Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 19 FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter JACQUES Chirac, forseti Frakklands, og Carl Bildt, sáttasemj- ari ESB í Bosníu, á blaðamannafundi í Cannes. Máttleysi ESB- ríkja í Bosniudeilunni hefur valdið mörgum vonbrigðum. Evrópsk blöð um Cannes-fundinn Sneitt hjá erfið- um ákvörðunum París. Reuter. EVRÓPSK dagblöð gagnrýndu í gær leiðtoga Evrópusambandsríkj- anna fyrir að hafa sneitt hjá erfið- um ákvörðunum á fundi sínum í Cannes í Frakklandi og gefið út innantómar yfírlýsingar, einkum og sér í lagi um stríðið í Bosníu. „Toppfundurinn í Cannes jafnaðist ekki á við tinda Hi- malaja," segir franska blaðið Le Figaro, stuðningsblað Jacques Chirac forseta. Frankfurter Rundschau í Þýzkalandi segir að leiðtogafundurinn, sem haldinn var í kvikmyndaborginni frægu, hafi eingöngu framleitt annars flokks bíómyndir. „Innihaldið var ósköp lítið, en ákaft reynt að höfða til áhorf- enda,“ segir Politiken í Danmörku. „Fundarins verður minnzt fýrir ákvarðanimar, sem ekki voru tekn- ar.“ Helsingin Sanomat í Finnlandi sagði: „Óraunhæfar væntingar eru oft gerðar opinberar á leiðtoga- fundum ESB. Það virðist hafa átt sér stað í Cannes." Árangurinn metinn í Sarajevo Mörg blöð taka með varúð áformum Jacques Chirac um að reyna að stuðla að friði í Bosníu með harðari stefnu Evrópuríkja og aðgerðum 10.000 manna fransk- brezks herliðs. „Af hveiju ætti Karadzic að láta undan?“ spyr Le Figaro. „Hann hefur of margar ástæður til að líta svo á að gerðir fylgi aldrei orðum Evrópusam- bandsríkjanna." France-Soir sagði að Sarajevo-búar myndu leggja sitt mat á árangur Cannes-fundar- ins._ Ýmis blöð töldu pólitísk vand- ræði brezka forsætisráðherranns, Johns Major, heima fyrir hafa spillt fyrir árangri á leiðtogafundinum, sérstaklega hvað varðar framtíðar- hlutverk evrópsku lögreglustofn- unarinnar Europol. „Cannes-fund- arins verður minnzt sem fundar lítils árangurs og sanngjarnra málamiðlana, þar sem maður að nafni John Major stóð allan tímann á bremsunum,“ segir General Anz- eiger í Bonn. Óvissa um stefnu Chiracs The Times í London sagði Chirac ekki hafa tekizt að eyða óvissu um Evrópustefnu sína; hann hefði lýst yfir stuðningi við dýpkun ESB, en andstöðu við sterkari stofnanir. Þýzka viðskiptablaðið Handels- blatt taldi Chirac hins vegar hafa sýnt að hann væri Evrópusinnað- ur; þannig hefðu Frakkar ýtt und- ir að ESB héldi við markmið sín um efnahags- og myntbandalag árið 1999. Breytingar í Noregi vegna EES Hægt að gera kröfu um framsal menn- ingarverðmæta NORSKA umhverfísmálaráðuneyt- ið undirbýr nú breytingu á þjóð- minjalögum, sem hefur í för með sér að hægt er að gera kröfu um framsal menningarverðmæta, sem flutt eru ólöglega úr landi. Að sögn Aftenposten byggist breytingin á ákvæðum samningsins um Evr- ópskt efnahagssvæði. Blaðið greinir frá því að með samsvarandi löggjöf í öðrum EES- ríkjum verði hægt að gera gagn- kvæmar kröfur um framsal menn- ingarverðmæta, t.d. ef málverk væri flutt ólögíega frá Þýzkalandi til Noregs eða ef norskum víkinga- aldarminjum væri smyglað út úr landinu. Þó eru undantekningar frá þessu; þannig verða málverk að kosta meira en 12 milljónir íslenzkra króna til að hægt sé að krefjast þess að þau verði framseld á ný til upprunalandsins. Undantekningarákvæði eru í greinum EES-samningsins, sem fjalla um fijálsa vöruflutninga, að því leyti að leggja má hömlur á viðskipti með þjóðarverðmæti. Ekki rætt um laga- breytingu á íslandi Gagnkvæm vernd menningar- verðmæta er lítil að þjóðarétti, og hefur hingað til nánast einvörðungu byggt á einhliða löggjöf ríkja. Þann- ig er í norsku þjóðminjalögunum ákvæði, sem bannar flutning muna eldri en 100 ára úr landi nema með sérstöku leyfi. Samsvarandi ákvæði er í 28. grein íslenzku þjóðminjalaganna. Ami Gunnarsson, deildarstjóri menningarmála í menntamálaráðu- neytinu, segir að ekki hafi verið rætt um breytingar á íslenzkum lögum um þetta efni vegna gildis- töku EES-samningsins. Knvor Muoiiúosh ít^ ' w í ■ 'V ■ Apple-umboðið SKIPHOLTI 21 • SlMI: 511 5111 Heimastðan: http:llwww.apple.is Power Macintosh 6100/66 8/500 CD Apple Multipie Scan 15" skjár Design hnappaborð Verö áöur 239*000 en nú aöeins OOffi-s Atf É «l\ Y^! 1 I r ú * • Sjöundi himinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.