Morgunblaðið - 29.06.1995, Side 39

Morgunblaðið - 29.06.1995, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 39 MINNIIMGAR PAUL V. MICHELSEN + Paul V. Mic- helsen fæddist 17. júlí 1917 á Sauðárkróki. Hann lést 27. maí sl. Foreldrar Pauls voru Jörgen Frank Michelsen, f. 25. janúar 1882 í Hors- ens í Danmörku, d. 16. júlí 1954, úrsmíðameistari og kaupmaður, og kona hans, Guðrún Pálsdóttir, f. 9. ágúst 1886, d. 31. maí 1967, hús- freyja. Paul eignaðist ellefu systkini og eina uppeldissyst- ur. Kona Pauls var Sigríður Ragnarsdóttir Michelsen, hár- greiðslumeistari, hún er látin. Synir Pauls og Sigríðar eru: Jörgen Frank, garðyrkjumað- ur og bifreiðarstjóri, maki Sveinbjörg Steinþórsdóttir, KVEÐJA frá Klúbbi Skandinavíu- safnara. I gömlu máli segir: „Lengi skal manninn reyna.“ Kemur þetta fyrst fyrir í Grettis sögu, ef ég man rétt. Þetta átti á margan hátt við Paul heitinn og lít ég þá aðeins til þess tíma er ég kynntist honum, fyrst í Hveragerði þar sem hann rak blómabúðina sína og síðan er hann flutti til Reykjavíkur og tók að starfa með okkur í Skandinavíku- klúbbnum. Það er ekki langt síðan hann mætti síðast á fundi hjá okkur eða vel röskur mánuður og þá eins og ávallt hafði hann eitthvað jákvætt til málanna að leggja. Öll þau skipti sem ég sat fundi í klúbbnum, frá því að hann tók að starfa með okk- ur, minnist ég Pauls sem virks og jákvæðs félaga. Eftir að ég tók þau eiga þijá syni; Ragnar Hafsteinn, blómaskreytinga- maður; Georg Már, bakari, maki Anna Þorvaldsdóttir, þau eiga þijú börn. Eftir nám i barna- og unglingaskóla var Paul einn vetur í Laugarvatnsskóla og þijú ár í Dan- mörku þar sem hann lærði garðyrkju. Paul var garðyrkju- lærlingur í nokkur ár, bæði í Hvera- gerði og Danmörku. Hann var garðyrkjustjóri í Hveragerði í 24 ár en garðyrkjustöð og blómaskála stofnaði Paul 1956 og rak til ársins 1980. Paul starfaði í Oddfellowreglunni í áraraðir. Paul var jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn 6. júni sl. aftur við stjórnartaumum í klúbbn- um var sérstök ánægja að beina hugmyndum til hans og fá við- brögð. Það var lengi hægt að reyna góðar tillögur og jákvæðni hans. Hann sagði hiklaust frá því sem honum ekki féll og kom þá með tillögur til lausnar og vann ötullega að því að færa öll mál í betri farveg. Ahugi hans á starfi ungra með- lima í klúbbnum var mikill og margt frá honum kom þar fram, tillögur um vinnuaðferðir og hvatningar. Minnist eg margra hrósyrða Páls heitins Ásgeirssonar um það sem frá Paul kom til þeirra mála. Átti ég nokkra orðræðu við hann er haldin var sýning ungra frímerkja- safnara í Seljakirkju og mun lengi minnast einlægs áhuga hans og velvilja við það starf. Sýndi hann þetta einnig á síðastliðnum vetri, er ég hafði tekið við þessu starfí. Slíka menn er gott að eiga að og ekki síst að vinum. Á leiðarenda þessa hluta tilver- unnar vil ég tjá þér þökk okkar sem með málefni Klúbbs Skandinavíu- safnara förum og veit að margir fleiri frímerkjasafnarar hugsa til þín á sama hátt. í hópi okkar er skarð fyrir skildi. Aðrir munu fjalla um hin fjöldamörgu starfssvið þín og áhugamál, sem öllum var sinnt jafnvel það best ég veit. Blessuð sé minning þín, hvíl þú í friði. F.h. Klúbbs Skandina víusaf:nara. Sigurður H. Þorsteinsson, formaður Sumum ■ kynnumst við vel og þekkjum lengi en aðra þekkjum við skemur og jafnvel alltof stutt. Þannig finnst mér að ég hafi þekkt Paul allt of stutt, enda þótt ég kynntist honum í kringum 1955 og að sjálfsögðu hans ágætu eigin- konu, Sigríði Ragnarsdóttur Mic- helsen. Okkar kynni voru traust og bar ég ætíð virðingu fyrir skoðunum hans þrátt fyrir það að við værum ekki alltaf sammála um það sem við vorum að fjalla um, t.d. þjóð- mál, viðskipti, félagsmál ó. fl., því Paul hafði fastmótaðar skoðanir á þeim málum sem rætt var um. Þó samfýlgdin í þessu lífi hafi ekki verið löng í mannárum talið skilur Paul eftir sig mjög sterkar minning- ar um allar þær góðu samveru- stundir sem við áttum. Eg sendi börnum, barnabörnum svo og öðr- um ættingjum og vinum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Að lokum eftir langan þungan dag er leið þín ðll. Þú sest á stein við veginn og horfir skyggnum augum yfir sviðið eitt andartak. Og þú munt minnast þess að eitt sinn, eitt sinn endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum stað. (Steinn Steinarr) Konráð R. Bjarnason t Ástkær dóttir mín, systir og fóstursystir, GRÓA SIGURVEIG ÁSGEIRSDÓTTIR frá Hvallátrum, verður jarðsungin frá Breiðavíkurkirkju laugardaginn 1. júlí kl. 14. Ásgeir Erlendsson, Stella Ásgeirsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Margrét Ingvadóttir og fjölskylda. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR, sem lést föstudaginn 23. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 29. júní, kl. 15.00. Gústaf Nilsson, Þóra Ólafsdóttir, Ólafur Nilsson, Guðrún Ólafsdóttir, Bogi Nilsson, Elsa Petersen, Anna Nilsdóttir, Friðrik J. Hjartar, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, SMÁRA GUÐMUNDSSONAR, Fagrabæ 1. Inga S. Kristjánsdóttir, Guðmundur S. Sigurjónsson, Þórir K. Guðmundsson, Sigurbirna Oliversdóttir, Johanna S. Guðmundsdóttir, Arnar Arngrímsson, Sigurjón Guðmundsson, Ósk Magnúsdóttir, systkinabarnabörn og barnabarnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld ! úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn s!n en ekki stuttnefni undir greinunum. ÓLÖF HAFDÍS RAGNARSDÓTTIR + Ólöf Hafdís Ragnars- dóttir fæddist á Siglu- firði 19. mars 1946. Hún lést í sjúkrahúsi Suðurnesja 18. júní síðastliðinn. Útför Ólafar var gerð frá Kefla- vikurkirkju 28. júní. ÞAÐ er erfitt að kveðja kæran vin og mig brestur orð. Efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa feng- ið að kynnast Diddu og eiga með henni samleið. Hún var elskuð og virt af svo mörgum, alltaf jákvæð og brosti við lífinu og vildi lifa því lifandi. Didda var ákaflega afkasta- mikil kona. Okkur hinum fannst oft óskiljanlegt hversu miklu hún kom í verk. Síðasta ár var Diddu og fjöl- skyldu hennar erfitt, vegna veik- inda hennar, en þvílík hetja sem hún var, aldrei var kvartað, bara sagt, mér líður vel. Didda var gift yndislegum manni, Einari Júlíus- syni söngvara, og eignuðust þau 4 dætur, og er von á fyrsta barna- barninu eftir nokkra daga. Vissi ég að ekkert þráði hún meira en að fá að halda á litla baminu hennar Villu. En Guð réð í þetta sinn. Didda lifði fyrir fjölskyldu sína og hennar aðal var hversu hún mat manneskj- una mikils. Fáa hef ég þekkt sem kunna þá list. Margar ljúfar minn- ingar um samveru okkar verða vel geymdar. Minningin um sívakandi umhyggju hennar yljar öllum þeim sem þekktu hana, þeim mest sem þekktu hana best. Didda lifir í huga allra þeirra sem kynntust henni. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Einari, Villu, Tóta, Dóru, Maríu, Ollu, foreldmm hennar og systkin- um. Þið hafið öll misst mikið. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem) Quðnj Qg. jjerdís. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, DAVÍÐS ÓLAFSSONAR fyrrverandi Seðlabankastjóra, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. júní kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hans, eru vinsamlegast beðnir að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Ágústa Gísladóttir, Ólafur Davíðsson, Helga Einarsdóttir, Sigrún Davíðsdóttir og barnabörn. - kjarni málsins! 3ja herbergja 6.800. Við undirritun samnings 200.000 Húsbréf 4.760.000 Lán frá seljanda 1.000.000* Við afhendingu 1.840.000 4ra herbergja 7.300.000 Við undirritun samnings 200.000 Húsbréf 5.110.000 Lan frá seljanda 1.000.000* Við afhendingu 1.990.000 PERMAFORM Til sölu Permaformíbúðir PERMAFORM - BYGGINGARMÁTI NÚTÍMANS *Gegn traustu fasteignaveði ÁLFTÁRÓS HF SM'ÐJUVEG 11-200 KOPAVOGI S: 564 1340

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.