Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 35
AÐSENDAR GREINAR
• •
Orvinglun
PÉTUR Pétursson, sá mikli þulur,
skrifar grein í Mbl. 9 maí. Að vanda
er stíll Péturs á við hressilegan and-
legan þolfimitíma og sagnvísin
bregst ekki.
Núna sér Pétur helst hættur í því
að íslendingar verði það sem hann
af list sinni kallar „Irvinglaðir“ af
frukti okkar fyrir gullkálfí vest-
lenskra feðga að nafni Irving. Lopp-
ur þessara auðvaldsfeðga muni að
endingu jafnvel umlykja okkar land.
Telur Pétur hættu á að hrakspár
gamals vitrings um auðvaldsins að-
skiljanlegar hremmingar kunni nú
rætast, þó hermenn hálfrar aidar
hugsjónakerfa séu nú riðnir hjá.
Bara ef lúsin íslenzk er ...
Víðast um heim eru fyrirtæki að
renna saman í stærri heildir. Þeir
stærri verða enn stærri, rétt eins og
Irvingveldið þenst út ár frá ári. Hag-
kaup kaupir Bónus, Esso kaupir Olís.
Þeir stóru kaupa og kaupa. Allt í
hagræðingarskyni til þess að geta
lækkað vöruverð þegar Irving kemur.
Sumir segja að kjör alþýðunnar
muni batna af öllu þessu brölti. Vöru-
verð hafi í raun lækkað og meira
verði eftir til farseðlakaupa út í hin
spilltu útlönd, þar sem „kostar“ álíka
kláravínið og kranablávatnið okkur
hjá“ og jafnvel bjórauglýsingar eru
löglegar.
En hvað með okkar þjóðlegu ein-
okunar- auðvaldsstofnanir?
Mjólkurkirkjan okkar úrelti á dög-
unum í Borgamesi einu eftirlifandi
von mína til þess að fá mjólkina mína
á höfuðborgarsvæðinu í úrhellanleg-
um umbúðum? Hennar stofnanir eru
ginnheilagar og samkeppnislausar
svo að gulltryggt er að við getum
Eigum við að rífa
álverin og virkjanimar,
spyr Halldór Jónsson,
og hverfa til uppmnans
eins og einn örvinglaður
hugsjónamaður
lagði til?
fengið að sulla niður úr mjólkurpökk-
unum okkar áfram. Það eykur um-
setninguna og þar með hagvöxtinn.
Enda eru þetta umbúðimar sem em
bestar fyrir mig segir forstjórinn. Og
líka að það sé af og frá nokkurs virði
á samsölubrauðamarkaðnum, að hafa
ekki mjólkurgróðann á móti sér.
Hvað með auðvald lífeyrissjóða
alþýðunnar, sem eiga 260 milljarða,
sem em lánaðir út á hæstu vöxtum?
Mér datt í hug þegar ég las þess-
ar hugleiðingar Péturs ljóðlína úr
gamalli visu:
„Bara ef lúsin íslenzk er, er þér
bitið sómi.“
Skyldi þessi innlenda auðvalds-
stjóm vera betri en Irvings? Og ef
svo er, hversu mikið betri og hvers
vegna?
Quo vadis?
I gamla Sovét náði sammni fyrir-
tækja hámarki með því að allur
rekstur rann saman í eina heild með
Stalín sem stjómarfonnann. Ég man
ekki hversu hrifinn Pétur var af
rekstrarforminu hjá hinum sæla
Djúgasvfla. En mér prívat og per-
sónulega hugnast þeir
Irvingar snöggtum bet-
ur en gamla Sovétt og
hygg þá hollari alþýðu
en einhver þjóðleg
draumsýn um sæluríki
Sölku Völku.
Á okkar tíma virðist
efnahagsleg velferð ís-
lenzka ríkisins fólgin í
því, að alþýðan hafi svo
lágt útborgað kaup að
rétt dugi til vamar hörg-
ulsjúkdómum. Allt þar
umfram er sagt leiða til
verðbólgu og hækkunar
skuldanna, sem alþýðan
stöðugt safnar hjá fjár-
magnseigendunum, ekki
hvað sízt lífeyrissjóðum alþýðunnar
sjálfrar.
Þar til útvaldir sérfræðingar hafa
komið því til leiðar, að sem stærstur
hluti arðsins af vinnunni sé tekinn
til þessara sjóða. 10% af öllum laun-
um í landinu. Þetta fjármagn sjá
þessir aðilar um að fjárfesta í verð-
pappímm með sem hæstum vöxtum.
Gefa hundinum rófuna af sér að éta
með því að lána eigendunum fast-
eignalán á heimsmetsvöxtum. En
íslenzka lánskjaravísitölukrónan er
sterkasti gjaldmiðill heims. Og þegar
enginn vill meiri lán þá er fjárfest í
útlöndum þeirra Irvinga.
Allt er þetta sagt gert til þess, að
alþýðan geti sjálf keypt sér að éta
þegar hún er orðin óvinnufær af elli
í stað þess að þiggja af sveit eins
og áður tíðkaðist.
Og ekki er verið að íþyngja eigend-
unum lífeyrissjóðanna með stjórnar-
kosningum. Né heldur er verið að
láta þá burðast með einhveija áþreif-
anlega séreign.
Og nú em lífeyrissjóðagreifamir
búnir að kaupa hlutabréf fyrir tólf
milljarða í útlöndum fyrir lífeyrinn
okkar. Og búnir að tapa nokkrum
milljörðum á því nú þegar. Þeir bera
sig hinsvegar vel og segjast ekki
uppnæmir fyrir skammtímasveiflum.
Það er eins gott að ártalið er ekki
1939 þegar háir vextir
vom í boði í Þýzkalandi.
Lágu launin
Mitt í öllu þessu
standi reiknar svo hag-
fræðingur VSÍ það út,
að það borgi sig betur
fyrir meðaljóninn að
vera á „sósanum" hér á
íslandi heldur en að
vinna. Af hveiju eram
við þá að vinna?
Til þess að kjörin
geti batnað þarf eftir-
spum eftir vinnuafli að
aukast. Svo verður
greinilega ekki á grand-
velli þorskveiða í náinni
framtíð ef marka má fiskifræðinga.
Heldur ekki með smérs- og dilkakets-
framleiðslu.
Ég held að það sé reynsla fyrir
því, að aukist eftirspumin eftir
vinnuafli þá hækkar kaupgjaldið? Þá
býður auðvaldið betur í Pétur.
Þessvegna era þær ráðstafanir,
sem skapa atvinnu í landinu það sem
alþýðuna vantar mest. í landsins
sögu hafa útlendingar oftast komið
íslendingum til hjálpar á þessu sviði.
Man ekki Pétur manna best breyt-
inguna, sem kom með Bretanum
1940? Eða minnist hann hveiju
Ameríkanamir breyttu hér á landi
þegar hann stígur um borð í Flug-
leiðavél í Keflavík?
Við stofnuðum lýðveldi á Þingvöll-
um 1944 en kvíðum þeim degi mest
ef vamarliðið færi úr landi. Við elsk-
um landið á 17.júní en verðum að
fá Filippseyinga og blámenn til þess
að passa það fyrir „Tyrkjanum" því
við erum sjálf svo góð.
Eigum við að örvinglast?
I myndinni um Irvingana kom
fram, að þeir borga yfirleitt hærri
laun. En Nóta Bene fyrir betri og
meiri vinnu. Þeir fá launþegann til
þess að leggja sig fram með því að
veifa gulrótinni fyrir framan hann.
En gulrótarhugtakið virðist hafa átt
erfitt uppdráttar á íslenzkum vinnu-
markaði þar sem allir eiga að fá jafn-
lágt kaup. Svo lágt að fólki finnst
ekki í rauninni ástæða til þess að
leggja mikið að sér við vinnuna.
Er það einskis virði í augum Pét-
urs að þessir Irvingar kunni að
hækka kaupið hjá alþýðunni? Gefa
henni von um betri tíð með blóm í
haga?
Fyrir utan þetta allt virðist al-
mennt gróa upp í kringum þessa Ir-
vinga. Menn sem hafa plantað skógi
í stærra landsvæði en allt ísland.
Menn sem hafa reist við heilu byggð-
arlögin í Bandaríkjunum og Kanada.
Menn sem sækja ráð til sjálfra sín.
Ekki til nefnda og ráða að íslenzkum
hætti, sem við þekkjum hvemig gef-
ast þegar fleiri koma saman. Ég
held að þessir menn geti fremur
kennt okkur sitthvað en við þeim.
Ifyrir mitt leyti er ég orðinn örvin-
glaður af því að ég sé ekki fram á
að innlend bjargráð muni færa al-
þýðu annað en áframhaldandi skipt-
ingu skortsins, sem eftir kann að lifa
minna daga. Hér muni fátt bera til
nema meira hran þorskstofnsins og
framhald kreppunnar. Og sömu
mjólkurumbúðimar verða hér áfram
hvað sem mér finnst. Og Skalla-
grímsskyrið hefur verið úrelt með
Borgamesbúinu. Já, lifi vor þjóðlega
sæla.
Mér sýnast líka fallvötnin hafa
rannið arðlaus til sjávar í aldarfjórð-
ung og ætli að gera það áfram þrátt
fyrir starf markaðsskrifstofu Lands-
virkjunar af því að reikna Blöndu-
virkjun og Kröflu yfir í hagnað. Enda
bíður Hjörleifur alltaf álengdar.
Vantar okkur ekki einhvem „new
deal“ fyrir alþýðu þessa lands, Pétur
Pétursson? Er ekki einhvers staðar
vitlaust gefið?
Mér finnst meiri ástæða til að ör-
vinglast yfir ríkjandi ástandi en að
hafa áhyggjur af fyrirætlunum
þeirra Irvinga.
Ég held ég vilji heldur vera „Irv-
inglaður“ en örvinglaður.
Höfundur er verkfræðingur.
Halldór Jónsson
Fiskveiðistj órnun o g ábyrgur
málflutningur í sjávarútvégi
FYRIR Alþingiskosn-
ingar í ár tóku fjórir
frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins á Vest-
ijörðum sig saman og
komu fram með tillögur
um stjómun fiskveiða
hér við land. í tillögum
sínum gagnrýndu þeir
ríkjandi kvótakerfí
harðlega og lögðu fram
áætlun um breytta fisk-
veiðistjómun er fælist í
kerfi fjárfestingar- og
sóknartakmarkana.
Meginrök þeirra gegn
ríkjandi kvótakerfi
byggðist á því að það
kerfi sem við búum við
í dag hafi ekki skilað
tilætluðum árangri við vemdun fiski-
stofna.
Rétt er að vemdun fiskistofna hef-
ur ekki skilað sér og mun líklega
ekki skila sér fyrr en nægjanlegri
hagræðingu hefur verið náð í grein-
inni. Fiskiskipafloti landsmanna er
enn of stór og undanþágur frá veiðum
eru umtalsverðar. A meðan ekki er
tekið á þessum málum er líklegt að
viðvarandi minnkun stofna haldi
áfram á næstu árum og verða lands-
menn því að horfa á önnur sóknar-
færi á úthöfunum.
í grein sinni í Morgunblaðinu, 19.
febrúar 1995, fer Ragnar Árnason
réttilega með að í raun er ríkjandi
kvótakerfí líklegast til að skila tilætl-
uðum árangri við vemdun og viðgang
fiskistofna hér við land. Hann færir
skýr rök máli sínu til stuðnings og
er afar sannfærandi enda liggur ljóst
fyrir að kvótakerfi í botnfiskveiðum
hefur í raun ekki verið ríkjandi nægj-
anlega lengi til að tilætlaður árangur
náist.
Kvótakerfíð er í raun
ekki kerfi til að stjóma
ástandi fiskistofna held-
ur er hér um að ræða
ákveðið skipulag sem
gerir sjómönnum og út-
gerðum kleift að veiða
þann heildarafla sem
leyfilegur er hveiju
sinni. Þetta kerfí hefur
sýnt að undir því ríkir
ákveðin hagkvæmni
enda hefur reynsla á
veiðum undir þessu kerfi
sannað að það hefur
ótvíræða kosti umfram
sóknarmark. Það sem í
raun hefur skaðað orð-
spor kvótakerfisins er
að stjómvöld hafa leyft
of mikla veiði og samfara því hefur
veiddur afli ætíð farið umfram heild-
arafla, m.a. vegna undanþága.
Ragnar Ámason bendir einnig á
að botnfiskveiðar hafi í raun ekki
verið undir kvótakerfinu fyrr en frá
og með árinu 1991. Fjórmenningam-
ir miða sig við árin frá 1985 til 1990,
þegar stjómvöld fóra fijálslega með
undanþáguheimildir sínar, auk þess
sem heildarafli var ætíð ákvarðaður
umfram það er fiskifræðingar ráð-
gerðu að stofnar myndu þola. Þvi
má ljóst vera að sá áfellisdómur sem
fjórmenningamir leggja á hið ríkjandi
kvótakerfi er ekki til þess fallinn að
vera sannfærandi.
Þrátt fyrir að fiskiskipaflotinn hafí
stækkað eilítið að brúttórúmlestatali
á árunum frá 1984 til 1994 er ekki
réttmætt að benda á það sem ákveð-
inn löst á kvótakerfinu. Það er stað-
reynd að þessi aukning er hverfandi
miðað við stækkun flotans er varð á
árunum frá 1976 til 1983, en þá var
sóknarmark allsráðandi. Það sem
Sveinn Óskar
Sigurðsson
Þrátt fyrir að sveiflu-
kenndur afli hafí ekki
aukist, segir Sveinn
Oskar Sigurðsson,
hefur kvótakerfíð skilað
miklum árangri.
réttlætir þessa stækkun flotans er
m.a. að íjárfesting hefur átt sér stað
í vinnslugetu á hafi úti og að útgerð-
ir era f dag að nýta nýjar tegundir,
s.s. djúprækju.
Með rnarkvissri rökfærslu nær
Ragnar Ámason að veija kvótakerfið
með miklum ágætum. Það liggur
beinast við að botnfiskssókn eykst
einungis við kerfi sóknartakmarkana
og hefur það sýnt sig. Því er kvóta-
kerfið líklegast til að skila árangri
enda virðist það stuðla að verndun
fiskistofna.
Staðreyndir máls
Á áranum frá 1977 til 1983, þegar
fiskveiðistjórnun byggðist á sóknar-
takmörkunum (svokölluðu skrap-
dagakerfi), jókst botnfiskssókn innan
fiskveiðilögsögunnar um allt að 73.
Hins vegar minnkaði sóknin um 7%
frá 1984 til ársins 1993. Benda þess-
ar staðrejmdir á að kvótakerfið hefur
þrátt fyrir allt komið einhveiju til
leiðar þó betur megi fara.
Kvótakerfið er ekki fullkomið og
því ber að endurskoða það reglulega,
sníða af því agnúa og koma á frek-
ari hagræðingu ef kostur er. Sem
dæmi má nefna að afar nauðsynlegt
er að koma í veg fyrir að afla sé
kastað frá borði, en í því sambandi
verður að höfða til sjómanna og út-
gerða sem bera ábyrgð á að þetta
viðgengst. Einnig er ábyrgðin hjá
stjómvöldum, sem verða að bæta við-
varandi kerfi og koma því til leiðar
að allur veiddur afli berist á land.
Meðan að umtalsverð sóun fískistofna
á sér stað með þessum hætti er nokk-
uð ljóst að ríkjandi kerfi þarf að
bæta og byggja inn í það hvata sem
kemur í veg fyrir sóun verðmæta.
í skólum er þegar farið að kenna
ungu fólki hve illa við fóram með
síldarstofna hér við land á árum áður.
Nú hefur verið ríkjandi hreint kvóta-
kerfí í síldveiðum frá árinu 1976 eða
í 18 ár. Einnig hefur loðnuveiðinni
verið stjómað með sama hætti frá
árinu 1980, en einungis hefur botn-
fiskveiðum verið stjórnað með þess-
um hætti frá og með árinu 1991 eða
í 4 ár.
Nú er síldarstofninn í sögulegu
hámarki, en stofninn hefur vaxið úr
allt að 200 þúsund tonnum árið 1976
í um 700 þúsund tonn 1993. Þrátt
fyrir auknirigu í veiðum hefur skipum
fækkað stórlega eða úr 200 árið 1980
í um 30 skip árið 1993. Meðalstærð
síldarbáta hefur þó vaxið og í rúm-
lestum hefur því ekki verið mikil
minnkun. Þetta segir okkur að kvóta-
kerfi í síldveiðum hefur einfaldlega
bjargað auðlindinni og með-forsjálni
hefur okkur tekist að byggja upp sfld-
arstofn sem reynast mun okkur nota-
dijúg tekjulind í framtíðinni.
Hvað loðnuveiðar varðar hefur ár-
legur afli verið afar beytilegur sökum
sveiflukenndrar stofnstærðar en hag-
kvæmni í veiðum hefur aukist stór-
lega. Árið 1979 tóku 70 bátar þátt
í veiðum en árið 1993 voru þeir ein-
ungis 39 að tölu. Hér er um 40%
fækkun að ræða á þeim 14 áram sem
kvótakerfið hefur verið við lýði í þess-
um veiðum. Hins vegar hafa loðnu-
bátar stækkað og hefur því tonnatala
flotans lækkað um nálægt 30%. Stað-
reyndin er, þrátt fyrir allt, sú að flot-
inn hefur minnkað, tæknileg hag-
kvæmni hefur aukist en heildarafli
hefur samt sem áður ekki breyst
mikið. Þrátt fyrir að sveiflukenndur
heildarafli hafi ekki aukist er ljóst
að kvótakerfið hefur hér skilað mikl-
um árangri.
Þeir stjórnmálamenn sem bera
hagsmuni þjóðarinnar fyrir bijósti
eiga að styðja við bakið á þessu kerfi
og endurskoða fiskveiðistefnuna með
verndun fiskistofna í huga. Sagan
mun síðar verðlauna þá framsýnu
stjómmálamenn sem búið hafa í hag-
inn fyrir komandi kynslóðir.
Höfundur stundar nám við
Háskóla íslands og situr í stjóm
Sambands ungra
sjáifstæðismanna fyrir Suðurland.
HJÓLATJAKKAR
HVERGI BETRA VERÐ!
CML hjólatjakkarnir
eru úrvalsvara
á fínu verði.
Þeir eru á einföldum
eða tvöföldum
mjúkum hjólum,
sem ekki skaða gólf.
Verð frá
kr. 35.990
Hringás hf.
Smiðjuvegi 4a, s. 567 7878.
- kjarni málsins!