Morgunblaðið - 29.06.1995, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 29.06.1995, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDA LILJA MAGNÚSDÓTTIR + Lilja Magnús- dóttir fæddist þann 16. mars 1916 að Ilattardalskoti við Alftafjörð í Isa- fjarðardjúpi. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum þann 7. júní sl. Foreldrar hennar voru Magn- ús Hannibalsson f. 1.6. 1871., d. 24.12. 1964, bóndi að Hattardalskoti og Ólína Kristín Óla- dóttir f. 26.08. 1881, d. 1951. Systkini Lilju voru 7 og 1 hálf- systkini. Guðmundína Sigríð- ur, f. 1896, d. 1950, var hálf- systir hennar og var Magnús- dóttir. Alsystkini hennar voru 1) Krislján, f. 1907, d. 1910, 2) Guðrún, f. 1908, d. 1978, 3) Kristjana, f. 1910, d. 1937, 4) Sigurborg, f. 1911, d. 1993, 5) Högni, f. 1913, búsettur í Rvík, 6) Anna Sigríður, f. 1918, bú- sett í Búðardal og 7) Þorgerð- ur, f. 1925, búsett í Sandgerði. Hún giftist 26. september 1936 Benedikt Jónssyni á Hvannaá í Jökuldal, f. 26. jan. 1903, d. 18.6. 1951. Hann var sonur Jóns Jónssonar og Gunnþórunnar Kristjánsdóttur Kröyer. Saman áttu þau fimm börn: 1) Braga, prest á Reykhól- um, f. 11.8.1936, kvæntur Bergljótu Sveinsdóttur og eiga þau 6 börn og 2 barnabörn, 2) El- ínu Sigríði, f. 20.10.1938, d. 18.2.1972, var gift Óla Stefánssyni Merki og áttu þau 5 börn og 4 barnabörn, 3) Arnór, bónda á Hvanná, f. 26.7.1944, kvæntur' Ingfinnu Jónsdóttur, eiga þau 4 börn og 3 barnabörn, 4) Ármann, tæknifræðing, búsettur í Rvík, f. 8.1.1947, var kvæntur Guð- rúnu Davíðsdóttur og eiga þau 3 börn, og 5) Gunnþórunni, búsett á Egilsstöðum, f. 23.4.1950, gift Hermanni Ei- ríkssyni og eiga þau 2 börn. Útför Lilju fer fram frá Egilsstaðakirkju fimmtudag- inn 29. júní kl.14.00. í DAG er til moldar borin Lilja Magnúsdóttir frá Hvanná. Hún fæddist að Hattadalskoti í Álftafirði 16. mars 1916 og var því rúmlega 79 ára gömul, þegar hún andaðist. Hún hlaut skólagöngu meðal ann- ars í gagnfræðaskólanum á ísafirði, þar sem hún reyndist góður nem- andi og bjó að þeirri þekkingu alla ævi. Hún fluttist austur á Jökuldal 1. júní 1935 og átti þar eftir það starfsmikinn dag, þar sem hún ól upp 5 börn við misjafnar aðstæður. Þann 26. september 1936 giftist hún Benedikt Jónssyni, bónda á Hvanná, en hann andaðist 18. júní 1951 og voru þá öll bömin ung að aldri. Þetta ótímabæra andlát Bene- dikts breytti að sjálfsögðu öllum framtíðarplönunum á svipstundu. En með þrautseigju og eljusemi tókst henni samt að ala upp börnin sín og koma þeim öllum vel til manns. Við það naut hún aðstoðar góðra manna, sem studdu hana í baráttunni fyrir því að koma fjöl- skyldunni heilli í höfn. Á Hvanná bjó fyrr á tímum Kristján Kröyer, mikill efnamaður og gildur bóndi. Dóttir hans, Gunnþórunn Kröyer, giftist síðar Jóni Jónssyni, bónda og síðar aiþingismanni á Hvanná. Benedikt Jónsson, bóndi á Hvanná, eiginmaður Lilju, var sonur þessara ágætu hjóna, sem settu svip á sveit sína. Jón á Hvanná var oddviti sveit- ar sinnar um 50 ára skeið. Hann lét ætíð gott af sér leiða í oddvita- t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN ARINBJÖRN INGÓLFSSON, Stapasfðu 15D, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann. 27. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Auður Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför ÖNNU EINARSON. Magnús B. Einarson, Dóra Þórhallsdóttir, Unnur Einarson Kawadry, Eric Kawadry, Ingibjörg Ásta Hafstein, Pétur Kr. Hafstein og barnabörn. t Okkar innilegustu þakkir færum við þeim fjölmörgu, sem veittu okkur styrk í sorg okkar, með blómum, samúð og hlýju, við fráfall elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐRIKS MARGEIRSSONAR fyrrv. skólastjóra, Hólavegi 4, Sauðárkróki. Guð blessi ykkur öll. Alda Ellertsdóttir, Helga Friðriksdóttir, Kristinn Hauksson, Heiðrún Friðriksdóttir, Sveinn Sigfússon, Hallfríður Friðriksdóttir, Siguröur Þorvaldsson, Jóhann Friðriksson, Sigríður Sigurðardóttir, Margeir Friðriksson, Sigurlaug Valgarðsdóttir, Valgerður Friðriksdóttir, Páll Friðriksson, Guðný Axelsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. MIIMIMIIMGAR tíð sinni. Lilja varð síðar tengda- dóttir hans, eins og fram hefur komið. Á Hvanná stunduðu tveir synir hjónanna Gunnþórunnar og Jóns félagsbú, sem gjarnan gekk undir nafninu Bræðrabúið á Hvanná. Jón kaus að hætta búskap nokkuð snemma til þess að gefa þessum tveimur sonum sínum kost á því að taka við búskapnum. Hann var þó með nokkrar kindur á fóðrum hjá sonum sínum og aðstoðaði þá við búskapinn í staðinn. Þessir syn- ir voru Einar Jónsson og Benedikt Jónsson. Sambúð þeirra bræðranna var með ágætum og mátti í raun segja að þeir bættu hvor annan upp. Ég minnist þess aldrei, að nokkur skuggi félli á sambúð þeirra. Einari var það því mikið áfall, þeg- ar Benedikt bróðir hans féll frá á tiltölulega ungum aldri. Og ekki er hægt að skrifa svo minningargrein um Lilju að geta ekki Kristjönu Guðmundsdóttur, konu Einars, sem deildi kjörum með henni á sama heimilinu um áratuga skeið. Þær voru svo samrýndar og góðar vin- konur og ég vil segja sálufélagar, að á vináttu þeirra sló aldrei skugga. Jón, bóndi í Möðrudal, komst svo að orði um samheldni þeirra og vináttu, að þær hefðu getað lesið af sömu bókinni í senn. A Hvanná eignaðist Lilja 5 börn auk hins sjötta, sem fæddist and- vana og er jarðsett í fjölskyldugraf- reit á Hvanná. Kristjana, vinkona hennar, eignaðist 4 börn og ólust börnin öll upp saman og voru sem einn systkinahópur. Störfin í eld- húsinu skiptust niður á þær, þvott- arnir og annað það, sem að heimilis- haldi laut. Sjálfsagt hefur heimilis- rekstur verið hagstæðari á margan hátt, þar sem hægt var að koma slíku búskaparlagi við, auk þess, sem þetta skapaði meiri samheldni og félagsskap í stijálbýlli sveit. Lilja missti dóttur sína, Elínu Sigríði, 18. febrúar 1972. Hún dó frá 5 börnum aðeins 34 ára að aldri. En hvað sem öllum erfíðleikum viðkom, sem voru miklir í lífi Lilju, eins og fram hef- ur komið, þá stóð hún alltaf upp- rétt og lét ekki sorgirnar og ástvina- missinn buga sig. Hún kom fólkinu sínu heilu í höfn og skilaði þannig því hlutverki sem henni var falið að leysa af hendi með aðstoð þess vinsamlega fólks, sem með henni gekk á köflum grýtta ævibraut hennar. Kristjana og Einar voru henni áreiðanlega mikill styrkur í sárum harmi, þegar skörðin komu svo óvænt í fjölskylduna hennar. di*v kk) ur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR lllTEL LlfTKHIk Lilja var ljóðelsk kona og kunni ótal vísur og ljóð, sem hún hafði gjarnan á hraðbergi, þá málin voru rædd. Frásagnargáfa hennar var líka mikil og skáldskaparhneigð. Hin síðari ár ævinnar vann Lilja mikið af listmunum, bæði veggtepp- um og öðrum skrautmunum, sem vöktu athygli og aðdáun margra. Hún elskaði allan gróður og gat gersamlega gleymt sér í garðinum á Furuvöllum 3 á Egilsstöðum, þar sem hún átti heimili í einbýlishúsinu sínu. Mörgum þótti þar gott að koma til hennar, því að allir voru þar aufúsugestir. Og ekki síst held ég að þeir nemendur og þær stúlk- ur aðrar, sem hún leigði herbergi, hafi kunnað að meta vináttu Lilju og hlýhug. Mæt heiðurskona er gengin til feðra sinna, henni fylgja hlýjar kveðjur, henni fylgja góðar óskir og blessunarbænir yfir landa- mæri lífs og dauða. Blessuð sé að eilífu minning hennar, segjum við börnin hennar, sem þökkum henni fýrir öll árin yndislegu, sem við nutum með henni bæði í gleði og sorg lífsins. Bragi Benediktsson. Einhvern veginn finnast manni hversdagslegir hlutir og athafnir oft harla ómerkilegir s.s. eins og uppvask og ískur í göngugrind, en þegar einhver fellur frá finnst manni þessi hlutir svo ósegjanlega merkilegir. Það að hafa rumskað við ömmu dæsa, fara fram úr kl. 6 á morgnana, heyrt tilheyrandi ískur í göngugrind og heyrt þegar hún tók til við að vaska upp, vekur upp minningar sem manni þykir svo vænt um, eftir á. Helst vildi maður forma minningarnar í styttur til að geyma uppi á stofuskápnum. Orðin „morgunstund gefur gull í mund“ voru orð sem amma virðist hafa haft að leiðarljósi, því hún vaknaði ævinlega snemma á morgnana. Sagðist aldrei hafa þurft að nota vekjaraklukku á ævinni. Það var ósjaldan sem hún var að sauma frammi í stofu þegar ég var að vakna, raulandi eitthvert ljóðið. Af nógu var að taka. Ég hafði á tilfinningunni að hún kynni svo mörg ljóð að hún gæti þulið þau upp í marga daga, án þess að verða tvísaga. Amma gat unað við það allan daginn að sauma út og pijóna. Hún var líka snillingur að matbúa lifur og kjötbollur, enda var það oft sunnudagsmaturinn hjá okkur. Ekki var það amalegt þegar maður fann lyktina af pönnukökunum hennar, jafnvel lengst út á götu. Þá var sko veisla í ömmubæ. Hún tók á móti manni með pönnuköku- spaðann í hendinni, svolítið kámug um munninn með nokkrar slettur af deiginu framan á sér. Amma var vön að leggja sig eft- ir hádegismatinn og kallaði það að fara í lagningu. Sumum hefur kannski þótt skrítið hversu oft amma fór í lagningu, en það var jafnvel tvisvar á dag. Mér þótti svolítið óþægilegt fyrst eftir að ég fór að vera hjá ömmu, þegar kunningjar mínir komu í heimsókn, að þeir voru varla búnir að ljúka setningu er hafsjór af ljóð- um streymdi fram af vörum henn- ar. Seinna þegar ég fór að skilja ljóðin og meta þau fór mér að þykja vænt um þessa uppákomu. Það var oft sem amma hjálpaði mér að bijóta Ijóðin til mergjar, lesa yfir ritgerðirnar mínar eða kenna mér þýsku. Það var eins og amma væri kennari af lífi og sál, enda hafði hún mikinn áhuga a menntum og minnug var hún. Hún fór oft með sögur reiprennandi á þýsku, úr þýskubókinni sem hún hafði lært á unglingsárum og aldrei séð síðar. Ég man líka þegar hún kallaði mig inn í herbergi og spurði mig hvort ég kynni margföldunar- töfluna. Nei, hana kunni ég ekki. Amma var ekki lengi að bæta úr því, hún kenndi mér hana þannig að mér hefði verið ógjörningur að gleyma henni. Það var roggin lítil stelpa sem kom út úr herbergi ömmu sinnar þann daginn. Amma hafði mjög gaman af því að vera úti í garði og bardúsa eitt- hvað þar. Hún var úti heilu dagana að vökva, snyrta og hlúa að blómun- um sínum. Morgunfrú, hádegisblóm og stjúpur voru í miklu uppáhaldi hjá henni, enda var hún gefin fyrir litadýrð og var snillingur að raða saman litum. En allra best þótti henni að fara í beijamó. Hún vildi helst vera ein einhvers staðar úti í einhverri vænni beijaþúfu. Hún sagði mér að það væri svo sérstök stemmning í loftinu þegar hún færi í beijamó. Rétt áður en hún dó tal- aði hún um að sér þætti leiðinlegt að hún kæmist ekki til beija í haust. í framhaldi af því kom buna af beijamósljóðum. Hún kenndi okkur stelpunum að vera ánægðar með okkur. Þegar hún var spurð hvort hún hefði efni á hinu og þessu var svarið ávallt: „Ég á nóg af peningum.“ Hún hafði það sem hún þurfti og var ánægð með það. Þrátt fyrir ýmis skakkaföll gat amma alltaf hlegið og sungið. Hún hafði gaman af því þegar fólk gat skemmt sér og notið lífsins, enda sagði hún stundum við mig: „Sigga mín, ætlarðu ekki að skella þér á ball.“ Það lá nærri að amma hefði komið með mér, það hefði þó varla þótt viðeigandi, nema þegar hún kom á þorrablótin heima. Mér fannst alltaf dálítið merkilegt að eiga ömmu sem fór með mér á þorrablót. Það var stundum að amma sett- ist á rúmið hjá mér og sagði mér að sér líkaði illa við eitthvað sem ég hafði gert. það var ekki gert með þjósti né látum, hún sagði mér bara hvemig hún vildi að ég gerði hlutina, þannig að ég vissi að ég- gæti gert betur næst. Það mætti halda að einkunnarorð ömmu hafi verið „vilji er allt sem þarf“. Það var eins og allt sem amma ætlaði og óskaði sér tækist. Hún óskaði sér að sjá okkur frænk- urnar útskrifast, og henni tókst það. Eins var um annað sem hún gerði, enda vorum við frænkurnar sammála um það að við gætum lært af þessum hugsunarhætti ömmu. Þegar amma bjó hjá okkur uppi á Hvanná sofnaði ég oft hjá ömmu, því báðar vomm við kvöldsvæfar. Hún sagði mér oft sögur fyrir svefn- inn og uppáhaldssagan var um það þegar hún bjargaðist eftir að bátinn sem hún var í hafði rekið frá landi. Mér fannst sagan alltaf svo sorg- leg, en samt man ég eftir að ég bað hana að segja mér hana tvisvar sama kvöldið. Mér em minnisstæð orðin sem frænka mín sagði um ömmu sína þegar nýbúið var að jarða hana og hún spurð að því hvar hún héldi að amma sín væri: „Hún liggur í kistunni sinni hjá Guði, með dún-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.