Morgunblaðið - 30.05.1995, Side 18

Morgunblaðið - 30.05.1995, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Loftárásir NATO-flugvéla á Bosníu-Serba misheppnuð aðgerð Juppé gagnrýnir yfir- stj órn friðargæsluliðs SÞ Sanijevo, London, París. The Daily Telegraph, Reuter. LJOST þótti í gær að hvorki Evrópuríkin né Bandaríkin vilja að aftur verði gerðar loftárásir á stöðvar Bosníu-Serba af ótta við að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna, sem Serbar halda föngnum, myndu verða fórnarlömb slíkra aðgerða. Bosníu-Serbar héldu í gær á fjórða hundrað gæsluliða á sínu valdi og vou sumir bundnir við staura í grennd við líkleg skotmörk herflugvéla Atlantshafsbandalagsins, NATO. Svo virðist sem algert ráðleysi ríki nú meðal stórveldanna og ráðamanna SÞ vegna þess kverkataks sem Serbar hafa. Gæsluliðarnir eru ekki búnir nægilega öflugum vopnum til að veija sig. Auk þess eru þeir dreifðir um mestalla Bosníu og yfirleitt fáir menn í hveijum hóp. Stöðug fundahöld voru um Bos- níumálið um helgina hjá fulltrúum fimmveldanna, þ.e. Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Rússlands. Jacques Chirac Frakklandsforseti gaf í skyn að Frakkar myndu kalla gæsluliða sína heim og Alain Juppé forsætisráðherra gagnrýndi harðlega loftárásir NATO fyrir helgi, sagði að huga þyrfti að af- leiðingunum áður en gripið væri til slíkra ráða. „Mikilvægast af öllu er að koma í veg fyrir að hermennirnir séu svo berskjaldaðir. Sé það ekki hægt eigum við að draga liðið á brott,“ sagði Juppé. Furðu gegnir að gíslatakan skyldi kom á óvart Yfirmaður gæsluliðsins í Bosn- íu er breskur hershöfðingi, Rup- ert Smith. Það var hann sem bað um loftárásir NATO er Serbar höfðu brotið gegn vopnahlésskil- málum og tekið á ný þungavopn sín sem verið höfðu í vörslu gæsluliða SÞ. Mörgum þykir furðu gegna að viðbrögð Bosníu- Serba, gíslatakan, skyldu koma á óvart þar sem þeir höfðu margoft hótað slíkum aðgerðum ef ráðist yrði á þá. Frakkar og Bretar hafa lagt fram flesta hermenn til friðargæsluliðs SÞ. John Major, forsætisráðherra Breta, ráðgaðist við æðstu yfirmenn hermála á sunnudag og var ákveðið að senda um 6.000 manna, sérþjálfað lið á vettvang til styrktar liðinu í Bos- níu. Major sagði fyrr um daginn að hann væri andvígur því að gæsluliðið yrði kallað burt, það hefði enn hlutverki að gegna. Utanríkisráðherra týndi lífi Á sunnudagsmorgun skutu Bosníu-Serbar niður þyrlu sem var á Ieið með utanríkisráðherra Bos- níu, múslimann Irfan Ljubijankic, frá múslimahéraðinu Bihac til Sarajevo og fórust allir um borð. Ljubijankic var 43 ára gamall. Fjórir fórust í Tuzla Fjórir óbreyttir borgarar féllu í árásum Serba á múslimaborgina Tuzla á sunnudag en þar týndu 68 lífi' á fimmtudag er Serbar gerðu skyndilega sprengjuárás á göngugötu. Nokkru færri fórust er sprengju var varpað á markaðs- torg í Sarajevo í fyrra. Múslimar sögðu þá að Serbar hefðu verið að verki en rannsókn SÞ sýndi að líklega hefðu múslimahermenn verið sökudólgarnir. Reuter BRESKI hermaðurinn Adam Hildred gætir radar- og eftirlits- stöðvar í hæðunum fyrir ofan Sarajevo. Thatcher vill hamra á deilum í Verkamannaflokknum Segir Blair ekki vera sósíalista London. The Daily Telegraph. TONY Blair er að líkindum „öflug- asti leiðtogi“ Verkamannaflokks- ins breska í þijá áratugi og ætli íhaldsflokkurinn að koma á hann höggi verður að beina athygli al- mennings að róttækum vinstrisinnum í forystuliði Blairs. , fyrrverandi leið- togi íhaldsmanna, lét þessar skoðanir í Ijós í viðtali við Sunday Times um helgina. „Eg hefði hamrað af öllum kröftum á þessum mótsögnum,“ sagði Thatc- her og virtist með þessum orðum gagnrýna þær að- ferðir sem núverandi for- ysta íhaldsflokksins hefur notað gegn aðalandstæð- ingum sínum. I síðara bindi æviminninga sinna gagnrýnir Thatcher mjög arftaka sinn, John Major og telur hann vera.reikul- an og skorta framtíðarsýn. Blair hefur sveigt stefnu flokksins mjög inn á miðju eftir að hann var kjörinn flokks- leiðtogi í fyrra. „Hann segist trúa á það sem hann boðar og ég held að hann geri það,“ sagði Thatcher. Hún taldi að ekki væri hægt að kalla Blair sósíalista en það væri á hinn bóginn fullt af sósíal- istum í bakvarðasveit Verka- mannaflokksins á þingi. íhaldsflokkurinn ætti að nýta sér ágreining Blairs við vinstrisinnana sem „halda að opinberar fjár- veitingar leysi allan vanda - þetta er runnið þeim í merg og bein“. Blair hefur átt í útistöð- um við vinstrisinna í flokki sínum um margvís- leg mál. Þeir voru margir andvígir því að fella á brott úr stefnusskránni ákvæði um þjóðnýtingu .atvinnufyrirtækja, Blair sendi son sinn, Euan, í einkaskóla þótt flokk- urinn sé .andvígur einka- skólum og flokksleiðtog- inn hefur neitað að verða við kröfum um að Verka- mannaflokkurinn lofi því að lág- markslaun verði lögbundin og nefnd ákveðin tala í því sambandi fyrir næstu þingkosningar. Margaret Thatcher Reuter Hafna mati Norð- manna á hrefnu Dyflinni. Reuter. VÍSINDANEFND Alþjóðahval- veiðiráðsins tilkynnti í gær, að ekki væri hægt að treysta mati Norðmanna á stærð hrefnu- stofnsins við Noreg. Væri ástæð- an sú, að það hefði byggst á tölvulíkani, sem síðan hefði reynst rangt. Norðmenn ákváðu kvóta með tilliti til stofnstærðaráætlana en fyrir skömmu urðu þeir að viður- kenna, að skekkja væri í tölvulík- aninu og stofninn samkvæmt því ekki alveg jafn stór og þeir hefðu talið. Var kvótinn skorinn niður í samræmi við það. Þrátt fyrir þessa leiðréttingu lýsti vísindanefndin því yfir, að ekkert væri að byggja á norskú útreikningunum en gat þó ekki lagt fram neitt mat sjálf á stofn- stærð hrefnunnar í Norðaustur- Atlantshafi. Er stefnt að því að það liggi fyrir að ári. Á myndinni sjást liðsmenn Greenpeace-samtakanna sem efndu til mótmæla við Dyflinn- arkastala í gær er þar hófst 47. ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðs- ins. Beindu þeir spjótum sínum m.a. að Norðmönnum. Fulltrúar 32 ríkja sitja fundinn. Átta drukkn- uðu í Rane SÆNSKIR björgunarmenn hættu í gær leit að áttunda fórnarlambi slyss er varð í ánni Rane í Norður-Svíþjóð á sunnu- dag. Fjórtán manna hópur hafði farið á gúmbát niður ána sem var óvenju vatnsmikil og köld. Bátnum hvolfdi og hafa lík fimm karla og tveggja kvenna fundist en talið er að kuldinn hafi orðið fólkinu að aldurtila. Óstarfhæft þing NÝKJÖRIÐ þing Hvíta-Rúss- lands er óstai-fhæft í kjölfar þingkosninga, sökum dræmrar kosningaþáttöku á sunnudag að sögn yfirkjörstjórnar. Kosn- ingarnar voru hinar fyrstu frá því að landið hlaut sjálfstæði. I fyrstu umferð kosninganna hlutu 18 þingmenn bindandi kosningu en 102 í annarri um- ferð. Það er tæpur helmingur fulltrúa á þingi Hvíta-Rúss- lands. Þessi úrslit færa forseta landsins, Alexander Lúkas- hjenkó, nær alger völd en hann gerði allt til þess að koma í veg fyrir kosningarnar. Deng sagður við góða heilsu DENG Xiaoping leiðtogi Kína er við ágæta heilsu að sögn sonar hans, Deng Pufang. Það stangast á við upplýsingar dótt- ur Dengs, sem sagði í janúar að héilsu hans hrakaði stöðug. Deng Pufeng er í fyrirlestraferð í Ástralíu þar sem hann hyggst vekja athygli á málefnum fatl- aðra en hann er bundinn við hjólastól. Deilt um árangur við- ræðna KÍNVERSK og tævönsk yfir- völd voru í gær ekki á einu máli um hvort einhver árangur hefði náðst á fundi þeirra í Tævan. Kínverskir embættis- menn sögu hann árangursríkan og að samkomulag hefði náðst um áframhald viðræðna en Tævanir voru ekki á sama máli og kváðust efins um að viðræð- urnar myndu leysa nokkurn vanda. Meðal þess er rætt hefur verið eru viðskiptahagsmunir Tævana í Kína og tengsl þeirra við yfirvöld í Hong Kong. Jarðskjálfti á Kýpur JARÐSKJÁLFTI sem mældist að minnsta kosti 5 stig á Ric- hter-kvarða skók bæinn Paphos á Kýpur í gærmorgun. Litlar skemmdir urðu og nær engin slys á fólki en mikil skelfing greip um sig í bænum. Slösuðust í nauðlendingu TUTTUGU og einn hlaut minni háttar meiðsli í gær er eldur kviknaði í hreyfli risaþotu Cat- hay Pacifíc flugfélagsins og hún nauðlenti í Hong Kong skömmu eftir flugtak.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.