Morgunblaðið - 29.06.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 19
FRÉTTIR: EVRÓPA
Reuter
JACQUES Chirac, forseti Frakklands, og Carl Bildt, sáttasemj-
ari ESB í Bosníu, á blaðamannafundi í Cannes. Máttleysi ESB-
ríkja í Bosniudeilunni hefur valdið mörgum vonbrigðum.
Evrópsk blöð um Cannes-fundinn
Sneitt hjá erfið-
um ákvörðunum
París. Reuter.
EVRÓPSK dagblöð gagnrýndu í
gær leiðtoga Evrópusambandsríkj-
anna fyrir að hafa sneitt hjá erfið-
um ákvörðunum á fundi sínum í
Cannes í Frakklandi og gefið út
innantómar yfírlýsingar, einkum
og sér í lagi um stríðið í Bosníu.
„Toppfundurinn í Cannes
jafnaðist ekki á við tinda Hi-
malaja," segir franska blaðið Le
Figaro, stuðningsblað Jacques
Chirac forseta. Frankfurter
Rundschau í Þýzkalandi segir að
leiðtogafundurinn, sem haldinn var
í kvikmyndaborginni frægu, hafi
eingöngu framleitt annars flokks
bíómyndir.
„Innihaldið var ósköp lítið, en
ákaft reynt að höfða til áhorf-
enda,“ segir Politiken í Danmörku.
„Fundarins verður minnzt fýrir
ákvarðanimar, sem ekki voru tekn-
ar.“
Helsingin Sanomat í Finnlandi
sagði: „Óraunhæfar væntingar eru
oft gerðar opinberar á leiðtoga-
fundum ESB. Það virðist hafa átt
sér stað í Cannes."
Árangurinn metinn
í Sarajevo
Mörg blöð taka með varúð
áformum Jacques Chirac um að
reyna að stuðla að friði í Bosníu
með harðari stefnu Evrópuríkja og
aðgerðum 10.000 manna fransk-
brezks herliðs. „Af hveiju ætti
Karadzic að láta undan?“ spyr Le
Figaro. „Hann hefur of margar
ástæður til að líta svo á að gerðir
fylgi aldrei orðum Evrópusam-
bandsríkjanna." France-Soir sagði
að Sarajevo-búar myndu leggja
sitt mat á árangur Cannes-fundar-
ins._
Ýmis blöð töldu pólitísk vand-
ræði brezka forsætisráðherranns,
Johns Major, heima fyrir hafa spillt
fyrir árangri á leiðtogafundinum,
sérstaklega hvað varðar framtíðar-
hlutverk evrópsku lögreglustofn-
unarinnar Europol. „Cannes-fund-
arins verður minnzt sem fundar
lítils árangurs og sanngjarnra
málamiðlana, þar sem maður að
nafni John Major stóð allan tímann
á bremsunum,“ segir General Anz-
eiger í Bonn.
Óvissa um stefnu Chiracs
The Times í London sagði Chirac
ekki hafa tekizt að eyða óvissu um
Evrópustefnu sína; hann hefði lýst
yfir stuðningi við dýpkun ESB, en
andstöðu við sterkari stofnanir.
Þýzka viðskiptablaðið Handels-
blatt taldi Chirac hins vegar hafa
sýnt að hann væri Evrópusinnað-
ur; þannig hefðu Frakkar ýtt und-
ir að ESB héldi við markmið sín
um efnahags- og myntbandalag
árið 1999.
Breytingar í Noregi vegna EES
Hægt að gera kröfu
um framsal menn-
ingarverðmæta
NORSKA umhverfísmálaráðuneyt-
ið undirbýr nú breytingu á þjóð-
minjalögum, sem hefur í för með
sér að hægt er að gera kröfu um
framsal menningarverðmæta, sem
flutt eru ólöglega úr landi. Að sögn
Aftenposten byggist breytingin á
ákvæðum samningsins um Evr-
ópskt efnahagssvæði.
Blaðið greinir frá því að með
samsvarandi löggjöf í öðrum EES-
ríkjum verði hægt að gera gagn-
kvæmar kröfur um framsal menn-
ingarverðmæta, t.d. ef málverk
væri flutt ólögíega frá Þýzkalandi
til Noregs eða ef norskum víkinga-
aldarminjum væri smyglað út úr
landinu.
Þó eru undantekningar frá þessu;
þannig verða málverk að kosta
meira en 12 milljónir íslenzkra
króna til að hægt sé að krefjast
þess að þau verði framseld á ný til
upprunalandsins.
Undantekningarákvæði eru í
greinum EES-samningsins, sem
fjalla um fijálsa vöruflutninga, að
því leyti að leggja má hömlur á
viðskipti með þjóðarverðmæti.
Ekki rætt um laga-
breytingu á íslandi
Gagnkvæm vernd menningar-
verðmæta er lítil að þjóðarétti, og
hefur hingað til nánast einvörðungu
byggt á einhliða löggjöf ríkja. Þann-
ig er í norsku þjóðminjalögunum
ákvæði, sem bannar flutning muna
eldri en 100 ára úr landi nema með
sérstöku leyfi.
Samsvarandi ákvæði er í 28.
grein íslenzku þjóðminjalaganna.
Ami Gunnarsson, deildarstjóri
menningarmála í menntamálaráðu-
neytinu, segir að ekki hafi verið
rætt um breytingar á íslenzkum
lögum um þetta efni vegna gildis-
töku EES-samningsins.
Knvor Muoiiúosh
ít^ ' w í ■ 'V ■
Apple-umboðið
SKIPHOLTI 21 • SlMI: 511 5111
Heimastðan: http:llwww.apple.is
Power Macintosh 6100/66 8/500 CD
Apple Multipie Scan 15" skjár
Design hnappaborð
Verö áöur 239*000 en nú aöeins
OOffi-s
Atf É «l\ Y^!
1
I r ú * •
Sjöundi himinn