Morgunblaðið - 04.07.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 04.07.1995, Síða 1
100 SÍÐURB/C/D 148. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Breski Ihaldsflokkurinn Tvísýnt um úrslit í leiðtogakjöri London. The Daily Telegraph. TVISYNT var í gærkvöldi hvort John Major, forsætisráðherra Bret- lands, tækist að bera sigur úr býtum í fyrstu umferð leiðtogakjörs íhalds- flokksins, sem fram fer í dag. Ein- ungis John Redwood hefur boðið sig fram gegn Major. Að loknum síðasta degi kosn- ingabaráttunnar sögðust margir þingmenn óttast að úrslit kjörsins yrðu ekki afgerandi, og veittu Maj- or ekki þau forráð sem þyrfti til þess að skera úr deilum sem risið hafa innan flokksins vegna stefn- unnar í Evrópumálum og til að sitja áfram sem forsætisráðherra. Stuðningsmenn hans sögðu hann hafa tryggt sér áreiðanlegt fylgi 194 þingmanna, en almennt er tal- ið að hann þurfi að minnsta kosti 200 atkvæði til þess að honum verði áfram stætt sem leiðtoga. Þar með hefði hann haft formlegan sigur, fengið atkvæði meirihluta þeirra 329 þingmanna sem eiga atkvæðis- rétt, og 50 atkvæðum meira en keppinautur hans, John Redwood. En staða hans verður veik ef rúmur þriðjungur þingmanna greið- ir atkvæði með Redwood eða situr hjá. Fylgismenn Majors sögðu að þá mundi hann engu að síður beij- ast áfram, stokka upp ríkisstjórnina strax á morgun og reyna að friða menn á hægri vængnum með því að veita hægrisinnum aukin völd. Háttsettir menn innan íhalds- flokksins spáðu því engu að síður að Major yrði knúinn til að víkja úr sæti, ef sigurinn yrði naumur, til að gefa kost á annarri umferð með þátttöku manna á borð við hægrisinnann Michael Portillo og Evrópusinnann Michael Heseltine. Bæði Major og Redwood ávörp- uðu í gær fund 92-hópsins, sem í eru hægrisinnaðir þingmenn. Major reyndi að vinna stuðning þeirra með því að lofa „lægri sköttum, sam- drætti í ríkisútgjöldum,11 ásamt aukinni einkavæðingu og umbótum í mennta- og heilbrigðismálum. ■ Flokkur á barmi/27 Óeirðir í Belfast eftir tíu mánaða hlé Belfast. Reuter. BRETAR létu í gær lausan her- mann, sem dæmdur hafði verið í lifstiðarfangelsi fyrir að myrða ungling í Belfast, og við það brut- ust út mestu óeirðir í borginni frá því samið var um vopnahlé við Irska lýðveldisherinn (IRA) fyrir 10 mánuðum. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gærkvöldi að þetta mál yrði ekki látið hafa áhrif á friðarviðræðurnar í Norður-írlandi. Unglingar rændu og kveiktu í 100 vöruflutninga- og einkabif- reiðum í hinum katólsku hlutum Belfast, þar sem myndin hér að neðan var tekin, og London- derry, næst stærstu borg Norð- ur-írlands. Búist var við að róst- urnar stæðu fram á nótt. Mótmælin eru sprottin af því að fallhlífarhermaðurinn Lee Clegg var látinn laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í tvö ár. Clegg var dæmdur fyrir að skjóta 17 ára katólska stúlku, Karen Reilly, í stolnum bíl er honum var ekið gegn um vega- tálma árið 1990. Stúlkan reyndist ekki vera hryðjuverkamaður. John Bruton, forsætisráðherra Irlands, brást við með því að skora á bresku stjórnina að sýna þeim þúsund föngum, sem í haldi eru vegna átakanna um Norður- Irland, sömu miskunnsemi og láta eitt yfir alla ganga. Bresk stjórnvöld standa fast á því að slíkt komi ekki til greina. Almenningur á Bretlandi hefur þrýst mjög á stjórnina að láta Clegg lausan, þar sem hann hefði skotið stúlkuna í ógáti. Pat Do- herty, varaformaður stjórnmála- flokksins Sinn Fein sagði, að hann hefði verið leystur úr haldi nú til þess að bæta stöðu Majors daginn fyrir leiðtogakjör íhalds- flokksins. Grálúðusamkomulagi stefnt í hættu ESB vænir Kanada- menn um tafir Brussel. Reuter. KANADAMENN voru gagnrýndir harðlega í gær fyrir að standa ekki við sinn hluta samkomulagsins um grálúðuveiðar í Norður-Atlantshafi og stefna því þar með í voða. Emma Bonino, yfirmaður sjáv- arútvegsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), sagði í gær að ESB væri þegar farið að hrinda í framkvæmd ákvæðum um eftirlit og hvernig samkomulaginu skuli framfylgt, en Kanadamenn drægju lappirnar í setningu kvóta. „Kanadamenn hegða sér ekki eins og ESB hefði vænst,“ sagði Bonino í yfirlýsingu. Þar sagði að Kanadamenn hefðu forðast að ræða skiptingu kvóta fyrir næsta ár á fundi í Brussel í síðustu viku og þess í stað veist að ESB fyrir að hafast ekkert að í málum tveggja spænskra skipa, sem haldið er fram að brotið hafi veiðireglur. Framkvæmdastjórnin hafnaði þessum ásökunum og kvaðst þegar hafa gripið til lagalegra aðgerða í máli annars skipsins en ekki hefði borist kvörtun vegna hins fyrr en tæpum 72 stundum fyrir fundinn. Heimildarmenn í ESB gerðu því skóna að Kanadamenn væru að tefja til þess að hafa betri spil á hendi í lokaumferð ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um úthafsveiðar 24. júlí til 4. ágúst. Reuter Lada í heyskapinn Danir heita rann- sókn geislunarslyss Kaupmannahöfn. Reuter. Sýrlend- ingar slaka á kröfum Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELAR sögðu í gær að Sýrlend- ingar hefðu látið af kröfu um að ráðstafanir í öryggismálum verði gagnkvæmar í samningum ríkj- anna. Um leið lögðu ráðamenn í Damaskus fram tillögu um afvopn- un sem hluta af allsheijar friðar- samkomulagi. Málið var rætt á ríkisstjórnar- fundi í ísrael og hermt var að sam- kvæmt tillögu Sýrlendinga þyrftu Israelar aðeins að afvopna sex kíló- metra svæði á móti hvetjum tíu kílómetrum, sem Sýrlendingar af- vopnuðu. Ekki var greint frá því hve stórt svæði Sýrlendingar hefðu haft í huga, né hver afstaða ísraela væri til tillagnanna. TVEIR rússneskir bændur setja hey á toppgrind gamallar Lödu á býli 50 km frá Moskvu. Sjálfseign- arbændur í Rússlandi hafa átt erfitt uppdráttar frá falli Sovét- ríkjanna og samyrkjubúa og hafa þurft að grípa til ýmissa óhefð- bundinna landbúnaðartækja. DANIR hétu á mánudag að kanna að fullu bótakröfur verkamanna, sem kveðast hafa orðið fyrir geislun þegar þeir hreinsuðu upp leifar bandarískrar sprengjuvélar, sem hrapaði með fjórar kjarnorku- sprengjur innan borðs skammt frá herstöð Bandaríkjamanna í Thule árið 1968. Eldur kviknaði í henni og geisla- virkt brak dreifðist um stórt svæði. Þeir, sem unnu við að fjarlægja geislavirkan snjó af svæðinu, segja að tíðni krabbameins í þeirra hópi sé 50% meiri en meðal almennings. Tilkynning Pouls Nyrups Ras- mussens forsætisráðherra siglir í kjölfarið á miklum vangaveltum um það hvort Bandaríkjamenn hafi geymt kjarnorkuvopn á Grænlandi á tímum kalda stríðsins. Danir birtu í síðustu viku skýrslu, þar sem fram kom að forsætisráð- herra Danmerkur hefði á laun sam- þykkt að leyfa Bandaríkjamönnum að geyma kjarnorkuvopn í Thule árið 1957 þvert á yfirlýsta stefnu Dana gegn slíkum vopnabúnaði. I gær svaraði Bandaríkjastjórn hins vegar Dönurn og kvaðst aldrei hafa geymt kjarnorkuvopn á Græn- landi. Niels Helveg Petersen, utan- ríkisráðherra Danmerkur, sem ræddi við William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, í Kaupmanna- höfn á föstudag, kvaðst „treysta" þessu svari. Bandarískum vélum var hins vegar leyft að fljúga yfir Græn- land með kjarnorkusprengjur um borð á 7. áratugnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.