Kjarval leirlistakona opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí AllraHanda í Grófargili, Kaupvangsstræti á Akureyri á laugardag, 27. maí. Kolbrún stundaði m.a. nám á verkstæði í Kaupmannahöfn, var við teikninám í Oxford í Englandi og við nám í leirkerasmíði í Edin- borg og þá stundaði hún nám við Konunglegu postulínsverksmiðj- una í Kaupmannahöfn árin 1969- 1971. Kolbrún hefur haldið einkasýn- ingar m.a. ‘í Reykjavík og Kaup- mannahöfn og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Sýningin í Gallerí AllraHanda stendur yfir frá 27. maí til 12. júní næstkomandi. Allir eru vel- komnir að vera viðstaddir opnun sýningarinnar. Fræðslufundur SAMHJÁLP kvenna, félags- skapur kvenna sem fengið hafa krabbamein í bijóst, heldur fræðslufund í húsnæði Krabba- meinsfélags Akureyrar og ná- grennis, Glerárgötu 24, kl. 14.00 á laugardag, 27. maí. Björg Bjamadóttir sálfræðingur fjallar þar um upplifun kvenna vegna aðgerðar á bijóstum. Heilsuhlaup Krabbameins- félagsins HEILSUHLAUP Krabbameinsfé- lagsins verður haldið á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Grenivík á laugardaginn, 27. maí. Á Akureyri byijar innritun við Dynheima kl. 10.30 og leikur Lúðrasveit Akureyrar þar undir stjórn Atla Guðlaugssonar, en klukkustund síðar hefst upphitun sem kennarar í Stúdíó Púls stjórna. Hlaupið er ræst kl. 12.00. Á Dalvík hefst hlaupið einnig kl. 12.00 við sundlaugina, innritun íbúð á Akureyri til sölu Til sölu á Brekkunni (Ásvegur 17) 5 herbergja neöri hæö i tvíbýlishúsi um 170 fm. Stutt í sundíaug, skólana og bæinn. Mikið endurnýjuð. Nýjar innréttingar og tæki. íbúðin verður laus frá 1. ágúst. Bein sala. Upplýsingar í síma 96-26428 eftir kl. 18.00. Morgunblaðið/Hólmfríður FEÐGARNIR, frá vinstri: Guðmundur, Haraldur Arni, Haraldur Jóhannsson og Erlendur. Haraldur ekki muna eftir að svo hafi verið fyrr, en hann hefur sig- ið þarna í fjöldamörg vor. Hann sagði gríðarlega mikið af fugli og engu líkara en það væri „hús- næðisskortur“ og ekki veitti af að fara að veiða eitthvað af þessum fugli. Þeir feðgar tóku 1.400 egg þennan dag og eiga eftir að fara aftur, en þeir taka að jafnaði nokk- ur þúsund egg hvert vor. Eggin þykja ómissandi á borðum fjöl- skyldunnar eins og Grímseyinga allra að vorlagi, en líka er mikið um að Grímseyingar gefi vinum og kunningjum vítt og breitt um landið egg. Dráttarvélin sparar mannskap Bjarni Magnússson, Héðinn Jónsson og Kjartan Kolbeinsson voru á Miðgarðabjargi sama dag og tóku 900 egg. Bjarni hefur farið á bjarg hvert vor frá 1943 og þá var hann látinn teyma hest. Hestar voru þá ekki mikið notað- ir, þótt þeir spöruðu tvo til þijá menn, af ótta við að þeir fældust og man Bjarni eftir slíku atviki. Árið 1952 keypti Bjarni sér dráttarvél af Deutz gerð og hefur alla tíð síðan notað dráttarvél því það sparar mannskap. Áður fyrr þurfti 7-8 menn þegar verið var að síga en nú er nóg að hafa þijá menn og dráttarvél. Bjarni tekur aldrei minna en 3-4.000 egg hvert vor og hefur tekið allt upp í 15.000 og eru þá talin bæði svartfugls- og skegluegg, en skeglueggin sagði hann að hafi ekki verið tek- in þegar hann var strákur. Þá var sigið eftir skeglu- og fílsungum sem voru saltaðir og þóttu herra- mannsmatur, en um 1950 var hætt að taka ungana, þegar lög þess efnis voru sett. Þá var byijað að taka eggin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.