Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 21 Reyfarakennt bankarán í Berlín Léku á lögregl- una og sluppu eftir göngum Berlín. Reuter. ÞÝSKA lögreglan var dálítið skömmustuleg í gær þegar fjórum bankaræningjum tókst að komast undan með nærri 230 milljónir ísl. kr. þrátt fyrir, að hundruð lög- reglumanna hefðu umkringt bank- ann. Fóru þeir eftir göngum neðanjarðar og komu upp að baki lögreglumönnunum þar sem bif- reið beið eftir þeim. Var það að- eins í 100 m fjarlægð frá bankan- um. Lögreglan sat um bankann, sem er í Zehlendorf-hverfinu í Berlín, í 17 klukkustundir en ræningjarn- ir höfðu tekið 16 manns í gíslingu og kröfðust þess upphaflega að fá 17 milljónir marka, um 770 millj. ísl. kr., í lausnargjald, bif- reið og þyrlu. Klukkan eitt í nótt að ísl. tíma hringdi hins vegar einn gíslanna í lögregluna og sagði, að svo virtist sem ræningjarnir væru farnir, hann hefði síðast séð til þeirra fyrir tveimur klukkustund- um. Gripið í tómt Þegar lögreglan lét loks til skar- ar skríða 45 mínútum síðar fékk hún það eitt að starfa að leysa gíslana og ljóst þótti, að ræningj- arnir hefðu aldrei ætlað sér að nota bifreið eða þyrlu, heldur sloppið á mjög gamalkunnan hátt — eftir göngum. „Ég verð að segja, að ræningj- arnir sýndu bæði dirfsku og kunn- áttu,“ sagði Hagen Saberschinsky, lögreglustjóri í Berlín, á blaða- mannafundi, sem hann boðaði til, og þótti sumum hann dálítið álku- legur í framan. „Þetta var augljós- lega vel undirbúið." A sundskýlunni Lögreglan hefur ekki hugmynd um hverjir voru hér að verki en ræningjamir vom með grímu fyrir andliti og settu plastpoka yfir höf- uð gíslanna. Þá þykir það einnig vera niðurlæging fyrir lögregluna Rcuter RÆNINGJARNIR voru á bak og burt þegar menn úr sér- sveitum lögreglunnar í Berlín réðust inn í bankann. Hér eru Iögreglumennirnir á hlaupum en þeir fengu það eitt að starfa að frelsa gíslana sext- án, sem bankaræningjarnir höfðu haft í haldi. hvernig lausnargjaldið var afhent en ræningjarnir kröfðust þess, að lögreglumenn kæmu með það í fimm pokum og væra aðeins í sundskýlu einni fata. Með það hurfu þeir ásamt peningum og skartgripum úr bankahólfum. í fyrstu var talið, að ræningj- arnir hefðu tekið gíslana í örvænt- ingu en nú virðist gíslatakan hafa verið úthugsuð frá byijun. „Meist- araverkið" sjálft er þó tvenn göng, samtals 70 metra löng, sem ræn- ingjarnir voru búnir grafa áður. Saberschinsky lögreglustjóri sagði, að í þessu máli yrði spurt að leikslokum, ekki að vopnavið- skiptum. „Allur okkar orðstír er að veði,“ sagði hann. Sannfærður um sigur JOHN Major, forsætisráð- herra Bretlands, kemur til_ Downingstrætis 10 í gær. A hádegi í dag rennur út frestur til að tilkynna framboð í leið- togakjöri íhaldsflokksins. Enn sem komið er hefur einungis John Redwood boðið forsætis- ráðherranum byrginn, en Maj- or segist sánnfærður um að hann muni hafa sigur. Forveri hans, Margaret Thatcher, sagði í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð á þriðjudag, að ætti hún enn sæti á þingi myndi hún greiða Major atkvæði sitt. Hún sagð- ist ennfremur halda að Redwood ætti einhverntíma eftir að verða forsætisráð- herra Bretlands. Uppi eru vangaveltur um að takist Major ekki að ná sannfærandi sigri í fyrstu umferð kjörsins, sem fram fer á þriðjudag, muni þeir Micha- el Heseltine og Michael Port- illo bjóða sig fram í annarri umferð. í gær komst á kreik sá orð- rómur að Portillo væri byrjað- Reuter ur að koma sér upp kosninga- skrifstofu í húsi sínu skammt frá þinghúsinu. Sumargjöf frá Georg Nú er Ceorg í íslandsbanka í sumarskapi og allir krakkar sem eru félagar Georgs fá skemmtilega og hagnýta sumargjöf frá honum. í nœsta útibúi íslandsbanka fá félagar Georgs afhentan bakpoka sem hægt er aö nota íallt sumar og miklu lengur, fyrir sundfötin, nestib, í feröalagiö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.