Morgunblaðið - 30.05.1995, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.05.1995, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Heildverslun Til sölu er frábær heildverslun í örum vexti sem selur vinsælar söluvörur með góðri álagningu. Falleg skrifstofa og söluverslun. Frábært tæki- færi fyrir líflega, snjalla sölumenn. Aðeins fyrir fjársterka kaupendur. Ársvelta um 40,0 millj. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. i SUÐURVERI SÍMAR 81 2040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 11ÍII 1970 LÁRUS Þ VALDIMARSSON, framkvamdastjori UUL lluUUUL lu/U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, ioggiuur fasieignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Skammt frá Landakoti - sérhæð Sólrík 5 herb. íb. um 150 fm í þríbýlishúsi árgerð 1967. Allt sér. Innb. bílskúr með geymslu um 40 fm. Eignaskiþti mögul. Laus strax. Lítið einbýlishús - nýstandsett Timburhús á vinsælum stað í Vesturborginni með 3ja herb. íb. Gamla góða húsnæðisl. um kr. 2 millj. fylgir. Tilboð óskast. Hagkvæm skipti í vesturborginni Skammt frá KR-heimilinu 4ra herb. sólrík íb. tæpir 100 fm. Vel með farin. Sólsvalir. Góð lán fylgja. Skipti mögul. á lítilli íb. helst í nágrenninu. Við Hjailabraut í Hf. - skipti Stór og glæsileg 5 herb. íb. á 1. hæð rúmir 130 fm. Nýtt eldhús. Sér þvottahús. Rúmg. skáli. Sólsvalir. Geymsla r kj. Skipti æskileg á góðri 3ja herb. íb. í Hafnarfirði. Hlunnindi - laxveiði - skotveiði Fjársterkir kaupendur (gamlir og góðir viðskiptamenn) óska eftir hlunn- inda jörð. Margt kemur til greina. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. í norðurbænum íHafnarfirði óskast gott raðhús. Ennfremur góð 3ja______________________________________ herb. íb. með bflskur. LAUfiAVEG118 S. 552 115D-5S2 1370 ALMENIMA FASTEIGNASALAN Fasteignasala, ||1 Suðurlandsbraut 10 cEj Ábyrgð - Reynsla - öryggl I'J Hllmar Valdimarsson. SÍMAR 687828 og 687808 2ja herb. JÖRFABAKKI Vorum að fá í sölu glæsil. 2ja herb. 65 fm íb. á 2. hæð. Parket. Nýtt eldh. Suðursvalir. Einstaklega falleg eign. V. 5 m. HRAUNBÆR Góö 2ja herb. 56 fm íb. á 1. hæð. Stór- ar svalir. Laus. V. 4,6 m. SNORRABRAUT Glæsil. 2ja herb. 64 fm íb. á 7. hæð. Fráb. útsýni. íb. fyrir 55 ára og eldri. 3ja herb. UÓSHEIMAR 3ja herb. 85 fm íb. á jarðhæð. Góð suðurverönd. ASPARFELL Til sölu $ért. fallega 90 fm (b. á 7. hæð í lyftuh. auk bflsk. Suður- svalir. Laus. AUSTURSTRÖIMD Falleg rúmg. 3ja herb. íb. á 4. hæð í lyftuh. Stofa, hol, 2 svefnherb. o.fl. Stór- ar suðursv. Bílskýli. 4ra—6 herb. RAUÐARÁRSTÍGUR Nný glæsil. 4ra herb. 102 fm íb. á 4. hæð í lyftuh. Bflskýli. TRÖNUHJALLI Glæisl. 4ra herb. 105 fm íb. á 2. hæö auk bílsk. Áhv. 5 millj. frá húsnæöisstj. rík. til 40 ára. Laus. FLÚÐASEL Mjög falleg 4ra herb. 102 fm íb. á 1. hæð ásamt aukaherb. í kj. Sórþvottah. og búr innaf eldh. Suðursvalir. V. 6.950 þús. HRAUNBÆR Faileg 5 herb. 103 fm endaíb. á 3. hæö. Þvottah. og búr Innaf eldh. Tvennar svalir. ÁLFASKEIÐ Mjög góð 4ra-5 herb. 115 fm endaíb. á 2. hæð. Tvennar svalir. Bílskúr. Hagst. verð. Skipti á minni eign mögul. ENGIHJALLI Glæsil. 4ra herb. 100 fm íb. á 5. hæð. Parket. Tvennar svalir. Verð aðeins 7 m. HÁALEI+ISBRAUT Glæsil. 4ra-5 herb. 122 fm íb. á 1. hæð auk bílskúrs. GRUNDARSTÍGUR Til sölu nýl. 112 fm mjög sérstök íb. ásamt bllskúr og bískýli. Tvsnnar svalir. SEUABRAUT Mjög góð 170 fm íb. á tveimur hæöum. 5 svefnherb., 2 baöherb. Bílskýli. Skipti á minni eign mögul. Hagstætt verö. Sérhæðir SAFAMYRI Vorum að fá I sölu efri hæö í tvíbýlish. ásamt innb. bílsk. Á hæðinni eru stof* ur, 4 svefnherb., eldh. og baöherb. ( kj. eru 2 herb. ásamt snyrtingu. Tvenn- ar svalir. Laus nú þegar. HOLTAGERÐI Vorum að fá i sölu góöa 114 fm efri sérhæð í tvlbhúsi. 34 fm bllsk. LAUGARNESVEGUR Vorum aö fá I sölu neöri sérh. ésamt kj. samt. 125 fm. 3-4 svefnherb. Mikið endurn. eign. Bllskúr. Einbýli — raðhús MOSFELLSBÆR Glæsil. einbhús hæö og ris samt. 280 fm. Húsið stendur á fráb. útsýnisstaö. 2500 fm lóð. BÚLAND Vorum að fá í sölu fallegt 200 fm enda- raðhús ásamt 25 fm sérbyggöum bíl- skúr. HULDUBRAUT Til sölu nýtt parh. með innb. bílsk. samt. 216 fm. Hús sem býður upp á mikla möguleika. GRAFARVOGUR Glæsil. 197 fm endaraðh. með innb. bílskúr. SKÓLAGERÐI Glæsil. parhús á tveimur hæöum um 160 fm auk bílskúrs. 4 svefnherb. Sól- stofa. Verð 13,5 m. Æ* Hilmar Valdimarsson, Brynjar Fransson lögg. *■ fasteigna- og skipasali. FRÉTTIR Forysta Alþýðubandalagsins á miðstjórnarfundi Framsókn segir sig frá vinstri samfylgd Morgunblaðið/Sverrir MIÐSTJORN Alþýðubandalagsins á fundi um helgina. FORYSTA Alþýðubandalagsins tel- ur að í aðdraganda og kjölfar síð- ustu alþingiskosninga hafi Fram- sóknarflokkurinn sagt sig frá sam- fylgd við þá flokka sem vilji kenna sig við félagshyggju og vinstri sinn- uð sjónarmið. Þessi skoðun kom fram á mið- stjórnarfundi Alþýðubandalagsins, sem haldinn var um helgina, þar sem farið var yfír nýafstaðnar kosn- ingar. Bent var á að forystusveit Framsóknarflokksins hafi ítrekað skilgreint flokkinn sem miðflokk en ekki vinstriflokk og ríkisstjórnar- samstarf með Sjálfstæðisflokknum hafi undirstrikað það. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins kom það sjónarmið fram á fundinum að eina raunhæfa leiðin til að mynda mótvægi við hægri öflin, þar á meðal nýmyndaða ríkis- stjórn, væri að þau öfl, sem tengj- ast núverandi stjórnarandstöðu nái betur saman og geti boðið upp á valkost á eigin forsendum. Því var lögð áhersla á að Alþýðubandalag- ið, sem stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, kappkostaði að tryggja góða samvinnu með flokkunum í stjórnarandstöðunni og reynt yrði að þróa nánari samvinnu félags- hyggjufólks og vinstri manna en verið hefði. Formannskjör undirbúið Ákveðið var að halda landsfund Alþýðubandalagsins 12.-15. októ- ber í haust en tvær fyrstu vikurnar í október fer fram bréfleg kosning flokksmanna um nýjan formann og varaformann flokksins og verða atkvæði talin á landsfundinum. Kjörskrá verður lokað mánuði fyrir landsfund en hægt verður að kæra sig inn á kjörskrá þar til kosningin hefst. Þetta þýðir í raun að þeir sem gerast félagar í Alþýðubandalaginu fyrir 1. október geta greitt atkvæði. Á miðstjórnarfundinum var kosin yfirkjörstjórn en hana skipa Elsa Þorkelsdóttir, Ástráður Haraldsson, Sigríður Jóhannesdóttir, Kristján Valdimarsson og Sigurjón Péturs- son. Yfirkjörstjórn mun koma saman á næstunni og kalla eftir framboð- um í formanns- og varaformanns- embætti flokksins. Alþingismenn- irnir Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa bæði boðað að þau verði í framboði til formanns en enginn hefur enn lýst yfir framboði til varaformanns. Samkvæmt reglum flokksins get- ur sami maður ekki gegnt for- mannsembætti lengur en 8 ár í senn. Því er Ólafur Ragnar Gríms- son ekki kjörgengur í væntanlegum kosningum. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins var þessi út- skiptaregla nokkuð rædd á mið- stjórnarfundinum og kom fram gagnrýni á hana, m.a. á þeim for- sendum að miðað við að Alþingis- kosningar fari fram á 4 ára fresti sé formaður flokksins í raun aðeins fullgildur í einum kosningum þótt hann sitji í 8 ár sem formaður. Ályktun landsfundar Samstöðu um óháð ísland Vera þarf á verði gagnvart villandi áróðri LANDSFUNDUR samtakanna Samstaða um óháð ísland var hald- inn síðastliðinn laugardag. í álykt- un fundarins er m.a. vísað til þess að samningurinn um Evrópskt efna- hagssvæði hafí nú verið í gildi í eitt og hálft ár, og enn hafí ekki bólað á þeim mikla ávinningi sem talsmenn hans hafi fullyrt að fylgja mundi í kjölfar hans. Mikilvægt að þjóðin sé upplýst Þá segir að breytingar á ís- lenskri löggjöf eftir beinni forskrift Evrópusambandsins séu á fullri ferð og ekki hægt að komast hjá neinu sem þar er ákveðið án hótana um gagnaðgerðir. Nú síðast sé um að ræða breytingar á áfengislöggjöf- inni, sem kollvarpi þeirri stefnu sem íslendingar hafi fylgt í þeim málum og þeim heilbrigðismarkmiðum sem íslendingar hafi sett sér. Þetta ger- ist þrátt fyrir yfírlýsingar um hið gagnstæða og bókanir með EES-samningnum. í ályktun landsfundar Samstöðu segir orðrétt: „Hér á landi hefur einn stjómmála- flokkur tekið aðild að Evrópusam- bandinu á stefnuskrá sína og stuðn- ingsmenn aðildar hafa nýverið myndað með sér samtök. Þótt aðild sé ekki á stefnuskrá núverandi rfk- isstjórnar þurfa landsmenn að vera vel á verði gagnvart röngum og villandi áróðri um Evrópusamband- ið og þær afdrifaríku afleiðingar sem aðild að því hefði í för með sér. Svo langt er gengið að Evrópa og Evrópusambandið eru lögð að jöfnu. Mikilvægt er að þjóðin sé upplýst um Evrópusambandið og þróun þess og hvað aðild að því hefði í för með sér.“ Loks segir í ályktuninni að Sam- staða um óháð Island leggi nú sem fyrr áherslu á að rækta góð sam- bönd við aðrar þjóðir og bandalög. Samstaða hafi áfram mikilvægu hlutverki að gegna, m.a. við að meta reynsluna af EES-samningn- um og upplýsa um inntak Evrópu- sambandsins þannig að þjóðin átti sig á kostum þess að halda óháðri stöðu utan slíkra bandalaga. Fimmtán manna stjórn Þeir sem gefið hafa kost á sér til setu í stjórn Samstöðu um óháð ísland næsta starfsár eru Arnþór Helgason, formaður, og Anna ÓI- afsdóttir Björnsson, varaformaður, en aðrir í stjórn eru: Birna Þórðar- dóttir, Bjarni Einarsson, Bjarney Gísladóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Gunnlaugur Júlíusson, Helga Garð- arsdóttir, Heigi Seljan, Hörðurlngi- marsson, Jóhannes S. Snorrason, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Þóranna Pálsdóttir og Þórir Karl Jónasson. Einnig eiga formenn landshlutafé- laga Samstöðu rétt til setu á stjórn- arfundum. Barnakerra tekin BARNAKERRU var stolið frá horni Stekkjarbakka og Græna- stekks í hádeginu þriðjudaginn 23. maí síðastliðinn. Kerran, sem er blá að lit, var skilin eftir á horninu í nokkrar mínútur. Kona á bláum bíl af Hyundai- gerð sást taka kerruna. Konan er vinsamlegast beðin að skila henni til lögreglu. Barnafataverslun Stór barnafataverslun á besta stað í höfuðborg- inni til sölu. Mikið af góðum umboðum geta fylgt með. Sérstakt tækifæri að eignast skemmtileg- an sjálfstæðan rekstur. Laus strax. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. lá^iiiiimTTmrvnTi SUÐURVERI SlMAR 81 2040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.