Morgunblaðið - 30.05.1995, Page 57
rjppr IAM 08 HUOAQTJLQIM OC*
MORGUNBLAÐIÐ____________________________________________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 5 7
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA “
I
i
I
!
I
1
i
S
I
i
I
4
4
4
!
4
4
4
4
4
1
4
4
4
Morgunblaðið/Frosti
BARÁTTAN var oft hörð um
boltann á Viðeyjarmóti 7.
flokks í knattspyrnu. Á
stærri myndlnni eigast
Fram og ÍR vlð en á þeirri
mlnnl má sjá Valsmenn
gæða sér á veitingum að
keppnl loklnnl.
Vornnót Viðeyjar í 7. flokki
Tvöfaldur sigur
hjá Framstrákum
ÞAÐ er ávallt glatt á hjalla þeg-
ar Kiwanisfélagið Viðey stend-
ur fyrir hinu árlega knatt-
spyrnumóti fyrir sjöunda flokk
í knattspyrnu og enginn breyt-
ing varð á þvi' á sunnudaginn.
Þá héldu Viðeyjarmenn Vormót
sitt ífimmta skipti í samvinnu
við Knattspyrnudeild Fram og
fóru ieikirfram á malarvelli
félagsins í Safamýri.
Ekkert kostar fyrir lið að taka
þátt í mótinu og Kiwanisfélag-
ið sér um að gefa verðlaun. Að
þessu sinni gáfu þeir hinum ungu
knattspyrnumönnum einnig boli
auk þess sem þeir buðu drengjunum
upp á hressingu að afloknum leikj-
unum.
Framarar voru sigursælir eins
og svo oft áður á þessu móti. Fram-
strákarnir sigruðu bæði í A- og
B-liðakeppninni. Fram sigraði Fylki
2:1 í úrslitaleik A-liðanna og ÍR 1:0
í úrslitaleik B-liðanna.
Sex félög sendu lið á mótið sem
er nokkuð færra en undanfarin ár.
Ekki var hægt að sjá annað en
að knattspyrnukappamir kynnu vel
við sig. I þessum aldursflokki eru
drengir sem fæddir eru 1987 og
síðar og því eru þeir elstu aðeins
átta ára gamlir. Leikskilningurinn
er enn sem komið er ekki mikið en
áhuginn er þess meiri og það er
gaman að fylgjast með íþrótta-
mönnum sem gefa allt sitt í leikina.
Þeir felldu stundum tár eftir að
hafa hrasað á vellinum en risu allt-
af á fætur aftur, jafnákveðnir sem
fyrr, tilbúnir til að gera sitt besta
og víst er að þó þessir ungu kappar
eigi margt ólært er einnig ýmislegt
sem hinir eldri geta lært af strákun-
um i sjöunda flokki.
Fram vann Fjölní
Keppni í mörgum flokkum á
Reykjavíkurmótinu er að ljúka
þessa dagana. Fram og Fjölnir
kepptu til úrslita í fimmta aldurs-
flokki drengja og höfðu Framarar
betur. Leikið er hjá A- og B-liðum
og gefur sigur hjá A-liðum þijú
stig en aðeins tvö stig hjá B-liðum.
Fjölnir sigraði í viðureign B-liðanna
3:0 en Fram hjá A-liðunum með
sömu markatölu og er Fram því
meistari í þessum flokki.
ÚRSLIT
Úrslit leikja á Vormóti Viðeyjar og Fram
sem haldið var á sunnudag.
Riðill A: Fram, UMFA og Víkingur
FramA- UMFAa......................1:1
FramB-UMFAB.......................2:0
Víkingur A - UMFA A...............2:3
Víkingur B - UMFA B...............0:3
Fram A - Vikingur A...............3:0
Fram B - Víkingur B............. 3:0
Riðill B: ÍR, Valur og Fylkir.
ÍRA-ValurA........................0:3
ÍRB - Valur B.....................4:0
ValurA-FylkirA....................1:2
ValurB-FylkirB.................. 2:2
ÍR A - Fylkir A................. 0:1
ÍR B - Fylkir B...................1:1
Leikir um sæti iijá A-liðum:
1-2. Fram - Fylkir................2:1
3-4. Valur - UMFA................3:;1
5-6. ÍR - Víkingur................6:0
Leikir um sæti hjá B-liðum:
1-2. Fram-ÍR......................1:0
3-4. Fylkir - UMFA................3:1
5-6. Víkingur-Valur...............1:0
Unglingalandsmótið verður haldið að Húnaþingi í júlí
Búist við að tvö þúsund unglingar
taki þátt í mótsgreinunum átta
Búist er við því að keppendur
á Unglingalandsmótinu að
Húnaþingi verði rúmlega tvö
þúsund talsins sem fram fer í
Húnaþingi dagana 14. -16. júlí
í sumar. Keppt verður í átta
íþróttagreinum á mótinu sem
er í umsjá Ungmennasam-
bands Austur-Húnvetninga.
Að sögn Sigurlaugar Ragnars-
dóttur, varaformanns móts-
nefndar voru skráningar um miðja
síðustu viku komnar upp i ellefu
hundruð og mörg félög eiga enn
eftir að skila inn listum um kepp-
endur. Frestur til að skila þeim inn
rennur út um mánaðarmótin júní -
júlí.
Unglingalandsmót hefur aðeins
einu sinni verið haldið áður en það
var í Dalvík fyrir þremur árum og
þá voru keppendur um ellefu hundr-
uð. Mótshaldarar segjast eiga von
á því að sú tala geti orðið helmingi
hærri. Áhugi virðist vera mikill hjá
þeim félögum sem skilað hafa inn
þáttökuseðlum og auk þess er boðið
upp á körfuknattleik á Iþróttahús-
inu á Blönduósi en ekki var keppt
í þeirri grein á Dalvík. Aðrar grein-
ar eru fijálsíþróttir sem fram fara
á Vorboðavelli, Golf sem leikið verð-
ur á Blönduósi og Skagaströnd,
hestaíþróttir verða í Húnaveri, skák
er tefld á Blönduósi og sund fer
fram á Hvammstanga. Þá verður
keppt í glímu á Skagaströnd.
Að sögn Sigurlínar má búast við
því að vinsælustu greinarnar verði
knattspyrna og körfuknattleikur.
Auk keppnisgreina verður ýmis-
legt annað í boði fyrir keppendur
og aðra þá sem fýlgjast með mót-
inu. Tjaldbúðir verða skammt frá
fijálsíþróttavelli Umf. Vorboðans
og fríar rútuferðir fyrir keppendur
á mótsstaði. Til að mynda verður
útiskemmtun með varðeldi, grillað
og dansað á laugardagskvöldið.
Á landsmótinu verður keppt í
þremur aldursflokkum, 11-12 ára,
13 - 14 ára og 15 - 16 ára. Rétt
til þáttöku eiga allir ungmennafé-
lagar á þessum aldri. Keppnisgjald
er fjögur þúsund krónur á hvern
keppanda.
Frá setningu fyrsta Unglingalandsmótsins en það var haldlð
á Dalvík 1992. Þá mættu um ellefu hundruð keppednur tll
leiks en hugsanlegt er að keppendur verði helmlngi fleiri í ár.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
ÍSLANDSMEISTARI 4. flokks í handknattleik varð KA. Liðið var skipað eftirtöldum leikmönn-
um, talið frá vinstri í fremri röð: Jónatan Þ. Magnússon, Hans Hreinsson, Hafþór Einarsson,
Heimir Ö. Árnason, Þórir Svavar Sigmundsson fyrirliði, Hlynir M. Erlingsson, Benedikt Bryn-
leifsson og Atli Þórarinsson. Aftari röð frá vinstri: Jóhann Hermannsson, Birkir Birgisson,
Davíð Helgason, Jóhannes Jónsson, Kári Jónsson, Anton Þórarinsson, Hilmar Stefánsson og
Jóhannes Bjarnason þjálfari.
Bæjarbót/Björn Birgisson
UMFG eignaðist Islandsmeistarara í 8. flokki stúlkna og stóðu stúlkurnar sig mjög vel því
þær hafa unnið alla leiki sína í vetur. Aftari röð talið frá vinstri: Sigríður Anna Ólafsdótt-
ir, Sólveig H. Gunniaugsdóttir, Anna Karen Siguijónsdóttir, Þuríður Gísladóttir, Rakel Ó.
Sigurðardóttir og Bryndís Gunnlaugsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Rósa Kristín Bjarnadótt-
ir, Hekla Maídís Sigurðardóttir, Hrefna B. Sigurðardóttir, Rakel L. Hrafnsdóttir, Rósa D.
Þorsteinsdóttir, Rósa Ragnarsdóttir og Stefanía Jónsdóttir þjálfari.