Morgunblaðið - 29.06.1995, Page 56

Morgunblaðið - 29.06.1995, Page 56
Afl þfegar þorf krfefur! RISC System / 6000 CQ> NÝHERJ HEWLETT* PACKARD l^pVfectra OPIN KERFI HF Síml: 567 1000 MOHGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<g>CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 29. JUNI1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Fleiri skip hefja loðnuleit en áður LOÐNUVEIÐAR eru heimilar frá og með næstkomandi sunnudegi, 1. júlí, og er ráðgert, að ijöldi skipa leiti loðnu. Emil Thorarens- en, útgerðarstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, segir að þrjú skip Hraðfrystistöðvarinnar, Jón Kjartansson, Hólmaborg og Guð- rún Þorkelsdóttir, haldi strax í loðnuleit og kveðst hann vita að fleiri skip hefji loðnuleit um mán- aðamótin en undanfarin ár. Emil sagði að það væri af hinu góða ef fleiri skip halda til leitar því þá verði leitin skipulegri á stóru hafsvæði norður af Langa- nesi. Skipin séu nú almennt til- búnari til loðnuveiða en áður vegna síldveiðanna sem nú er nýlokið. Hólmaborgin í heimsmetabók Guiness? í fyrra voru loðnuskipin farin að landa eina viku af júlí og enn fyrr árið 1993. 5. júlí í fyrra land- aði t.a.m. Hólmaborgin loðnu. Hólmaborgin varð aflahæst á síð- ustu loðnuvertíð, frá 1. júlí 1993 til mars 1994 með yfir 50.184 tonn. Margir hafa trú á því að þetta sé heimsmet hvað veiðar á loðnu varðar. Emil hefur reynt að koma því inn sem heimsmeti í Heimsmetabók Guiness og átti hann von á staðfestingu á því inn- an tíðar. Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út bráðabirgðakvóta til nóv- embermánaðar næsta haust og er hann 800 þús. tonn. Bráðabirgða- kvótinn er ákveðinn sem 67% af því magni, sem fiskifræðingar telja að- verði endanlegur kvóti vertíðarinnar og samkvæmt því má ætla að hann verði 1.200 þús. tonn. 78% af endanlegum kvóta koma í hlut íslands en 22% skiptast jafnt milli Noregs og Grænlands. Hins vegar er Noregi og Grænlandi úthlutað nokkru stærri hlut úr bráðabirgðakvótanum eða 16,5% hvoru landi og koma því 67% -í hlut íslands úr bráðabirgðakvót- anum. Hlutur íslands verður síðan Ieiðréttur við útgáfu endanlega kvótans í nóvember. Bráðabirgð- akvóti íslensku skipanna verður því 536 þúsund tonn. Fjármálaráðherra stefnt fyrir mismunun MÁL hefur verið höfðað á hendur fjármálaráðherra vegna skatt- lagningar á lífeyrisiðgjöld ein- yrkja. Um er að ræða þann hluta lífeyrisiðgjalds sem hjá almennum launþega telst vera hluti atvinnu- rekanda. Einyrkjum hefur verið synjað um leyfi til að draga þenn- an hluta frá sem rekstrargjöld líkt og tíðkast hjá fyrirtækjum, þar sem einungis sé um persónuleg útgjöld þeirra að ræða. Stefnandi er sjálfstætt starf- Lífeyrissparn- aður einyrkja andi verkfræðingur, en hann höfðaði mál eftir að Yfirskatta- nefnd hafði staðfest úrskurð Rík- isskattstjóra vegna frádráttar hans á þessum hluta lífeyrisið- gjalds síns. Að sögn Ragnars Aðalsteins- sonar hrl, sem fer með málið fyr- ir hönd stefnanda, snýst þetta um jafnræði á milli ólíkra rekstrar- forma fyrir lögunum. Þannig sé eigendum hlutafélaga heimilt að draga þessar iðgjaldsgreiðslur af eigin launum frá sem rekstrar- kostnað hjá fyrirtækjum sínum, en þegar komi að einyrkjum sé þetta óheimilt. Mál þetta er prófmál og verður líklega tekið fyrir nú í haust. Mál höfðað /B4 Morgunblaðið/Anna Sól og þoka VEÐURBLÍÐUNNI hefur verið misskipt á landinu síðustu daga. Þoka og votviðri hafa hrjáð íbúa suðvesturhornsins en á meðan hafa Austfirðingar sleikt sólskin- ið, eins og þessir ungu Egils- staðabúar sem léku sér í körfu- bolta í gær. Hitinn fór í 21 stig á Kirkjubæjarklaustri í gær en var 9-13 stig í höfuðborginni. gær oteinanai er sjanstæu suari- sonar nri, sem ier meo mauo iyr- ■ Mai noioao/m var 9—l.i stig í horuOborg Vinnuveitendur höfnuðu nýju tilboði yfirmanna á kaupskipum á sáttafundi í Samningaviðræðurnar stóðu mjög tæpt í nótt SAMNINGANEFND yfirmanna í Farmanna- og fiskimannasamband- inu óskaði eftir viðræðum með vinnuveitendum í gær og hófst sáttafundur hjá ríkissáttasemjara . kl 17. Þar lögðu yfirmenn fram . nýtt tilboð sem, að sögn Benedikts Þ. Valssonar framkvæmdastjóra FFSÍ, fól í sér nokkrar breytingar frá fyrri kröfum yfirmanna, til að koma til móts við kröfur viðsemj- endanna. Samninganefnd vinnu- veitenda hafnaði tilboðinu og taldi það fela í sér litla breytingu frá fyrri kröfum yfirmanna. Skv. upp- lýsingum Morgunblaðsins stóðu við- ræður mjög tæpt í nótt og ríkti óvissa um hvort þeim yrði haldið áfram þegar Morgunblaðið fékk síð- ast fréttir. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VSÍ, sagði að viðræðumar hefðu gengið mjög treglega í gær. Vinnuveitendur höfðu lýst sig Morgunblaðið/Sigurgeir Loftbrú milli íands og Eyja ÁNÆGÐIR flugfarþegar við komuna til Vestmannaeyja í gær. Flugfélag Vestmannaeyja myndaði Ioftbrú á milli lands og Eyja í gærdag og flutti alls um 100 farþega í nokkrum ferðum með fjórum flugvélum. Flugleiðir og íslandsflug gerðu tilraunir til að fljúga til Vestmannaeyja í gærdag en vélarnar urðu frá að hverfa vegna þoku. K1 20. í gærkyöldi tókst íslandsflugi að fara eina ferð til Vestmannaeyja en flugi Flugleiða til Eyja var aflýst. reiðubúna að samþykkja svipaðar launakostnaðarhækkanir og samið var um í ÍSAL-deilunni eða um 11% Yfirmenn kröfðust í upphafi 17% hækkunar og vildu ekki fallast á minni kauphækkanir en Sjómanna- félag Reykjavíkur samdi um fyrir undirmenn, en lækkuðu svo kröfur sínar, sem metnar eru 12 'h% til 14%, skv. heimildum blaðsins Herjólfur og Laxfoss með undanþágur frá verkfalli I gær veitti samninga- og verk- fallsnefnd farmannafélaganna Her- jólfí takmarkaða undanþágu til að fara tvær ferðir milli lands og Eyja fram á sunnudagskvöld. Hefur út- gerð Heijólfs ákveðið að fyrri ferð- in verði farin í dag og sú síðari á morgun. Einnig veittu yfirmenn Eimskipafélaginu undanþágu frá verkfallinu fyrir eitt skip. ■ Herjólfur /4 Kjalveg- ur orð- innfær KJALVEGUR verður opnað- ur í dag. „Vegurinn um Kjöl hefur yfirleitt verið opnaður um þetta leyti og ástand hans er betra en við áttum von á,“ sagði Gunnar Ólsen, rekstrarstjóri Vegagerðar- innar á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru fjall- vegir nú að opnast hver af öðrum. Orðið er fært í Laka, Eldgjá á Skaptatungu, Land- mannalaugar að vestanverðu og Kverkfjöll. Þá eru Uxa- hryggir orðnir færir og gert er ráð fyrir að fært verði um Kaldadal og í Öskju í lok vikunnar. Fjölmargir að flýta sér LÖGREGLAN í Reykjavík hefur kært og áminnt fjölda ökumanna síðustu daga fyrir að aka of hratt á götum borgarinnar. Frá þriðjudagsmorgni til mið- vikudagsmorguns voru 56 öku- menn kærðir fyrir of hraðan akst- ur og 89 áminntir. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns verður hraðakstri áfram gefinn sérstakur gaumur næstu daga þannig að það borgar sig væntanlega að flýta sér hægt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.