Morgunblaðið - 30.05.1995, Page 26

Morgunblaðið - 30.05.1995, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 ▼ MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR NÝJAR hugmyndir um fiskveiðistjómun voru viðraðar fyrir nýaf- staðnar kosningar og vöktu talsverða athygli. Hvað lengst gengu frambjóðendur Fram- sóknar á Reykjanesi, sem vildu ýta togurunum utar í landhelginni og eftirláta þeim aðeins 15% af þorskinum. Þing- menn Sjálfstæðisflokks- ins á Vestíjörðum vilja hins vegar halda þorsk- inum fyrir dagróðrarbát- ana. Hvort tveggja eru þetta róttækar breytingartillögur við það kerfi sem ríkt hefur og þá þróun sem orðin er í sjávarútvegs- ráðherratíð Þorsteins Pálssonar. Á liðnum 4 árum hefur frysting úti á sjó nánast tvöfaldast. Þetta gerist á sama tíma og erfíðlega hefur gengið að framfylgja lögum og reglugerðum um að frystiskip skuli nýta allan afla um borð, m.a. með fískimjölsvinnslu og koma með all- an afla að landi. Dagróðrarbátar skila öllum fískinum til vinnslu í landi og skapa þannig bæði atvinnu og verðmæti, á meðan slíkum afurð- um er nær alfarið hent í sjóinn á frystitogurum. Skerðing krókaleyf- isins hefur hins vegar sett físk- vinnsluna í margfalt meiri vanda en áður og eyðilagt rekstrargrund- völl krókabátanna. Fáránleiki kvótakerfisins Kvótaumhverfínu má í raun lýsa með eftirfarandi hætti: Fiski kastað Skip og bátar geta veitt eins mikið og þeim sýnist og nánast hvar sem er, en þeir mega ekki koma með að landi nema ákveðinn kílóafjölda af hverri teg- und. Þess vegna henda menn smáum, gömlum og verðminni físki, en koma með þann nýrri, stærri og verðmeiri að landi. Hvatning til óheiðarleika Kvóta- kerfið hefur valdið því að heiðarleg- asta stétt landsins, hinn náttúrulegi veiðimaður, hefur misst trúna á réttlætið og neyðin kennir honum að spila eftir leikreglum rangláts kerfís; hann hendir verðlitlum físki en er á sama tíma með allar klær úti til að komast með fískinn að landi, án þess að hann reiknist til kvóta. Kvótaeignin Auðugar stórút- gerðir hafa fjárfest í kvótanum og á sama tíma byggt ný og afkasta- meiri skip. Þannig hafa hinir ríku sölsað undir sig kvótann en hinn almenni útgerð- armaður gefíst upp og farið á atvinnu- leysisbætur. Stóraukið atvinnu- leysi Atvinnuleysi hefur stóraukist hjá fískvinnslufólki í landi en vinnan færst til útvalinna sjó- manna um borð í frystiskipunum. Þótt tilkoma íslensku físk- markaðanna hafí stöðvað að mestu út- flutning á ísuðum, óunnum físki, hefur fískvinnslufólki í landi samt sem áður fækkað úr 8.000 í 6.500. Kvótabraskararnir Þeir fá kvót- ann endumýjaðan frá ríkinu árlega, endurgjaldslaust, og leigja hann Fullnýting sjávarafla getur aðeins orðið að veruleika, segir Jón Asbjörnsson, sé komið með allan fískinn að landi. kvótalausum útgerðarmönnum á uppsprengdu verði. Þeir síðar- nefndu eiga engra kosta völ því sé þorskinum landað án kvóta, missa þeir veiðileyfíð, þótt þeir eigi nægan kvóta í öðrum tegundum. Lénsherrarnir Fiskverkendur sem eiga kvóta, bjóða sjómönnum og útgerðarmönnum smánarverð fyrir aflann gegn kvóta og draga þannig fiskinn tii sín frá fiskmörk- uðunum. Fyrir vikið greiða þeir mun minna fyrir hráefnið en aðrir og í krafti þessa geta þeir undirboðið framleiðslu sína á erlendum mörk- uðum. Þetta heitir víst hagræðing á máli LÍÚ. Sjómenn mótmæla nú þessu lénsskipulagi með verkfalls- aðgerðum. Friðun í stað kvóta Fiskveiðistjómun framtíðar mætti hugsa sér á þeim nótum að friðun kæmi í stað kvóta og stýring yrði miðuð við stærð skipa og veið- arfæri. Krókaleyfi Veiðileyfi minnstu bátanna, innan við 10 tonn, á að takmarka við króka og veiði á grá- sleppu. Hins vegar ber að loka veiði- svæðum þegar þörf krefur til vemd- unar smáfiski. Sérveiðileyfí Bátum af stærðinni 10-150 tonn á að veita sérveiðileyfi á hinar ýmsu tegundir. Einnig má heimila þeim togveiðar og netaveið- ar þar sem sókn er takmörkuð. Þessir bátar gætu einnig valið krókaleyfín, sem þá útilokaði þátt- töku þeirra í öðmm veiðiskap. Línuveiðar Hinum hefðbundnu ísfísktogumm þarf enn að fækka. í staðinn eiga að koma stór línu- skip með sjálfvirkar beitningarvél- ar, sem geta stundað veiðar í öllum veðmm . í dag beita um 10 stór skip þessari aðferð og fá jafnan hæsta verð á fiskmörkuðum. Fiskur sem þannig er verkaður heldur uppi gæðum íslenska saltfisksins. Frystitogarar Þeir em komnir til að vera og eiga að nýta þær tegund- ir sem halda sig á djúpslóð og þá einkum karfa. Þessi skip em, ásamt ísfísktogurunum, hættulegust hvað varðar ofveiði og smáfiskadráp. Frystitogarar og nótaskip geta lifað við kvótakerfi vegna stærðar og hreyfanleika. Krafan um fullnýtingn Fullnýting sjávarafla getur að- eins orðið að vemleika sé komið með allan fískinn að landi. í landi er fjárfesting í húsnæði og tækjum í kringum hvem fiskvinnslumann 1,5-2,5 milljónir króna en á frysti- togumm 50-80 milljónir. Laun físk- vinnslumannsins í landi, með yfir- borgun og bónus, em um 80 þús- und krónur á mánuði en um borð í frystitogara 300-500 þúsund krón- ur. Það sem er óhagkvæmt að vinna um borð í frystitogaranum er hag- kvæmt að vinna í landi. Það vita allir sem nálægt físk- vinnslu koma að 80-90% þess verð- mætis sem fískurinn skilar fæst fyrir flakið, - þann hluta sem frysti- togaramir vinna. Flakið vegur hins vegar aðeins um 40% af þyngd þorsksins. Með öðmm orðum, á frystitogara er 60% af fískinum hent aftur í sjóinn vegna þess að úrvinnsla þess telst ekki hagkvæm. í landi má hins vegar nýta þessi 60% til margvíslegrar vinnslu og auka heildarverðmæti þorsksins um allt að 20%. Má þar nefna vinnslu á lifur, maming, fés, kinnfisk, kinn- ar, gellur, lundir, klumbru og hnakka. Og að endingu fer úrgang- urinn í bræðslu. í hlutarins eðli liggur að slík vinnsla skapar mörg störf; hráefnið er tiltölulega ódýrt og því fer verð- mætasköpunin að mestu í vinnu- laun. Kjörorð verkalýðsins ætti því að vera: „Fæmm fískinn ferskan og heilan í land.“ Höfundur rekur eigin heildverslun ogfiskverkun oger formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. ÞANN 17. maí sl. birtist í Morgunblað- inu grein eftir Guð- mund J. Guðmunds- son, formann Dags- brúnar, þar sem hann hvetur til raunhæfra aðgerða til að draga úr fyrirsjáanlegu stór- tjóni vegna steypu- skemmda í húsum sem byggð vom hér í borg á tilteknu árabili. í grein Guðmundar kemur fram tímabær ábending þar sem hann hvetur til að- gerða og bendir á að skapa megi 200-400 störf ef rétt er á haldið, og bjarga miklum fjár- munum. Guðmundur kemur víða við og er hægt að taka undir margt af því sem hann er að segja. Guð- mundur segir hús víða illa farin í borginni vegna steypuskemmda og bendir m.a. á að verði ekkert að gert þá verði illa búandi í mörgum þessara húsa strax um aldamót og þau verði fyrir varanlegum og óbætanlegum skemmdum. At- vinnuástand í byggingariðnaði er nú og hefur verið undanfarin þrjú ár með því versta sem við höfum upplifað og í nýbyggingum eru ekki verkefni af því tagi sem skap- að gætu mörg hundruð manns at- vinnu. Á undanförnum mánuðum hefur ítrekað verið bent á að ástæða væri til að hvetja til stóraukins og bætts viðhalds húsa með lagabreyt- ingum og stjórnvaldsaðgerðum. Bent hefur verið á að reynsla í nágrannalöndum okkar sýnir að viðhald og endurbygging mann- virkja skapar þar fleiri störf en nýbyggingar. Með því móti fara einnig minni verðmæti forgörðum auk þess sem menningarverðmæti endast og geymast og hefð skapast fyrir viðgerðum. Þetta mætti t.d. gera með því að gera viðhald íbúð- arhúsnæðis frádráttarbært frá skatti eins og áður var, sem myndi svo skila sér í því að svokölluð svört vinna hyrfí, þar sem það yrði þá hagur verkkaupa að telja hana fram. Til eigendanna mundi þetta svo skila sér í hærra endursölu- verði og betra umhverfi. Með þessu móti væri hægt að skapa fleirum atvinnutækifæri yfir hásumarið en viðhald íbúðarhúsnæðis utanhúss er árstíðabundin vinna og verður ekki unnin að neinu marki yfir veturinn. Til að draga úr árs- tíðarsveiflum þurfa sveitarstjómir og aðrir opinberir aðilar sem sjá um byggingarfram- kvæmdir, að haga verkum þannig, að innivinnan sé í hámarki yfir vetrarmánuðina þegar að jafnaði er minnst að gera í bygg- ingariðnaði. Rétt er að benda á að nú eru samdráttar- tímar í þjóðfélaginu og innflutningur eykur erlenda skuldabyrði, sem er ærin fyrir, á meðan notkun inniendra efna eykur atvinnu og sparar gjaldeyri. í um- Breyttar áherzlur í lána- og skattamálum vegna viðhalds, segir Helgi Steinar Karlsson, myndi auka vinnu iðnaðarmanna og verkamanna. ræðum að undanfömu hefur verka- lýðshreyfíngin og aðrir, hvatt til þess að íslendingar kaupi fremur innlenda vöra en erlenda hvenær sem því verður við komið, slíkt myndi auka atvinnu í landinu og styrkja rekstrargrundvöll fyrir- tækjanna. Erfítt er að horfa uppá þúsundir manna ganga um atvinnulausa, milljónum króna varið til greiðslu atvinnuleysisbóta á hverri viku, en á sama tíma bíða óunnin viðhalds- verkefni sem hafa setið á hakanum, eftir að þeim sé sinnt. Breyttar áherslur í lánamálum vegna viðhaldsverkefna, frádráttur frá skatti gegn framvísun reikn- inga fyrir viðhaldsverkefni myndu auka vinnu iðnaðarmanna og verkamanna í byggingariðnaði, ekki bara hér á höfuðborgarsvæð- inu_ heldur jafnframt um allt land. Ég vil að lokum hvetja til sam- stöðu allra, sem þarna hafa hags- muna að gæta, til að þrýsta á stjórnvöld um að tekið verði á þess- um málum með skjótum og raun- hæfum hætti. Höfundur er formaður Múrarafélags Reykjavikur. Færum allan fiskinn á land Jón Ásbjörnsson. Stóraukum við- hald mannvirkja Helgi Steinar Karlsson Er öryggi sjúklinga og starfs- fólks spítalanna stefnt í hættu? FYRIRHUGAÐAR sumarlokanir á deild- um sjúkrahúsanna komu til umræðu á Alþingi í sl. viku að framkvæði Ástu R. Jóhannesdóttur, þing- manns Þjóðvaka, sem vakti athygli á því að ekki yrði gengið lengra í niðurskurði á sjúkrahúsunum, en margir hafí af því áhyggjur hvort þjón- ustu og öryggi sjúkl- inga væri stefnt í hættu vegna langvar- megin við öryggis- mörk. Ræddi Asta sérstaklega um það ófremdarástand sem læknar segja að stefni í vegna fyrirhugaðrar lokunar á almennum geðdeildum Landssp- ítalans, en yfirlæknar geðdeildarinnar telja lokunina gjörsamlega óábyrga, en aldrei áður hafí þurft að skerða starfsemi geð- deildar spítalans neitt í líkingu við það sem verður í sumar. Einnig andi niðurskurðar á Jóhanna Sigurðardóttir er ræ^ um i0kun eft fjármagni til sjúkrahúsanna. irmeðferðardeilda, barnageðdeild Ófremdarástand og báðar deildir fyrir áfengissJúk|- Benti þingmaðurinn einnig á að langvarandi álag á starfsfólk væri mjög miklið og álitamál væri hvort þjónusta við sjúklinga væri réttu mga. Forvarnir — Raunsparnaður Af þessu tilefni telja þingmenn Þjóðvaka nauðsynlegt að fram fari Draga verður í efa að um sé að ræða raun- spamað, segir Jóhanna Sigurðardóttir, því niðurskurðurinn leiðir oft til að taka verður inn veikara fólk, sem þýðir lengri sjúkrahúsdvöl. fagleg úttekt og mat á því hvaða áhrif gífurlegur niðurskurður hefur haft og mun hafa á öryggi sjúkl- inga og hagi og starfsöryggi starfs- fólks spítalanna. Draga verður í efa að um sé að ræða raunsparnað, því niðurskurðurinn leiðir oft til að taka verður inn veikara fólk, sem þýðir lengri sjúkrahúsdvöl, þegar að henni kemur. Auk þess sem for- vamir allar era látnar lönd og leið og lokað er einnig eftirmeðferðar og endurhæfingardeildum. Þegar upp er staðið bitnar slíkt ekki bara á sjúklingunum og velferð þeirra, heldur verður það dýrara fyrir þjóð- félagið þegar til lengri tíma er litið. Fagleg úttekt Þingflokkur Þjóðvaka telur að úr því verði að fást skorið áður en þing fer heim, hvaða afleiðingar fyrirhugaðar sumárlokanir munu hafa og hvemig stjómvöld ætli við þeim að bregðast. Þingflokkur Þjóðvaka hefur því óskað eftir að fá fram faglegt mat stjórnarnefnda ríkisspítala og Borgarspítala á því hvaða áhrif sumarlokanir og annar spamaður síðast liðin tvö ár á einstökum deildum spítalanna hefur haft. í fyrsta lagi er spurt hvaða áhrif þetta hefur haft á heilsufarslegt öryggi sjúklinga. í öðra lagi hvort samdrátturinn hafí leitt til raunspamaðar þegar litið er til allra þátta þ.m.t. heilsufarslegra og félagslegra afleiðinga. í þriðja lagi hvaða áhrif niðurskurður og samdráttur í rekstri spítalans hefur haft á umhverfi, hagi og starfsöryggi starfsfólks spítalans. Öryggismörk Með sama hætti er óskað eftir mati stjóma spítalanna á því hvaða áhrif væntanlegar lokanir í sumar muni Hafa á ofangreinda þætti svo og á biðlista. Jafnfram hefur verið óskað eftir mati stjórnarinnar á því hvort rekstur spítalans sé á ein- hveijum sviðum og þá hveijum að nálgast lágmarkskröfur sem gera verður til slíkra stofnana. Niðurstaða fyrir lok þings Þingflokkur Þjóðvaka hefur ósk- að eftir því niðurstöður liggi fyrir a.m.k. hvað áhrærir mati á áform- um um sumarlokanir á næstu mán- uðum áður en sumarþingi lýkur, en fulltrúi Þjóðvaka í heilbrigðis— og trygginganefnd þingsins, Ásta R. Jóhannesdóttir, mun þá taka málið að nýju upp á Alþingi ef þörf krefur. Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.