Morgunblaðið - 29.06.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 21
Reyfarakennt bankarán í Berlín
Léku á lögregl-
una og sluppu
eftir göngum
Berlín. Reuter.
ÞÝSKA lögreglan var dálítið
skömmustuleg í gær þegar fjórum
bankaræningjum tókst að komast
undan með nærri 230 milljónir ísl.
kr. þrátt fyrir, að hundruð lög-
reglumanna hefðu umkringt bank-
ann. Fóru þeir eftir göngum
neðanjarðar og komu upp að baki
lögreglumönnunum þar sem bif-
reið beið eftir þeim. Var það að-
eins í 100 m fjarlægð frá bankan-
um.
Lögreglan sat um bankann, sem
er í Zehlendorf-hverfinu í Berlín,
í 17 klukkustundir en ræningjarn-
ir höfðu tekið 16 manns í gíslingu
og kröfðust þess upphaflega að
fá 17 milljónir marka, um 770
millj. ísl. kr., í lausnargjald, bif-
reið og þyrlu. Klukkan eitt í nótt
að ísl. tíma hringdi hins vegar einn
gíslanna í lögregluna og sagði, að
svo virtist sem ræningjarnir væru
farnir, hann hefði síðast séð til
þeirra fyrir tveimur klukkustund-
um.
Gripið í tómt
Þegar lögreglan lét loks til skar-
ar skríða 45 mínútum síðar fékk
hún það eitt að starfa að leysa
gíslana og ljóst þótti, að ræningj-
arnir hefðu aldrei ætlað sér að
nota bifreið eða þyrlu, heldur
sloppið á mjög gamalkunnan hátt
— eftir göngum.
„Ég verð að segja, að ræningj-
arnir sýndu bæði dirfsku og kunn-
áttu,“ sagði Hagen Saberschinsky,
lögreglustjóri í Berlín, á blaða-
mannafundi, sem hann boðaði til,
og þótti sumum hann dálítið álku-
legur í framan. „Þetta var augljós-
lega vel undirbúið."
A sundskýlunni
Lögreglan hefur ekki hugmynd
um hverjir voru hér að verki en
ræningjamir vom með grímu fyrir
andliti og settu plastpoka yfir höf-
uð gíslanna. Þá þykir það einnig
vera niðurlæging fyrir lögregluna
Rcuter
RÆNINGJARNIR voru á bak
og burt þegar menn úr sér-
sveitum lögreglunnar í Berlín
réðust inn í bankann. Hér eru
Iögreglumennirnir á hlaupum
en þeir fengu það eitt að
starfa að frelsa gíslana sext-
án, sem bankaræningjarnir
höfðu haft í haldi.
hvernig lausnargjaldið var afhent
en ræningjarnir kröfðust þess, að
lögreglumenn kæmu með það í
fimm pokum og væra aðeins í
sundskýlu einni fata. Með það
hurfu þeir ásamt peningum og
skartgripum úr bankahólfum.
í fyrstu var talið, að ræningj-
arnir hefðu tekið gíslana í örvænt-
ingu en nú virðist gíslatakan hafa
verið úthugsuð frá byijun. „Meist-
araverkið" sjálft er þó tvenn göng,
samtals 70 metra löng, sem ræn-
ingjarnir voru búnir grafa áður.
Saberschinsky lögreglustjóri
sagði, að í þessu máli yrði spurt
að leikslokum, ekki að vopnavið-
skiptum. „Allur okkar orðstír er
að veði,“ sagði hann.
Sannfærður um sigur
JOHN Major, forsætisráð-
herra Bretlands, kemur til_
Downingstrætis 10 í gær. A
hádegi í dag rennur út frestur
til að tilkynna framboð í leið-
togakjöri íhaldsflokksins. Enn
sem komið er hefur einungis
John Redwood boðið forsætis-
ráðherranum byrginn, en Maj-
or segist sánnfærður um að
hann muni hafa sigur.
Forveri hans, Margaret
Thatcher, sagði í viðtali við
bandaríska sjónvarpsstöð á
þriðjudag, að ætti hún enn
sæti á þingi myndi hún greiða
Major atkvæði sitt. Hún sagð-
ist ennfremur halda að
Redwood ætti einhverntíma
eftir að verða forsætisráð-
herra Bretlands.
Uppi eru vangaveltur um
að takist Major ekki að ná
sannfærandi sigri í fyrstu
umferð kjörsins, sem fram fer
á þriðjudag, muni þeir Micha-
el Heseltine og Michael Port-
illo bjóða sig fram í annarri
umferð.
í gær komst á kreik sá orð-
rómur að Portillo væri byrjað-
Reuter
ur að koma sér upp kosninga-
skrifstofu í húsi sínu skammt
frá þinghúsinu.
Sumargjöf
frá Georg
Nú er Ceorg í íslandsbanka í sumarskapi og allir krakkar
sem eru félagar Georgs fá skemmtilega og hagnýta sumargjöf
frá honum. í nœsta útibúi íslandsbanka fá félagar Georgs
afhentan bakpoka sem hægt er aö nota íallt sumar og miklu
lengur, fyrir sundfötin, nestib, í feröalagiö