Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 15 Sparisjóður Önundarfjarðar Hagnað- urjókst Afnám þjónustugjalda efldi starfsemina tsafírði. Morgunblaðið. AÐALFUNDUR Sparisjóðs Önund- arflarðar var haldinn á laugardaginn var. Eins og undanfarin ár var árið 1994 sparisjóðnum hagstætt og varð innlánsaukning 24,4%, sem er sú mesta hjá bönkum og sparisjóðum á árinu 1994. Útlán jukust um 11,1% og námu í árslok 329,6 milljónum króna, þar af eru endurlánuð afurðal- án 34,4 milljónir eða um 10% af heildarútlánum sparisjóðsins. Rekstrarhagnaður samkvæmt rekstrarreikningi nam 7,6 milljónum króna og hafði aukist um nær 70% milli ára. Eiginfjárstaða sparisjóðs- ins er góð og var eigið fé í árslok 1994 86,5 milljónir króna eða um 24% af niðurstöðutölum efnahags- reiknings og hafði aukist um 10,5% milli ára. A árinu 1994 var Spari- sjóði Önundarfjarðar breytt úr ábyrgðarmannasjóði í stofnfjársjóð og eru stofnfjáreigendur nú 38, en stofnfé í árslok var 800 þúsund. Fram kom á aðalfundinum að fram- lag til afskriftareiknings útlána var 4.150 þúsund krónur, og er staða hans nú 19,8 milljónir. Á fundinum gerði sparisjóðsstjór- inn, Ægir Hafberg, grein fyrir þeirri ákvörðun stjómar sparisjóðsins á síðastliðnu hausti að fella niður færslu- og útskriftagjöld vegna tékkaviðskipta og taldi hann að hagur sparisjóðsins hefði eflst og afkoman batnað í kjölfar þesarar breytingar. En eins og fram hefur komið var Sparisjóður Önundar- fjarðar eina bankastofnunin í land- inu sem felldi umrædd færslugjöld niður á sl. ári. Framlög til velferðarmála Það hefur verið föst venja á aðal- fundum Sparisjóðs Önundarfjarðar að veita framlög og gefa gjafir til líknar- og velferðarmála á starfs- svæði hans og voru á síðasta ári veitt 1.200 þúsund til þessa mála- flokks og ákvað aðalfundurinn að veita sömu ijárhæð til velferðarmála í Önundarfirði í ár. Eftirtaldir fengu framlög að þessu sinni: Minjasjóður Önundarfjarðar 300.000, Gmnn- skóli Flateyrar, vegna kennslu- tækja, 400.000, Grunnskóli Mo- svallahrepps, vegna kennslutækja, 200.000 og íþróttahúsið á Flateyri fékk 300.000 til tækjakaupa. Stjóm sparisjóðsins var öll endur- kjörin á aðalfundinnm gPseagate Seagate® er skrásett vörumerki Seagate Technology Inc. Hágæðadiskar á betra verði VIÐSKIPTI Lufthansa og SAA semja Frankfurt. Reuter. ÞÝZKA flugfélagið Lufthansa hefur samið um samstarf við suður-afríska flugfélagið SAA og þar með mun umfangsmesta samtengt net áætl- unarflugfélaga í heiminum teygja sig til Afríku. Ætlunin er að samræma áætlunarflug félaganna og draga úr kostnaði. Flug milli Suður-Afríku og Þýzkalands verður aukið og „mun þróast í víðtækasta áætlunarflug milli Evrópu og Suður-Afríku.“ Sam- vinna verður á sviðum viðhalds, þjálf- unar, markaðssetningar og sölu að sögn Lufthansa. Margir samningar Fyrir nokkmm vikum samdi Luft- hansa við SAS, sem tengist þar með áætlunarkerfí er teygir sig frá Aust- ur-Asíu og Ástralíu til Norður- og Suður- Ameríku.Undanfarin tvö ár hefur Lufthansa gert svipaða samn- inga við United Airlines, Thai Airwa- ys International, Varig, Canadian Airlines og Ansett í Ástralíu. Þeir hafa átt þátt í að félagið skilaði hagnaði á ný 1994 eftir taprekstur í þrjú ár. ALOE VERA-gelið er ómissandi í sólarlandaferðina (fyrir og eftir sól) ALOE-VERA 98% gelið frá JASON er kristaltært eins og ómengað lindarvatnið úr hreinni náttúrunni. m Áríðandi er að hafa í huga að aðeins ALOE VERA-gel án litar- og ilmefna gefur áþreifanlegan árangur. 98% ALOE VERA gel frá Jason á hvert heimili sem fgrsta hjálp (First Aid). 98% ALOE VERA-gel frá JASON fæst í apótekinu. FjÚAPÓTEK 3ja herbergja íbúö 4ra herbergja ibúö Kaupverð 6.580.000 Kaupverð frá 6.980.000 Húsbréf 4.277.000 Húsbréf 4.537.000 Undirritun samnings 200.000 Undirritun samnings 200.000 Lán seljanda* 1.000.000 Lán seljanda* 1.000.000 Við afhendingu 1.103.000 Við afhendingu 1.243.000 Meðalgreiðslubyrdi á mán. 32.73» l(i. 1 §1111 Medalyreiðsluhyrði á mán. 34.348 lir. *Veitt gegn traustu fasteignaveði 'Veitt gegn traustu fasteignaveði 3ja herbergja íbúð frá Ármannsfelli er góð byrjun á íbúðarkaupum. Tvö herbergi, bað, þvottahús inni í íbúð, eldhús og góð stofa. Góðir skápar eru í svefnherbergjum, smekkleg eldhúsinnrétting og dúkar og teppi á öllum gólfum. Hér fer saman mikið rými og einstakt verð. Hvar annars staðarfærðu fullbúna nýja 4ra herbergja íbúð á öðru eins verði? Þrjú herbergi, stofa, bað, þvottahús inni í íbúð og stór geymsla. íslenskar innréttingar í eldhúsi, á baði og svefnherbergjum eins og í öllum okkar íbúðum. ...og hvenær viltu flytja inn? Nýjarfullbúnar 3ja og 4ra herbergja íbúðir við Vallengi í Grafarvogi Funahöföa 19 • slmi 5B7 3599 1965-1995 Komdu við á skrifstofu okkar að Funahöfða 19 eða hringdu í síma 587 3599 og fáðu nánari upplysingar. ,S1UM Ármannsfell hf. " MHi 't fia %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.