Morgunblaðið - 30.05.1995, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 15
Sparisjóður
Önundarfjarðar
Hagnað-
urjókst
Afnám þjónustugjalda
efldi starfsemina
tsafírði. Morgunblaðið.
AÐALFUNDUR Sparisjóðs Önund-
arflarðar var haldinn á laugardaginn
var. Eins og undanfarin ár var árið
1994 sparisjóðnum hagstætt og varð
innlánsaukning 24,4%, sem er sú
mesta hjá bönkum og sparisjóðum á
árinu 1994. Útlán jukust um 11,1%
og námu í árslok 329,6 milljónum
króna, þar af eru endurlánuð afurðal-
án 34,4 milljónir eða um 10% af
heildarútlánum sparisjóðsins.
Rekstrarhagnaður samkvæmt
rekstrarreikningi nam 7,6 milljónum
króna og hafði aukist um nær 70%
milli ára. Eiginfjárstaða sparisjóðs-
ins er góð og var eigið fé í árslok
1994 86,5 milljónir króna eða um
24% af niðurstöðutölum efnahags-
reiknings og hafði aukist um 10,5%
milli ára. A árinu 1994 var Spari-
sjóði Önundarfjarðar breytt úr
ábyrgðarmannasjóði í stofnfjársjóð
og eru stofnfjáreigendur nú 38, en
stofnfé í árslok var 800 þúsund.
Fram kom á aðalfundinum að fram-
lag til afskriftareiknings útlána var
4.150 þúsund krónur, og er staða
hans nú 19,8 milljónir.
Á fundinum gerði sparisjóðsstjór-
inn, Ægir Hafberg, grein fyrir þeirri
ákvörðun stjómar sparisjóðsins á
síðastliðnu hausti að fella niður
færslu- og útskriftagjöld vegna
tékkaviðskipta og taldi hann að
hagur sparisjóðsins hefði eflst og
afkoman batnað í kjölfar þesarar
breytingar. En eins og fram hefur
komið var Sparisjóður Önundar-
fjarðar eina bankastofnunin í land-
inu sem felldi umrædd færslugjöld
niður á sl. ári.
Framlög til velferðarmála
Það hefur verið föst venja á aðal-
fundum Sparisjóðs Önundarfjarðar
að veita framlög og gefa gjafir til
líknar- og velferðarmála á starfs-
svæði hans og voru á síðasta ári
veitt 1.200 þúsund til þessa mála-
flokks og ákvað aðalfundurinn að
veita sömu ijárhæð til velferðarmála
í Önundarfirði í ár. Eftirtaldir fengu
framlög að þessu sinni: Minjasjóður
Önundarfjarðar 300.000, Gmnn-
skóli Flateyrar, vegna kennslu-
tækja, 400.000, Grunnskóli Mo-
svallahrepps, vegna kennslutækja,
200.000 og íþróttahúsið á Flateyri
fékk 300.000 til tækjakaupa.
Stjóm sparisjóðsins var öll endur-
kjörin á aðalfundinnm
gPseagate
Seagate® er skrásett
vörumerki Seagate Technology Inc.
Hágæðadiskar
á betra verði
VIÐSKIPTI
Lufthansa og
SAA semja
Frankfurt. Reuter.
ÞÝZKA flugfélagið Lufthansa hefur
samið um samstarf við suður-afríska
flugfélagið SAA og þar með mun
umfangsmesta samtengt net áætl-
unarflugfélaga í heiminum teygja sig
til Afríku. Ætlunin er að samræma
áætlunarflug félaganna og draga úr
kostnaði. Flug milli Suður-Afríku og
Þýzkalands verður aukið og „mun
þróast í víðtækasta áætlunarflug
milli Evrópu og Suður-Afríku.“ Sam-
vinna verður á sviðum viðhalds, þjálf-
unar, markaðssetningar og sölu að
sögn Lufthansa.
Margir samningar
Fyrir nokkmm vikum samdi Luft-
hansa við SAS, sem tengist þar með
áætlunarkerfí er teygir sig frá Aust-
ur-Asíu og Ástralíu til Norður- og
Suður- Ameríku.Undanfarin tvö ár
hefur Lufthansa gert svipaða samn-
inga við United Airlines, Thai Airwa-
ys International, Varig, Canadian
Airlines og Ansett í Ástralíu. Þeir
hafa átt þátt í að félagið skilaði
hagnaði á ný 1994 eftir taprekstur
í þrjú ár.
ALOE VERA-gelið er ómissandi
í sólarlandaferðina (fyrir og eftir sól)
ALOE-VERA 98% gelið frá JASON
er kristaltært eins og ómengað
lindarvatnið úr hreinni náttúrunni.
m
Áríðandi er að hafa í huga að aðeins
ALOE VERA-gel án litar- og ilmefna
gefur áþreifanlegan árangur.
98% ALOE VERA gel frá Jason á
hvert heimili sem fgrsta hjálp
(First Aid).
98% ALOE VERA-gel frá JASON
fæst í apótekinu.
FjÚAPÓTEK
3ja herbergja íbúö
4ra herbergja ibúö
Kaupverð 6.580.000 Kaupverð frá 6.980.000
Húsbréf 4.277.000 Húsbréf 4.537.000
Undirritun samnings 200.000 Undirritun samnings 200.000
Lán seljanda* 1.000.000 Lán seljanda* 1.000.000
Við afhendingu 1.103.000 Við afhendingu 1.243.000
Meðalgreiðslubyrdi á mán. 32.73» l(i. 1 §1111 Medalyreiðsluhyrði á mán. 34.348 lir.
*Veitt gegn traustu fasteignaveði 'Veitt gegn traustu fasteignaveði
3ja herbergja íbúð frá Ármannsfelli er góð byrjun á íbúðarkaupum. Tvö herbergi, bað, þvottahús inni í íbúð, eldhús og góð stofa. Góðir skápar eru í svefnherbergjum, smekkleg eldhúsinnrétting og dúkar og teppi á öllum gólfum. Hér fer saman mikið rými og einstakt verð. Hvar annars staðarfærðu fullbúna nýja 4ra herbergja íbúð á öðru eins verði? Þrjú herbergi, stofa, bað, þvottahús inni í íbúð og stór geymsla. íslenskar innréttingar í eldhúsi, á baði og svefnherbergjum eins og í öllum okkar íbúðum.
...og hvenær viltu flytja inn?
Nýjarfullbúnar 3ja og 4ra herbergja íbúðir við Vallengi í Grafarvogi
Funahöföa 19 • slmi 5B7 3599 1965-1995
Komdu við á skrifstofu okkar að Funahöfða 19
eða hringdu í síma 587 3599 og fáðu nánari upplysingar.
,S1UM
Ármannsfell hf.
" MHi 't
fia
%