Morgunblaðið - 29.06.1995, Side 20

Morgunblaðið - 29.06.1995, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ V ERLEIMT ]í stutt Styðja nýja emírinn LEIÐTOGAR aðildarríkja Sam- starfsráðs Flóaríkja hafa viður- kennt hinn nýja emír af Katar, sem réttmætan valdhafa. Á meðal aðildarríkja eru Saudi- Arabía. Er þetta mikili sigur fyrir emírinn, sem velti föður sínum úr sessi í fyrradag, en nú eru taldar litlar líkur á and- stöðu við valdatökuna í Katar. Hóta hernað- aríhlutun í Búrúndí LEIÐTOGAR Afrísku eining- arsamtakanna vöruðu yfirvöld í Búrúndí í gær við því að sam- tökin kunni að fyrirskipa hern- aðaríhlutun til að stöðva blóð- ugar ættflokkaeijur tútsa og hútúmanna. Óttast samtökin að verði ekki gripið í taumana, muni fjöldamorðin í Rúanda endurtaka sig í Búrúndi. Shell biður Norðmenn um aðstoð OLÍUFYRIRTÆKIÐ Shell hef- ur formlega farið þess á leit við norsk stjórnvöld að þau gefi leyfi til þess að borpallurinn Brent Spar verði geymdur um tíma í Erfjord á vesturströnd- inni. Sagði Jens Stoltenberg, orku- og iðnaðarmálaráðherra, að norsk stjómvöld vildu veita Shell aðstoð. Pallurinn yrði hins vegar að standast norskar reglugerðir um umhverfísvernd og öryggi áður en leyfið yrði veitt. Of öflugur safi EPLASAFI í umbúðum sem minna á dínamít, mun ekki verða seldur í hinum sænsku ríkisreknu áfengisverslunum. Óttast var að umbúðimar myndu hvetja til óhóflegrar drykkju á safanum, sem inni- heldur svipað áfengismagn og bjór. Svíar munu því ekki njóta þess að dreypa á „TNT Liquid Dynamite" á næstunni. Ráðherrar víkja FELIPE Gonzalez, forsætisráð- herra Spánar, tók í gær við lausnarbeiðnum tveggja ráð- herra sem báðir hafa tengst hneyksli í sambandi við símahleranir. Mennirnir eru Narcis Serra varaforsætis- ráðherra og Julian Garcia Vargas vamarmála- ráðherra og hafa báðir setið lengi í ríkis- Gonzalez stjórn. Skógareld- ar á Kýpur MIKLIR skógareidar geisa nú í fjalllendi á norðurhluta Kýpur. Hafa allnokkrir slas- ast og fjöldi fólks neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þá er talin hætta á að fom kastali og klaustur frá 12. öld kunni að verða eldinum aö bráð. Stjórnarflokkurinn beið ósigur í sveitarstjórnarkosningum í S-Kóreu ^ Mikið áfall fyrir forsetann og stefnu hans Seoul. Reuter. KIM Young-sam, forseti Suður- Kóreu, og flokkur hans, Fijáls- lyndi lýðræðisflokkurinn, biðu mikinn ósigur í sveitarstjórnar- kosningum í fyrradag. Missti flokkurinn meirihluta í mörgum stórborgum og héruðum, þar á meðal í höfuðborginni, Seoul. „Úrslitin eru mótmæli gegn stefnu og starfsháttum ríkisstjórn- arinnar,“ sagði Kim Ho-jin, stjórn- málafræðaprófessor við Kóreska háskólann, „og hún verður að beita sér fyrir pólitískum umbótum á seinni hluta kjörtímabilsins ætli hún sér að sitja meira en að nafn- inu til.“ Með þessum kosningum voru sveitarfélögunum í S-Kóreu að fullu færð þau völd, sem þau höfðu fyrir valdarán hersins 1961, og litið er á þær sem mat kjósenda á Kim forseta og ríkisstjóm hans. Úrslitin urðu annars þau, að Cho Soon, frambjóðandi Lýðræðis- flokksins, helsta stjórnarandstöðu- flokksins, fékk tæplega 41% at- kvæða í borgarstjórakosningunum í Seoul en þar býr fjórðungur landsmanna, sem eru alls 44 millj- omr. Cho, sem hefur áður gegnt embætti forsætisráðherra og seðlabankastjóra, hyggst beita sér fyrir umbótum og sjálfstæðri stefnu í höfuðborginni. í kosningabaráttunni deildi Cho hart á getuleysi ríkisstjórnarinnar í umferðar-, mengunar- og öðrum málum og gagnrýnendur forsetans segja, að svo virðist sem áhugi hans á lýðræðislegum umbótum hafi minnkað. Nefna þeir til dæm- is um það margar skattarannsókn- ir á andstæðingum stjómarflokks- ms. TENGING ATLANTIS OG MIR-GEIMSTÖÐVARINNAR Bandarísku geimferjunni Atlantis var skotið á loft á þriðjudag og á að tengjast rússnesku MIR-geimstöðinni MIR-stööin hefur verið á braut um jörðu í níu ár og er samsett úr nokkrum geimförum Geimterjan Atlantis Mun flytja ytir í MÍR tvo rússneska geimfara og snúa aftur með NASA-geimfarann Norman Thagard og tvo rússneska geimíara sem hafa lokið þriggja mánaða dvöt um borð í MÍR. Stýrihringur Orbiter-tengibúnaöur Tengdur með stuttum göngum við ioftþrýstiklefa inni / þrýstijöfnuðum stjórnktefanum Rússneskur tengibúnaöur Tengir saman Orbiter-búnaöinn og MÍR Höggdeylar sem koma í veg fyrir að ferjan og MÍR skelli saman REUTER Heimild: NASA Sögulegir samfundir Reuter LEE Ki-taek (t.h.), leiðtogi Lýðræðisflokksins, helsta stjórnar- andstöðuflokksins í Suður-Kóreu, fagnar kosningasigrinum ásamt Cho Soon, sem sigraði í borgarstjórakosningunum í Seoul. Landiæknir um barnaveiki í Rússlandi Rangt að hætta sé á faraldri FRÉTTIR um að yfirvöld í Stokkhólmi hafi gripið til sér- stakra ráðstafana vegna hættu á að bamaveiki, sem upp hefur komið í Rússlandi, verði að far- aldri era ekki á rökum reistar, að sögn Ólafs Ólafssonar land- læknis. Fullyrt hefur verið að borgar- yfírvöld í Stokkhólmi hyggist láta bólusetja alla borgarbúa af ótta við að veikin berist frá Rússlandi og öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Ólafur sagði í samtali við Morgunblaðið að Svíar hefðu gripið til sömu ráðstafana og gert var hér fyrir nokkru, þ. e. að ferðamönnum sem ætla til Rússlands er ráðlagt að láta bólusetja sig fyrir ferðina austur á bóginn. „Þeir [Rússar] eiga við alls konar óáran að stríða m.a. vegna þess að þeir eiga ekki nóg bóluefni,“ sagði landlæknir. Hvíta-Rússland 600 fyrirtæki einka- vædd fyrir áramót Minsk. Reuter. FORSETI Hvíta-Rússlands, Alex- ander Lukasjenko hefur undirritað áætlun um að hrinda í framkvæmd einkavæðingaráætlun sem var stöðvuð er ríkið hlaut sjálfstæði. Að sögn efnahagsráðgjafa forset- ans er um að ræða einkavæðingu yfir 600 stórra og meðalstórra fyrir- tækja fyrir árslok. Sagði hann for- setann hafa gert forstjórum iðnfyrir- tækja grein fyrir því að tími bitlinga úr hendi stjórnvalda væri liðinn. Forstjórarnir yrðu að gera sér grein fyrir því. Umbætur í Hvíta-Rússlandi hafa gengið enn hægar fyrir sig en í nágrannaríkjunum Rússlandi og Úkraínu. Eftirmálar banatilræðisins við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands Addis Ababa. Reut°r. OMAR Hassan al-Bashir, forseti Súdans, neitaði í gær, að ríkisstjóm sín bæri nokkra ábyrgð á tilræðinu við Hosni Mubarak, forseta Egypta- lands, og sagði, að Egyptar hefðu löngum getað ráðið leiðtoga sína af dögum án utanaðkomandi hjálp- ar. Mubarak kvaðst hins vegar vona, að Súdanir rækju af höndum sér ríkisstjómina í Khartoum. Bashir sagði, að súdanska ríkis- stjórnin væri andvíg öllu ofbeldi og neitaði því, að súdanskur ríkisborg- ari hefði leigt húsið, sem tilræðis- Vonar að Súdanir steypi stjórninni mennirnir hefðu notað í Addis Ababa. Síðar sagði hann þó, að reyndist Súdani hafa leigt það, sannaði það ekki, að súdanska ríkis- stjórnin hefði átt aðild að tilræðinu. Mubarak Egyptalandsforseti sagði í gær, að hann vonaði, að Súdanir bæru gæfu til að steypa ríkisstjórninni í Khartoum en lagði áherslu á, að egypskt herlið yrði ekki sent yfir landamærin. Til átaka kom þó á landamærum ríkjanna við Rauðahaf og særðust sex menn að sögn Egypta sem handtóku 10 Súd- ani. Bashir forseti sagði að tveir Súdanir hefðu verið felldir er egypskir hermenn gerðu árás á landamærastöðina. Egypsk stjórnvöld hafa einnig skýrt frá því, að fjórir menn, sem voru handteknir þegar herinn lagði hald á mikið af vopnum í suður- hluta landsins, hafi játað að hafa fengið þjálfun í Súdan. V '( I t ú I t i í i: i l l i i. i V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.