Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐJÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 45 FRETTIR 10 km HLAUP Skógarhlið - Flugvallarvegur - Hlíðarfótur í Nauthólsvík - fyrir flugbraut og gangstigur um Skerjafjörð ogÆgisiðu - Kaplaskjólsvegur - Hringbraut að Njarðargötu - Vatnsmýrar- vegur - Flugvallarbraut - Flugvallarvegur - Skógarhlið ^kogTrhíiib^kjgvallarvegur - í/syik FOSSVOCUR Hliðarfótur - Nauthólsvegur - Nj0s ypp öskjuhlið - Vesturhlið - Suðurhlið að Perlunni - göngustígur niður Öskjuhlíð - Flugvallarvegur - Skógarhlíð Heilsu- hlaupið í áttunda sinn KRABBAMEINSFÉLAGIÐ efnir nú í áttunda sinn til Heilsuhlaups. Hlaupið er víðar en áður, eða á tíu stöðum. Um síðustu helgi var Heilsuhlaup á Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og Grenivík. Laugardag- inn 3. júní verður hlaupið í Reykja- vík, I Borgarnesi, á Hvamms- tanga, í Grímsey, á Húsavík og á Egilsstöðum. Á hvetjum stað er auglýst hvenær á að hlaupa og hvaðan. í Reykjavík hefst hlaupið kl. 12 við hús Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8. Velja má um 2 km skokk eða göngu, 5 km hlaup eða 10 km hlaup. Ekki er skráð í 2 km og þátt- taka er ókeypis. Skráning í 5 km og 10 km hlaupið verður hjá Krabbameinsfélaginu fimmtudag- inn 1. júní kl. 8.30-19, föstudag kl. 8.30-19 og laugardag kl. 8.30-11.30. Þátttökugjald er 500 kr. og taupoki er innifalinn. Tími verður mældur hjá þeim sem hlaupa 5 og 10 km og þrír fyrstu í hverjum aldursflokki, bæði hjá konum og körlum, fá verð- launapeninga. Aldursflokkarnir eru sex: 14 ára og yngri, 15-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Magnús Scheving stjórnar upp- hitun kl. 11.40. Að loknu hlaupi verða gefnir ávaxtadrykkir frá Mjólkursamsölunni. Kynning á ferðum Ferðafé- lagsins KYNNING í máli og myndum á ferðum sumarsins hjá Ferðafélag- inu verður þriðjudaginn 30. maí kl. 20.30. M.a. verður kynnt gönguferð: Snæfjallaströnd-Furufjörður- Hornvík, ferð um eyðibyggðir á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda, gönguferðir um Kjöl og fleiri ferðir verða kynntar. Eft- ir hlé verður sagt frá fyrri ferðum FÍ til Grænlands. ■ ÚTILÍFSSKÓLI skáta mun nú í sumar starfa sem undanfarin ár. Skólinn er rekinn af Skátafé- laginu Skjöldungum í Reykjavík í samvinnu við Bandalag íslenskra skáta, Skátasamband Reykjavík- ur, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag íslands. Á nám- skeiðum skólans starfa fatlaðir við hlið annarra þátttakenda. Tvenns- konar námskeið verða í boði nú í sumar. Annars vegar eru það viku útilífsnámskeið sem enda á útilegu í skátaskála og tjaldi. Á nám- skeiðunum er krökkunum skipt upp í flokka sem starfa saman að hinum ýmsu verkefnum og þraut- um. Þrautabraut, útieldun og varðeldur auk fjölda annarra skátaleikja. Hins vegar eru helgar- ferðir sem nefnast: Á vit ævintýr- anna þar sem farið er í helgarferð- ir í Raufarhólshelli, Botnsdal og Hellisheiði. Aðaláherslan er lögð á útivist, náttúruskoðun og almenna ferðamennsku. Stjórnendur skól- ans eru reyndir skátaforingjar sem hafa m.a. starfað í skólabúðunum á Úlfljótsvatni. ■ SKÓLAGARÐAR Reykjavík- uvborgar starfa á sjö stöðum í borginni. Við Holtaveg í Laugar- dal, í Árbæ vestan Árbæjar- safns, við Ásenda sunnan Miklu- brautar, við Jaðarsel og Stekkjabakka í Breiðholti, í Skildinganesi við Skeijafjörð og í Foldahverfi (Kotmýri) fyrir austan Logafold. Skólagarðarnir eru ætlaðir börnum 8 til 12 ára fædd árin 1983-1987. Innritun verður dagana 1. og 2. júní og hefst kl. 8 í hveijum garði fyrir sig. Eldri borgarar geta innritað sig 8. júní í þeim görðum sem rými leyfir. Innritunargjald er 600 kr. ■ ARNBJÖRG Linda Jóhanns- dóttir, höfundur bókarinnar ís- lenskar lækningajurtir, hefur opnað stofu á Túngötu 51 í Reykjavík. Arnbjörg Linda nam grasalækningar við „The School of Herbal Medicine" í Kent, Eng- landi, á árunum 1985-88 og síðar kínverska sjúkdómsgreiningu og nálastungur (acupuncture) við The International College of Oriental Medicine í West Sussex, Eng- landi, á árunum 1991-94. Stofan á Túngötu er opin alla daga eftir tímapöntun. ■ UNGLINGADEILD Útivistar heldur stofnfund þriðjudaginn 30. maí kl. 20 að Hailveigarstíg 1, Reykjavík. Þar verður unglinga- deildin endurvakin og er auglýst eftir þátttakendum á aldrinum 13-17 ára sem hafa áhuga á úti- veru. Þeir sem gerast félagar fá afslátt í ferðir Ötivistar og taka þátt í starfi félagsins. Hægt er að skrá félaga á skrifstofu Útivistar. Ur dagbók lögreglunnar í Reykjavík Enginn í fangageymslum aðfaranótt mánudags í DAGBÓK helgarinnar voru færð 430 tilvik. Það telst helst til tíðinda að engan þurfti að vista í fangageymslunum að- faranótt mánudags, en hins veg- ar gistu þar 14 aðfaranótt laug- ardags og 13 aðfaranótt sunnu- dags. Ellefu ókumenn eru grun- aðir um ölvunarakstur. Tveir af þeim höfðu lent í umferðar- óhöppum áður en til þeirra náð- ist, í 24 umferðaróhöppum urðu slys á fólki í tveimur tilvikum. Talsvert var kvartað yfir hávaða og ónæði, utari dyra og innan, eða 33 sinnum. Tilkynnt innbrot voru 8 og þjófnaðir 5 talsins. Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt og um 50 öðrum var veitt áminning sem skráð er á ökuferil þeirra. Skemmdarverkin voru 10, rúðu- brotin 12 og líkamsmeiðingarnar voru 9 talsins. Um miðjan dag á föstudag hjólaði níu ára gamall drengur á grindverk á göngustíg er liggur á milli Arnarbakka og Stekkjar- bakka. Drengurinn skarst mjög illa á hægri fæti. Hann var flutt- ur á slysdeild með sjúkrabifreið þar sem gert var að sárum hans. Drengir réðust á 8 ára stúlku Skömmu síðar varð átta ára gömul stúlka fyrir barðinu á nokkrum drengjum í Fellahverfi. Eftir að stúlkan féll í götuna héldu drengirnir áfram að sparka 26. til 29. maí í hana. Flytja varð stúlkuna á slysadeild með sjúkrabifreið. Hún mun hafa fengið minniháttar áverka, en varð mjög miður sín eftir atlöguna. Að- sögn höfðu tveir tíu ára drengir komið hjó- landi að stúlkunni og veist að henni að því er virtist að ástæðu- lausu með fyrrgreindum afleið- ingum. Á sunnudagsmorgun þurftu lögreglumenn að handtaka ölvað- an ungan mann við sundlaugina í Árbæ, en hann hafði haft þar í hótunum við starfsfólk, auk þess sem hann hafði sýnt fyrir- litningu sína í verki með því að hrækja á það. Maðurinn hefur margsinnis komið við sögu ýmissa mála hjá lögreglu. Á föstudagskvöld handtóku lögreglumenn þrjá unga menn í Breiðholti þar sem þeir höfðu verið að gera sig líklega til að fara inn í mannlausar bifreiðir. Höfðu þeir gert tilraunir til að opna fjórar bifreiðir við Vestur- berg áður en afskipti voru höfð af þeim. Stal úr lögreglubifreið Snemma á sunnudagsmorgun handtóku lögreglumenn ungan mann eftir að sá hafði brotið rúðu í lögreglubifreið í Breiðholti og tekið ýmislegt úr henni. Pilt- urinn var áberandi ölvaður og neitaði með öllu aðild að innbrot- inu. Talsverð ölvun var á meðal fólks í miðborginni aðfaranótt laugardags. Um 4.000 manns voru þar þegar mest var eftir lokun veitingastaðanna. Flytja þurfti 4 unglinga undir 16 ára aldri í athvarfið og einn þeirra að færa í fangageymslu eftir að sá hafði sparkað í lögreglubifreið. Á föstudagskvöld voru lög- reglumenn beðnir um aðstoð í húsi í Árbæ. Þar hafði barn lokað sig inni á baðherbergi og kunni engin ráð til að komast út. Eftir smátilfæringar tókst að losa barnið úr prísundinni. Atburðir sem þessi koma fyrir af og til. Enn er kveikt í sinu Um miðjan dag á laugardag var tilkynnt um eld í sinu í Elliða- árdal. Eftir mikla fyrirhöfn tókst slökkviliðs- og borgarstarfs- mönnum að slökkva eldinn, en þá höfðu orðið skemmdir á alln- okkrum trjáplöntum á svæðinu. Um mánáðamótin hefst hin árlega reiðhjólaskoðun lögregl- unnar við grunnskóla borgarinn- ar. Tímasetning hefur verið aug- lýst við alla skólana og ætlast lögreglan til þess að öll börn mæti með hjól sín til skoðunar á tilsettum tíma. Nú fer sá tími í hönd þegar flestir taka út reið- hjólin sín. Á þeim tíma verða og flest reiðhjólaslysin. Það er því mjög mikilvægt að foreldrar hafi ^ftirlit með yngstu börnunum þegar þau bytja að hjóla og veiti þeim nauðsynlega tilsögn. AUSTURLENSK TEPPI OG SKRAUTMUNIR EMÍRf., i —ii 1 I .i Hringbraut 121, sími 552 3690 Raðgreiðslur til 36 mán. VINNINGSTOLUR 27 05 1995 LAUGARDAGINN VW 32)(34 fjöldi VINNINGAR VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 2.274.520 88.550 3. 4a(5 308 2.470 3.540 500 Heildarvinnlngsupphæð: 7.522.550 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR 21. Icikvika, 27.-28.mai 1995 Nr. Leikur: Röóin: 1. Dcgerfors - Norrköping - - 2 2. Djurgárden - Örebro 1 - - 3. Göteborg - Helsingborg - X - 4. Halmstad - Hammarby 1 - - 5. MalmöFF-AIK - X - 6. Frölunda - Örgryte - - 2 7. Öster - Trclleborg 1 - - 8. Brage - Brommapoj. 1 - - 9. Luleá - GIF Sundsvall 1 - - 10. Visby-Gcfle 1 - - 11. Vásby - Assyriska 1 - - 12. Glfsborg - Landskrona 1 - - 13. Myresjö - Skövde 1 - - Heiidarvinningsupphæðin: 70 milljón krónur 13 réttir: 390.820 kr. 12 réttir: 9.630 kr. 11 réttir: 840 kr. 10 réttir: 270 kr. ÍTALSKI BOLTINN 21. leikvika , 27.-28.mai 1995 Nr. Leikur: Röóin: 1. Roma - Juventus i - - 2. Parma - Fiorcntina i - - 3. Sampdoria - Inter - X - 4. Cagliari - Napoli - - 2 5. Foggia - I.a/.io * - - 2 6. Padova - Gcnoa - X - 7. Milan - Bari - - 2 8. Brescia - Cremoncse - - 2 9. Torino - Rcggiana 1 - - 10. Vicenza - Perugia 1 - - 1 i. Como - Cesena 1 - - 12. Udinese - Salernitana - X - 13. Ancona - Chievo - - 2 Heildarvinningsupphæöin: 7,5 milljón krónur 13 réttir: Tvöfaldur næst 1 kr. 12 réttir: 106.160 1 kr. 11 réttir: 6.510 1 kr. 10 réttir: 1.130 J kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.