Morgunblaðið - 30.05.1995, Side 11

Morgunblaðið - 30.05.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 11 * FRÉTTIR Þrýstingur eykst á samningamenn í sjómannadeilunni um að ná saman Flest fiskvinnslu- hús loka í vikulok Hráefni til vinnslu í fisk- vinnsluhúsum klárast víða í lok vikunnar og í kjölfarið fer verkafólk á atvinnuleysisskrá. For- maður LÍÚ segir að ef ekki fínnist lausn á sjó- mannadeilunni í dag eða á morgun muni verkfall líklega standa fram yfir sjómannadag, 11. júní. FISKVINNSLUFYRIRTÆKI víð- ast hvar á landinu verða hráefnis- laus í lok þessarar viku ef verkfall sjómanna leysist ekki næstu daga. Við það fer fjöldi fískverkafólks á atvinnuleysisbætur. Samninga- fundur sjómanna og útgerðar- manna hófst í gær, en áður áttu forystumenn deiluaðila fund með sjávarútvegsráðherra. Sjómenn og útgerðarmenn um allt land þrýsta fast á samningsaðila að semja. . Samningafundurinn í Karphús- inu hófst klukkan 14. Hvorugur samningsaðili kom með nýjar tillög- ur til fundar. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, og Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, sögðust mæta með jákvæðum hugá til fundar með þann ásetning að reyna að ná samningum. „Ef þetta leysist ekki í dag eða á morgun þá minnkar. tilefnið til að leysa þetta fyrir sjómannadag, sem er um aðra helgi. Þá á allur flotinn að vera aftur i landi og það tekur því ekki fyrir skipin að fara út ef þetta leysist ekki núna,“ sagði Kristján fyrir fundinn í gær. Áður en samningafundurinn hófst gengu forystumenn sjó- mannasamtakanna á fund Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra. Sævar sagði að fundurinn hefði verið haldinn að fmmkvæði sjávarútvegs- ráðherra og tilgangur hans hefði fyrst og fremst verið að upplýsa ráðherr- ann um stöðuna og viðhorf sjómanna til þeirra mála sem deilt væri um. Hann sagði að Þorsteinn hefði ekk- ert lagt fram til lausnar deilunni enda hefði fundurinn ekki verið hugsaður til þess. „Það voru ekki settar fram neinar hugmyndir um lausn og við erum ekki að biðja um neina íhlutun af Morgunblaðið/Sverrir FULLTRÚAR útvegsmanna, Kristján Ragnarsson og Þórarinn V. Þórarinsson gengu síðdegis í gær á fund Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra og Árna Kolbeinssonar ráðuneytissijóra. Fulltrú- ar sjómanna komu á fund ráðherra snemma í gærmorgun. Ráðherra upp- lýstur um stöðu mála hálfu hins opinbera í þessa deilu. Við teljum að hún eigi að leysast við samningaborðið," sagði Kristján. Fiskvinnslan stöðvast í vikulok Enn er fiskvinnsla víðast hvar í fullum gangi i fiskvinnslufyrirtækj- um þrátt fyrir verkfal! sjómanna. Flest sjá þau hins vegar fram á hráefnisskort næstu daga ef verk- fallið leysist ekki. Hráefnisstaðan er mismunandi milli fyrirtækja, en almennt virðast þau hafa hráefni til vinnslu í u.þ.b. eina viku frá verkfalli. Friðrik Karlsson, verkstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, sagði að hráefni hjá ÚA myndi klárast nk. föstudag. Því mætti búast við að starfsfólk, alls um 300 manns, færi á atvinnuleysisskrá fljót- lega eftir helgina. Friðrik sagði að ef verkfallið leystist í dag yrði líklega hægt að halda fiskvinnslunni gang- andi án þess að nokkurt stopp yrði. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haraldar Böðvars- sonar hf., sagði að þegar væri ljóst að frystihús fyrirtækisins yrði hrá- efnislaust í einhveija daga jafnvel þó að verkfallið léysist í dag. Til væri afli tii vinnslu fram á fimmtu- Morgunblaðið/J6n Stefánsson Ökumaður í vímu? ÖKUMAÐUR, sem grunaður er um akstur undir áhrifum vímu- efna, missti stjórn á bíl sínum á mótum Súðavogar og Sæbrautar kl. rúmlega 2 aðfaranótt sunnu- dags. Bíllinn valt og slasaðist farþegi í honum, en ekki alvar- lega. Okumaðurinn slapp ómeiddur, en billinn er talinn ónýtur. dag eða föstudag og einhveija daga tæki fyrir skipin að koma inn með afia þó að þau kæmust út í dag. Haraldur sagði hugsanlegt að HB fengi karfa til vinnslu frá fær- eyskum skipum sem veiða úthafs- karfa á Reykjaneshrygg. Krossvík hf. á Akranesi hefur gert samning við færeyskt útgerðarfyrirtæki um landanir í sumar og hafa þrír togar- ar landað í vor. Fleiri eru á leiðinni og sagðist Haraldur reikna með að afli frá færeysku skipunum yrði keyptur til vinnslu í HB til að halda fiskvinnslunni gangandi. Færeying- arnir hefðu verið að bjóða karfa til kaups hér á landi, enda væri fram- boðið á honum að aukast. Starfsfólki HB var ekki sagt upp líkt og flest sjávarútvegs- fyrirtæki gerðu. Það fær launagreiðslur í verkfall- inu en missir bónus. Þetta er gert í samræmi við reglur Atvinnuleysis- tryggingasjóðs. Haraldur sagði að undir eðlilegum kringumstæðum ætti skólafólk að vera að koma til starfa í fiskvinnslu- fyrirtækjunum þessa dagana. Hann sagði að skólafólk á Akranesi fengi engin svör um vinnu hjá HB fyrr en verkfallið hefði verið leyst. Hann sagðist gera ráð fyrir að önnur sjáv- arútvegsfyrirtæki færu eins að varð- andi vinnu skólafólks. Þrýstingur á lausn Mikill þrýstingur er á báða samn- ingsaðila frá sjómönnum og útgerð- armönnum um að semja. Víða um land hafa útgerðarmenn og sjó- menn rætt óformlega saman um gerð sérsamninga. Þrýstingur á samninga kemur ekki síst frá sjó- mönnum og útgerðarmönnum á skipum sem selja allan afla á mörk- uðum, en deilan um breytingar á fiskverði varðar þá nánast ekkert. Ávinningur sjómanna á þessum skipum af verkfailinu kemur til með að verða lítill þar sem þeir fá hvoit eð er hæsta fiskverð. Viðmælendur Morgunblaðsins sögðu að verði ekki samið í þessari samningalotu aukist líkur á því að einstakir útgerðar- menn og félög geri sérsamninga. „Við höfum orðið varir við að Ekki beðið um íhlutun hins opinbera útgerðarmenn, nánast í öllum landshlutum, hafa lýst áhuga á að ræða við sjómenn og félög þeirra og reyna að komast að samkomu- lagi á þeim vettvangi," sagði Sævar Gunnarsson. Á Sævari var að skilja að hann væri ekki hlynntur því að sjómenn færu slíka leið. Samningar á ein- stökum stöðum tækju fyrst og fremst á afmörkuðum málum en önnur erfiðari yrðu skilin eftir. „Sjómannasambandið er með samningsumboð frá allflestum fé- lögum innan sinna vébanda. Ein- stök félög geta auðvitað tekið samningsumboðið af okkur ef við- ræður um sérsamninga komast á það stig. Það hefur hvergi komið til þess. Ég fullyrði það.“ Sævar sagðist fagna því að sjómenn og út- gerðarmenn ræddust við með óformlegum hætti um lausn því að aðeins með viðræðum yrði deil- an leyst. „Skilaboð til minna um- bjóðenda og útgerðarmanna eru, komið með ykkar lausnir í Karphús- ið og við skulum ræða þær þar. Það er rétti vettvangurinn." Kristján sagði alveg ijóst að út- gerðarmenn innan LÍÚ hefðu ekki umboð til að semja við einstök félög sjómanna eða einstakar áhafnir. Ef útgerðarmenn vildu fara þessa leið yrðu þeir að segja sig úr LÍÚ. Hann sagðist telja að sérsamningar við einstaka hópa sjómanna væri leið sem ekki væri fallin til að leysa deiluna. Kristján sagðist hins vegar skilja óánægju útgerðarmanna og sjó- manna með verkfallið. „Það er fjöldi skipa sem þessi deila varðar ekki neitt. Það er þess vegna óánægja hjá útgerðarmönnum og sjómönn- um, sem eru i þeirri stöðu, yfir að þurfa sitja í verkfalli.“ Sævar sagði að stóra ágreinings- málið væri um breytingar á verð- myndun afla. Nokkur smærri ágreiningsatrið væru þó einnig óleyst t.d. um hafnarfrí og útivist á skipum. Hann sagðist telja að þessi mál myndu leysast ef lausn yrði fundin á ágreiningi um verð- myndun afla. Wilhelm Wessman um gagnrýni HSI Hæsta hótelverð fæst í maí DÆMI er um að hótel á Suð- vesturlandi hafi hækkað verð á hótelgistingu um allt að 168% í maímánuði miðað við verð sem gilti í desember 1994. Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, sagði í grein í Morgunblaðinu sl. laugardag, að hækkun á verðskrá maí 1995 væri að meðaltali 67% miðað við desem- ber 1994. Wilhelm Wessman, fyrrver- andi formaður Sambands veit- inga- og gistihúsa, segir að kjarni málsins sé sá að maímán- uður sé að verða besti ráð- stefnumánuðurinn og þá fáist hæsta hótelverð. Wilhelm fagnar boði Ólafs um gagngera skoðun á fram- vindu málsins og segir að for- svarsmenn HSÍ hafi ekki sýnt samstarfsvilja. „Þeir vildu ekki vinna með ferðaþjónustunni heldur gera þetta allt sjálfir. Það urðu eng- ar gríðarlegar verðhækkanir. Þetta er bara það verð sem okkar ráðstefnugestir almennt greiða á þessum tíma. Að það hafi verið samráð um verð hjá hótelunum er eins og hvert annað bull því hvert hótel sendi inn verðlista fyrir sig og svo var veittur ákveðinn afsláttur frá verðlistanum," segir Wil- helm. Félagsmála- stjóri ráðinn á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. NÝLEGA tók Soffía Gísladóttir til starfa sem félagsmálastjóri á Húsavík er þar um nýtt emb- ætti að ræða. Soffía fluttist til Húsavíkur á fyrsta aldursári ásamt for- eldrum sínum Katrínu Eymuns- dóttur og Gísla G. Auðunssyni lækni og ólst þar upp. Soffía Iauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1986 og BA prófi í uppeldisfræði frá Háskóla íslands 1994. Hluta af náminu í uppeldisfræði stundaði hún við háskólann í Flórens á Ítalíu sem styrkþegi „Erasmus". Soffía er gjft Aðalgeiri Sig- urðssyni, stjórnmálafræði'ngi, sem starfar hjá Skipaafgreiðslu Húsavíkur og eiga þau eina dóttur. En Soffía á janframt tvö börn frá fyrra hjónabandi. Brotist inn í bíla í Hafnarfirði BROTIST var inn í fimm bíla í Hafnarfirði aðfaranótt laugar- dagsins og útvarps- og segul- bandstækjum stolið úr nokkr- um þeirra. Þá var einum bíl stolið frá Kirkjuvegi. Að sögn lögreglu í Hafnar- firði brutu þjófarnir hliðarrúður í bílunum og voru greinilega í leit að verðmætum tækjum. Litlar skemmdir voru unnar á bílunum að öðru leyti. Árgerð 1983 af Mazda 626, R-23462, var stolið frá Kirkju- vegi eftir kl. 5 aðfaranótt laug- ardagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.