Morgunblaðið - 30.05.1995, Page 1

Morgunblaðið - 30.05.1995, Page 1
72 SÍÐUR B 120. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Harðir bardagar geisa í Mið- og Norður-Bosníu Gæsluliðum skipað að svara ögrun af hörku París, Sarajevo, Haag. Reuter. Daily Telegraph. Reuter FANGAR í Bosníu. Serbneska sjónvarpið sýndi í gær mynd af 83 manna breskri friðargæslusveit sem Bosniu-Serbar tóku til fanga í búðum hennar við Gorazde í Bosníu á sunnudag. Neanderthals- maðurinn Ættingi fremur en forfaðir NE ANDERTH AI .S-maðurinn var ekki forfaðir mannkyns, heldur ættingi sem dó út vegna þess að honum mistókst að tengjast forfeðrum manna og geta með þeim börn. Þetta er niðurstaða rannsókna við Mannfræðistofnunina í Ziirich í Sviss á hauskúpu Neanderthals-barns. Vísindamennirnir segja að hauskúpa barnsins sé svo ólík beinabyggingu forfeðra mannsins að hér hljóti að telj- ast um tvær tegundir að ræða. Vísindamennirnir notuðu skanna til að gera þrívíða mynd af hauskúpu Neander- thals-barns sem fannst á Gí- braltar á þriðja áratugnum. Er þeir báru hana saman við hauskúpur manna, kom í ljós svo mikill munur á byggingu þeirra að afar ólíklegt mátti telja að Neanderthals-menn hefðu blandast forfeðrum mannkyns. Meðal annars kom í ljós að hauskúpan er um helmingi þykkari en í mönn- um. Þá tóku Neanderthals- börn tennur mun fyrr en menn. BOSNIU-Serbar háðu í gær harða bardaga við bosníska stjórnarherinn í Mið-Bosníu og hersveitir Króatíu nyrst í landinu. Jafnframt tóku þeir þungavopn og brynvagna herskildi við Sarajevo og héldu uppi skothríð á borgina. Fulltrúar Rússlands og Sameinuðu þjóðanna freistuðu þess að fá Bosníu-Serba til að láta lausa tæplega 400 gæsluliða SÞ sem þeir hafa tekið til fanga og jafnvel hlekkjað við hugsanleg skotmörk. Frönskum gæsluliðum hefur verið skipað að svara sérhverri ögrun af fullri hörku. Stjórnarherinn í Bosníu var sagð- ur hafa hafið stórtæka sókn sem miði að því að ná fjallatotu í ná- grenni Ozren-fjallsins í miðhluta Bosníu úr kióm Serba. Hafði herinn endurheimt Greda og Pocilovo. Þá var tangarsókn tveggja stórdeilda að ná saman við Ozren og framund- an úrslitaorrusta við Serba við hina hernaðarlega mikilvægu Vozuca- hásléttu, sem óvinaherirnir hafa tekist á um af mikilli hörku allt frá því Bosníustríðið braust út fyrir rúmum þremur árum. Jacques Laxanda aðmíráll, yfir- maður franska heraflans, hefur gefið frönskum gæsluliðum í Bosníu fyrirmæli um að veijast með vopn- um verði þeim ógnað af Bosníu- Serbum. Þeir eigi ekki að láta kúga sig eða eyða tíma í samninga, held- ur svara um hæl minnstu ógnun af hálfu Serba. Von var á franskri flotadeild, flugmóðurskipinu Foch, freigátu og tveimur landgönguskipum, til Mið- jarðarhafs í dag. Leynd hvílir að hluta yfir leiðangrinum en talið er að um borð séu hersveitir sem ann- aðhvort séu á leið til Bosníu sem liðsauki eða til þess að flytja brott þá gæsluliða sem fyrir eru. Heimild- ir herma, að 10.000 manna bar- dagasveitir séu á leið til Bosníu frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Utanríkisráðherrar fimmveld- anna, sem reynt hafa að finna frið- samlega lausn á Bosníudeilunni, komu saman til fundar í Haag í Hollandi í gærkvöldi. Búist var við að þeir lýstu stuðningi við að gæslu- sveitirnar yrðu efldar og þeim feng- ið nýtt hlutverk, en legðu áherslu á að fundin yrði pólitísk lausn á Bosníu-deilunni með sarrtningum í stað vopna. Vladislav Jovanovic utanríkisráð- herra Serbíu gaf til kynna í gær, að stjórnin í Belgrad myndi senn viðurkenna Bosníu. Talið er að það myndi einangra Bosníu-Serba enn frekar og neyða þá beinlínis að samningaborði. ■ Juppe gagnrýnir/18 Ibúar sofandi er húsin hrundu í Neftegorsk Moskvu. Daily Telegraph. VONIR dvínuðu í gærkvöldi um að rúmlega 2.000 manns, sem saknað er í olíubænum Neftegorsk á Sakhalín-eyju, fyndust á lífi. Búist var við að björgunarmönnum fjölgaði í dag en bærinn er af- skekktur og í 7.000 kílómetra fjar- lægð frá Moskvu. Jarðskjálfti að styrkleika 7,5 stig á Richter- kvarða lagði bæinn í rúst á sunnu- dag. Erfiðlega hefur gengið að koma björgunarmönnum og hjálpar- gögnum til Neftegorsk. Metra- þykkur hafís tefur siglingar spít- alaskips, vegir eru fáir og járn- brautin til borgarinnar löskuð. Rússneska stjórnin hefur samt afþakkað öll erlend boð um hjálp, sem borist hafa. Er hún áfram um að vinna sjálf bug á erfiðleikunum því ef hún virtist hjálparvana er óttast að Kínverjar myndu hafa það til marks um að Rússar gætu ekki haldið hinu stóra ríki sínu saman. Risastórir jarðskjálftai hafa verið tíðir í Austurlöndum fjær á undanförnum árum. Fjórir skjálft- ar, sem verið hafa meira en sjö stig, hafa skekið svæði í norðvest- urhorni Kyrrahafsins frá 1993. Japanskir vísindamenn sögðust álíta, að jarðskorpuflekar við Kyrrahaf væru að hreyfast með þeim hætti að hugsanlega ættu fleiri stórskjálftar eftir að ríða á svæðum við Japanshaf fyrr en verði. Bærinn ekki endurbyggður Byggingar í Neftegorsk hrundu eins og spilaborg. Flestir ibúanna voru í svefni er húsin hrundu yfir þá. Nítján fimm hæða íbúðablokk- ir jöfnuðust t.d. við jörðu. Þegar síðast fréttist var vitað um 398 íbúa sem sloppið höfðu án skrámu úr skjálftanum og 200 sem særð- ust. Lík 218 höfðu fundist í rústum fyrir myrkur í gær. Um 300 björg- unarmenn börðust við illar aðstæð- ur á sunnudag og í gær en búist var við að þeim fjölgaði í 700 í dag. Talið var að rúmiega 2.000 íbúar væru undir rústum. Líkur á því að þeir væru á lífi fóru dvín- andi þar sem enn frýs á nóttunni í Neftegorsk. Jefím Basín, sem fer með mannvirkjamál í rússnesku stjórninni, sagði að borgin yrði ekki endurbyggð. ■ Á þriðja þúsund/31 Reuter Dali í París SAUTJÁN höggmyndum súr- realistans Salvadors Dali var koinið fyrir á Vendom-torginu í París í gær. Gestir og gangandi geta virt furðnverkin fyrir sér til 20. ágúst. Þau eru ýmist í einkaeigu eða eigu listasafna víðs vegar um heim. Hyggjast yfirtaka stjórn Gíbraltar London. The Daily Telegraph. BRESKA ríkisstjórnin íhugar nú að taka yfir stjórn Gíbraltar til að koma banka- og dómsmálum í viðunanai horf og losa nýlenduna undan því óorði sem á henni er vegna ásakana um smygl og peningaþvætti. íbúar Gíbraltar óttast að þetta kunni að leiða að lokum til þess að Spánveij- ar fái yfirráð á Gíbraltar. Ákveði Bretar að svipta nýlend- una sjálfsstjórn mun hún heyra beint undir bresku krúnuna. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, hefur varað forsætisráð- herra Gíbraltar við því að grípi stjórn nýlendunnar ekki til hertra aðgerða í bankamálum „innan fá- einna vikna“ muni Bretar taka yfir stjórn hennar. Vilja ekki deila við Spánverja Ástæða þess að Bretar setja Gibr- altarbúum þessi skilyrði er, að þeir vilja vera vissir um að lög á Gíbralt- ar standist reglur Evrópusambands- ins (ESB) áður en Spánveijar taka við forystu ESB í júlí. Vilja Bretar komast hjá deilum við Spánveija um málefni nýíendunnar. Spánveijar hafa nú þegar hótað því að grípa til aðgerða gegn Gíbr- altar ef ekki verður komið í veg fyrir eiturlyfja- og vindlingasmygl frá Gíbraltar og yfir til Spánar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.