Morgunblaðið - 30.05.1995, Síða 27

Morgunblaðið - 30.05.1995, Síða 27
▼ MORGUNBLAÐIÐ _______________________________ ______________________ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 27 AÐSENDAR GREINAR Þurfa lista- menn að svelta? EIN frægasta deila um lista- og menning- armál átti sér stað árið 1942 þegar Jónas Jónsson frá Hriflu var formaður lista- og menningarráðs Al- þingis. Jónas, sem þá var einnig formaður Framsóknarflokksins, útdeildi styrkjum rík- isins til listamanna og þótti mörgum hann hygla vinum sínum og þeim listgreinum sem hann hafði velþóknun á en hundsa listamenn sem iðkuðu listir er voru honum ekki að skapi. Sérstaklega var Jónasi frá Hriflu uppsigað við abstrakt mál- ara og kallaði þá „klessumálara" og sýndi verk þeirra í glugga gamla Gefjunarhússins þeim til háðungar. Deilurnar spunnust út af bréfi til Alþingis sem sextíu þekktir listamenn skrifuðu til að mótmæla vinnubrögðum Jónasar og meintu einræði hans í veitingu listamannalauna og kaupum ríkis- Með styrkjum, segir Jón Kristinn Snæhólm, skapar ríkið ákveðnum listamönnum betri starfsskilyrði en öðrum. ins á list. Engin niðurstaða varð í þessum miklu deilum og hélt Jónas uppteknum hætti til ársins 1944 en fram á þennan dag hefur ríkið haft veruleg áhrif á störf og kjör listamanna í landinu með útdeil- ingu listamannalauna og styrkja til hinna margvíslegu listagreina. Eru ríkisreknar listir til? Það má með sanni segja að list- ir séu nauðsynlegar í öllum samfé- lögum. Þær auðga mannlífið, styrkja menningareinkenni þjóða og auka fjölbreytileika samfélags- ins. Vegna þessa hljóta allir að vera sammála um að hvers konar list sé af hinu góða en þó eru ekki allir sammála um hver eigi að greiða fyrir þær, það er listina sjálfa og laun listamanna. Fjölbreytileiki listarinnar er mikill og alls ekki hægt að segja, að til sé list æðri annarri list. Smekkur fólks er misjafn sem og þörf listamanna til að skapa. í dag styrkir ríkið listir og með því skapar það ákveðnum lista- mönnum betri starfsskilyrði en öðrum. Sumir Iistamenn hafa hlot- ið náð fyrir augum stjórnmála- manna én aðrir ekki. Þó að ofstopi starfsaðferða Jónasar séu ekki iðk- aðir er deginum ljósara að list og menning er að stórum hluta ríkis- rekin og nægir að nefna Þjóðleik- húsið, RÚV og Sinfó- níuhljómsveit íslands því til sönnunar en einnig eru fjölmargir einstaklingar á laun- um hjá ríkinu. Hvað er rétt? Þegar ríkið hefur ákveðið að styrkja ákveðnar listgreinar en aðrar ekki hefur skapas’t ójafnvægi. Ríkisstyrkt Þjóðleik- hús hefur valdið því að eftirspurn fólks eft- ir leiklist er að stórum hluta til fullnægt með niðurgreiðslum á miðaverði og launagreiðslum til ákveðins lítils hóps leikara við Þjóðleikhúsið. Þetta þýðir að íjöldi leikara gengur atvinnulaus og áhugamannaleikhús eiga . erfitt uppdráttar. Einkaframtak á sér ekki viðreisnar von í samkeppni við ríkið sem niðurgreiðir áhuga- mál tiltölulega fárra íslendinga með fé skattgreiðenda. Það sama má segja um Sinfóníuhljómsveit íslands. Ríkið hefur ákveðið að sú list sem Sinfóníuhljómsveitin og Þjóð- leikhúsið bjóði uppá sé æðri ann- arri sambærilegri list og því er ekki til hljómsveit eða leikhús á íslandi með svipaðan styrkleika. Svo dettur náttúrulega stjórn- málamönnum ekki í hug að ríkis- styrkja rokktónlist eða ýmsa ftjálsa leikhópa sem þó njóta meiri lýðhylli en áðurnefndar menn- ingarstofnanir. Ég tel að ríkisvaldið eigi að skapa íslenskum listgreinum jöfn skilyrði til að vaxa. Það á að vera akkur fólks og fyrirtækja að styðja vi.ð bakið á listum og metnaðarmál samfélagsins að hafa sem grósku- mest lista- og menningarlíf í land- inu. Þessu verður hins vegar ekki náð með því að binda listir á klafa ríkisins og undir náð stjórnmála- manna. Hlutverk stjórnmálamanna á því að vera það, að skapa listvænt umhverfi á Islandi þannig að sem flestir listamenn nái að njóta sín. Hér má helst nefna minnkaðar opinberar álögur á hverskonar listastarfsemi, það sama gildi um kaup á listaverkum og hlutabréf- um, skattur á bókum verði aflagð- ur og niðurgreiðslum á inngangs- eyri til starfsemi stofnana líkt, og Þjóðleikhússins og Sinfóníu íslands verði hætt þannig að list sú sem þarna yrði iðkuð sé eðlilega verð- lögð og aðrir leikarar og tónlistar- menn nái eyrum fólks. Eina leiðin til að skapa hér eðli- legt lista-umhverfi er að losa stjórnmálamenn undan því að skapa hér innlenda listamanna- „elítu“ og láta almenning gera það sjálfan. Höfundur er sagnfræðingur. Jón Kristinn Snæhólm 14 k gull Verðkr. 3.400 Stúdentastjarnan hálsmen eða prjónn 3ön SlpmunbsGon Skortyripaverzlun Laugavegi 5 - sími 551 3383 - kjarni málsins! Réttlátar skaðabætur til bæði Dana o g Islendinga í MORGUNBLAÐ- INU sl. miðvikudag birtist meðal erlendra frétta blaðsins ágæt fregn frá fréttaritara blaðsins í Kaupmanna- höfn. Var yfirskrift hennar „Dönsk lög um skaðabótaskyldu vegna líkamstjóns: Fjár- hagsskaði tjónþola bættur að fullu“. Vegna þessa ber að árétta, að mæli dönsk skaðabóta- lög fyrir um fullar bæt- ur, gera íslensk skaða- bótalög það ekki síður. Norrænn skaðabótaréttur - Séríslenskar reglur í þágu hverr Sigmar Armannsson sett skaðabótalög fyrr en á miðju ári 1993. Er verðugt viðfangsefni að kanna hveijir það voru, sem í raun högn- uðust á óvissum og úr- eltum skaðabótarétti, sem var við lýði hér á landi fram til þess tíma, og neytendum var gert að standa undir með iðgjöldum sínum. Leik- ur enginn vafi á því, að það ástand var ekki raunverulegum tjónþol- um, almenningi eða at- vinnurekstri í hag, Aldr- ei heyrðist þó eitt ein- asta orð frá „virtum lögmönnum" um að úr- í frétt Morgunblaðsins var ijallað um skaðabótareglur í Danmörku, og lög sem þar gilda í þeim efnum, en þau eru frá árinu 1984. Sjálfsagt er tilefni þessarar fréttar Morgunblaðs- ins gagnrýni sem að undanförnu hefur komið fram á íslensk skaða- bótalög. Hefur sú gagnrýni lýst sér í yfirlýsingum tiltekinna lögmanna um að íslensku lögin væru þannig úr garði gerð, að tjónþolar fengju ekki réttmætar skaðabætur. Almenn skaðabótalög voru ekki sett hér á landi fyrr en árið 1993, áratugum síðar en á hinum.Norðurlöndunum. Þessi skaðabótalög, þ.e. lög nr. 50/1993, öru í öllum höfuðatriðum sniðin eftir dönsku skaðabótalögun- um frá árinu 1984, sem íjallað var um í frétt Morgunblaðsins. Að því leyti, sem um frávik er að ræða, hafa íslensk lög þó gert stöðu tjónþol- anna betri en dönsku lögin. Þannig er í dönsku lögunum ákvæði þess efnis, að sé varanleg örorka metin undir 15%, greiðist bætur ekki. Ástæðan fyrir þessu ákvæði er sú, að þannig er litið á, að hafi slys valdið örorku undir þessu marki, sé vinnugetuskerðingin engin og tekj- utapið því ekkert. Takmörkun af þessu tagi er á hinn bóginn ekki í íslensku skaðabótajögunum. Furðu sætir hvers vegna íslendingar, einir Norðurlandaþjóða, bjuggu ekki við bóta væn þörf á sviði íslensks skaða- bótaréttar. Friður í Danmörku - Upphlaup á Islandi í Danmörku líta þarlendir lögfræð- ingar almennt á skaðabótalögin sem vandaða og réttláta löggjöf. Afstaða margra íslenskra lögfræðinga, sem kynnt hafa sér íslensku skaðabóta- lögin, er sjálfsagt svipuð og hjá dönskum starfsbræðrum. Þannig mun Dómarafélag íslands hafa lýst fullum stuðningi við frumvarpið til skaðabótalaganna á sínum tíma. Með íslensku lögunum er reynt að búa svo um hnúta, að þeir fái bætur sem hafi orðið fyrir raunverulegu íjár- tjóni. Jafnframt er bótaréttur þeirra sem lent hafa í alvarlegri slysum stóraukinn frá því sem eldri skaða- bótareglur gerðu ráð fyrir. Nokkrir fyrirferðamiklir lögmenn hér á landi finna þó skaðabótalögunum ýmislegt til foráttu. Virðast þeir líta svo á að hinn eini og sanni mælikvarði um fullar bætur séu eldri skaðabótaregl- ur. Hætt er við að gætu danskir starfsbræður skilið skrif og ummæli þessara lögmanna yrðu þeir meira en lítið undrandi. í besta falli bygg- ist þessi umfjöllun á íhaldssemi. Annað gæti þó komið til. íslenskir lögmenn sem gert hafa upp tjón sam- kvæmt eldri rétti hafa í áranna i'ás fengið ríflega þóknun fyrir tiltölulega litla vinnu og margfalt hærri en Danskir lögfræðingar líta almennt á skaða- bótalögin, segir — Sigmar Armannsson, sem vandaða og réttláta löggjöf. danskir starfsbræður þeirra sem annast slysauppgjör samkvæmt sett- um skaðabótalögum. íslenskir sér- fræðingar hafa haft góða afkomu af hinum slösuðu. Eigi upphlaup þessara aðila og gífuryrði í garð m.a. vátryggingarfélaga rætur að rekja til umhyggju fyrir almenningi, þá ber eitthvað nýrra við. Höfundur er lögfræðingur og framkvænidastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga. Handsmíðaðir íslenskir skartgripir ÍSLENSKI HLUTABRÉFASJÓÐURINN H F AÐALFUNDUR Aðalfundur íslenska hlutabréfasjóðsins hf. verður haldinn 15. júní nk., kl. 16.30, að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð, Reykjavík. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar - Björn Líndal, formaöur 2. Staöfesting ársreiknings fyrir næstliðið reikningsár B. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda 4. Ákvörbun um hvernig farið skuli með hagnað eða tap félagsins á liðnu reikningsári 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins: - tillögur um breytingar í samræmi við ný hlutafélagalög - aörar tillögur ef borist hafa 6. Kosning stjórnar félagsins samkvæmt 19. gr. samþykkta 7. Kosning endurskoðenda félagsins samkvæmt 26. gr. samþykkta 8. Sjávarútvegsfyrirtæki á hlutabréfamarkaði, Albert jónsson, viðskiptafræðingur hjá Landsbréfum 9. Önnur mál Reykjavík, 23. maí 1995, Stjórn íslenska hlutabréfasjóðsins hf. § I.ANDSBREF HF. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖ6GILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.