Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 3 995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNPIR lláskólabíó ROBROY ★ ★'/! Leikstjóri. Michael Caton-Jones. Aðalleikendur Liam Neeson, Je3sica Lang, Tim Roth, Eric Stoltz, John Hurt, Andrew Keir, Brian Cox. Bandarísk. United Artists 1995. í UPPHAFI kemur fram að United Artists, kvikmyndarisinn sem færði kvikmyndahúsgestum ómælda skemmtun i gegnum árin, er aftur komið á blað í Hollywood, og er það vel. U.A. gerði einmitt á sínu blómaskeiði margar af bestu skylmingamyndum kvikmynda- sögunnar, með Douglas Fair- banks, Basil Rathbone og fleiri knáum köppum. Rob Roy flokkast þó ekki undir hefðbundna skylm- ingamynd þó geirar syngi af mikl- um móð, frekar en vestra, þrátt fyrir hefðbundin knæpueinvígi og kúadráp, né víkingamynd, þar sem hún er fullmikið af hinum tveim. Hún er því sambland af þessu öllu og þrátt fyrir mikilúðlegt um- hverfi, ábúðarmikla leikara, dra- matík og dollaraflæði, hafa sést mun betri vestrar, skylminga- og að maður tali ekki um víkinga- myndir. Rob Roy minnir á dreka, sem þrátt fyrir fyörkippi, vaknar aldrei almennilega til lífsins. Kvikmyndin er lauslega byggð á sögusögnum um Robert McGregor, vandræðamann sem uppi var á öndverðri 18. öld (ekki 17., einsog stendur í kynningu og áuglýsingum) og Skotar tóku í dýrðlingatölu þar sem Roy (Liam Neeson) átti það til að miðla fá- tæklingum af þýfí sem hann hafði af höfðingjum. Hróa hattar- Heiður Há- lend- ingsins ímyndin er þó ekki í forgrunni heldur átök hans við varmennið Cunningham (Tim Roth), hand- bendi Montrose markgreifa (John Hurt). Montrose veitir hinum fé- vana Rob Roy, höfðingja McGreg- orættarinnar, lán til að fjárfesta í nautgriparekstri. Cunningham rænir sendimann Roys og kemur á hann sökinni. Gerir McGregorum ýmsar aðrar skráveifur svo úr verður ættarstríð sem Roy og hans menn verða að heyja úr útlegð. Hefndin er sæt og engin vopn bíta á þjóðsagnahetjum. Engu hefur verið til sparað að gera Rob Roy sem best úr garði hvað útlitið snertir, og það sýnir sig. Áhorfandinn furðar sig á því hvar tökumennirnir hafa fundið jafnvíðfeðm, ósnortin landflæmi á skosku Hálöndunum og raun ber vitni. Búningar og sviðsmyndir eru vandaðar og trúverðugar. Þeir fletir sem teknir eru á sögunni bjóða uppá drama, átök og skemmtun og þetta er alltsaman til staðar. Líka nýjasta tískukveisa Hollywood- stórmynda; lengdin. Það er engin spurning að Rob Roy hefði orðið mun betri skemmtun ef hún hefði verið stytt um 30 - 60 mínútur. Myndin líður fyrir hægagang einkum í upphafi og um miðbikið. Hér skortir einnig þjálla handrit og manneskjulegra, áhorfandinn hefur ekki mikla sam- úð með McGregorklaninu. Neeson fer myndarlega með titilhlutverkið en ekkert meira en það, ofurstjarn- an fæðist ekki að þessu sinni. Jessica Lang leikur með sóma að venju en beitir fyrir sig annarlegri tóntegund á ögurstundum sem svo sannarlega minnir á að við erum að horfa á bíómynd. Skúrkarnir eru í dugandi höndum Johns Hurt og Tims Roth en báðar persónurn- ar eru frá höfundar hendi algjör- lega óspennandi illmenni og á þeim bitnar manna mest höfuðgalli handritsins, húmorsleysið. Því má ekki gleyma ef vel á að vera en hér er það helst að fínna í auvirði- legum homma- og sauðriðilsbrönd- urum. Slíkt skopskyn hæfir ekki mynd af þessari stærðargráðu, frekar en einstaka, undarlega klénar samræður og tilsvör. Vandræða- legar senur líkt og þegar litli bróð- ir Roys veður uppí höku á eftir óvígum her fjenda þeirra og á at- höfnin að spegla eindæma garps- hátt en virkar sem flónska. I svip- uðum gæðaflokki er furðulega ódýrt þokuatriði á heiðinni. Því fer þó fjarri að hér séu tóm leiðindi á ferð, Rob Roy er kraft- mikil á köflum, sverðaglamið dýrð- leg tilbreyting frá vélbyssugeltinu. Útlitið óaðfínnanlegt, skemmtana- gildið í vænu meðallagi og grunnt á enn betri mynd. Það virðist auð- velt að hefla af myndinni vankant- ana, þeir eru svo auðsæir. Sæbjörn Valdimarsson mundu! IfJ ~l J..J stafa símanúmer Símanúmera- breytingarnar taka gildi laugar- daginn 3. júní Númer breytast sem hér segir: 55 bætist framan við fimm stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 5 bætist framan við sex stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 42 bætist framan við öll símanúmer á Suðurnesjum 43 bætist framan við öll símanúmer á Vesturlandi 456 bætist framan við öll símanúmer á Vestfjörðum 45 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi vestra 46 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi eystra 47 bætist framan við öll símanúmer á Austurlandi 48 bætist framan við öll símanúmer á Suðurlandi Eftir breytingarnar þarf ekki lengur að velja svæðisnúmer. Farsíma- og boðtækjanúmer. Talan 9 fellur burt þannig að farsímanúmer byrja á 85, GSM númer á 89 og boðtækjanúmer á 84. Dæmi: 985 489 89 verður 854 8989. PÓSTUR OG SÍMI Morgunblaðið/Helgi Ólafsson MARGRET Bóasdóttir söng ásamt Kór Raufarhafnarkirkju. Vortónleikar Kórs Raufarhafnarkirkju Raufarhöfn. Morgunblaðið. VORTÓNLEIKAR Kórs Raufarhafn- arkirkju og Margrétar Bóasdóttur, sópran, fóru fram í Hnitbjörgum á Raufarhöfn. Kór Raufarhafnarkirkju söng bæði innlend og erlend lög undir stjórn og píanóleik Stefaníu Sigurgeirsdótt- ur, tónlistarkennara í Raufarhöfn. Margrét Bóasdóttir söng einsöng við undirleik Wolfgang Tretzsch píanó- leikara bæði innlend og erlend lög og einnig söng Margrét einsöng með kórnum. Kór og einsöngvara var fagnað með dynjandi lófaklappi og urðu að endurtaka mörg lög og sýndu áheyr- endur það svo mjög að þarna var listafólk á ferð. Margrét er Raufar- hafnarbúum að góðu kunn, hún hef- ur sungið sig inn í hjörtu þeirra með fádæma fallegum söng en aldrei af jafnmikilli list og nú og þökk sé henni. Stefanía hefur stjómað Kór Rauf- arhafnarkirkju að undanförnu og hefur henni tekist að laða fram hjá því fólki, sem í kómum starfar, mikla hæfíleika það sýndi söngur þeirra á þessum tónleikum sem sóttir voru af fólki frá Þórshöfn og Kópaskeri ásamt fólki af sveitarbæjum þar á milli. Raufarhafnarbúar og aðrir sem þessa tónleika sóttu eru þakklátir því listafólki sem þarna kom fram og sérstaklega þarf að þakka Mar- gréti Bóasdóttur fyrir það sem hún hefur á sig lagt til að þessir tónleik- ar yrðu jafnánægjulegir sem raun ber vitni. Við þurfum meira af þessu og því um líku hingað og nú er kom- ið mjög fullkomið og vandað pfanó í Félagsheimilið Hnitbjörg þannig að það þarf ekki að stoppa listafólk af við að heimsækja okkur til Raufar- hafnar. Tónlistarskóla Kópavogs slitið SKÓLASLIT Tónlistarskóla Kópa- vogs fóru fram í Digraneskirkju 18. maí sl. að viðstöddu fjölmenni og þar með lauk 32. starfsári skólans. I upphafi athafnarinnar lék blokk- flautusveit skólans danslög frá renaissance-tímanum. Sú nýjung leit dagsins ljós sl. haust að tekið var upp samstarf milli tónlistarskólans og Snælands- skóla á þann veg að tónlistarskólinn setti þar upp útibú fyrir forskóla- kennslu. Ákvéðið er að auka þessa kennslu við Snælandsskóla á næsta starfsári og taka einnig upp for- skólakennslu við Smáraskóla, en báðir þessir skólar eru einsetnir og er það forsendan fyrir þessum möguleika. Eins og jafnan áður setti tón- leikahald mikinn svip á skólastarfíð. Á aðventunni komu nemendur einn- ig víða fram utan skólans, tóku m.a. þátt í jólatónleikum æskufólks í Kópavogi er fram fór í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni og Óperu- smiðjan flutti í annað sinn söngleik- inn Hin fyrstu jól eftir Michael Hurd. Meðal tónleika í vor voru svo- nefndir íslenskir tónleikar þar sem eingöngu voru flutt íslensk tónverk. Sérstaka athygli vöktu þijú verk nemenda skólans. Á afmælisdegi Kópavogs 11. maí sl. efndi bæjarstjómin til móttöku í Gerðarsafni. Listamönnum í bæn- um voru veittar viðurkenningar og jafnframt var sérstakt fjárframlag veitt til listhópa og stofnana í viður- kenningarskyni og meðal þeirra var Tónlistarskóli Kópavogs. Bokaverðir fagna nýju safni 13. ÁRSÞING Bókavarðafélags ís- lands, haldið í Norræna húsinu 13. maí 1995, samþykkti eftirfarandi ályktun: Þann 1. desember 1994 var nýtt bókasafn, Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn, opnað í Þjóðarbók- hlöðu. Safnið er stærsta rannsóknar- bókasafn landsins, í senn þjóðbóka- safn og bókasafn Háskóla íslands. Ársþing Bókavarðafélags íslands fagnar opnun hins nýja safns og skorar á ríkisstjórn og önnur hlutað- eigandi yfirvöld að tryggja því nægi- legt fjármagn til áframhaldandi upp- byggingar og rekstrar. Sterk fjár- hagsleg staða safnsins er forsenda þess að það geti gegnt víðtæku menningar- og menntunarhlutverki sínu, svo og forystúhlutverki í bóka- safnsmálum landsins. Þingið vekur athygli á að bókaút- gáfa og ritakaup bókasafna hafa dregist saman með tilkomu virðis- aukaskatts á bækur og tímarit og mælist til að skatturinn verði felldur niður af bæði innlendum og erlendum tímaritum. Það myndi létta mikið rekstur Landsbókasafns - Háskóla- bókasafns, svo og annarra safna. Stöðug og mikil kaup bókasafna á vönduðum ritum eru forsenda fjöi- breyttrar og góðrar menntunar í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.