Morgunblaðið - 30.05.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 30.05.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 19 Flokkur Aznars sigraði í sveitar- stj órnakosningum á Spáni Tap sósíalista minna en spáð hafði verið Madrid. Reuter. ALÞÝÐUFYLKINGIN (PP), flokk- ur mið- og hægrimanna á Spáni, vann mikinn sigur í sveitarstjórna- kosningum á sunnudag og hlaut um 35% atkvæða. Stjórnarflokkur sósíalista fékk um 30% sem er nokkru meira en skoðanakannanir höfðu spáð. Þingkosningar eiga að fara fram 1997. Flokkur katalón- skra þjóðernissinna, sem ver sósíal- istastjórn Felipe Gonzalez forsætis- ráðherra falli á þingi, hét því í gær að styðja hann a.m.k. til ársloka. Vinstrabandalagið, þar sem kommúnistar eru öflugastir, var með um 11%, aðrir flokkar minna. „Við höfum tekið næst-síðasta skrefið - næst er það stjórnarfor- ystan á Spáni,“ sagði Jose Maria Aznar, leiðtogi PP á fundi með þúsundum liðsmanna sinna sem fögnuðu ákaft. Gonzales ber sig vel PP var sigurvegari í 10 af 13 sjálfstjórnarhéruðum landsins og hefur hreinan meirihluta í fimm, flokkurinn er með meirihluta í 32 af 52 héraðshöfuðborgum og hélt auðveldlega meirihluta í Madrid. Flokkurinn náði einnig meirihluta í stjórn Madrid-héraðs þar sem sós- íalistar hafa verið öflugastir. Fram- bjóðandi PP velti bórgarstjóra sós- íalista úr sessi í Zaragoza. Borgar^ stjórinn í Barcelona, sem er sósíal- istinn Paquai Maragall, hélt á hinn bóginn velli í slag gegn frambjóð- anda katalónskra þjóðernissinna. Sósíalistar hafa verið við völd óslitið frá 1982 og hafa kannanir verið þeim mjög mótdrægar undan- farin ár en nokkrir af forystumönn- um flokksins hafa orðið uppvísir að fjármálaspillingu. Einnig hafa æðstu ráðamenn verið bendlaðir við vafasamar aðferðir sem lögreglan hefur beitt í baráttunni við hermd- arverkamenn ETA, basknesku að- skilnaðarsinnanna. Atvinnuleysi á Spáni er meira en í flestum ríkjum álfunnar. Gonzales bar sig vei í gær og benti á að flokkurinn hefði endur- heimt helminginn af fylginu sem tapaðist til PP í kosningum til Evr- ópuþingsins í fyrra. Flokkurinn ætti stuðning „frábærs kjósenda- hóps“ og myndi geta unnið kosning- arnar 1997 með glæsibrag. Jordi Pujol, leiðtogi þjóðernis- sinna í Katalóníu, sagði úrslitin sýna að kjósendur væru áhyggju- fullir og hvatti sósíalista til að draga lærdóma af niðurstöðunum. Viðbrögð á fjármálamörkuðum voru afar lítil, gengi pesetans var óbreytt í gær. Sumir heimildarmenn töldu þó að sósíalistar hefðu unnið nokkurn varnarsigur og væru nú líklegri til að taka efnahagsmálin fastari tökum en ella. Reuter STUÐNINGSMENN Alþýðufylkingarinnar hylla leiðtoga sinn, Jose Maria Aznar, á sunnudagskvöld eftir að ljóst varð að flokk- urinn hafði unnið mikinn sigur í sveitarsljórnakosningum á Spáni. Reuter Eftirlit í Tsjetsjníju RÚSSNESKUR hermaður kann- ar skilríki tsjetjenskrar konu í bænum Asínskaja. Snáðinn í kerrunni kærir sig kollóttan. Hart er barist í Tsjetsjníju og hefur rússneski herinn náð hæð- um fyrir ofan þorpið Serzhen- Turt eftir margra daga bardaga. Kosið í Mexíkó Afhroð stjórnar- flokksins Guanajuato í Mexíkó. Reuter. BYLTINGARFLOKKURINN í Mex- íkó, PRI, beið mesta ósigur í 66 ára valdatíð sinni í kosningum á sunnu- dag er stjórnarandstæðingur hlaut meirihluta atkvæða í ríkisstjórakjöri í sambandsríkinu Guanajuato. Stjórnmálaskýrendur telja að kjós- endur séu að refsa PRI vegna efna- hagskreppunnar og víðtækrar spill- ingar meðal ráðamanna. Guanajuato er í miðhluta lands- ins. Er búið var að telja um helming atkvæða hafði Vicente Fox, fram- bjóðandi Þjóðarátaksflokksins, PAN, fengið tæp 60% en frambjóðandi PRI, Ignacio Vazquez Torres, 30,7%. Fox er bóndi en hlaut menntun sína við Harvard-háskóla í Banda- ríkjunum. Hann segir það mikilvæg- asta markmið sitt að PRI-maðurinn Ernesto Zedillo verði síðasti maður- inn ^úr stjórnarflokknum er gegni embætti forseta Mexíkó. í Sfimbandsríkinu Yucatan sagði landskjörstjórn að frambjóðandi PRI væri með meirihluta er 83% atkvæða höfðu verið talin. Talsmenn PAN vefengdu þær tölur, sögðu sinn mann vera með nauman meirihluta. Heimildarmenn fullyrða að PRI hafi á valdaferlinum óspart beitt kosningasvikum til að tryggja sér sigur; flokkurinn hefur oft misnotað aðstöðu sína í ríkisfjölmiðlum. Sam- bandsríkin eru 31 og hafa stjórnar- andstæðingar aðeins náð að vinna ríkisstjóraembætti í fjórum þeirra frá 1929 er PRI náði'völdum. GINGKO BILOBA* eykur súrefnisflæði til heilans Musteristré var eina jurtin sem liföi af eldstorminn í Híroshima. Þetta austurlenska tré er hið eina sinnar ættar sem enn fyrirfinnst á jörðinni. Vísindamenn hafa fundið efni í laufum trésins sem örva blóðstreymið til allra finustu æðanna, meðal annars æðanna á heilasvæðinu og auka þar með súrefnisflæði til heilans. Því er musteristré notað í kínverskum náttúru- lækningavísindum til að koma í veg fyrir að starfsemi heilans hraki fyrir aldur fram og til að efla minnið. Vinsældir þessarar jurtar einskorðast ekki við sérfræðinga í krossgátum og gestaþrautum. Þeir sem þurfa að hafa sellurnar í lagi hvort heldur í leik eða starfi, byggja sig upp með GINGKO BILOBA. jjggj |__^^_j *fsl.:Musteristré. Skólavörðustíg &Kringlunni Guli miðinn tryggir að þú fáir töflur sem innihalda a.m.k. 24% Heterósíða (virku efnin í jurtinni)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.