Morgunblaðið - 30.05.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 30.05.1995, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus Rýnt í tölurnar BIRGIR Björgvinsson, Jónas Garðarsson og Kristinn Skúlason frá Sjómannafélagi Reykjavíkur rýna í niðurstöður atkvæða- greiðslu um miðlunartillögu rikissáttasemjara í gær. Atkvæði talin um miðlunartillögu 81% farmanna Verslanakeðjan Red Apple í New York íslenskt lambakjöt kynnt í 15 verslunum EIN umfangsmesta kynning á ís- lenskum matvælum á erlendri grundu sem hefur farið fram stendur yfir í New York þessa dagana á veg- um Bændasamtakanna og Cooking Excellence Ltd. íslenskt lambakjöt var kynnt í 15 verslunum Gristede’s og Sloan’s sl. fimmtudag og öðrum 15 versiunum sl. föstudag en þær eru allar í eigu Red Apple-keðjunnar sem á síðasta ári velti 1,9 milljörðum bandaríkja- dala. Kjötið seldist upp í fimm versl- unum og seldist alls staðar mikið. Reynslusending, sem var 4 ‘/2 tonn, er uppseld. Að sögn Sigurðar Baldvins Sig- urðssonar, sem rekur fyrirtækið Co- oking Excellence í New York ásamt systur sinni Karítas, en þau systkini stýra söluátakinu, hafa höfuðstöðvar Red Apple ákveðið að allar verslanir keðjunnar í New York skuli hafa kjötið til sölu og þar með bætast við 27 verslanir, og verða því alls 57. 18 veitingastaðir hafa einnig pantað íslenskt lambakjöt. Kynningunni lýk- ur helgina 16. og 17. júní. Keppa við niðurgreitt lambakjöt 350 starfsmenn í verslunum, klæddir sérstökum svuntum og húf- um merktum All Natural Icelandic Lamb, voru við kynningarnar. Karít- as stjómaði eldamennsku á öllu kynningarkjötinu og 35 matreiðslu- menn á vegum Cooking Excellence sáu um að bera kjötið fram og bjóða upp á smakk. Jafnframt var upp- skriftum, bæklingum og spurninga- getraun um ísland dreift til búðar- gesta. Baldvin Jónsson, markaðsfulltrúi hjá Bændasamtökunum, segir að vel hafi tekist til en kynningin heldur áfram um næstu helgi. „Menn eru bjartsýnir. Þetta fer reyndar hægt af stað og menn verða að sýna þessu mikla þolinmæði. En það er ekkert neikvætt sem hefur komið upp,“ sagði Baldvin. I reynslusendingu voru 4 '/2 tonn og 8 tonn fóru utan í síðustu viku. Kjötið er kallað All Natural Icelandic Lamb og lögð er áhersla á að kjötið sé náttúruleg framleiðsla. Lambakjötið er selt á 561-1.412 kr. eftir tegundum hvert kg út úr verslunum Red Apple en Baldvin segir að þetta sé tilraunaverð. Hann bendir á að íslenska lambakjötið þurfi að keppa á sama markaði og niðurgreitt lambakjöt frá Nýja-Sjá- landi og Ástralíu. „Við erum að keppa á heildsölumarkaði á verði sem þarf að vera hærra því við erum að keppa við lönd sem niðurgreiða sitt kjöt.“ sagði nei YFIRGNÆFANDI meirihluti far- manna á kaupskipum hefur fellt’ miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Af 115 á kjörskrá greiddu 95 atkvæði og sögðu 77 eða 81% nei en 18 já. Vinnuveitendur samþykktu hins veg- ar samninginn. Þórarinn V. Þórarinssspn, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði áð talningu lokinni að niðurstöður atkvæða- greiðslunnar kæmu ekki á óvart mið- að við að atkvæðagreiðslan hefði farið fram á borðshominu hjá for- ystu Sjómannafélagsins. „Forystan sett sig mjög ákveðið gegn miðlun- artillögunni og staðreyndin er auðvit- að sú að þegar svo er, og atkvæða- greiðslan fer fram með þessum hætti, mætti undrum sæta ef að forystan réði ekki niðurstöðunni." „Samtvinnaður óróleiki” „í mínum huga er niðurstaðan núna, niðurstaðan í atkvæðagreiðslu yfirmanna, þar sem samningur af hliðstæðu tagi var felldur með eins atkvæðis mun, verkfall Sleipnis og verkfall fiskimanna samtvinnaður óróleiki og miðar að því að hverfa á vit gömlu aðferðanna, prósentanna, og er raunar mesta ógnin við það að hér takist að fjölga störfum og . auka kaupmátt eins og að vár stefnt," sagði Þórarinn. Hann sagðist líta svo á að deilan snerist um af- markaðar og skýrar kaupkröfur. Farmenn og fleiri hópar sættu sig éinfaldlega ekki við núverandi stöð- ugleikapólitíkl Hann sagði að innan VSÍ hefði staðan verið metin á þann veg að þó langt væri gengið í miðlunartillög- unni væri mikilvægara að koma í veg fyrir truflanir á samgöngum við út- lönd. Verkfall hefði gríðarlega miklar afleiðingar í för með sér fyrir at- vinnulífið í landinu. „Hættan sem stafar af margendurteknum og sí- endurteknum verkföllum Sjómanna- félags Reykjavíkur snýr fyrst og fremst að aimennum atvinnurekstri í landinu þar sem það hefur sýnt sig, trekk í trekk, að hægt er að lama samgöngur við eyland, eins og ísland, á afskaplega einfaldan máta, af afskaplega fáum mönnum og klippa þannig á að hægt sé að standa við gerða samnir.ga," sagði Þórarinn. Sjálfstæðiskonur krefjast jafnræðis milli kynja Hveragerði. Morgunblaðið. í STJÓRNMÁLAÁLYKTUN sem samþykkt var einróma á þingi Landssambands sjálfstæðiskvenna í Hveragerði um sl. helgi er þess kraf- ist að jafnræðis' milli kynja verði gætt í hvívetna í öllu starfi Sjálf- stæðisflokksins, jafnt í forystusveit, þingflokki sem sveitarstjórnum. Greinilegt var að mikillar óánægju gætti meðal Sjálfstæðiskvenna með rýran hlut kvenna í Sjálfstæðis- flokknum í kjölfar síðustu alþingis- kosninga og mikill hiti var í fundar- mönnum vegna þessa. Aukin áhrif kvenna til heilla Nýr formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna var kjörin Birna Friðriksdóttir, Kópavogi. Nýkjörinni stjórn landssambandsins var falið að fylgja eftir kröfu þingsins um jafnræðisreglu og vinna að því í allra nánustu framtíð að hlutur kvenna verði aukinn innan flokksins með öllum til- tækum ráðum. í stjórnmálaályktun sambandsins segir með- al annars: „Brýnt er að framfylgt sé lögum um sömu laun fyrir sömu vinnu og að störf kvenna séu metin til jafns við störf karla. Persónuafsláttur verði að fullu millifæranlegur milli þjóna og sambýlis- fólks og að ónýttur per- sónuafsláttur unglinga á skólaaldri nýtist for- eldrum eða forráða- mönnum. [... ] Sjálf- stæðiskonur eru sannfærðar um að aukin áhrif kvenna séu til heilla fyrir þjóðfélagið í heild. Bestur árangur næst með samstarfi karla og kvenna enda, hefur ekkert þjóð- félag efni á að vannýta menntun og reynslu kvenna. Sjálfstæðis- flokkurinn á að beita sér fyrir því að fleiri konur séu kallaðar til ábyrgð- arstarfa á öllum sviðum þjóðlífsins. Löngu er orðið tímabært að konur séu þar í framvarðasveit til jafns við karla, eigi flokkurinn að höfða til kjósenda á komándi áium.“ Nokkrar umræður urðu um tillögu um að stjórn sambandsins skipaði nefnd er undir- búi kjör konu í embætti í forystu- sveit Sjálfstæðisflokksins á komandi Landsþingi. Samþykkt var að stjórn- in skipaði nefnd í þessum tilgangi. Birna Friðriksdóttir Formaður Alþýðuflokksins ræddi afstöðu félagsmálaráðherra til EES á Alþingi Ætti að berjast fyrir því að samningnum yrði JÓN Baldvin Hannibalsson fonnaður Alþýðuflokks- ins gerði afstöðu Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra til Evrópska efnahagssvæðisins að umtals- efni á Alþingi í gær. Var það við umræðu um stjómarfrumvarp um fijálsan atvinnu- og búsetu- rétt launafólks á Evrópska efnahagssvæðinu, sem flutt er í þriðja sinn á þinginu og félagsmálaráð- herra mælti fyrir. Sagði Jón Baldvin að ef félagsmálaráðherra væri samkvæmur sjálfum sér og yfirlýsingum sín- um í tengslum við samþykkt samningsins um EES ætti hann að berjast fyrir því að samningnum yrði sagt upp. Félagsmálaráðherra sagði að það væri óbreytt, að hann væri á móti samningnum, en of seint væri að segja honum upp. Aðeins einn kostur Jón Baldvin rakti í ræðu sinni nokkur dæmi um málflutning félagsmálaráðherra úr umræðunni um samninginn um EES, þar sem fram kom hörð and- staða við samþykkt samningsins. Sagði hann að þetta snerist um trúnað við kjósendur og hvort hægt væri að skipta um skoðun allt eftir því hvort menn væru í stjórn eða stjómarandstöðu. Þetta snerist um vinnubrögð, trúnað og traust stjórnmála- manna. Félagsmálaráðherra segir enga greiða leið út úr EES úr því sem komið sé Tók hann dæmi af baráttumanni gegn dvöl bandaríska hersins sem settist í ríkisstjóm sem vamannálaráðherra og færi að flytja tillögur um að festa varnarliðið í sessi. Gæti slíkur maður síð- an komið í ræðustól í þinginu og sagst vera enn á móti hemum. Gætu menn sagt við kjósendur að þeir væru algerlega á móti tilteknu máli og varað þá við með hinum stærstu orðum. „Floti Efnahagsbandalagsins upp í fjörur, brot á stjómarskránni, framsal á löggjafarvaldi, framsal á framkvæmdavaldi, atvinnuleysi, ég veit ekki hvað og hvað, sest síðan í þennan stól sem einn af for- ystumönnum síns flokks og flutt þessi mál og sagt: „Ég ætla nú að flytja þessi mál engu að síður, ég hef sagt þetta og ég dreg það ekki til baka.“ Jón Baldvin benti á að uppsagnarákvæði væri í EES-samníngnum og maður sem hefði barist jafn- hatrammlega gegn samningnum og félagsmálaráð- sagt upp herra hefði gert ætti aðeins einn kost ef hann vildi láta taka mark á orðum sínum og það væri að beita sér fyrir að uppsagnarákvæðinu í samningn- um yrði beitt. Ekki skipt um skoðun Félagsmálaráðherra sagðist ekki hafa skipt um skoðun hvað varðaði afstöðu til EES-samningsins. Hann væri nákvæmlega sömu skoðunar á samn- ingnum og verið hefði og sæi ekki eftir neinu sem hann hefði sagt og drægi ekkert af því til baka. Hins vegar bæri hann virðingu fyrir staðreyndum og beygði sig fyrir þeim. Hann hefði ekki hugsað sér að snúa klukkunni við, það væri engin greið leið út úr EES úr því sem komið væri. Hann legði ekki til að samningnum yrði sagt upp. Það væri óskynsamlegt úr því sem komið væri, þar sem efna- hagslífið hefði lagað sig að þessum breytingum. Páll sagðist ekki eiga von á því að formaður Alþýðuflokksins kæmi fram með þingsályktunartil- Iögu um úrsögn úr EES í vetur, þó liann vissi til að hann væri dálítill hentistefnumaður í pólitík ein- stöku sinnum. „Ef hann kæmi með hana myndi ég ekki styðja hana. Ekki vegna þess að ég sé sérstak- ur stuðningsmaður Evrópsks efnahagssvæðis, en við erum komnir þangað og þar verðum við að dúsa.“ Starrafló stingiir sér niður STARRAFLÓ er víða vanda- mál um þessar mundir, að sögn Guðmundar Björnsson- ar, verkstjóra hjá Meindýra- vörnum Reykjavíkurborgar. Hann segir eina ráðið gegn flónni vera að fjarlægja hreið- ur starrans og eitra. Flóin gerir helst vart við sig þegar hlýnar á vorin og fram eftir sumri. Eins getur hennar orðið vart ef skyndi- lega hlýnar að vetri. Flóin heldur sig við hreiðrið en getur stokkið þaðan og lagst á íbúa hússins. „Nú er fuglinn kominn með unga og margir bíða með aðgerðir þangað til unginn er floginn,“ sagði Guðmund- ur. „Það er best að hreinsa út hreiðrið og eitra í haust, þegar allt er búið.“ Guðmundur sagði að eitur gegn flónni mætti til dæmis fá í mörgum verslunum sem selja garðyrkjuvörur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.