Morgunblaðið - 29.06.1995, Page 40

Morgunblaðið - 29.06.1995, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRÖSTUR BERG- MANNINGASON + Þröstur Bergmann Inga- son fæddist í Reykjavík 25. júli 1959. Hann andaðist 22. maí sl. Þröstur var jarð- sunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 1. júní. FREGNIN um að vinur minn og æskufélagi, Þröstur Bergmann væri látinn, kom eins og reiðar- slag. í huganum birtust ótal myndir og augnablik liðinna tíma. Myndirnar og augnablikin voru umvafin ljóma, en nú er sem minn- ingarnar meiði og mæði stöðugt huga minn og geð. En á skrifandi stundu virðast hugsanirnar ekki geta náð sinni endastöð og eftir situr sorgin sem aðeins tímans tönn getur bitið á. Ég held að árið hafi verið 1971 þegar ég sá Þröst í fyrsta skipti. Ég var nýfluttur í Safamýrina þeg- ar tveir peyjar birtust skyndilega í dyragættinni heima hjá mér. Þetta voru Hilmar (Hilli) og Frið- rik (Frissan) sem vildu ólmir fá mig út í fótbolta. Þegar út á völl var komið var ég síðan kynntur fyrir þriðja peyjanum sem var Þröstur. Síðan var skipt í tvö lið og ég og Þröstur vorum mótheij- ar. Ég var í markinu í mínu liði og reiknaði það fljótt út að Þröstur væri sá sem ég þyrfti að hafa mestar gætur á ef leikurinn ætti ekki að tapast. í miðjum leik endar knötturinn upp á bílskúrsþaki og Þröstur var ekki lengi að vippa sér þangað til að ná í boltann. Það sem mér þótti verra var að hann tók síðan innkast upp á bílskúmum sem úr varð mark. Upphófst nú mikið rifrildi milli mín og Þrastar því aðrir höfðu ekkert með þetta atvik að gera, að okkur fannst. Mín skoðun var sú að innkastið væri ólöglegt, en því var Þröstur ekki sammála. Mig minnir að lok- aniðurstaðan hafi verið sú að Þrastarlið fékk vítaspymu með því skilyrði að einhver annar en hann tæki spyrnuna! Þetta var dæmigert fyrir okkar fyrstu kynni því Þröst- ur var bæði kappsamur og metnað- argjarn í því sem hann tók sér fyrir hendur, en ég var þijóskur. Ur þessu myndaðist síðan vinskap- ur því við komumst fljótt að því að við högnuðumst meir á því að vinna saman en öfugt. Eftir þetta reyndum við ævinlega að hliðra niðurröðuninni þannig að við spil- uðum í sama liði því rifrildið forð- um hafði skapað gagnkvæma virð- ingu. Síðan kom heimsmeistaraein- vígið í skák 1972 og við tók mikil skákdella. Ég hélt náttúmlega með Spasský því Þröstur hélt með Fischer. Síðan voru tefld einvígi þar sem ég var Spasský og Þröst- ur var Fischer. Við félagamir söfn- uðumst yfirleitt saman á heimili Þrastar á þessum árum. Rósa móðir hans skipti þar miklu máli því hún studdi son sinn ötullega í því sem hann tók sér fyrir hendur. Fyrir þessu fundum við félagarnir og ég held að þetta jákvæða and- rúmsloft sem einkenndi heimili Þrastar hafi framar öllu dregið okkur þangað. Síðan fómm við peyjarnir að leggja leið okkar í Taflfélag Reykjavíkur á æfingar og mót. Þar kom í ljós að skákhæfileikar Þrast- ar vom miklir því hann vann sig fljótt upp í landsliðsflokk. Það var á þessum ámm sem Þröstur tefldi nokkmm sinnum fyrir Islands hönd á erlendum vettvangi, yfirleitt með góðum árangri. Ég hef alltaf hald- ið því fram að Þröstur væri einn af efnilegustu skákmönnum sem þjóðin hefur borið, og er ég ekki einn um þá skoðun. Þröstur þótti líka skara fram úr á íþróttasviðinu og ég man eftir orðum Olafs Unnsteinssonar fyrr- verandi landsliðsþjálfara í fijálsum íþróttum þar sem hann lýsti hæfi- leikum Þrastar á sams konar hátt og ég skákhæfileikum hans. Snemma á æviskeiði Þrastar kom í ljós að hann var haldinn erfiðum sjúkdómi sem kannski framar öllu dró úr því baráttuþreki og þeirri metnaðargimi sem ein- kenndu æskuár hans. Það er Þresti til heiðurs að hann hélt alltaf í þá von að geta sigrast á sínum krank- leika þótt oft þyrfti harin að fara um dimman dal. Þegar fullorðinsárin tóku við skildu leiðir okkar að mestu þar sem ég flutti til Svíþjóðar. Ég hitti Þröst síðast sumarið 1992 og það er skrýtið að rifja upp þá samveru- stund. í þetta síðasta skipti rifjuð- um við einmitt upp fyrstu kynni okkar, rétt eins og við ættum ekki •eftir að hittast aftur á þessari jörðu. Ein setning sem kemur upp í hugann frá æskuárum Þrastar er „minn tími mun koma“ sem hann átti til að segja þegar á móti blés. Ég held í þá von að þessi tími sé nú kominn og að lokasigurinn sé unninn. Eitt af uppáhaldslögum Þrastar var lagið „Wish You Were Here“ með Pink Floyd og ég vil kveðja með þeim orðum. Að lokum votta ég foreldrum Þrastar, Rósu og Inga, vinum og vandamönnum mína dýpstu samúð og megi Drottinn þerra tárin. „Komið til mín allir þér sem erfiði og þunga eru hlaðnir og ég mun veita yður hvíld.“ Þorsteinn Þorsteinsson, Svíþjóð. RADAUGÍ YSINGAR Hönnun/umbrot Aukavinna Fyrirtæki óskar að ráða starfsmann til að hanna auglýsingar í Macintosh. Viðkomandi þarf sjálfur að hafa búnað. Upplýsingar veitir Nanna í síma 568 9938 milli kl. 10 og 14. Framkvæmdastjóri óskast fyrir heiibrigðiseftirlit Austuriandssvæðis Starfið felur í sér, auk framkvæmdastjórnar fyrir Austurlandskjördæmi, heilbrigðiseftirlit á starfssvæði heilbrigðisnefnda Neskaup- staðar, Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Fljóts- dalshéraðs og Borgarfjarðar eystri. Menntunarkröfur: Umsækjandi þarf að hafa réttindi til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi hér á landi. Starfið er laust frá 1. september nk. Gert er ráð fyrir aðstöðu og búsetu á Reyðarfirði Umsóknir berist til sveitarstjóra Reyðarfjarð- ar, Búðareyri 7, 730 Reyðarfirði, í síðasta lagi 10. júlí 1995. Upplýsingar veita: ísak J. Ólafsson, sveitar- stjóri Reyðarfjarðar, í síma 474-1245, Helga Hreinsdóttir, settur framkvstj., í síma 414-1235 og Stefán Þórarinsson, héraðslæknir á Egils- stöðum, í síma 471-1400. TILKYNNINGAR © POLLINN HF., ísafirði. Rafeindavirkjar Viljum ráða rafeindavirkja á radíóverkstæði okkar. Starfssvið er almennar viðgerðir og þjónusta við siglingatæki. Sveinspróf er áskil- ið og óskað er upplýsinga um nám og fyrri störf. í boði er góð starfsaðstaða og frír flutningur búslóðar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 456 3092. Póllinn hf., ísafirði. Viðskiptasérleyfi (Franchising) Pizza '67 hefur tryggt sér húsnæði í Kópa- vogskjarnanum í Engihjalla 8, Kópavogi, undir veitingarekstur. Húsnæðið er bjart og opið og hentar sérstaklega vel fyrir veitinga- rekstur. Pizza '67 óskar eftir traustum aðila til að koma upp veitingaaðstöðunni með viðskipta- sérleyfi frá Pizza ’67. Frábær markaðsstað- setning með framtíð. Upplýsingar hjá Kaupmiðlun hf., Austur- stræti 17, 6. hæð, sími 562-1700. Kópa V0£SKJARI\III\IN Varalumr og þ j í n U s l u ffl I ð 113 f EMGIHJALLA 8 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Framboð til formanns og varaformanns í samræmi við 16. grein flokkslaga og reglur miðstjórnar Alþýðubandalagsins auglýsir yfirkjörstjórn eftir framboðum til kjörs for- manns og varaformanns í allsherjaratkvæða- greiðslu meðal félagsmanna Alþýðubanda- lagsins sem efnt verður til í október 1995. Kjörgengir til formanns og varaformanns eru þeir einir sem teljast félagar þegar framboðs- fresti lýkur. Framboði skulu fylgja meðmæli að minnsta kosti 80 og ekki fleiri en 100 flokksmanna úr minnst þremur kjördæmum landsins. Meðmæli með fleirum en einum frambjóð- enda teljast ekki gild. Frestur til þess að bjóða sig fram rennur út 27. júlí nk. Framboð skulu send formanni framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins, Laugavegi 3, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veita formaður yfirkjör- stjórnar, sími 554 5448, og framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins, sími 551 7500. Yfirkjörstjórn. Frá jógastöðinni Heimsljósi, Ármúla15 Vöftvabólga, vöftvaverkir, höfuð- verkur, bakverkur og síþreyta eru algengir kvillar sem hrjá okk- ur í nútíma þjóðfélagi. Kripalujóga hefur gefið góða raun og hentar flestum, óháft aldri og lífsskoðunum. Tveggja vikna vel- hðunarnámskeið hefst fimmtu- daginn 13. júlí. Leiðbeinandi Helga Mogensen. Þriggja vikna byrjendanámskeið hefst mánu- daginn 10. júlí. Leiðbeinandi Jenný Guömundsdóttir. Upplýsingar og skráning í síma 588 9181 og eínníg í símsvara. FÉLAGSLÍF Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Lofgjörðar- og bænasamvera í húsi félaganna við Holtaveg í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufell Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hallveigarstíg 1 •sími 614330 Kvöldferð fimmtud 29. júní Kl. 20.00 Gengin gömul þjóöleið frá Fjalli að Ölfusá, ferjað yfir við Laugdælir og gengiö niður með ánni. Félagar, munið afmælistil- boðið. Dagsferð sunnud. 2. júlí Kl. 10.30 Kvígindisfell. Brottför frá BSI, bensínsölu, miðar við rútu. Einnig uppl. í Textavarpi bls. 616. Helgarferð 31. júní - 1. júlí Básar í Þórsmörk Ath. að tjaldsvæði í Básum eru fullbókuð og lokuð nema gegn framvísun staðfestingar á pönt- unum. Vinsamlegast hafið sam- band við skrifstofu og sækið staðfestingar. Útivist. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MftRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Helgarferðir Fjölskylduhelgi á álfaslóð- um í Þórsmörk 30/6 - 2/7 Brottför kl. 20.00. Fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna, fjölskyldugöngur, ratleikur (leitin að álfasilfrinu). Mjög ódýr ferð. Gist i skála og tjöldum. Takmark- að pláss. Tjaldsvæði í Langadal - Þórsmörk Ath. áð öll gistipláss á tjald- svæði Feröafélagsins í Langadal næstu helgi (30/6 - 2/7) eru frá- tekin vegna fjölskylduhelgarinn- ar. Tjaldpláss eru eingöngu fyrir þá, er hafa staðfestingu frá skrif- stofunni. Landmannalaugar - Hrafntinnusker 1 .-2. júli Brottför kl. 8.00. Gengið í nýja skálann í Hrafntinnuskeri og gist þar. M.a. skoðaöir íshellarnir. Pantið tímanlega. Ferðafélag fslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.