Morgunblaðið - 04.07.1995, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Einar Svansson, framkvæmdastj óri Fiskiðjunnar Skagfirðings
Versta staða bol-
fiskvinnslunnar í 15 ár
EINAR Svansson framkvæmda-
stjóri Fiskiðjunnar Skagfírðings á
Sauðárkróki segir að vegna gengis-
falls bandarikjadals og sterlings-
punds sé staða hefðbundinnar bol-
fiskvinnslu nú verri en nokkru sinni
undanfarin 15 ár, eða þann tíma
sem hann hefur reiknað út framlegð
í vinnslunni.
„í þessi 15 ár hefur það aldrei
gerst að dollar og pund hafí sigið
svona áberandi mikið á sama tíma,
yfirleitt hafa þau vegið hvort annað
upp,“ segir Einar og kveðst telja
að grundvöllur fyrir bolfiskvinnslu
í landi sé brostinn eins og staðan er
í dag. Hann sagði ljóst að hefðbund-
in bolfiskvinnsla væri nú rekin með
talsverðu tapi þótt staðan væri væn-
legri hjá ýmsum öðrum greinum
sjávarútvegs enda væru þýskt mark
og jen sterk um þessar mundir.
Bandaríkjadalur er nú skráður á
um 8% lægra gengi en um áramót
og gengi pundsins er um 6% lægra
en í upphafí ársins. Einar sagði að
í ákveðnum greinum væri nánast
eingöngu byggt á viðskiptum í sterl-
ingspundi og dollar og ætti það eink-
um við um hefðbundna bolfisk-
vinnslu í landi.
Hingað til hefði hækkun annars
gjaldmiðilsins jafnan vegið upp
hækkun hins og því hefðu fyrirtæk-
in getað beint viðskiptum á þann
markað sem hagstæðari væri en nú
væri gengi beggja gjaldmiðlanna í
lágmarki og því væru fáar útgöngu-
leiðir í augsýn. Við það bættist að
mikil samkeppni væri á þessum
markaði, bæði vegna mikils fram-
boðs á ýsu og tegundum á borð við
alaskaufsa.
Aðspurður hvort hann teldi tilefni
til gengisbreytinga vegna þessa vildi
Einar Svansson ekkert um það
segja.
Engin rök fyrir
gengisbreytingu
„Þó að þau fyrirtæki í sjávarút-
vegi sem hafa mest átt viðskipti við
Bandaríkin og Bretland lendi í tíma-
bundnum erfiðleikum má ekki
gleyma því að gengi annarra gjald-
miðla hækkaði til samræmis og
hagur þeirra sem hafa gert út á þá
markaði hefur vænkast að sama
skapi. Þetta er eitthvað sem sjávar-
útvegurinn þarf að glíma við og
laga sig að en ég held að það sé
liðin tíð þó hluti sjávarútvegsins
lendi í vandræðum að menn sjái
skynsamleg rök fyrir því að mæta
slíkum vanda með gengisbreyting-
um,“ sagði Þórður Friðjónsson for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar í samtali
við Morgunblaðið. „Það er að mínu
mati hlálegt að miða gengisskrán-
ingu við afkomu einstakra greina
innan sjávarútvegsins."
Þórður sagði að þegar litið væri
á mikilvægustu mælikvarðana eins
og verðbreytingar innanlands og
viðskiptajöfnuð væri ekkert uppi á
borðinu sem kallaði á gengisbreyt-
ingar. „Allar þjóðhagslegar stærðir
renna traustum stoðum undir gengi
krónunnar eins og það er skráð
núna. í fyrsta lagi er verðbólga lítil
og minni en víðast annars staðar,
og í öðru lagi er afgangur af við-
skiptajöfnuði mikill samkvæmt okk-
ar áætlunum."
Þá væri raungengi krónunnar nú
mjög lágt í sögulegu samhengi og
10-12% lægra en að meðaltali síð-
asta áratug.
300 ung-
lingar á
slysa-
varnamóti
UM ÞRJÚ HUNDRUÐ unglingar
tóku þátt í tíunda landsmóti ung-
lingadeildar Slysavarnafélags Is-
lands, sem haldið var á Reyðar-
firði um helgina.
Bókleg og verkleg
skyndihjálp
Að sögn Skúla Hjaltasonar, sem
sat í undirbúningsnefnd mótsins,
var samheldni einkunnarorð þess,
en mótið var í umsjá slysavarna-
manna frá Norðfirði, Eskifirði,
Reyðarfírði, Fáskrúðsfirði og
Egilsstöðum. Nú eru starfræktar
30 unglingadeildir á landinu með
um 650 félögum.
Þátttakendum mótsins var skipt
niður á sex svæði og tóku allir
kerfisbundinn þátt m.a. í skyndi-
hjálp, bæði bóklegri og verklegri,
björgun með fluglínu, klettasigi,
þrautasvæði þar sem ógemingur
var að leysa þrautir upp á eigin
spýtur og fleira mætti nefna. Skúli
segir að landsmót af þessu tagi
miði að því að efla áhuga ungs
fólks, björgunarfólks framtíðarinn-
ar, á útivist og björgunarstörfum.
GÓÐ veiði hefur verið á loðnumið-
unum suðaustur af Kolbeinsey og
lönduðu fjölmörg skip í gær.
Grindvíkingur GK kom með
fullfermi, 955 tonn, til hafnar á
Siglufirði í gærmorgun og var
myndin tekin við það tækifæri.
Landað hafði verið 3.275 tonn-
um á Siglufirði um 10-leytið í
gærkvöldi og enn var verið að
landa.
Af öðrum stöðum má nefna að
landað var á Seyðisfirði, Reyðar-
firði og Ólafsfirði.
Á Raufarhöfn er ekki hægt að
Loðnubræðsla
komin í
fullan gang
halda uppi fullum afköstum í
SR-mjölsverksmiðjunni vegna
mannfæðar. Sex til tíu starfsmenn
af tuttugu vantar til að fullmanna
verksmiðjuna.
Aðkomumenn frá Reyðarfirði
og Húsavík aðstoðuðu Raufar-
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
hafnarbúa við að vinna 18.000
tonn af síld á sildarvertíðinni. Nú
er hins vegar verið að landa loðnu
á Reyðarfirði og engrar aðstoðar
því að vænta þaðan. Landað hefur
verið 2.500 tonnum af loðnu úr
Erninum, Náttfara og Guðmundi
VE og er loðnan smá og geymist
illa vegna mikillar átu. Því hefur
verið farin sú leið að vinna jafnóð-
um enda ekki gott að taka mikið
á lager í einu.
Loðnan sem komin er á land
er sögð smá og geymist illa vegna
mikillar átu.
Ekki kom-
ist hjá
fræðileg-
um deilum
BJÖRN Bjamason mennta-
málaráðherra telur að ekki
verði komist hjá fræðilegum
deilum í líkingu við ágreining-
inn um aldur Miðhúsasilfursins.
„Aðalatriðið er að málefna-
lega sé tekið á ágreiningsefnum
og þau leidd til lykta með fræði-
leg viðhorf í huga,“ sagði Bjöm.
Ráðherra kvaðst ekki geta
tjáð sig um efnislegar niður-
stöður rannsóknarinnar sem
alfarið væri í höndum Þjóð-
minjasafnsins. Hann vildiekki
tjá sig um meintar ásakanir í
tengslum við meinta fölsun
silfurmuna úr sjóðnum frá Mið-
húsum.
Mannsbein í
humartroll
á Selvogs-
banka
Selfossi. Morgunblaðið
MANNSBEIN komu upp með
humartrolli vélbátsins Jóns
Trausta er hann var að toga á
Selvogsbanka um 30 sjómílur
suður af Þorlákshöfn á laugar-
dag. Um er að ræða mjaðma-
grindarbein sem rannsóknar-
lögreglan á Selfossi tók í sína
vörslu þegar báturinn kom inn
til Þorlákshafnar. Eftir að bein-
in hafa verið athuguð nánar
verður þeim komið í vígða jörð.
Ekki er unnt að greina uppruna
beinanna en ef til vill verður
gerð einhver aldursgreining.
O K K \ R NENN
_____Pergunblatiib
Tíu ár frá stofnunj &£
Okkar manna
í Morgunblaðinu í dag er átta síðna
blaðauki, sem nefnist Okkar menn.
Þar er íjallað um fréttaritara Morg-
unblaðsins á landsbyggðinni í tilefni
10 ára afmælis félags þeirra, sem
heitir Okkar menn.
Ingvar Viktorsson bæjarstjóri og Ellert Borgar Þorvaldsson forseti bæjarstjórnar
Nýr meirihluti tek-
ur við í Hafnarfirði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
INGVAR Viktorsson, verðandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, kynnir
málefnasamninginn fyrir 54 af 63 fulltrúaráðsfulltrúum Alþýðu-
flokks, sem samþykktu hann í einu hljóði.
NÝR meirihluti Alþýðuflokks og
tveggja bæjarfulltrúa sjálfstæðis-
manna tekur við á bæjarstjórnar-
fundi í Hafnarfirði í dag. Ingvar
Viktorsson verður bæjarstjóri og
Ellert Borgar Þorvaldsson forseti
bæjarstjórnar. Málefnasamningur-
inn var einróma samþykktur á full-
trúaráðsfundi Aiþýðuflokks í gær-
kvöldi.
Ekki náðist í sjálfstæðismennina
í nýja meirihlutanum, þá Ellert
Borgar Þorvaldsson ogJóhann Berg-
þórsson, í gærkvöldi, en þeir ræddu
væntanlegt meirihlutasamstarf í
hópi stuðningsmanna sinna.
Haft var eftir Davíð Oddssyni,
formanni Sjálfstæðisflokksins, í út-
varpsfréttum í.gærkvöldi að Sjálf-
stæðisflokkurinn myndi vera í and-
stöðu við nýjan meirihluta í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar
Ingvar Viktorsson lýsti í samtali
við Morgunblaðið yfir ánægju sinni
með fundinn og sagði að allir máls-
hefjendur hefðu verið á einu máli
um að besti kosturinn í stöðunni
hefði verið valinn. Hann sagði að
málefnasamningnum væri skipt í
þijá hluta, fjármál, atvinnumál og
velferðarmál fjölskyldna og einstakl-
inga. Því til viðbótar yrði stefnt að
því að bæta ímynd bæjarins. „Að
okkar dómi og fjölmargra annarra,
innan bæjar og utan, hefur Hafnar-
fjörður sett niður vegna þeirra leið-
indamála sem í gangi hafa verið og
fráfarandi meirihluti lagði aðal-
áherslu á og reyndar skilaði ekki
neinu nema því að sverta ímynd
bæjarins út á við. Hlutverk nýja
meirihlutans er að lyfta ásjónu bæj-
arins aftur þannig að Hafnarfjörður
verði aftur það fyrirmyndar sveitar-
félag sem hann var og á að vera í
hugum bæjarbúa og landsmanna
allra,“ sagði Ingvar.
Hann vildi ekki fara náið út í inni-
hald málefnasamningsins að svo
komnu máli. Hins vegar sagði hann
að fljótlega yrði hafist handa við
gerð þriggja ára áætlunar í málefn-
um bæjarins og unnið yrði eftir
henni.